Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hækkanir á vísitölu neysluverðs á síðastliðnum þremur mánuðum 350 300 250 200 150 100 50 Ferskt grænmeti í vísitölu neysluverös frá maf 1988 '88 1989 1990 1991 1 992 1993 1994 1995 I K 1 ~1 ál og gulrætui M ’ • J • ft /A Ai /1 li 1 /A\ . /1 \\ ílujLi f \||/ F ! k u i/\ \Jy} m I ' ‘[f . IIv (f ■ S n „ A / N\ I! Annaðnvtti K h \m\ \£_ irænmeti r MJJÁSOND JFMAMJJASOND JFMAMJJASOND FMAMJ JÁSONDlJ FMAMJ JASONOljFMAMJ JASONOIJFMAMJ JÁSONO JFMAMJJÁSON 20% hækkunar vegna hækkunar á grænmeti VERÐ á grænmeti er í sögulegu hámarki nú í október ef litið er yfir tímabilið frá árinu 1988 sam- kvæmt mælingum vísitölu neyslu- verðs sem Hagstofa íslands birtir mánaðarlega. Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 1,2% síðustu þijá mánuði, sem jafngildir 5% verð- bólguhraða á heilu ári. Hækkun á verði grænmetis á þessu tímabili er fímmtungur þessarar hækkunar eða sem nemur 0,24%, þó ferskt grænmeti vegi aðeins 0,85% af heildarútgjöldum vísitölufjölskyld- unnar. „Að meðaltali er þetta greinilega hæsta verð á fersku grænmeti sem við höfum mælt frá árinu 1988,“ sagði Rósmundur Guðnason, for- stöðumaður vísitöludeildar Hag- stofu íslands í samtali við Morgun- blaðið. Grænmetisliður vísitölunnar skiptist í kál og gulrætur annars vegar sem vegur 0,20% i neyslu vísitölufjölskyldunnar og annað nýtt grænmeti hins vegar sem veg- ur 0,65%, en þar á meðal má nefna sveppi, papriku, lauk, tómata og agúrkur. Rósmundur sagði að hvað síðari liðinn varðaði væri vísitalan sú hæsta sem mælst hefði, sama hvaða mánuður væri tekin frá árinu 1988. Hvað kál og gulrætur varð- aði væri mælingin í október sú Verð á grænmeti í sögulegu hámarki í október miðað við tíma- bilið frá 1988 fjórða hæsta, en hærra hefði verðið verið nú í ágúst og september og í ágúst 1990. í öðrum mánuðum hefði verðið ævinlega verið lægra. Allt að 137% hærra verð Ef verð á einstökum grænmetis- tegundum nú er skoðað í saman- burði við verðið í október í fyrra, er verð á 8 tegundum af 10 hærra en í fyrra og á tveimur, blómkáli og papriku, lægra. Paprikan er tæplega 22% ódýrari en í fyrra og blómkálið 16%. Verð á öðrum teg- undum er hins vegar frá 8% og uppi í 137% hærra en í fyrra. Mest er hækkunin milli ára á gulrófum, en tómatar eru 109% dýrari en í fyrra og agúrkur 47% dýrari. Kína- kál og hvítkál eru tæplega 120% dýrari en í fyrra. Rósmundur sagði að verðþróunin á grænmeti nú í ár væri allt önnur en undanfarin ár. íslenska uppsker- an hefði hækkað í stað þess að lækka eins og hún hefði gert þegar hún hefði verið komin á markað og reyndar væri grænmetisverð í dag í sögulegu hámarki miðað við tíma- bilið frá árinu 1988. Verðið hefði aldrei verið hærra. Aðspurður hvaða skýringar væru á þessu, sagði Rósmundur að erfitt væri um það að segja. Annars veg- ar gæti skýringin verið sú að upp- skeran hefði verið lítil, en einnig gæti verið um einhveijar aðrar skýringar að ræða. Ef verðlagið endurspeglaði hins vegar uppskeru- brest, þá væri þetta ár samkvæmt því versta ár frá árinu 1988 til ræktunar grænmetis. Útreikningar samkvæmt alþjóðlegum aðferðum Aðspurður hvort þessir útreikn- ingar Hagstofunnar á verðinu væru öruggir, sagði Rósmundur að þeir væru í samræmi við alþjóðlegar aðferðir um verðupptöku og vísi- töluútreikninga, en sambærilegar vísitölur væru til í flestum löndum heims. Auk þess værum við þátttak- endur í þeirri samræmingarvinnu sem Evrópusambandið stæði fyrir varðandi útreikninga á neysluverðs- vísitölum og það væri ekki ástæða til þess að ætla að sú vinna yrði til þess að einhveijar breytingar yrðu gerðar á útreikningi Hagstof- Grænmetisverð í vísitölu neysluverðs á verðlagi í október 1995 Gulrófur Verð: ureyimg milli ára: Nóv. '92 156 kr/kg Okt. '93 112 kr/kg ■28,3% Okt. '94 59 kr/kg ■47,7% Okt. '95 139 kr/kg +137,1% Gulrætur Nóv. '92 234 kr/kg Okt. '93 240 kr/kg +2,7% Okt. !94 235 kr/kg -2,2% Okt. ‘95 291 kr/kg +23,8% Tómatar Nóv. *92 340 kr/kg Okt. '93 290 kr/kg ■14,8% Okt. '94 186 kr/kg ■35,9% Okt. ‘95 389 kr/kg +109,0% Agúrkur Nóv. Í92 ÍS 145 kr/kg Okt. '93.1-g +175,5% Okt. Í94/BO 262 kr/kg ■34,7% Okt. ‘95 . +47,4% Laukur Nóv. '92 45 kr/kg Okt. '93 52 kr/kg +17,2% Okt. '94 71 kr/kg +36,0% Okt. '95 87 kr/kg +22,3% Græn paprika Nov. '92 208 kr/kg Okt. '93 596 kr/kg +187,1% Okt. '94 619 kr/kg +3,9% Okt. »95 sm.2i.7% Sveppir Nóv. '92 Okt. '93 Okt. '94 Okt. '95 505 kr/kg 552 kr/kg 544 kr/kg 588 kr/kg +9,4% ■1,4% +8,0% Hvítkál Nóv. '92 Okt. '93 Okt. '94 Okt. '95 158 kr/kg 94 kr/kg 57 kr/kg 125 kr/kg ■40,6% ■39,0% +119,3% Blómkál Nóv. '92 Okt. '93 190 kr/kg 165 kr/kg 296 kr/kg 249 kr/kg ■13,4% +79,8% ■15,9% 1 Okt.‘94 Okt. '95 Kinakai Nóv. '92 I 134 kr/kg Okt.'gS* 109 kr/kg okt. '941 83 kr/kg Okt. '95 181 kr/kg 42 o 8> ■19,3% x ■23,8% 1 +118,5% $ unnar hvað þessa liði varðaði. Rós- mundur sagði aðspurður að ástæð- an fyrir áhrifum grænmetisverðsins á vísitöluna væri að hækkanir síð- ustu þijá mánuði væru mjög mikl- ar. Svo dæmi væri tekið væri ag- úrkuverð nú 165% hærra en fyrir þremur mánuðum, verð á papriku væri 133% hærra, laukur hefði tvö- faldast í verði, blómkál væri 31% dýrara, kínakál 34% dýrara, tómat- ar 14,2% dýrari og gulrætur 24,3% dýrari. Garðyrkjuráðunautur Búnaðarfélags íslands Uppskeran heldur undir meðallagi Uppskera í gróðurhúsum á hvern fermetra hefur aukist ár frá ári „Fljúgandi virki“ til Banda- ríkjanna SKÓGARFOSS er kominn til ís- lands eftir að hafa flutt leifar af B-17 sprengjuflugvél eða „Fljúgandi virki“ frá Reykjavík til Portsmouth í Bandarikjunum. Viðskila í vondu veðri Flugvélin, May Gal Sal, og þrjár aðrar lögðu upp frá Goose Bay áleiðis til Bretlands árið 1942. Flugmennirnir urðu hins vegar viðskila við hver annan í vondu veðri og komust ekki á áfangastað. May Gal Sal var nauðlent á jöklinum og ekki grafin upp fyrr en í sumar. Það gerðu flugáhuga- menn, sem hyggjast koma flug- vélinni í flughæft ástand í Oreg- Morgunblaðið/Benedikt Kristjánsson on í Bandaríkjunum eins fljótt; og auðið er. Varla ryð eftir 53 ár Flugvélarnar eru afar eftir- sóttar, enda fágætar. Eins og sjá á myndinni, sem tekin er um borð í Skógarfossi, finnst varla ryð í skrokk vélarinnar þó hún hafi legið í jöklinum í 53 ár. UPPSKERA á inni- og útiræktuðu grænmeti verður að líkindum heldur undir meðallagi í ár, að sögn Garð- ars Árnasonar, garðyrkjuráðunautar Bændasamtaka íslands. Garðar sagði að dimmviðrið í sum- ar hefði bitnað talsvert á inniræktaða grænmetinu og hann hefði það á til- fínningunni að uppskeran yrði heldur minni en í meðalári án þess að hann hefði beinlínis töiur þar um. Hins vegar yrði að hafa það í huga að meðaltalið færi stöðugt hækkandi og uppskeran væri ekki sú sama af hveijum fermetra og fyrir 5 eða 10 árum heldur meiri. Annað sem væri einkenni á þessu sumri væri að það hefðu ekki komið neinir uppskeru- toppar eins og oft hefði verið í kjöl- far sólarkafla. Uppskeran hefði verið miklu jafnari og komið jafnt og þétt á markað. Garðar sagði að útiræktun á grænmeti hefði farið mjög hægt af stað í vor vegna kulda og klaka í jörðu. Lengi vel hefði verið útlit fyr- ir mjög slaka uppskeru, en síðan hefði komið mjög góður hlýindakafli í september sem hefði bjargað mjög mikiu varðandi uppskeruna. Hann efaðist um að uppskeran myndi ná meðalári, en í flestum til- vikum ætti hún samt ekki að vera fjarri því. Garðar sagði að ekki væri ennþá búið að taka upp allt grænmeti. Það gilti bæði um hvítkál og gulrófur. Þessar tegundir væru harðgerar, garðarnir margir upphitaðir og smá- vegis næturfrost hefði lltið að segja í þeim efnum. Menn væru hins vegar á fuliu í uppskerunni, því nú gæti hvenær sem er farið að frysta fyrir alvöru. Bessi sviptur veiðileyfi Sjávarútvegsráðuneytið hefur að tilmælum frá Fiskistofu svipt togarann Bessa frá Súðavík veiðileyfi frá 14. til 28. október. Þetta er í fyrsta sinn sem ís- lenskur togari er sviptur veiði- leyfí fyrir að landa fram hjá vigt erlendis. Fiskistofa fékk upplýsingar um það að 30 tonna afli hefði farið fram hjá vigt úr Bessa í Þýskalandi og verið seldur til Bretlands. Um er að ræða brot á vigtarreglugerðum og á lögum um stjórn fískveiða. Talið er að aflinn hafí verið þorskur. Teknar voru skýrslur af skip- stjóra og útgerðarmanni þegar skipið var í Isaíjarðarhöfn. í framhaldi af því beindi Fiski- stofa þeim tilmælum til sjávar- útvegsráðuneytisins að það svipti skipið leyfí til veiða. Málið verður sent ríkissak- sóknara og hugsanlegt er að gefín verði út ákæra á hendur skipstjóra Bessa. Börn á hjólum fyrir bíi TVÖ böm á reiðhjólum urðu fyrir bílum í fyrradag. Bæði voru hjálmlaus en sluppu lítið meidd. Síðdegis á miðvikudag varð 12 ára telpa á reiðhjóli fyrir bíl á mótum Þúfubarðs og Móa- barðs í Hafnarfirði. Hún var flutt á heilsugæslustöðina á Sólvangi og var ekki talin alvarlega meidd, að sögn lögreglu. Á miðvikudagskvöldið við- beinsbrotnaði 13 ára drengur þegar hann hjólaði af gangstétt og á bíl á mótum Hofsstaða- brautar og Hörgslundar í Garðabæ. Geislaspilarar hurfu úr bílum Hljómflutningstækjum með geislaspilurum var stolið úr 15 bílum í Reykjavík í fyrrinótt. Að auki var reynt að stela slíkum tækjum úr þremur bílum til við- bótar. Við Grandaveg var stolið úr tveimur bílum og reynt við þrjá til viðbótar. Við Stigahlíð var stolið úr þremur bílum og þjófar voru einnig í leit að hljómflutnings- tækjum með geislaspilurum í Hólahverfí, Árbæ, Ártúnsholti og í miðbæ Reykjavíkur. Tvö tilboð í klifurrein LOFTORKA var með lægra til- boð en Malbikunarstöðin Hlað- bær-Colas í lokuðu útboði Vega- gerðarinnar í gerð klifurreinar á hringveginum við Lækjarbotna. Loftorka bauð 9.356.000 krónur I verkið og Malbikunar- stöðin Hlaðbær-Colas bauð 10.320.850 krónur, en aðeins þessi tvö fyrirtæki voru með I útboðinu. Kostnaðaráætlun verkkaupa hljóðaði upp á 12.795.700. krónur. Forsætisráð- herra til Möltu DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra hélt í gær utan til Möltu, þar sem hann mun sitja ráð- stefnu um alþjóðamál í boði rík- isstjórnar Möltu og flytja ávarp við opnun ráðstefnunnar. í dag, föstudag, mun forsæt- isráðherra eiga fund með Edw- ard Fenech-Adami, forsætisráð- herra Möltu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.