Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ 4- MINNINGAR + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, stjúpsonur og bróðir, séra ÞÓRHALLUR HÖSKULDSSON, lést 7. október sl. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 16. október kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á sóknarkirkjur hans, Akureyrarkirkju og Miðgarðakirkju í Grímsey. Þóra Steinunn Gísladóttir, Björg Þórhallsdóttir, Höskuldur Þór Þórhailsson, Anna Kristín Þórhallsdóttir, Gísli Sigurjón Jónsson, Björg Steindórsdóttir, Kristján Sævaldsson, Hulda Kristjánsdóttir, Gestur Jónsson og synir. t Astkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÚLÍA GUÐMUNDSDÓTTIR, Hlévangi, Faxabraut 13, Keflavík, sem andaðist í Landspítalanum þriðju- daginn 3. október, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 14. októ- ber kl. 14.00. Guðfinnur Sigurvinsson, Agnar Br. Sigurvinsson, Bergljót Sigurvinsdóttir, Ævar Þór Sigurvinsson, Ástríður H. Sigurvinsdóttir, Páll Br. Sigurvinsson, Gróa Hávarðardóttir, Gíslína Jóhannesdóttir, Helga Walsh, Sigurþór Hjartarson, Bára Hauksdóttir, Júlfus Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ERLENDAR VILHJÁLMSSONAR fyrrv. deildarstjóra, Flyðrugranda 16. Herdís Guðnadóttir, Guðni Erlendsson, Steinunn Skúladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför INGÓLFS MARKÚSSONAR frá Valstrýtu, færum við okkar bestu þakkir. Sérstakar þakkir til starfsfólks Vífils- staðaspitala og Kirkjuhvols í Hvolhreppi fyrir frábæra hjúkrun og aðhlynningu. Guð blessi ykkur öll. Elías Arason og fjölskyldur. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför JÓNS ARNAR INGVARSSONAR vélstjóra, Njörvasundi 18. Guðbjörg Guðmundsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Guðmundur Jónsson, Birna Garðarsdóttir, Ingvar S. Jónsson, Hjördís Sigurbergsdóttir, Þór Örn Jónsson, Bjarnfríður Viihjálmsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför okkar elskulegu ÖNNU PÁLSDÓTTUR, áðurá Háaleitisbraut 105, Reykjavík. Sérstakar þakkiMærum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Reynir H. Jónsson, Bjarney Guðmundsdóttir, Hulda Böðvarsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Katrin Ólafsdóttir, Bragi Reynisson, Sigrfður Guðmundsdóttir, Bjarni Ólafsson, Sigríður Ólaf sdóttir, Guðmunda Ólafsdóttir HJORLEIFUR ZÓFONÍASSON + Hjörleifur Zó- foníasson var fæddur 6. desember 1914 á Læk í Dýra- firði. Hann lést í heimabæ sínum Ange í Svíþjóð 30. september síðastlið- inn. Foreldar hans voru Zófonías Sig- urður Jónsson bóndi að Læk, f. 6. sept- ember 1886, d. 20. febrúar 1962, og kona hans Friðrika Kristín Guðmundss- dóttir húsfreyja, f. 14. júlí 1882, d. 29. desember 1969. Bræður Hjörleifs eru Jón Ingibjartur, f. 28 maí 1911, og Þorvaldur Ingólfur, f. 9. nóvem- ber 1917, d. 25. nóvember 1982. Hjörleifur kvæntist árið 1951 Valborgu Linneu Westerlund kennara, f. 19. mars 1922 í Reykjavík. Foreldrar Valborg- ar voru Bror Westerlund, f. 9. október 1893 í Ángermanland, Svíþjóð, d. 21. október 1961 í Hafnarfirði og kona hans Linnea Victoria, Andersson, f. 16. ágúst 1898 í Stokkhólmi, d. 28. febrúar 1985 í Ánge Sví- þjóð. Þessi sænsku heiðurshjón fluttust til íslands og eyddu lunga ævi sinnar hér á landi. Upphaf þess var að tengdafaðir Hjörleifs kom sem ungur renni- smiður til Islands til starfa í Héðni. Með bréfaskóla og sjálfsnámi náði hann æðstu gráðum í járnsmíðum og rak lengst af eigið verkstæði í Hafnarfirði þar sem heimili þeirra stóð. Börn Hjörleifs og Valborgar eru: 1) Gunnar Leif- ur, f. 29. október 1952 í Reykja- vík, verkfræðingur í Sundsvall, Svíþjóð. Hann var kvæntur Marie-Louise Bergvall, f. 7. ágúst 1953; þau skildu. Börn þeirra eru Sten Jónas, f. 4. sept- ember 1984 og Cristina Viktoria, f. 22. október 1986. Síðari kona Gunn- ars er Inga Marie Ambrosson, f. 17. janúar 1960, við- skiptafræðingur. Börn þeirra eru Per Fredrik, f. 5. apríl 1992 og Leif Eric f. 5. júní 1994. 2) Birgir Viktor, f. 22. apríl 1956 í Reykja- vík, verkfræðingur í Timrá í Svíþjóð. Sambýliskona hans er Birgitta Katrin Skoglund f. 1959. Hjörleifur ólst upp á Læk. Aðeins 16 ára gamall fór hann til Reykjavíkur að læra orgel- leik hjá Páli Isólfsssyni og síðar hjá fleiri meisturum. Hann var organisti Fríkirkjunnar í Hafn- arfirði um árabil eða frá 1952- 1960. Hjörleifur lauk kennara- prófi 1937 og stundaði nám í Handíðaskólanum 1941-1942. Árið 1946 stundaði hann fram- haldsnám í eitt ár í Svíþjóð og ári síðar í Englandi. Eftir nám- ið kenndi hann í fáein ár bæði í sinni heimabyggð og við Aust- urbæjarskólann en réðst svo til Flensborgarskóla þar sem hann starfaði í meira en áratug. Árið 1961 tók fjölskyldan sig upp og flutti alfarið til Svíþjóðar. Þau settust að í smábænum Ánge sem er í Vesternorrland-léni í héraði sem ber nafnið Med- elpad en þar er landfræðileg miðja Svíaríkis. Hjörleifur gerðist kennari í heimabæ sín- um auk þess að verða organisti staðarins til margra ára og gegndi reyndar því embætti í mörgum nærliggjandi kirkjum. Útför Hjörleifs verður gerð frá Borgsjö-kirkju skammt frá Ánge í dag. HJÖRLEIFUR föðurbróðir minn er látinn tæplega áttatíu og eins árs að aldri. Eins og verða vill kynntist ég ekki þessum frænda mínum að ráði fyrr en ég var kominn nokkuð til vits og ára. Hann var farinn af heimaslóðum löngú áður en ég leit heimsins ljós. Ágætar minningar á ég þó frá þeim dögum þegar hann kom í heimsókn vestur til afa og ömmu á Læk og annars frændfólks. Mér var sagt að kona hans væri sænsk sem ég skildi ekki alveg í byijun því þegar hún birtist fyrir vestan í fyrsta sinni talaði hún ekki eins og útlendingur heldur sem inn- fæddur íslendingur enda i raun inn- fædd eins og mér skildist síðar. Með þeim hjónum fylgdu brátt í heim- sóknir vestur ungir synir þeirra, nokkuð yngri en minn eigin systk- inahópur, og þá glaðnaði yfir heimil- inu á Læk og brátt óx þar úr grasi þriðji frændsystkinahópurinn, börn Þorvaldar yngri bróður Hjörleifs. Barnabörn afa og ömmu urðu að lokum 11. Ekki voru þau þó öll komin í þennan heim þegar tognaði nokkuð á ættarböndunum er Hjör- leifur fluttist alfarinn búferlum með Qölskyldu sína til Svíþjóðar árið 1961. Áður en það varð hafði ég þó kynnst fjölskyldunni nokkuð nán- ar á heimili þeirra í Hafnarfirði. Síðsumars árið 1959 fór faðir minn hjónunum til aðstoðar við húsbygg- ingu þeirra um nokkurra vikna skeið og hafði mig með sem liðlétting, þá 13 ára gamlan. Ég skynjaði þá og æ síðan þennan frænda minn sem hæglátt ljúfmenni sem vart sást skipta skapi. Það kom sér vel við byggingarvinnuna að þeir bræður voru báðir einkar handlagnir og kunnu vel til verka. Eins og ég þekkti hjá föður mínum voru öll verk Hjörleifs óaðfinnanlega unnin enda maðurinn með listamanns- hendur. Sjálfsagt hafa þau hjón haft einhveijar áhyggjur af bygg- ingarframkvæmdunum eins og verða vill á íslandi þegar flytja þarf úr einu húsnæði á ákveðnum tíma og annað verður að vera tilbúið á sama tíma. Ekkert slíkt skynjaði ég þó sjálfur og minningin um þessa dvöl og amstrið við bygginguna er sveipuð heiðríkju og gleði. Það var ekki síst að þakka Valborgu konu Hjörleifs. Hún talaði við mig ferm- ingarstrákinn eins og fullorðinn mann og treysti mér fyrir flestum verkum sem laðaði fram ábyrgðar- tilfinningu hjá piltinum. og aðrir aðstandendur. + Hjartans þakkir fœrum við öllum þeim, er veittu okkur aðstoð og sýndu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför dóttur okkar, systur, mágkonu og frænku, ÖNNU JÓNSDÓTTUR, Þiljuvöllum 19, Neskaupstað. Jón Kr. Sigurðsson, Jóna Ólafsdóttir, Hólmfríður Birgisdóttir, Ómar Sverrisson, Þorgeir Jónsson, Sesselja Jónsdóttir, Ólafur Viggósson, Sigurður Hallur Jónsson, Ólafur Jón Jónsson, Örn Ómarsson. Það stirnir á kalda jörðina og skógurinn endalaus er fölgrænn þótt veturinn ríki, enda ferðast með lest í gegnum barrskóga Svíþjóðar. Meira en tíu ár eru liðin og komið árið 1970 og undirritaður á leið að heimsækja Hjörleif og fjölskyldu um páska, komandi sunnan úr Þýska- landi þar sem nám er stundað í náttúruvísindum. Lestarferðin hefur tekið nær sólahring og nóttin skell- ur á. Langförlinum, sem fer hér um í fyrsta sinni, er hálfórótt, því hann ótast að sofa af sér stoppið í Ánge. En allt fer vel og í bjarma rosabaug- anna sem stöðvarljósin skera í frost- þoku brautarpallsins sé ég hvar Hjörleifur og Valborg standa og bíða mín. Klukkan er fimm að morgni en þegar stigið er út úr hlýj- um farþegavagninum og hinn nor- ræni svali andar um vanga finn ég ekki fyrir hrolli; allt er hlýtt og bjart í huga mér við að hitta þetta fólk, líkt og ég væri að koma heim. Hing- að átti ég eftir að koma oft aftur, bæði um jól og líka að sjá bæinn skarta sumarskrúði. Nú fannst mér sem ég væri að kynnast Hjörleifi upp á nýtt. Hæg- látur var hann sem fyrr en maður- inn leyndi á sér. Ég vissi að hann hefði fengist við skógrækt á æsku- slóðum heima á Læk. En nú kynnt- ist ég skógræktarhugsjónamanni, sjálflærðum náttúrufræðingi og landafræðingi í víðum skilningi þess orðs. Landakort voru hans ær og kýr og af þeim átti hann mörg. Þau voru ætíð dregin fram og notuð sem bakgrunnur þeirrar umræðu og fræðslu sem fram fór hveiju sinni. Um skógrækt á íslandi var oftast rætt á þeim nótum hvaða möguleik- ar væru fyrir hina og þessa tijáteg- undina eða kvæmið að spjara sig heima á Fróni, allt eftir mismunandi landshlutum, veðurfari og meðal- hita. Eins og af meðfæddri hógværð var hahn fámálli um eigin dáðir í tijárækt. Skógarreitirnir heima á Læk tala þó sínu máli um brautryðj- endastarf hans á því sviði en þar lagði reyndar Þorvaldur bróðir hans hönd á plóginn með honum og tók svo við er Hjörleifur fluttist suður. Hjá öðrum frétti ég að Hjörleifur hefði verið fyrstur manna hér á landi til að fá sent sitkagrenifræ vestan frá Kyrrahafsströnd og gróðursett í íslenska mold á Læk. En áhugi hans var ekki Iengur bundinn við ísland. Hann gerþekkti orðið sitt nýja heimaland. Kortin voru dregin fram og maðurinn var hafsjór af fróðleik hvort heldur talað var um skógrækt, grasafræði, jarðfræði, náttúru- og veðurfar, skógarhöggs- iðnaðinn eða um byggðir landsins og mannlífið sem í þeim hrærðist. Til marks um það síðastnefnda má tilfæra að frændi minn setti sig sjaldnast úr færi að kaupa eða kynna sér hin ýmsu héraðs- og stað- arblöð sem út koma víða í Svíaríki og kunni skil og nöfn á ótrúlega mörgum slíkum. Og enn má ég til að nefna eitt sem þetta sænsk- íslenska heimili hafði upp á að bjóða sem náttúrufræðistúdentnum þótti mikill akkur í. Ein bókahilla heimil- isins skartaði „Náttúrufræðingn- um“ með öllum árgöngum frá upp- hafí, fagurlega innbundnum af hús- bóndanum með gyllingum á kili. Ég hafði komist yfir árganga eftir 1950 hjá fornbókasala heima og haft með mér út og lesið mér til mikillar ánægju. En fyrstu 20 árgangarnir voru ófáanlegir og nú brostu þeir hér á mót mér úr hillunum í skart- klæðum. Oft var liðið langt á páska- og jólanætur þegar þessar gersemar voru loks aftur lagðar og svefn sveif á brá. Það var svo rúsinan í pylsu- endanum að fyrir þeim Hjörleifi og Valborgu voru þessar bækur ekkert betrekk á vegg. Þau höfðu bæði verið félagar Hins íslenska náttúru- fræðifélags og farið i skoðunarferð- ir félagsins, stuttar sem langar. Hjónin þekktu því efni þessara bóka vel; höfðu reyndar kynnst sumum lærðum höfundum sem áttu þar greinar og voru mér því aufúsu við- mælendur við morgunverðarborðið um ýmislegt sem gat verið mér hugleikið eftir lestur kvöldið eða nóttina áður. Þetta voru dýrðardag- ar. Utan af íslandi munu brátt fara f f f f f f f f f f f f € f 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.