Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 31 MINNINGAR MARGRÉT GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR ■4- Margrét Guð- ■ rún Gísladóttir ljósmóðir var fædd á Skjálg í Kolbeins- staðahreppi á Snæ- fellsnesi 6. mars 1891. Hún lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 6. október síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Gísli Magn- ússon, f. 30. okt. 1857 í Litla- Langadal á Skóg- arströnd, d. 9. jan. 1931 á Kirkjufelli í Eyrarsveit, og Guðbjörg Jó- hannsdóttir, f. 8. ágúst 1862 í Laxárdal á Skógarströnd, d. 26. sept. 1952 á Fagurhól í Eyrarsveit. Foreldrar Margr- étar byijuðu sinn búskap í Skjálg og voru um tíma í Hauk- atungu og Ytri-Görðum í Kol- beinsstaðahreppi. Arið 1894 flylja þau í Staðarsveit að Þor- geirsfelli og eru þar til 1903 að þau flytja til Eyrarsveitar, að Lágarkoti, þau voru stutt þar, flytja þaðan að Kirkjufelli í sömu sveit og bjuggu þar alla tíð. Systkini Margrétar eru: Magnús Gísli, f. 7. des. 1892, b. á Kirkjufelli í Eyrarsveit, d. 1977; Herdís Sigurlín, f. 24. febr. 1899, húsfreyja á Hellna- felli í Eyrarsveit, nú vistmaður á dvalar- heimili aldraðra, Fellaskjóli í Grund- arfirði; Guðmundur Katarínus, f. 23. jan. 1902, vélstjóri, lengst af í Reykjavík, d. 1986; Krislján Guð- jón, f. 22. ágúst 1905, verkamaður og garð- yrkjumaður í Hvera- gerði, d. 1989. Margrét lauk ljós- mæðraprófi frá Ljós- mæðraskóla íslands 1917 og var ljósmóðir í Eyrarsveit 1917-1929 en tók á móti fjölda barna eftir það. Árið 1922 giftist Margrét Þorkeli Daníel Runólfssyni, f. 16. des. 1894, sjómanni og bónda, d. 4. des 1965 í Reykjavík. Foreldrar Þorkels voru, Runólfur Jóna- tansson, b. í Árnabotni, Naustum og Spjör í Eyrarsveit, og kona hans Pálina Pálsdóttir. Margrét og Þorkell hófu búskap á Búðum í Eyrarsveit en byggðu síðan nýbýlið Fagurhól í Eyrarsveit árið 1929. Eftir andlát Þorkels bjó Margrét með sonum sínum á Fagurhól en 1970 flytja hún og Gísli sonur hennar til Reykja- víkur á heimili Huldu dóttur hennar. Og hjá henni bjó hún þar til fyrir þremur árum að hún vegna heilsubrests fór á hjúkrunarstofnun og síðan á Hrafnistu. Börn Margrétar og Þorkels eru: Runólfur, f. 31. júlí 1923 á Búðum í Eyrar- sveit, sjómaður; Guðbjörg Fjóla, f. 27. maí 1925 á Búðum, húsfreyja í Reykjavík, gift Ste- fáni Helgasyni, húsasmið og fyrrverandi húsverði hjá R.Ú.V. og eiga þau tvö börn og fimm barnabörn; Gísli, f. 23. maí 1926 á Búðum, verka- maður; Páll, f. 10. apríl 1928 á Búðum, rafvirkjameistari í Hafnarfirði, kvæntur Klöru Krisjánsdóttur, kjólameistara, og eiga þau þrjú börn og níu barnabörn; Lilja Ingibjörg, f. 3. maí 1929 á Búðum, húsmóð- ir og verkakona í Reykjavík , ekkja eftir Leó Kristleifsson sjómann, eru börn þeirra tvö og barnabörnin þijú; Sigur- björg Hulda, f. 3. sept. 1933 á Fagurhól í Eyrarsveit, hjúkr- unarfræðingur í Reykjavík, og á hún eitt barn og eitt barna- barn. Lilja Ingibjörg átti dóttur fyrir hjónaband, Guðrúnu Kristjánsdóttur, f. 21. okt. 1945 á Fagurhól í Eyrarsveit, hús- móður og verkakonu í Reykja- vík. Hún var gift Jóni Þor- bergssyni, skipstjóra og eiga þau fjögur börn og fjögur barnabörn. Guðrún ólst upp hjá ömmu sinni og afa, Margréti og Þorkeli. Útför Margrétar fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnar- firði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Hafnarfjarðarkirkjugarði. í DAG er til moldar borin elskuleg tengdamóðir mín Margrét Guðrún Gísladóttir. Mig langar að minnast hennar í örfáum orðum. Kona er hefur lifað í eitthundrað og fjögur ár hefur gengið í gegnum miklar þjóðfélagsbreytingar. Það eru mikil umskipti fyrir þessa kynslóð að upplifa þessar breytingar, þó ekki væri annað en að komast úr lág- reistum köldum torfbæjum í timb- ur- eða steinhús með öllum þægind- um og lifa það að allir fengju nóg að borða. Tengdamóðir mín var barn síns tíma. Hún átti kjarkinn, dugnaðinn, eljusemina, þolinmæð- ina, fórnfýsina, heiðarleikann við sjálfa sig og aðra. Hún miðlaði til okkar visku sinni og kærleika, af- komendur munu hafa það að vegar- nesti í lífi sínu. Við höfum átt saman nærri hálfa öld og aldrei bar skugga á okkar samveru. Okkar bestu stundir voru við mjaltir í fjósinu og þar fóru fram margar heimspekilegar umræður um lífið og tilveruna. Að vera í návist hennar og fá að eiga hana að vini var ómetanlegt. Ég þakka henni samfylgdina og langar að lokum að gera að mínum orðum erindi sem móðir mín heitin orti við fráfall Þorkels Daníels Run- ólfssonar. í kveðjuskyni stíla stef og stilli hörpu ljóða. í þankabrotin þökk ég vef, þú, sem átt til góða. Mitt þú unga máttir geð móta, styrkja og vernda. Þeir, sem fara friði með, á friðarströndum lenda. Lífsins hér er lokið dvöl á Ijóssins himni séðan. Með styrka hendi á stýrisvöl þú stýrir bátnum héðan. Almættisins eilíf hönd endaför vill greiða. Og þá, sem syrgja brostin bönd, best mun trúin leiða. (Jóhanna Steinþórsd.) Klara Kristjánsdóttir. Tengdamóðir mín, Margrét Guð- rún Gísladóttir, ljósmóðir frá Fagur- hóli, Grundarfírði, er látin. Hún var 104 ára er hún lést, elst Islendinga. Margrét lauk námi við Ljós- mæðraskóla íslands 1917 og tók við ljósmóðurstarfi í Eyrarsveit sama ár og gegndi því til ársins 1929. Árið 1922 giftist Margrét Þorkeli Runólfssyni bónda og sjó- manni frá Spjör í Eyrarsveit og hófu þau búskap að Búðum í Eyrar- sveit. Árið 1929 reistu þau nýbýlið Fagurhól úr landi Grafar í Eyrar- sveit og bjuggu þar uns Þorkell lést árið 1965. Frá þeim tíma bjó hún með sonum sínum Runólfi og Gísla til 1970, að hún flutti til dóttur sinn- ar Sigurbjargar Huldu í Reykjavík og var til heimilis hjá henni til árs- ins 1991 að hún fluttist á Hrafnistu. Margrét eignaðist með manni sínum sex börn, auk þess ólu þau hjón upp dótturdóttur, Danilíu Guð- rúnu Kristjándóttur. Niðjar Mar- grétar eru orðnir 41. Margrét var mörgum góðum kostum búin, vel gefin eða réttara sagt stórgáfuð, staðföst, vel virk í höndum hvort sem var handavinna eða matargerð, kappsfull og elju- söm, sannsýn, sterktrúuð og síðast en ekki síst gædd þeirri náðargáfu að sjá margt sem aðrir ekki sáu. Hún flíkaði ekki því er hún sá og komst að með dulskyggni sinni. Hún sá um bú og börn er maður hennar var langdvölum burtu til sjós og fórst það vel sem annað er hún tók sér fyrir hendur. Hennar æðsta markmið var að líkna og hjálpa þeim er hjálparþurfi voru. Margrét var kona ákveðin en fór svo vel með skap sitt að menn urðu lítt varir við. Þó vissu flestir að er hún hafði tekið ákvörðun varð henni ekki breytt. Að kynnast konu sem Margréti eru forréttindi svo mann- bætandi er það. Ég þakka henni samveruna og einlæga vináttu, Iétta glettni og gamansemi er geislaði frá henni. Ég bið góðan Guð að taka á móti henni og veita henni styrka stoð á nýjum vegum. Fjölskyldu hennar bið ég Guð að blessa og styrkja í söknuði sínum. •Við sem eftir lifum munum geyma minnigu um góða konu. Stefán Helgason. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fýrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku amma, upp er runnin kveðjustundin. Hún amma mín var ein sú elsku- legasta kona sem ég hef kynnst. Faðmlagið hennar var svo hlýtt, og hún átti svo mikinn kærleika til að gefa. Það eru margar dýrmætar minn- ingar sem koma upp í hugann, ein sú dýrmætasta er þegar amma sat ■ á rúmstokknum mínum og kenndi mér bænir, og að þekkja Guð, sem ég bý að enn þann dag í dag. Elsku amma, ég þakka þér fýrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, sérstaklega þakka ég þér fyrir alla sokka og vettlinga sem þú hefur pijónað handa strákunum mínum. Ég veit, amma mín, að þú hefur átt góða heimkomu og ert nú ham- ingjusöm með afa. Guð veri með þér. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú, með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Droplaug G. Stefánsdóttir. Barnastærðir st.: 8-14 Verð: 5.990.- Fullorðinsst.: XS-XXL Verð: 7.990.- Margir litir Sendum í póstkröfu 5% staðgreiðsluafsláttur »hummél*JP SP0RTBÚÐIN Ármuli 40 sími 581 3555 Lecaf Úlpur Vind- og vatnsheldar GLÆSILEGAR GJAFAVÖRUR KR. 4.750 CFullmarkL) • Prentborðar í flestar gerðir prentara. • ISO 9002 gæðaframleiðsla. • Úrvals verð. J. ÓSTVRIDSSON HF. Skipholti 33, 105 Reykjovík, sími 552 3580. A. Ske'rfunni 17 - Sími 568-1665 - Fax 568-0664 Umboðsmenn um land allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.