Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL<3CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Staðsetning álvers Columbia Aluminium EES styrk- — irsamn- ingsstöðu Islands AÐILD íslands að evrópska efna- hagssvæðinu styrkir landið í sam- keppninni um staðsetningu nýs ál- vers Columbia Aluminium Corpor- ation, samkvæmt því sem fram kemur í samtali Morgunblaðsins við James F. Hensel, yfirmann nýrra verkefna hjá fyrirtækinu. Hensel segir það einkum vera þrjá kosti sem ísland hafi í saman- burði við hin löndin þrjú sem til greina koma. „Landið getur fram- leitt mjög mikið magn raforku. Starfsfólkið er vel menntað og land- ið er aðili að evrópska efnahags- svæðinu." Hann segir síðastnefnda þáttinn mikilvægan, þar sem framleiðsla nýja álversins verði líklega að stór- um hluta seld á Evrópumarkað. Tollar á áli inn á evrópska efna- hagssvæðið séu nú 6% og því geti það skipt fyrirtækið miklu máli að -—Vera með álverið staðsett innan þess. Hensel segir íslendinga vera samkeppnishæfa hvað varðar raf- orkuverð við þá þrjá staði aðra, sem til skoðunar eru. Aðildin að/16 Fleiri en áður kenna sig til móður ■^SEXTÍU og níu einstaklingar hafa nafnkennt sig til móður sinnar frá því að nýju manna- nafnalögin tóku gildi 1. nóvem- ber 1991. Aðallega er um konur að ræða eða 53 á móti 16 körlum. Samkvæmt tölum frá Hagstof- unni höfðu 1. október 24 einstakl- ingar, sem eru sextán ára og eldri, breytt kenninafni sínu frá áramótum, þannig að þeir hafa hætt að kenna sig til föður og kennt sig til móður í staðinn. Þetta er mun meira en var á öllu síðasta ári en þá tóku 15 manns að kenna sig til móður, 14 árið 1993 og 13 árið 1992, en aðeins 4 árið 1991. Kenninafn/B4-5 IKARLAKLEFANUM Morgunblaðið/RAX íslenzkar sjávarafurðir í samstarf við útgerðarfyrirtæki í Kamtsjatka Aðstoða við veiðar og vinnslu 120.000 tonna ÍS tekur að sér sölu á áætluðum 55.000 tonnum af unnum afurðum ÍSLENZKAR sjávarafurðir hafa gert samning við rússneska útgerðar- fyrirtækið UTRF á Kamtsjatka um aðstoð við veiðar og vinnslu afurða úr 120.000 tonnum af fiski, mest alaskaufsa, og sölu afurðanna, sem áætlaðar eru um 55.000 tonn. Samningurinn eykur árlega veltu ÍS um 30% en tekjur þess enn meira. UTRF gerir út 26 skip, bæði fiskiskip og móðurskip, en um 2.000 manns vinna þar. ÍS mun síðan ráða 30 Islendinga til starfa í Rúss- landi bæði á sjó og í landi. Tilboði í bú Silfurlax hafnað ÞROTABÚ hafbeitarstöðvarinnar Silfurlax í Hraunsfirði hefur hafnað kauptilboði norska fyrirtækisins NFÓ-Gruppen AS í allt búið. Ásgeir Magnússon bústjóri sagði tilboðið of lágt og að auki óljóst. „Við sættum okkur ekki við þetta ^.ilboð. Það er ýmislegt í ólagi við það. Til að byija með er það of lágt og í öðru lagi mjög óskýrt hvaða aðilar eru þarna á ferð. Norski aðil- inn sem lagði inn tilboðið var að vísu í nafni síns fyrirtækis, en gefið var í skyn í tilboðinu að einhver önnur fyrirtæki kynnu að koma við sögu og þá með einhveijum fyrirvörum. Þessir aukaaðilar voru ekki tilgreind- ir og því óljóst hvað verið var að fara. íslenskir aðilar hafa og verið nefndir til, en þá sem framkvæmda- en ekki fjármögnunaraðilar," sagði Ásgeir Magnússon í gærdag. Ásgeir bætti við að þetta væru einu hugleiðingarnar um hugsanleg kaup á öllu búinu sem komið hefðu fram. Alls konar vangaveltur um kaup eða leigu á einstökum hlutum búsins hefðu komið upp, en ekki af þeirri alvöru að það tæki því að tala um það. Óttast meiri seiðasleppingar Eigendur veiðiréttar við laxveiðiár í Hvammsfirði og á Skógarströnd hafa þungar ahyggjur af áformum Landsbanka íslands um að flytja mikið magn seiða úr þrotabúi Silfur- lax frá eldisstöðvum á Suðurlandi vestur í Hraunsíjörð með það fyrir augum að sleppa þeim og veiða síðan upp í skuldir á næstu árum. Veiði í laxveiðiám í Hvammsfirði og á Skógarströnd hefur hnignað síðustu ár og segir Torfi Ásgeirsson, umsjónarmaður Haukadalsár í Döl- um, að tengsl séu milli minni veiði í ánum og starfsemi hafbeitarstöðv- arinnar i Hraunsfirði. Hann bendir á að lax, sem merktur hefur verið í laxveiðiám í Dölum, hafi komið fram hjá Silfurlaxi. Sigurður Már Einars- son, fiskifræðingur í Borgarnesi, staðfesti þetta í samtali við Morgun- blaðið. „Verkefnið felur í sér að stjórna veiðum og vinnslu á öllum þeirra bolfiskkvóta, sem nemur um 120.000 tonnum," segir Benedikt Sveinsson, framkvæmdastjóri ÍS. „Þá munum við sjá um dreifingu og sölu á öllum afurðum úr þess- ari vinnslu, sem eru áætlaðar um 55.000 tonn. Þar fyrir utan munum við vinna að fjármögnun fyrir UTRF, sjá um alla innheimtu og uppgjör. Þá sjáum við um að- drætti, olíu, vistir og fleira fyrir flotann. Þetta er samningur til eins árs, með ákvæðum um framleng- ingu, um rekstur, framleiðslu, fjár- mögnun og sölu. Verulegar tekjur Við munum svo taka á þróunar- málum hjá fyrirtækinu, en hug- myndin er sú að auka verulega vinnsluvirði afurða þess. Við fáum verulegar tekjur af þessu og styrk- ir það fjárhag ÍS mikið. Þetta gef- ur okkur möguleika á að koma okkur upp aðstöðu í Austur-Asíu, sem er mikill styrkur, þetta opnar okkur leið inn á markaðinn í Kína, en verulegur hluti aflans verður seldur þar, og við verðum mjög gildandi í sölu á alaskaufsa, sem er um helmingur alls bolfisks í heiminum," segir Benedikt. 105.000 tonn af alaskaufsa Fyrirtækið hefur veiðiheimildir í Okotskhafi og Beringshafi. Alaska- ufsi er uppistaða heimildanna, um 105.000 tonn, en aðrar tegundir eru kyrrahafsþorskur, flatfiskur, „navaga“ sem er eins konar ískóð, síld og lax. Aflinn er allur unninn um borð, landvinnsla er engin. Tvö skipanna, systurskip Þern- eyjar, eru með flakavinnslulínur og vinna flakablokkir inn á markaði í Evrópu og Bandaríkjunum. Móður- skipin eru um 15 ára gömul og gríðarlega stór. Þau eru um 160 metrar að lengd, um 9.000 tonn að stærð og með þijú vinnsludekk. Það efsta fyrir hrognavinnslu, næsta fyrir flök og blokkir og það þriðja fyrir mjöl og lýsi. Um 2.000 manns vinna hjá UTRF, langflestir við störf úti á sjó. ■ Veltan aukin um 30%/27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.