Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Afskipti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar af framkvæmdum Miðbæjar Hafnarfjarðar hf. S1 IÐARI SKYRSLA Sinnu hf., var send bæjarstjóra Hafnarfjarðar 19. júlí, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Þar eru gefnir þrír valkostir: 1. Hafna beiðni um kaup á bílakjailara. 2. Aðstoða félagið við að ljúka framkvæmdum með kaupum á eignum og/eða annarri fyrirgreiðslu. 3. Stofna nýtt félag, hugsanlega með þátttöku annarra kröfuhafa, sem yfirtækju óseldar eignir, lykju framkvæmdum og seldu síðan. Bent er á að með því að sam- þykkja beiðni um að kaupa kjallar- ann mætti hugsanlega afstýra gjaldþroti. Ef félagið færi hins veg- ar í þrot hefði það ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir frekári fram- kvæmdir við húsið. Heildartap bæj- arsjóðs yrði aldrei undir 84 millj. kr. Bæjarsjóður yrði auk þess eig- andi að eignarhlutum með-allt að 146 millj. kr.kr. fjárbindingu ef greiða ætti upp ábyrgðir. Kæmi til gjaldþrots væri líklegt að almennir kröfuhafar fengju lítið sem ekkert greitt upp í kröfur sínar vegna of mikilla veðsetninga. Kaupum hafnað Það sem mæli með því að hafna kaupum á bílakjallara sé að bæjar- sjóður þyrfti að greiða 8,4 millj. kr.kr. í peningum, fella niður 26 millj. kr.kr. kröfu og skila hús- næði, sem ætlað væri fyrir bóka- safn og metið er á 36 millj. kr.kr., eða samtals 70,4 millj. kr. Jafn- framt yrði bæjarsjóður áfram í ábyrgðum vegna skuldabréfa að fjárhæð 146 millj. kr.kr. auk þess sem ógreidd gatnagerðagjöld væru 35,7 millj. kr.Enn er bent á að ekki sé líklegt að kaupin ein nægi til að ljúka við framkvæmdir og selja eignirnar. Bæjarsjóður yrði því í sömu sporum innan skamms tíma kæmist félagið í þrot á ný. Aðstoð við framkvæmdir Ef félagið fengi aðstoð við að ljúka framkvæmdum yrði þeim sennilega lokið á skömmum tíma og líkur myndu aukast á að eignir seldust. Komið yrði í veg fyrir tap bæjarsjóðs og röskun á starfsemi í húsinu. Það sem mælti á mót að- stoð væri að bærinn myndi kaupa eignir sem óvíst væri að hann hefði not fyrir og jafnframt veita félaginu fyrirgreiðslu vegna skammtíma- skulda og framkvæmda, sem næmi allt að 129 millj. kr. Þá gæti bæjar- sjóður þurft að fjármagna afborg- anir af langtímalánum ef sala á eignum drægist. Fyrsta afborgun langtímalána sem bæjarsjóður væri í ábyrgð fyrir væri í nóvember 1995 og óvíst að söluverð eigna nægði til að greiða upp skuldir félagsins. Ef sú yrði raunin væri ólíklegt að bæjarsjóður fengi sínar kröfur greiddar. Félagið skuldaði bæjar- sjóði 62 millj. kr. auk 146 millj. kr. bæjarábyrgðar. Heildarkrafa bæj- arsjóðs með kostnaði vegna skulda og framkvæmda gæti numið allt að 337 millj. kr. Stofnun félags Þriðji kosturinn væri að bærinn stæði að stofnun félags með þeim sem eiga hagsmuna að gæta. Félag- ið myndi ljúka framkvæmdum og selja eignarhluta en nýja félagið myndi kaupa eignarhluta af Miðbæ Hafnarfjarðar hf. á markaðsverði. Miðbær Hafnarfjarðar hf. mæti óselda eign í húsinu á um 350 millj. kr. fyrir utan bílakjallara en kostnaður við að ljúka framkvædum væri um 21 millj. kr. Söluverð til SÍF hf. væri 50 millj. kr. og áætlað söluverð Strand- ........ götu 30 væri um 30 millj. kr. eða samtals 409 millj., sem greitt yrði að hluta með yfirtöku veðskulda, með 146 millj. króna ábyrgð bæjarsjóðs og um 62 millj. króna greiðslu gatnargercjargjalda. Aðrar veðskuldir næmu 155 millj. kr. samkvæmt ársreikningi Miðbæj- ar Hafnarfjarðar hf. árin 1994 og 1995. Yfirteknar veðskuldir við Ráðgjafar benda á þrjá valkosti Meirihluti bæjarstjómar Hafnarfjarðar hefur staðið að gerð kaup- samnings um hóteltum og bílageymslu í vérslunarmiðstöð Miðbæj- ar Hafnarfjarðar hf. Kristín Gunnarsdóttir rekur sögu afskipta bæj arins af framkvæmdunum við Fjarðargötu. Morgunblaðið/Sverrir HELMINGUR verslunarhúsnæðis í Miðbæ Hafnarfjarðar hafði verið seldur í haust en flestir sem keypt hafa verslulnarými hafa gert það með yfirtöku skulda. bæjarsjóð væru samtals 363 millj. kr. en þær 46 millj., sem á vant- aði, yrði að greiða með yfirtöku viðskiptaskulda við aðra hluthafa í nýja félaginu eða með greiðslum til Miðbæjar Hafnarfjarðar hf. Hugsanleg kaup á bílakjallara eru ekki með í útreikningunum en gert er ráð fyrir yfirtöku lána sem á honum hvíla. Ef þessi leið yrði valin væri nauðsynlegt að ganga frá eignarhaldi og rekstri hans. Áhvílandi veðskuldir á 1. veðrétti væru um 40 millj. kr. vegna ábyrgða á virðisaukaskatti og um 23 millj. kr. á 2. veðrétti með ábyrgð bæjarsjóðs. Frumkvæði bæjarsjóðs Að mati skýrsluhöfunda fæli stofnun félags í sér ákveðið frum- kvæði bæjarsjóðs auk þess sem heppilegra væri að bæjarsjóður tæki yfír eignina en að eignast hana óvænt á uppboði. Kröfuhafar og væntanlegir hluthafar væru flestir undirverktakar við húsið og gætu líklega staðið að lokafrá- gangi. Bent er á misvægi í verðsetn- ingu einstakra eignarhluta og að eignir bæjarsjóðs séu yfirveðsettir meðan aðrir væru ekki jafn veðsett- ir. Með yfirtöku óseldra eignarhluta væri hugsanlegt að bæjarsjóði tæk- ist að lagfæra misvægið og inn- heimta stærri hlut af kröfum sínum. Kaupum hugsanlega rift Sem rök gegn stofnun félagsins væri að Miðbær Hafnar- flaraðr hf. yrði gjald- þrota innan sex mánaða en þá væri hugsanlega hægt að rifta kaupunum ___ að mati skýrsluhöfunda. Yfirtaka skammtíma- skulda og lokafrágangur krefðist- auk þess 67 millj. kr. króna Qár- bindingu strax eftir yfírtöku. Þá væri áhætta fólgin í að ekki tækist að selja eða leigja eign sem tekin væri yfir, sem kæmi til með að valda enn frekari fjárbindingum eftir því sem langtímaskuldir féllu í gjalddaga. Eignir bæjar- sjóðs yfirveð- settar Skoða málið betur í frétt sem birtist í Morgunblað- inu 1. ágúst er fyrri könnun Sinnu rakin í stórum dráttum. Bent er á að skýrslunni hafi verið skilað til bæjaryfirvalda skömmu áður en nýr meirihluti hafi tekið við. Hún hafi verið gerð eftir að Miðbær Hafnar- fjarðar hf. óskaði eftir að bæjarsjóð- ur keypti bílakjallarann. Eins og áður hefur komið fram telja höfund- ar skýrslunnar að fyrirtækið sé í raun gjaldþrota. í sömu frétt er haft eftir Viðari Halldórssyni, fram- kvæmdastjóra Miðbæjar Hafnar- fjarðar hf., að skýrslan sé fyrsti áfangi frekari vinnu. Hún hafí ver- ið unnin á þremur dögum og að aðalinntak hennar sé að skoða þurfi málið betur. Viðræður standi yfír við bæjaryfirvöld og að ábyrgð sú sem bærinn hafi veitt muni aldrei falla á hann þar sem bak við hana sé veð í 3.000 fermetra húsnæði. Sagði hann að reksturinn væri erf- iður, þar sem ekki hafi nægilega margar eignir selst og að þörf sé á meira eiginfé inn í fyrirtækið. Daginn eftir er enn á ný talað við Viðar og þar er eftir honum haft að skýrslan sé röng og að skuldir félagsins séu ofmetnar. Það muni koma fram í nýrri úttekt sem bæjaryfirvöld hafi óskað eftir og ráðgjafarnir væru að vinna. [Það er önnur skýrsla Sinnu hf.] Viðar telur eignir vera umfram skuldir, öfugt við það sem komi fram í skýrslunni [Fyrsta skýrsla Sinnu hf.] en hann vilji ekki nefna neinar tölur. Skuldir væru einnig talsvert minni en þær 475 millj., sem Sinna segði þær vera. Þá sakar hann fyrri meirihluta um gróft trúnaðarbrot, þar sem skýrslan hafi verið unnin í algerum trúnaði. Snertir ekki rekstur verslananna í viðtali við Morgunblaðið segir Valgeir Magnússon, kaupmaður og verslunareigandi, að ijárhagur og örðuleikar hjá Miðbæ Hafnarfjarðar hf. snerti ekki rekstur verslunar- miðstöðvarinnar. Sagði hann að ekki hefði tekist að selja nema helming verslunarhúsnæðisins og að flest.ir sem hafí keypt verslunar- rými hafí gert það með yfirtöku skulda. Fjögur verslunarrými standi auð en botninn hafí dottið úr fram- kvæmdum eftir að verslunarmið- stöðin opnaði. Síðari skýrsla Sinnu til bæjarráðs 17. ágúst er síðari skýrsla Sinnu frá 19. júlí lögð fram í bæjarráði ásamt bréfi Miðbæjar Hafnarfjarð- ar hf., frá 11. ágúst, þar sem þess er farið á leit að Hafnarijarðarbær kaupi tilgreindar eignir við Fjarðar- götu og lækki gatnagerðargjöld. í bréfínu kemur fram að miðað við forsendur fylgiskjala séu eignir álíka miklar og skuldir en að erfið- leikar stafi fyrst og fremst af slæmri lausafjárstöðu. Þá segir: „Ef Hafnarfjarðarbær kaupir fyrr- greindar eignir [bílakjallara og hót- elturn], sem bærinn er í verulegum ábyrgðum fyrir, og fellir niður gatnagerðargjöld af göngugötu og þjónusturými hússins eins og gert er í nágrannasveitarfélögum okkar myndi það létta verulega greiðslu- byrgði féiagsins." Þá telur félagið sig eiga inni hjá Hafnarfjarðarbæ um ljórar milljónir vegna affalla af skuldabréfí sem gefið var út vegna bílakjallara." Jafnframt er óskað eftir að ógreidd gatnagerðar- gjöld verði lánuð til 15 ára með veðrétti í Fjarðargötu 13-15 auk skuldbreyt- inga á útgefnum skulda- bréfum vegna þeirra. Loks segir: „Þó svo að ofangreind atriði nái fram að ganga vantar að losa íjármagn að fjárhæð rúmar 50 milljónir króna. Við höfum stað- ið í samningum við verktaka húss- ins um yfírtöku eigna á móti kröfum þeirra og teljum við það ekki óraun- hæft að selja nokkrar eignir til þess að mæta þessum skuldum." Eigendur Miðbæjar Hafnaríjarð- ar hf. segjast jafnframt telja að með þessum aðgerðum megi full- klára bygginguna og vekja athygli á að SÍF muni flytja skrifstofur sín- ar í húsið en þó með því skilyrði að áður verði öll sameign fullbúin. Þetta skilyrði sé ekki hægt að upp- fylla nema í samstarfi við bæjaryfír- völd. Tillaga um að bærinn kaupi bílakjallara Ósk Miðbæjarmanna um að bæj- arsjóður veiti frekari astoð með kaupum á bílakjallaranum hefur' valdið deilúm í bæjarstjórn Hafnar- fjarðar. Á fundi bæjarráðs 24. ág- úst kynnti Jóhann G. Bergþórsson fyrri hugmyndir sínar að lausn á vanda Miðbæjar Hafnarfjarðar hf. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins leggur hann til að bæjar- sjóður kaupi bílakjallarann fyrir 80 millj. kr. í samræmi við hugmyndir forsvarsmanna Miðbæjar Hafnar- fjarðar hf. eða með útgefnum 46 millj. kr. króna skuldabréfum og þeim 34 millj. kr. sem greiddar hafi verið upp í gatnagerðargjöld. í öðru lagi að bæjarsjóður leysi nú þegar til sín hótelturninn fyrir 166 millj. kr. en hann er metinn á 216 millj. af Miðbæ Hafnarfjarðar hf. Greitt verði með 146 millj. króna bæjarábyrgð, 11 millj. króna víxli og 9 millj. kr. vegna lokafrágangs á húsinu. Samkvæmt mati vanti 15 millj. kr. til þess að ljúka þeim auk 17 millj. kr. vegna ógreiddra gatna- gerðargjalda og ógreiddra fasteig- nagjalda eða samtals 32 millj. kr. I þriðja lagi að bærinn leysti til sín húsnæðið sem ætlað hafi verið almenningsvögnum fyrir 12 millj. kr. og að 20 millj. króna trygginga- víxill stæði þar til fyrirtækið hefði lokið uppgjöri við helstu undirverk- taka. Miðbær Hafnarfjarðar hf., yrði að auka hlutafé ef uppgjör ætti að takast en þegar staðfesting fengist á uppgjöri og auknu hlutafé yrði víxillinn látinn af hendi og kaupverð turnsins hækkað í 186 millj. kr. Jafnframt yrðu fasteigna- gjöld vegna ársins 1995 látin niður falla en full álagningyrði árið 1996. jJtgjöld bæjarins yrðu að hans mati kostnaður við að fullgera hús- ið eða 24 millj. kr. Afborganir yrðu áfram eðlilegar af lánunum sem ekki myndu gjaldfalla og bílakjall- ari yrði leigður út eða seldur að hluta. Bæjarsjóður myndi selja SIF tvær hæðir strax og nýta 25 millj. kr. af söluverði til að ljúka húsinu auk þess sem komið yrði á öflugri söluherferð og annað húsnæði selt. Miðbær Hafnarfjarðar hf. myndi bera fjárhagslega ábyrgð á að selja óselda húsnæðið og gera upp við alla birgja og lánardrottna. Það ætti að ganga ef þeir kæmu inn með nýtt hlutafé í fyrirtækið. Bókun minnihluta Magnús Gunnarsson lagði fram bókun á fundinum, þar sem spurt var meðal annars hver hefðu verið álögð fasteignagjöld árið 1995 og í svari bæjarstjóra viku síðar segir, að þau hafi verið rúmar 255 þús. Magnús óskaði eftir afriti af leigu- samningi vegna bílakjallara og að upplýst yrði hvenær hann hefði verið þinglýstur. í svari bæjarstjóra segir að eins og kunnugt sé hafi ekki verið gerður leigusamningur og honum þar af leiðandi ekki verið þinglýst. Magnús falaðist eftir end- urskoðuðum ársreikningi Miðbæjar Hafnarfjarðar hf. og bráðabirgða- uppgjöri miðað við 30. júlí 1995. Bæjarstjóri sagði í svari sínu að þess- ar upplýsingar væru ekki til afhendingar hjá bæjar- sjóði en benti á úttekt Sinnu hf., sem fengið hefði upplýsingar í trúnaði frá fyrir- tækinu. Þá vildi Magnús vita hvort Miðbær Hafnarfjarðar hefði endur- greitt virðisaukaskatt af því hús- næði, þar sem virðisaukaskattskyld velta væri ekki fyrir hendi. Bæjar- stjóri sagði að miðað við fyrirliggj- andi upplýsingar frá fyrirtækinu hafí slíkt verið gert. Búið að selja helming hús- næðisins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.