Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 41 BRÉF TIL BLAÐSINS Frá Hóprannsókn Hjartaverndar Skert sykurþol eykur áhættuna á kransæðadauða Frá Nikulási Sigfússyni: í HÓPRANNSÓKN Hjartavemdar, sem nú hefur staðið í nærri 28 ár, hefur verið reynt að finna helstu áhættuþætti hjarta- og æða- sjúkdóma meðal íslendinga og skapa þannig þekkingargrund- völl sem hægt er að byggja á ár- angursríkar forvarnaraðgerðir. Einn liður í þessum rannsóknum hefur verið að kanna hversu al- gengt væri að blóðsykur mældist of hár við svokallað sykurþolspróf. Á tímabilinu 1967 til 1991 var mælt sykurþol 9.128 karla og 9.759 kvenna á aldrinum 35-74 ára sem komu í rannsókn á Rannsóknastöð Hjartaverndar. Um það bil 3% karla og 2% kvenna reyndust hafa skert sykur- þoi, en algengi þessa kvilla er mjög háð aldri, brot úr prósentu hjá'þeim yngstu en 8-9% hjá þeim elstu. Það var athyglisvert að 40% þeirra sem greindust vissu ekki um þennan sjúkdóm áður. í þessari rannsókn var einnig metið hve margir fengju skert syk- urþol á hverju ári (nýgengi) og reyndust það vera um 250 af hveij- um 100.000 íbúum á aldrinum 35-74 ára. í rannsókninni var lagt mat á hverjir væru helstu áhættuþættir þess að sjúkdómurinn kæmi upp. Það reyndist aukin áhætta á því ef sykursýki var í ættinni, ef við- komandi var of feitur, hafði hækk- aðan blóðþrýsting og hækkaða blóðfitu (þríglyseríð). Einnig fer áhættan vaxandi með hækkandi aldri. En hversu hættulegt er að hafa skert sykurþol? Þar sem stórum hóp karla og kvenna var fylgt eftir í langan tíma var hægt að meta þetta með verulegri nákvæmni. Meðal karla jókst áhættan á krans- æðadauða um 50% en meðal kvenna varð áhættan meir en tvö- föld. Áhætta á dauða án tillits til sjúkdóms reyndist einnig nærri tvöföld bæði hjá körlum og konum. Ef reiknað er hver áhrif skert syk- 9 ETIENNE AIGNER STATEMENT NÝR HERRAILMUR urþol hefur á ævilíkur má taka sem dæmi að hjá 55 ára einstaklingi minnka þær um 5 ár. Af ofansögðu er ljóst að skert sykurþol er heilsufarsvandamál sem er þó nokkuð algengt, sérstaklega meðal eldra fólks og að þessi sjúk- dómur er oft dulinn. Sérstök áhætta er á sjúkdómnum hjá þeim sem eru of feitir, hafa háan blóðþrýsting og blóðfitu og eru með fjölskyldusögu um sykursýki. Full ástæða er til að ráðleggja fólki sem þannig er ástatt um að láta mæla hjá sér blóðsykur eða fara í sykurþolspróf. Rannsóknarniðurstöður þessar hafa nýlega verið kynntar á alþjóð- legu þingi sérfræðinga um sykur- sýki sem haldið var í Stokkhólmi. Að rannsókninni hafa staðið Sigur- jón Vilbergson læknanemi og lækn- arnir Gunnar Sigurðsson, Ástráður B. Hreiðarsson og Nikulás Sigfús- son. NIKULÁS SIGFÚSSSON, yfirlæknir. BYKO F,ry st i - ISHIti i Y ’Mjm ■ Hólf og gólf, afgreiðsla 515 4030 Almenn afgreiösla 555 4411 Almenn afgreiösla 562 9400 m Almenn afgreiösla 568 9400 Grænt númer 800 4000 Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, sími 567-1800 ^ Lögqild bílasala Opið laugard. kl. 10-17 sunnudaga kl. 13-18 Fjöldi bifreiða á mjög góðum lánakjörum. Bílaskipti oft möguleg. Grand Cherokee Laredo '93, rauður, sjálfsk., ek. 71 þ. km., rafm. í öllu, álfelgur o.fI. V. 3.2 millj. Einnig: Grand Cherokee Limited (8 cyl.) '94, sjálfsk., leðurinnr. o.fl., ek. 14 þ. km. V. '4.150 þús. MMC Colt GLXi '92, 5 g., ek. 74 þ. km., álfelgur, spoiler, saml. stuðarar o.fl. V. 940 þús. Sk. ód. Subaru Legacy 2.0 GL '92, grásans., 5 g., ek. 52 þ. km. V. 1.550 þús. Einnig: Subaru Legacy 1.8 GL Station '91, 5 g., ek. 66 þ. km. V. 1.190 þús. Cadillac Deville Coupe '85, ek. 124 þ. km. Einn m/öllu, vínrauður. V. 850 þús. Fiat Panda 4x4 '91, rauður, 5 g., ek. 53 þ. km., óvenju gott eintak, tveir dekkjag. V. 550 þús. Skipti. Toyota Corolla XL Hatsback '91, 5 g., ek. 87 þ. km. Gott eintak. V. 680 þús. Toyota Corolla 1600 XLi Hatsback '93, rauður, 5 g., ek. 36 þ. km. V„ 1.080 þús. Sk. ód. V.W Golf 1.8 CL '92, grænn, 5 g., ek. 55 þ. km., skíðagrind o.fl. V. 850 þús. Ford Explorer XLT '91, rauður, sjálfsk., ek. 98 þ .km., óvenju gott eintak. V. 2.350 þús. Einnig: Ford Explorer XL V-6 '91, 5 g., ek. 76 þ. mílur. Gott eintak. V. 1.980 þús. MMC Pajero V-6 (3000) '92, vínrauður, sjálfsk., ek. 113 þ. km. Einn m/öllu. V. 2.850 þús. Honda Civic DXi Sedan '94, vínrauður, 5 g., ek. 32 þ. km. V. 1.250 þús. Toyota Celica Supra 2.8i '84, hvítur, 5 g., álfelgur o.fl. 170 ha. Óvenju gott ein- tak.. V. 460 þús. stgr. Toyota Corolla 1.6 GLi Sedan '93, rauð- ur, 5 g., ek. 31 þ. km., rafm. í rúðum, samlæsing, dráttarkúla o.fl. V. 1.150 þús. Peugeot 405 GL '88, 5 g., ek. 110 þ. km. Gott eintak. V. 490 þús. MMC Lancer GLi Sedan '93, samlitir stuðarar, hiti í sætum o.fl. V. 900 þús. MMC Lancer GLXi '91, sjálfsk., ek. aðeins 28 þ. km. V. 870 þús. Toyota Corolla GL Sedan '92, 5 g., ek. 59 þ. km V. 820 þús. Nissan Primera SLX 2.0 '91, 5 g., ek. 83 þ. km. V. 1.050 þús. M. Benz 190E '84, hvítur, 4 g., ek. 170 þ. km. (ný timareim o.fl.), spoiler, ABS o.fl. V. 870 þús. MMC L-300 Minibus '88, grásans., 5 g., ek. 120 þ. km., vél yfirfarin (timareim o.fl). V. 1.050 þús. Mjög hagstæð lánakjör. Nissan Pathfinder EX V-6 (3000) '92, 5 dyra, 5 g., ek. 54 þ. km. Fallegur jeppi. V. 2.290 þús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.