Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 35 - 5 þjóðar í norðurhöfum. Á stefninu þar sem aldan brotnar má lesa nafn skipsins, greypt í stálið með skín- andi kopar: Gullfoss. I brúnni er fimm ára snáði í eins- konar stofufangelsi, samkvæmt ský- lausum fyrirmælum Sigurðar Pét- urssonar skipstjóra og ekki að ófyrir- synju. Drengurinn hefur neytt færis í annríki föður síns, yfirgefið brúna og skriðið í rannsóknarskyni bak við björgunarbátana og í sama skyni komið fingrum í það stranglega for- boðna og lífshættulega og þar með girnilegasta rannsóknarefnið, sjálfa rafmagnstöfluna; hvellur og neista- flug, brú flaggskipsins myrkvuð og allt kramið þar óvirkt um skeið. Ef þessi drengur á að lifa, ávarp- ar gullborðalagður kaptuginn stýris- vaktina, þá hleypið þið honum ekki úr brúnni meðan faðir hans er að störfum í loftskeytastöðinni. Við drenginn sagði þessi öðlingur hins- vegar mildilega og klappaði honum á kollinn, að hann ætti að vera að- stoðarmaður sinn. Drengurinn, sem var undirritaður, hafði þar með feng- ið status aðstoðarskipstjóra og vék nú ekki frá Sigurði Péturssyni. Ég þakkaði honum fyrir mig síðar, svo sem vera ber, í bókarformi. Hjarta skipsins slær, taktföst slög gufuvélarinnar. Og skipið, það siglir sinn sjó og hvítfyssandi öldufaldar þvo koparstafina á stefninu. n. Krónborgarkastali er brátt að baki og við blasir hátimbruð höfuð- borg Danaveldis, bölvun íslendinga og samtímis hlið þeirra að heims- menningunni í aldaraðir, turnspíra við turnspíru, gullnar og spansk- grænar, rauð múrsteinshús hið næsta, fjær háreistar hallir og enn hærri turnar og spírur. Skipin eru eins og mannfólkið, þau koma og fara, heilsa og kveðja. Farkostur er kominn af hafi og heils- ar. Eimpípa Gullfoss þiymur við Grönlandsplads. Mannþröng á bryggjunni, vasa- klútum er veifað, óþol í limaburði, hlátrar, ys og þys. í fjörlegum þétt- um hnappi á bryggjunni málararnir Jón Engilberts og Þorvaldur Skúla- son, Sverrir Kristjánsson, sagnfræð- ingur ásamt nokkrum stúdentum og eiga allir erindi við föður minn sem flytur þeim pakka að heiman og í bland brún sterk umslög með fram- lagi styrktarmanna á Fróni. Kólfur með fanglínu knúinn heljarafli báts- mannsins Sigga Tömmer klýfur loft- ið og brátt eru landfestar rammlega bundnar og landgangi skotið frá borði á bryggju og gestir þyrpast um borð. Hópurinn glaðbeitti fremst- ur í flokki, þaulvanir uppgöngumenn í skip, og halda rakleiðis uppí brú til fundar við föður mín, þyrstir í fréttir að heiman og umslögin brúnu. „Tollur" föður míns á borðum og tappamir hafa þegar verið fjarlægð- ir. Og það er skálað og spjallað, saga látin koma á móti sögu, frétt á móti frétt, en faðir minn skammt- ar sódavatnið. Það er einkennilegt með hann Jón Matt, segir Sverrir, hann er óspar á áfengið en spar á sódavatnið. Það er vegna þess, segir faðir minn, að enginn mannlegur máttur getur borgið tollinum, en eftir sóda- vatninu þarf ég að hlaupa afturí til brytans. III. Af hveiju ég sé að seyða fram úr móðu tímans siglingu skips um Eyrarsund fyrir langalöngu? Skips sem fyrir löngu er búið að höggva. Svarið er einfalt. Barn að aldri hugs- aði ég um þennan farkost í svefni og vöku. Hann var stærsta leikfang mitt, mesta ævintýri lífs míns, og þetta var fyrsta ferðin af mörgum og samtímis upphafið áð kynnum mínum við Tove og Jón Engilberts. Hann og faðir minn voru miklir mátar og gisti hann jafnan hjá þeim hjónum meðan skipið lá í höfn. Og þangað var nú haldið þegar upp var drukkið hvert tár sem dregið var til hófsins um borð. Tove tók mig í fangið og í faðmi hennar sofnaði ég svo hvert kvöld vikuna sem skipið lá í höfn. Um daga leiddi hún mig svo við hönd sér í sýnisferðir um Kaup- mannahöfn meðan nafnarnir sinntu ýmsum erindum í borginni. Á kvöld- in var farið í Tívolí og ef heim skyldi haldið fyrr en mér þótti við hæfi, varð ég svo leiður að ég sofnaði á göngunni, þannig að faðir minn þurfti að bera mig. Það var fastur siður, ég sofnaði alltaf ef ég fékk ekki að ráða. Og úr Tívolíinu lá leið- in beina leið heim í faðm þessarar elskulegu dönsku konu, Tove, sem ég kynntist svo enn betur þegar fjöl- skylda mín flutti búferlum til Kaup- mannahafnar 1935. Þá þurfti ekki að bera mig lengur; nú hélt ég uppi kappakstri á reiðhjóli við sporvagn- ana í Kaupmannahöfn uns lögreglan svipti mig hjólinu, en þá var að bera sig eftir annarri skemmtun, og hún fólst í að vera í slagtogi við nafnana á göngu um Hafnarslóð og það var nú aldeilis gaman sem bragð var að. Móðir mín og Tove eru vitaskuld í bakgruííni þeirra minninga. Nafn- arnir í forgrunni, fasmiklir, glað- beittir og vaskir á göngunni um stræti og torg og ég í kjölfarinu. Málarinn gekk þá_ með stóran „de- mantshring“ á fíngri og hagaði því svo til að kunningjar sem á vegi þeirra félaga urðu rækju augun í hann og vildu skoða nánar þetta augljósa tákn um nýfengið ríki- dæmi. Þó það nú væri! Ekkert sjálf- sagðara. Málarinn hló tröllahlátri, lyfti hendinni, og vatnsgusan stóð beint úr opi í hringnum í andlitið á viðmælandanum. í lófa málarans var blaðran. Gjaldmælar í dönskum leigubílum á þessum árum voru þannig, að nálin í mælinum féll með smelli frá krónu til krónu með vissu millibili, og það var dönsk króna, fengust fyrir hana ein 20 vínar- brauð. Tækju nafnarnir leigubíl, voru þeir það naskir á mælinn að þeir skipuðu bílstjórunum jafnan að stoppa rétt áður en komið var á ákvörðunarstað, ef sýnt var að mælirinn væri u.þ.b. að hækka.um krónu. Þá reiddust bílstjóramir og kom til snarpra orðaskipta, sem hægt var að læra af heilmikla sjald- gæfa dönsku. Hundleiður á fjárk- röggum fékkst málarinn á þessum árum við efnafræðirannsóknir í hjá- verkum, sem sé að freista þess að framleiða púður með ódýrari hætti en var á færi þrautreyndra púður- framleiðenda, í þeirri trú, með skír- skotun til stríðssögu mannkynsins, að ef það væri eitthvað nógu djöful- legt sem hann hefði fyrir stafni, þá litu máttarvöldin kannski einmitt til hans í náð af því að hann væri fátæk- ur listamaður, þannig að hann gæti eftirleiðis vaðið í gulli uppí axlir og flutt heim til Fróns alla þá heimslist sem föl væri fyrir gull. „Rannsóknar- stofan" sprakk því miður í loft upp og guðslán að byggingin brann ekki til kaldra kola. Það var því ekki um annað að gera en halda áfram að mála. Ekki að furða þótt konur hrif- ust af svo framtakssömum manni. Þegar Gullfoss var hertekinn í framhaldi af innrás þýska hersins í Danmörku 1940 og áhöfnin kyrr- sett, hélt faðir minn til hjá Tove og Jóni uns þau komu heim ásamt föð- ur mínum um Petsamo 1940, og þá hýstu foreldrar mínir þau hjónin og dætumar tvær uns húsnæði lá á lausu. Og var þá þráðurinn i sam- skiptum fjölskyldnanna tekinn upp enn á ný og hélst óslitinn síðan. IV. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að rita langt mál um persónu Tove Engilberts. Jónína Michaels- dóttir hefur fjallað ítarlega og af nærfærni um Tove í bókinni Eins manns kona. Falleg saga. Og Tove var svo sannarlega eins manns kona, hún unni manni sinum alla ævi sem væri hún síung ástfang- in stúlka, og sú ást náði út yfír gröf og dauða. Hún var honum tungl langra nátta og sól um dimma daga. Og hún unni listum og öllu fögru á svo fölskvalausan hátt að ég þekki engin sambærileg dæmi. Svo lengi sem hún gat borið sig um sótti hún leiksýningar af ótrúlegri elju og skoðaði allar myndlistarsýningar, í fylgd Birgittu dóttur sinnar sem annaðist móður sína af lofsverðri samviskusemi uns yfir lauk. Gestum fagnaði Tove af svo hríf- andi alúð og þokka að ógleymanlegt verður öllum sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast henni. Þessi dæmafáa fágun, óbrigðul háttvísin, heillandi brosið og kærleikur til alls og allra, samfara barnslegu hrif- næmi fylgdi henni til æviloka, þrátt fyrir þjáningarfullan heilsubrest síð- ustu árin. Atvikin höguðu því svo til að við skiptum um hlutverk fyrir þrem árum. Hún sem leiddi mig forð- um við hönd sér um kóngsins Kaup- mannahöfn, studdist við mig á sól- skinsdegi um götur Trier í Þýska- landi, nyrsta virki Rómarríkis hins foma. Áldurhnigin, þjáð og með gangráð, gladdist hún sem fyrr yfir öllu því fagra sem á vegi okkar varð, gosbrunnum, höggmyndum og Porta Nigra, og þá sagði hún upp úr eins manns hljóði: Bara að Jón minn væri kominn til n.ð njóta þessa með mér! Hvérn dag sem guð gaf eftir að Jón féll frá, þráði hún endurfund- ina við hann; hún beið í 22 ár og leit á dauðann sem langþráðan vin. Hún var bænheyrð sunnudaginn 1. októ- ber. Hún komst aðeins einu sinni til meðvitundar áður en yfir lauk. Þá opnaði hún augun og brosti við dótt- ur sinni og dótturdóttur eina ör- skotsstund og það var eftirvænting- arfullur fögnuður í augum hennar. Hún vissi að hveiju dró; ferðin til fundar við Jón var að hefjast. Skipin eru eins og mannfólkið, þau koma og þau fara og þau heilsa og þau kveðja. Tove Engilberts hef- ur kvatt. Engin eimpípa var þeytt við brottför hennar. Hún kvaddi eins og hún lifði, með hljóðlátu kærleiks- ríku brosi. Hún var ein þeirra mann- vera sem styrkt hafa svo um munar trú manns á að þrátt fyrir allt sé í fjarlægri framtíð von um heim án grimmdar og mannvonsku. Jóhannes Helgi. • Fleiri minningargreinnr um Tove Engilberts bíða birtingar og ~~ munu birtast í blaðinu næstu daga. t Móðir mín, tengdamóðir og amma, ÞORBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, Grundarbraut 16, Ólafsvik, andaðist á heimili sínu 7. október sl. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þórunn Lindberg, Gunnar Baldursson og barnabörn. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁRNI VALMUNDSSON fyrrv. umdæmisstjóri, Espilundí 5, Akureyri, lést þann 11. október sl. Anna Pétursdóttir, Árni Árnason, Margrét Þorvarðardóttir, Valmundur P. Árnason, Ingibjörg Ringsted og barnabörn. t Elskuleg móðir okkar, HÓLMFRÍÐUR HELGADÓTTIR, Holtsgötu 39, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum þann 11. október sl. Jarðarförin auglýst síðar. Pétur Valdimarsson, Stefán Valdimarsson, Fríða Valdimarsdóttir, Guðfinna Ebba Pestana. t Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, KRISTÍN FRIÐRIKA JÓNSDÓTTIR, Aðalstræti 8, sem lést 5. október, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 16. októ- berkl. 13.30. Jón Egill Bergþórsson, Sigríður Bachmann, Skúli Jónsson, Egill Jónsson. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÓLAFÍNA ÓLAFSDÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést í Sjúkrahúsi Akraness fimmtudaginn 12. október. Grétar Hinriksson, Hörður Ólafsson, Ólafur Ólafsson, Diljá Ólafsdóttir, Margrét Ólafsdóttir, Ása Olafsdóttir, Kolbrún Ólafsdóttir, Ólafina Ólafsdóttir, Þuríður Júlíusdóttir, Guðriður Einarsdóttir, Lilja Halldórsdóttir, Jóhann Vilhjálmsson, Valur Gunnarsson, Gunnar Sigmarsson, Birgir Guðnason. t Maðurinn minn, faðir- okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN HELGI SVEINBJÖRNSSON, Urðarbraut 12, Blönduósi, andaðist í Sjúkrahúsi Blönduóss miðvikudaginn 11. október. Jarðarförin auglýst síðar. Helga Lárusdóttir, Björg Helgadóttir, Jóhann Guðmundsson, Lárus Helgason, Ragnhildur Helgadóttir, Erna I. Helgadóttir, Sveinbirna Helgadóttir, Vigdís E. Helgadóttir, afabörn og langafabarn. Sigríður K. Snorradóttir, Gestur Þórarinsson, Birgir Jónsson, Valdemar Friðgeirsson, Helgi Örlygsson, t Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓHANN Þ. ALFREÐSSON hafnarstjóri, Heinaberg 23, Þorlákshöfn, verður jarðsunginn frá Þorlákskirkju laugardaginn 14. október kl. 14.00. Björg Sorensen, Elísabet Steinunn Jónsdóttir, Halldór M. Ólafsson, Jón Guðmundur Jóhannsson, Vilfriður Víkingsdóttir, Valgerður Jóhannsdóttir, Thorvald Smári Jóhannsson, Elísabet Steinunn Jóhannsdóttir, Ólafur E. Guðmundsson og barnabörn. t Ástkær sambýlismaður minn, faðir okk- ar og sonur, SIGVARÐUR HARALDSSON, Borgarsandi 4, Hellu, verður jarðsunginn frá Oddakirkju laugardaginn 14. október kl. 14.00. Dýrfinna Kristjánsdóttir, Ingi Freyr Sigvarðsson Atli Snær Sigvarðsson, Dýrfinna Ósk Sigvarðsdóttir, Sigriður Sigyn Sigvarðsdóttir, Ingveldur Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.