Morgunblaðið - 28.10.1995, Page 17

Morgunblaðið - 28.10.1995, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 17 FRÉTTIR Foráttu- brim MIKLAR skemmdir urðu á hafn- armannvirlqum á Bakkafirði í for- áttubrimi sem fylgdi óveðrinu mikla í vikunni. Eins og fram kom í frétt í blaðinu tók brimið af allt ysta grjótlagið á ytri helmingi brimvarnargarðs, um 50-70 metra langt. I þessu ysta lagi er grjót sem vegur 2-5 tonn, svo sjá má að kraftur brimsins hefur verið gífurlegur. Fyrir tveimur árum var gert við skemmdir á garðinum fyrir rúmlega 20 milljónir og virð- ist tjónið vera meira nú. ♦ ♦ ♦ Mikið tjón á raflínum í Þistilfirði Þórshöfn. Morgnnblaðið. ÓVEÐRIÐ sem gekk yfir landið olli miklum skemmdum á raflínum í Þist- ilfirði. Þótt veðurhæðin væri minni hér á norðausturhorninu en víðast annars staðar á landinu var ísing mikil svo raflínur og staurar sliguðust. Á Þórshöfn var rafmagnslaust í tvær klukkustundir en allt að þijátíu stundir á nokkrum bæjum í Þist- ilfirði. Dísilvélar sjá Þórshöfn fyrir rafmagni og viðgerð á raflínum er ekki lokið. Spennir við bæinn Hallgilsstaði fór alveg niður og er nú festur upp með dráttarvél. Frá Laxá að Hölkná í Þistilfirði eru staurar víða brotnir, einnig við Flautafell og víða í flóum. Jörð er ófrosin og blaut og staurarn- ir leggjast því flatir undan þunga ísingarinnar og yfirferð um landið er erfið. Skilyrði til viðgerðar eru því slæm og mikil vinna framundan hjá starfsmönnum Rarik. -----♦-■♦-♦--- Fjórar flug- Morgunblaðið/Áki Guðmundsson Snjóflóð úr Óslandshlíðarfjöllum Fjögnr hross drápust Hofsósi. Morgunblaðið. KEÐJA snjóflóða féll úr Óslandshlíð- arfjöllum fyrir ofan bæina Sleitu- staði og Smiðsgerði í Hólahreppi aðfaranótt fimmtudags. Ná flóðin samfellt yfir svæði sem er um kílómetri að breidd. Heita má að snjórinn hafi hreinsast úr hlíðunum fyrir ofan þessa bæi. Snjóflóðið í Smiðsgerði lenti á útihúsum sem standa fyrir ofan íbúðarhúsið og er fjárhúshlaða mikið skemmd. Kindur í fjárhúsunum sak- aði ekki. Á Sleitustöðum lenti hópur hrossa í flóðinu, sex hross voru grafin upp lifandi, en tvö fundust dauð. Aðeins tæpum sólarhring áður höfðu tvö hross frá Sleitustöðum drepist í minna snjóflóði sem kom úr hlíðinni öllu norðar. Brimskaflar gengu yfir hafskipabryggjuna IÐULAUS norðaustan stórhríð var í Ólafsfirði seinni part miðvikudags og aðfaranótt fimmtudags. Mikið rót var í höfninni enda stórbrim úti fyr- ir og mjög hásjávað. Aðeins einn stór bátur var í höfninni, Sigurfari ÓF og var hann vaktaður, sem og einnig fjöldi minni báta og trillur sem í höfninni voru. Flotbryggja slitnaði frá landi en henni tókst að bjarga með því að festa hana í stóra vinnuvél. Brim- skaflar gengu yfir hafskipabryggj- una og gijótvarnargarða. Mann- virkin stóðust raunina en þó urðu nokkrar skemmdir á trébryggjum. Gijót gekk á land og þekur nú bryggjur og plön framan við fisk- verkunarhús og áhaldahús bæjar- ins. Sjór gekk alveg upp að Hrað- frystihúsi Ólafsfjarðar og komst inn í húsið. Ekki 'munu þó hafa orðið stórfelldar skemmdir á frystihúsinu eða búnaði þess. vélar Islands- Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Skemmdir á hafnar garðinum í Vogum Vogum. Morgunblaðið. flugs á Egils- stöðum Egilsstöðum. Morgunblaðið. FJÓRAR flugvélar íslandsflugs komu til Egilsstaða fyrir skömmu, þegar félagið flutti Sinfóníuhljóm- sveit íslands austur. Hljómsveitina skipa 65 manns og var hópurinn fluttur með fjórum flugvélum, tveim Dornier, einni Metro og Chieftain. Þetta er í fyrsta skipti sem jafn- margar vélar Islandsflugs eru sam- tímis á Egilsstaðaflugvelli. MIKLAR skemmdir urðu á hafn- argarðinum í Vogum í veðrinu í vikunni. Gijótvörn er mikið skemmd og þekja ónýt að hluta. Mestar eru skemmdirnar á um 100 m kafla næst landi. Jólianna Reynisdóttir sveitar- stjóri sagði í samtali við Morgun- blaðið að þingmenn kjördæmisins hefðu verið í heimsókn á mánu- öag og þá hafi verið lögð áhersla á áhyggjur heimamanna um að hafnargarðurinn kynni að gefa sig í vetur. Hún segir að ef ekki verði gerðar lagfæringar strax sé hætta á að garðurinn gefi sig. Viðgerðir á grjótvörninni og þekju kosta milljónir króna. AKUREYRI Leikfélag Akureyrar Æfíngar á Spor- vagninum ÆFINGAR eru hafnar á leikritinu Sporvagninum Girnd hjá Leikfélagi Akureyrar, einu helsta leikverki sem skrifað hefur verið á öldinni. Þetta magnaða verk . Tennessee Williams hefur notið mikilla vinsælda frá því að var skrifað. Aðalhlutverkin eru í höndum Rósu Guðnýjar Þórsdóttur og Valdimars Flygenring, en auk þeirra kemur fram fjöldi leikara. Haukur J. Gunn- arsson er leikstjóri og leikmynd ger- ir Svein Lund-Roland. Haukur hefur starfað sem leikstjóri í Noregi und- anfarin einn og hálfan áratug, síð- ustu árin sem leikstjóri Samíska þjóðleikhússins Beaiwas og er ný- ráðinn leikhússtjóri við stærsta landshlutaleikhús Noregs í Tromsö. Svein Lund Roland er meðal þekkt- ustu leikmyndateiknara Norðurlanda eii starfar jafnframt í Bandaríkjun- um og Englandi. Þeir Haukur og Svein unnu saman hjá LA fyrir 12 árum, í Bréfberanum frá Arles, sem fjallar um síðustu æviár Van Goghs. Sporvagninn verður frumsýndur þriðja dag jóla, 27. desember. Atvinnuskrifstofan Helgi Jóhann- esson ráðinn BÆJARRÁÐ hefur samþykkt að til- lögu atvinnumálanefndar Akureyrar að ráða Helga Jóhannesson verkfræð- ing forstöðumann Atvinnuskrifstofu Akureyrarbæjar. Hann hefur undan- farin ár starfað hjá Sláturfélagi Suð- urlands, í Reykjavík og Hvolsvelli sem deildarstjóri tæknideildar. Eiginkona hans er Stefanía Sigmundsdóttir og eiga þau fjögur böm. Hlutabréf í Skinnaiðnaði seld Samþykkt var á fundi bæjarráðs í gær að heimila bæjarstjóra að selja öll hlutabréf bæjarins í Skinnaiðnaði hf. Leita á eftir samningi við Kaup- þing Norðurlands um að annast sölu bréfanna. Messur AKUREYRARPRESTA- KALL: Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu á morgun kl. 11.00. Öll börn velkomin. Munið kirkjubílana. Guðsþjón- usta kl. 14.00. Séra Ólafur Jóhannsson prédikar. Biblíu- lestur á mánudag kl. 20.30. GLERÁRKIRKJA: Biblíu- lestur og bænastund kl. 13.00 í dag, laugardag. Guðsþjón- usta kl. 11.00 á morgun. Sókn- arprestur sér um guðsþjónustu á Dvalarheimilinu Hlíð kl. 16.00 sama dag. Fundur æskulýðsfélagsins kl. 18.00. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 13.30 á morgun og almenn samkoma kl. 20.00. Heimilasamband á mánudag, krakkaklúbbur á miðvikudag, biblíulestur á fimmtudag og 11+ og ungl- ingaklúbbur á föstudag. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Samkoma í umsjá ungs fólks, ræðumaður Jóhannes Hinriks- son, í kvöld kl. 20.30. Vakn- ingasamkoma kl. 15.30 á sunnudag, ræðumaður Jó- hannes Hinriksson. Biblíulest- ur á miðvikudag kl. 20.30. HÚSAVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11.00 á morgun. Kyrrðar- og bæna- stund, sunnudagskvöld kl. 21.00 vegna náttúruhamfar- anna á Flateyri. LAUFÁSPRESTAKALL: Kyrrðar- og bænastund í Grenivíkurkirlqu næstkom- andi sunnudagskvöld, 29. október kl. 21.00. LAZY*BOY Lazy-boy 2Ja sœta kostar f rá kr. 99.980,- stgr. Með einu handtaki er skemill dreginn út og maður iíður þægilega aftur í hvíidarstöðu, auðvelt. Lazy-boy sjónvarpssófinn fæst aðeins í Húsgagnahöllinni. -mjög; Sjónvarpssófinn á engan sinn líka. Hann fæst í mismunandi stærðum, gerðum og áklæðaiitum. Einnig er hann fáanlegur í leðri. Staðgreiösluafsláttur eða góð greiðslukjör J5. HÚSGAGNAHÖLLIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.