Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 17 FRÉTTIR Foráttu- brim MIKLAR skemmdir urðu á hafn- armannvirlqum á Bakkafirði í for- áttubrimi sem fylgdi óveðrinu mikla í vikunni. Eins og fram kom í frétt í blaðinu tók brimið af allt ysta grjótlagið á ytri helmingi brimvarnargarðs, um 50-70 metra langt. I þessu ysta lagi er grjót sem vegur 2-5 tonn, svo sjá má að kraftur brimsins hefur verið gífurlegur. Fyrir tveimur árum var gert við skemmdir á garðinum fyrir rúmlega 20 milljónir og virð- ist tjónið vera meira nú. ♦ ♦ ♦ Mikið tjón á raflínum í Þistilfirði Þórshöfn. Morgnnblaðið. ÓVEÐRIÐ sem gekk yfir landið olli miklum skemmdum á raflínum í Þist- ilfirði. Þótt veðurhæðin væri minni hér á norðausturhorninu en víðast annars staðar á landinu var ísing mikil svo raflínur og staurar sliguðust. Á Þórshöfn var rafmagnslaust í tvær klukkustundir en allt að þijátíu stundir á nokkrum bæjum í Þist- ilfirði. Dísilvélar sjá Þórshöfn fyrir rafmagni og viðgerð á raflínum er ekki lokið. Spennir við bæinn Hallgilsstaði fór alveg niður og er nú festur upp með dráttarvél. Frá Laxá að Hölkná í Þistilfirði eru staurar víða brotnir, einnig við Flautafell og víða í flóum. Jörð er ófrosin og blaut og staurarn- ir leggjast því flatir undan þunga ísingarinnar og yfirferð um landið er erfið. Skilyrði til viðgerðar eru því slæm og mikil vinna framundan hjá starfsmönnum Rarik. -----♦-■♦-♦--- Fjórar flug- Morgunblaðið/Áki Guðmundsson Snjóflóð úr Óslandshlíðarfjöllum Fjögnr hross drápust Hofsósi. Morgunblaðið. KEÐJA snjóflóða féll úr Óslandshlíð- arfjöllum fyrir ofan bæina Sleitu- staði og Smiðsgerði í Hólahreppi aðfaranótt fimmtudags. Ná flóðin samfellt yfir svæði sem er um kílómetri að breidd. Heita má að snjórinn hafi hreinsast úr hlíðunum fyrir ofan þessa bæi. Snjóflóðið í Smiðsgerði lenti á útihúsum sem standa fyrir ofan íbúðarhúsið og er fjárhúshlaða mikið skemmd. Kindur í fjárhúsunum sak- aði ekki. Á Sleitustöðum lenti hópur hrossa í flóðinu, sex hross voru grafin upp lifandi, en tvö fundust dauð. Aðeins tæpum sólarhring áður höfðu tvö hross frá Sleitustöðum drepist í minna snjóflóði sem kom úr hlíðinni öllu norðar. Brimskaflar gengu yfir hafskipabryggjuna IÐULAUS norðaustan stórhríð var í Ólafsfirði seinni part miðvikudags og aðfaranótt fimmtudags. Mikið rót var í höfninni enda stórbrim úti fyr- ir og mjög hásjávað. Aðeins einn stór bátur var í höfninni, Sigurfari ÓF og var hann vaktaður, sem og einnig fjöldi minni báta og trillur sem í höfninni voru. Flotbryggja slitnaði frá landi en henni tókst að bjarga með því að festa hana í stóra vinnuvél. Brim- skaflar gengu yfir hafskipabryggj- una og gijótvarnargarða. Mann- virkin stóðust raunina en þó urðu nokkrar skemmdir á trébryggjum. Gijót gekk á land og þekur nú bryggjur og plön framan við fisk- verkunarhús og áhaldahús bæjar- ins. Sjór gekk alveg upp að Hrað- frystihúsi Ólafsfjarðar og komst inn í húsið. Ekki 'munu þó hafa orðið stórfelldar skemmdir á frystihúsinu eða búnaði þess. vélar Islands- Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Skemmdir á hafnar garðinum í Vogum Vogum. Morgunblaðið. flugs á Egils- stöðum Egilsstöðum. Morgunblaðið. FJÓRAR flugvélar íslandsflugs komu til Egilsstaða fyrir skömmu, þegar félagið flutti Sinfóníuhljóm- sveit íslands austur. Hljómsveitina skipa 65 manns og var hópurinn fluttur með fjórum flugvélum, tveim Dornier, einni Metro og Chieftain. Þetta er í fyrsta skipti sem jafn- margar vélar Islandsflugs eru sam- tímis á Egilsstaðaflugvelli. MIKLAR skemmdir urðu á hafn- argarðinum í Vogum í veðrinu í vikunni. Gijótvörn er mikið skemmd og þekja ónýt að hluta. Mestar eru skemmdirnar á um 100 m kafla næst landi. Jólianna Reynisdóttir sveitar- stjóri sagði í samtali við Morgun- blaðið að þingmenn kjördæmisins hefðu verið í heimsókn á mánu- öag og þá hafi verið lögð áhersla á áhyggjur heimamanna um að hafnargarðurinn kynni að gefa sig í vetur. Hún segir að ef ekki verði gerðar lagfæringar strax sé hætta á að garðurinn gefi sig. Viðgerðir á grjótvörninni og þekju kosta milljónir króna. AKUREYRI Leikfélag Akureyrar Æfíngar á Spor- vagninum ÆFINGAR eru hafnar á leikritinu Sporvagninum Girnd hjá Leikfélagi Akureyrar, einu helsta leikverki sem skrifað hefur verið á öldinni. Þetta magnaða verk . Tennessee Williams hefur notið mikilla vinsælda frá því að var skrifað. Aðalhlutverkin eru í höndum Rósu Guðnýjar Þórsdóttur og Valdimars Flygenring, en auk þeirra kemur fram fjöldi leikara. Haukur J. Gunn- arsson er leikstjóri og leikmynd ger- ir Svein Lund-Roland. Haukur hefur starfað sem leikstjóri í Noregi und- anfarin einn og hálfan áratug, síð- ustu árin sem leikstjóri Samíska þjóðleikhússins Beaiwas og er ný- ráðinn leikhússtjóri við stærsta landshlutaleikhús Noregs í Tromsö. Svein Lund Roland er meðal þekkt- ustu leikmyndateiknara Norðurlanda eii starfar jafnframt í Bandaríkjun- um og Englandi. Þeir Haukur og Svein unnu saman hjá LA fyrir 12 árum, í Bréfberanum frá Arles, sem fjallar um síðustu æviár Van Goghs. Sporvagninn verður frumsýndur þriðja dag jóla, 27. desember. Atvinnuskrifstofan Helgi Jóhann- esson ráðinn BÆJARRÁÐ hefur samþykkt að til- lögu atvinnumálanefndar Akureyrar að ráða Helga Jóhannesson verkfræð- ing forstöðumann Atvinnuskrifstofu Akureyrarbæjar. Hann hefur undan- farin ár starfað hjá Sláturfélagi Suð- urlands, í Reykjavík og Hvolsvelli sem deildarstjóri tæknideildar. Eiginkona hans er Stefanía Sigmundsdóttir og eiga þau fjögur böm. Hlutabréf í Skinnaiðnaði seld Samþykkt var á fundi bæjarráðs í gær að heimila bæjarstjóra að selja öll hlutabréf bæjarins í Skinnaiðnaði hf. Leita á eftir samningi við Kaup- þing Norðurlands um að annast sölu bréfanna. Messur AKUREYRARPRESTA- KALL: Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu á morgun kl. 11.00. Öll börn velkomin. Munið kirkjubílana. Guðsþjón- usta kl. 14.00. Séra Ólafur Jóhannsson prédikar. Biblíu- lestur á mánudag kl. 20.30. GLERÁRKIRKJA: Biblíu- lestur og bænastund kl. 13.00 í dag, laugardag. Guðsþjón- usta kl. 11.00 á morgun. Sókn- arprestur sér um guðsþjónustu á Dvalarheimilinu Hlíð kl. 16.00 sama dag. Fundur æskulýðsfélagsins kl. 18.00. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 13.30 á morgun og almenn samkoma kl. 20.00. Heimilasamband á mánudag, krakkaklúbbur á miðvikudag, biblíulestur á fimmtudag og 11+ og ungl- ingaklúbbur á föstudag. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Samkoma í umsjá ungs fólks, ræðumaður Jóhannes Hinriks- son, í kvöld kl. 20.30. Vakn- ingasamkoma kl. 15.30 á sunnudag, ræðumaður Jó- hannes Hinriksson. Biblíulest- ur á miðvikudag kl. 20.30. HÚSAVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11.00 á morgun. Kyrrðar- og bæna- stund, sunnudagskvöld kl. 21.00 vegna náttúruhamfar- anna á Flateyri. LAUFÁSPRESTAKALL: Kyrrðar- og bænastund í Grenivíkurkirlqu næstkom- andi sunnudagskvöld, 29. október kl. 21.00. LAZY*BOY Lazy-boy 2Ja sœta kostar f rá kr. 99.980,- stgr. Með einu handtaki er skemill dreginn út og maður iíður þægilega aftur í hvíidarstöðu, auðvelt. Lazy-boy sjónvarpssófinn fæst aðeins í Húsgagnahöllinni. -mjög; Sjónvarpssófinn á engan sinn líka. Hann fæst í mismunandi stærðum, gerðum og áklæðaiitum. Einnig er hann fáanlegur í leðri. Staðgreiösluafsláttur eða góð greiðslukjör J5. HÚSGAGNAHÖLLIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.