Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B 248. TBL. 83. ARG. ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTOBER1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS „Quebec óhugs- andi án Kanada“ Meinað að bjóðafram Moskvu. Reuter. HARÐAR deilur urðu í Rússlandi í gær eftir að kjörstjórn ákvað að einn öflugasti flokkur umbótasinna, Jab- loko, fengi ekki að bjóða fram í des- ember. Síðar dró talsmaður kjör- stjórnar í land og sagði líkur á að lausn fyndist á vandanum. Jabloko var sakað um að hafa fjar- lægt sex frambjóðendur af listum sínum án þess að þeir hefðu sam- þykkt það. ■ Óttast um sinn hag/26 TALIÐ er að á milli 20 og 30 þúsund manns hafi gengið í blys- för sem farin var að undirlagi Félags framhaldsskólanema í gærkvöldi til að minnast fórnar- lamba snjóflóðsins á Flateyri og sýna syrgjendum hluttekningu. Forseti Islands gekk í farar- broddi. Þorri göngumanna bar blys eða kyndla og hátíðleiki og frið- semd settu sterkan svip á mann- fjöldann sem sýndi samhug sinn á þennan áþreifanlega hátt. Morgunblaðið/Sverrir náði gangan því rúmlega allan Laugaveginn. Er mannþröng hafði myndast á Ingólfstorgi teygði gangan sig eins langt og séð varð upp Austurstræti og Bankastræti. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, ávarpaði göngu- menn og bað þá að minnast þeirra, sem farist hafa í náttúru- hamförum á þessu ári, með einn- ar mínútu langri þögn. ■ Hátíðleiki og þögn/32 Montreal. Reuter, The Daily Telegraph. ÍBÚAR Quebec gerðu í gær upp við sig hvort fylkið ætti að segja skilið við Kanada, í þjóðaratkvæðagreiðslu sem stefndi einingu ríkisins í meiri hættu en nokkru sinni fyrr frá stofn- un þess árið 1867. „Á morgun fæðist ný þjóð,“ sagði Lucien Bouchard, sem var í fylking- arbrjósti þeirra sem börðust fyrir aðskilnaði. Jean Chretien, forsætis- ráðherra Kanada, kvaðst hins vegar viss um að Quebec-búar höfnuðu aðskilnaði. „Kanada án Quebec er óhugsandi og Quebec án Kanada er óhugsandi," sagði hann. Metkjörsókn var á mörgum stöð- um í Quebec. Kjörstöðum var lokað klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma og lögreglan var með mikinn ör- yggisviðbúnað í helstu borgunum vegna hættu á óeirðum þegar úrslit- in liggja fyrir. Styddu framboð Lubbers Lundúnum. Reuter. JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, og Jacques Chirac, forseti Frakklands, sögðust í gær mundu veita Ruud Lubb- ers, fyrrverandi forsætisráð- herra Hollands, „öflugan stuðn- ing“ ef hann gæfi kost á sér formlega í embætti fram- kvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins (NATO). Major benti á, eftir tveggja daga viðræður við Chirac, að Lubbers hefur ekki enn boðið sig fram formlega, „en gæfí Lubbers kost á sér tel ég að hann myndi njóta öflugs stuðn- ings bresku stjórnarinnar,“ bætti hann við. „Það ætti ekki að koma mönnum á óvart að við erum, enn einu sinni, sammála í þessu máli,“ sagði Chirac. Tugir þúsunda minntust Flateyringa Flestir gengu í þögn og horfðu til jarðar og sjá mátti tár á vöng- um margra. Gengið var frá Hlemmtorgi niður á Ingólfstorg þar sem efnt var til minningarathafnar um Flateyringana 20 sem fórust í snjóflóðinu aðfaranótt fimmtu- dags. Er síðustu göngumenn lögðu af stað frá Hlemmi voru þeir fremstu í miðju Bankastræti og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.