Morgunblaðið - 31.10.1995, Page 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Ástkær móöir mín, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN G. GÍSLADÓTTIR,
Austurbergi 10,
lést í Hátúni 10B sunnudaginn 29. október.
Sigríður Sigurbjörnsdóttir, Sævar Sæmundsson,
Sigrún Sævarsdóttir.
Látinn er t BRAGI SIGURJÓNSSON fyrrverandi alþingismaður, Bjarkarstfg 7, Akureyri.
Helga Jónsdóttir og börn hins látna.
t
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður og
ömmu,
KATRÍNAR MAGNÚSDÓTTUR,
Lambastöðum,
síðasttil heimilis
á Skólabraut 3,
Seltjarnarnesi.
Börn, tengdabörn
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við fráfall elskulegs sambýlis-
manns míns og föður okkar,
BENEDIKTS GUNNARSSONAR
fyrrv. framkvæmdastjóra,
Vallarási 5.
Hólmfríður Valdemarsdóttir,
Einar Benediktsson,
Sveinn Benediktsson
og fjölskyldur.
t
Þökkum innilega samúð og vinarhug við
fráfall konunnar minnar, móður okkar
og tengdamóður,
JÓHÖNNU BJARNADÓTTUR,
Gljúfraseli 5.
Fyrir hönd annarra vandamanna,
Jón S. Guðlaugsson,
Bjarni Þór Lúðvíksson,
Selma Rut Gunnarsdóttir,
Guðlaugur Jónsson,
Guðrún Helga Jónsdóttir,
Pétur Jónsson.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
PÁLS ÖGMUNDSSONAR
bifreiðastjóra
frá Sauðárkróki,
tilheimilis
á Skúlagötu 80.
Halla Sigurðardóttir,
Hreinn Pálsson, Stella Kristjánsdóttir,
Elsa Pálsdóttir, Edvard Lövdahl,
Guðmundur Guðbrandsson, Sigrún Grímsdóttir,
Magnús Pálsson, Ingunn Vilhjálmsdóttir,
Þorbjörg Guðbrandsdóttir, Theódór Magnússon,
Kristín Pálsdóttir, Guðjón Guðlaugsson,
Guðný Pálsdóttir, Sigurður I. Svavarsson,
Páll Pálsson, Agnes Hrafnsdóttir,
Kolbrún Pálsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
GUÐSTEINN ÓMAR
G UNNARSSON
Guðsteinn
Ómar Gunnars-
son fæddist í
Reykjavík 30. mars
1970. Hann lést í
Danmörku 21. októ-
ber síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Seljakirkju 30.
október.
ÓMAR er dáinn, það
er eitthvað sem ég get
ekki sætt mig við.
Hann sem var að koma
heim og ætlaði að vera
hjá okkur um jólin og
ég var farin að hlakka til að heyra
þegar við myndum hittast: „Hæ
frænka."
Ósjálfrátt reikar hugurinn aftur
um nokkur ár þegar ég var að passa
þau systkini Ólöfu, Óskar og Ómar.
Það var nú aldrei nein lognmolla í
kringum þau, allra síst ef Ömar var
á staðnum og hann var nú alltaf
tiltækur í prakkaraskapinn og lét
sitt ekki eftir liggja í því. Síðan
leit hann upp og sagði: „Ekki ég.“
En grænu augun þau sögðu sitt:
„Ég gerði það víst.“
Hann hélt mikið upp á syni syst-
ur sinnar og ekki voru þau fá skipt-
in sem ég sat hjá þeim kvöld og
kvöld, átti að koma þeim niður, en
það var bara miklu
skemmtilegra að leika
við þá bræður en að
hafa þá sofandi.
Elsku Sidda, Gunn-
ar Ólöf og Óskar, við
biðjum góðan guð að
styrkja ykkur í ykkar
miklu sorg.
„Þó að ég sé látinn,
harmið mig ekki með
tárum. Hugsið ekki um
dauðann með harmi og
ótta. Ég er svo nærri
að hvert eitt ykkar tár
snertir mig og kvelur.
En þegar þið hlæið og
syngið með glöðum hug, Iyftist sál
mín upp í mót til ljóssins. Verið
glöð og þakklát fyrir allt sem lífið
gefur, og ég, þótt látinn sé, tek
þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Óþ.
höf.)
Þórunn og Stefán.
Sárt er að hugsa um að Ómar
vinur okkar sé horfínn og erfítt í
raun að gera sér almennilega grein
fyrir því. En þó að missir hans sé
sár, þá munum við samt alltaf eiga
hann í minningum okkar sem eru
bæði ljúfar og margar. Og þó hver
og einn eigi sínar sérstöku minning-
ar um Ómar, þá er sameiginleg
t
Innilegar þakkir fyrir hlýhug við andlát og útför systur okkar,
HULDU GUÐJÓNSDÓTJUR,
Eiríksbakka,
Biskupstungum.
Sérstakar þakkirtil starfsfólksins á Blesastöðum, Sjúkrahúsi Suð-
urlands og Kumbaravogi.
Ágústa Guðjónsdóttir,
Ingvar Guðjónsson.
t
Hugheilar þakkir þeim mörgu, er auð-
sýndu samúð og vináttu við andlát og
útför eiginmanns míns,
JÓNSJÓHANNESSONAR
mynd- og
handmenntakennara,
Tómasarhaga 23.
Selma Kristiansen.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við and-
lát og útför
SIGURÐAR SVEINSSONAR
bónda,
Ytra-Hrauni,
Landbroti.
Þórdís Ágústsdóttir
og börn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
vinarhug við fráfall ástkærs eiginmanns
míns, föður, tengdaföður og afa,
REIMARS SIGURÐSSONAR,
Úthlíð 33,
Hafnarfirði.
Gíslína Jónsdóttir,
Jón Ingvi Reimarsson,
Jóhann Þ. Jóhannsson, Guðný Pálsdóttir
og barnabörn.
minning okkar góður drengur sem
ávallt var hress og glaður í viðmóti
við vini sína enda vinamargur. Það
er því með þungum söknuði og
trega að við kveðjum okkar góða
vin, Guðstein Ómar Gunnarson.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna,
Guð þerri tregatárin strið.
(V. Briem.)
Við vottum Sigurdísi, Gunnari,
Ólöfu, Óskari og íjölskyldu þeirra
okkar dýpstu og innilegustu samúð.
Guð veiti ykkur styrk á þessari erf-
iðu stundu.
Hákon, Sævar, Svanur,
Katrín, Jón, Hafsteinn,
Kristín, Sveiney, Már,
Jens og Þórhildur.
Það voru heldur dapurlegar frétt-
ir sem mér bárust hingað til Luxem-
borgar að kvöldi þriðjudags síðast-
liðinn. Ómar vinur er dáinn. Hann
er dáinn og aldrei fær maður að
sjá hann aftur, allavega ekki héma
megin. En minningin um hann lifir
skær i huga manns. Ómar, alltaf
hress og kátur, þær voru margar
skemmtilegar samverustundimar
hjá okkur, eins og þegar við vomm
að svindla hvor á öðmm í
„Scrabble", búandi til orð sem aldr-
ei áður höfðu heyrst.
Mér er minnisstætt hversu Ómar
var hrifínn af bömum og augastein-
arnir hans vom strákarnir þeirra
Ólafar og Baldurs. Hann var tal-
andi um þá daginn út og inn enda
ávallt boðinn og búinn að passa þá.
Einnig hversu Omar var alltaf stolt-
ur af móður sinni, þegar hann var
að koma til manns í nýju skyrtunni
eða jakkanum sem mamma hans
hafði saumað svo lystilega.
Ómar var góður vinur og hann
var virkilegur vinur, við gátum allt-
af rætt opið um okkar mál og
vandamál og treyst hvor öðmm
fyrir okkar málum. Hann vildi alltaf
allt fyrir alla gera og ekki stóð á
hjálpinni frá honum er maður þarfn-
aðist einhvers.
Ómar minn, ég vona að þér líði
vel þar sem þú ert nú, ég hugsa
mikið til þín og sakna þín. Guð
veri með þér. Gunnar, Sigurdís,
Ólöf, Óskar og aðstandendur, ég
votta ykkur mína dýpstu samúð og
verð með ykkur í huga í útförinni,
en því miður sé ég mér ekki fært
að koma til íslands.
Ingi Ingason, Lúxemborg.
Við voram að vinna seint á
þriðjudagskvöldi, þrír vinir í Lúx-
emborg, þegar við fengum þessa
hræðilegu frétt. Okkur setti hljóð
og hvert um sig fór að hugsa um
Ómar. Við fórum heim, og í myrkr-
inu á hraðbrautinni braust sorgin
fram og við grétum saman systkin-
in. Hann Ómar var dáinn.
Þegar ég og Ingi bróðir leigðum
saman um tíma, þá kynntist ég
Ómari vel. Hann var einn besti vin-
ur Inga og kom því oft til okkar.
Mér þótti strax vænt um þennan
stóra og stæðilega strák og þar sem
Ingi talaði alltaf um „Löllu systur"
þá kallaði Ómar mig líka „Löllu
systur“. Eitt sinn sem oftar kom
hann heim glaður og ánægður og
sýndi mér skyrtu sem mamma hans
hafði saumað á hann. Hann var svo
stoltur af þessari skyrtu að ég
gleymi henni aldrei.
Elsku Ómar. Aldrei skal ég
gleyma þér, það er sárt að hitta
þig ekki aftur. Minningin um glað-
værð þína og trúnað lifír með mér
að eilífu.
Ættingjum og vinum Ómars
sendi ég mína innilegustu samúðar-
kveðju.
Lára Ingadóttir,
Lúxemborg.