Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Viðræður Vestdalsmjöls hf. og Hafnarmjöls hf. Engin ákvörðun um loðnu- bræðslu í Þorlákshöfn VIÐRÆÐUR standa yfir mllli Vest- dalsmjöls hf. og Hafnarmjöls hf. á Þorlákshöfn um hugsanlega loðnu- bræðslu á Þorlákshöfn. Að sögn Péturs Kjartanssonar, stjórnar- formanns Vestdalsmjöls hf., liggur engin niðurstaða fyrir ennþá, en hennar er að vænta á næstu dög- um. Hann segir að búnaður Vest- dalsmjöls sé til gæðamjölsfram- leiðslu og því megi geri ráð fyrir að uppistaða framleiðslu nýju verk- smiðjunnar yrði gæðamjöl. Ástæðan fyrir flutningi Vestdals- mjöls er að snjóflóð féll á loðnu- bræðslu fyrirtækisins á Seyðisfirði síðastliðinn vetur. „Það er auðvitað ljóst að verksmiðja Vestdalsmjöls verður ekki rekin áfram á snjóflóða- hættusvæði," segir Pétur. Vestdalsnyöl undirbýr málsókn Hann segir að Viðlagatrygging íslands hafi gert upp við fyrirtækið á grundvelli þess að verksmiðjan yrði byggð aftur á sama stað. „Það gengur engan veginn upp, þannig að við erum að leita okkur að öðrum stað fyrir verksmiðjuna. Við erum auðvitað í vandræðum, vegna þess að við ráðum ekki yfir peningum til að gera þetta upp á eigin spýt- ur.“ Pétur segir að Vestdalsmjöl hf. sé því að undirbúa málsókn á hendur Viðlagatryggingu íslands. Vestdalsmjöl hf. fékk um 165 milljónir króna frá Viðlagatryggingu íslands vegna tjóns sem snjóflóðið 'olli á verksmiðjunni síðastliðinn vet- ur. Fjárhæðin miðaðist við að bæta mjölbirgðir og hráefni sem fóru for- görðum í snjóflóðinu, tjón á fasteign- um, vélum, hreinsun og bráðabirgð- aráðstafanir í kjöifar flóðsins. Vestdalsmjöl hf. lítur hins vegar þannig á málið að stofnunin eigi líka að greiða fyrir flutning fyrir- tækisins, reynist ekki unnt að end- urbyggja verksmiðjuna á þeim stað sem hún stendur. Pétur segir að áætlað hafi verið að flutningamir kosti á bilinu 100 til 150 milljónir króna. „Tækifæri á norðurslóðum“ „TÆKIFÆRI á norðurslóðum“ er yfírskrift þriggja daga fjárfestinga- ráðstefnu sem nú stendur yfir í Murmansk. Þar er fjallað um fjöl- mörg svið atvinnulífsins, m.a. sjáv- arútveg, ferðamannaiðnað, mat- vælaframleiðslu og skipaflutninga. Þá verða fjölmörg erindi flutt, m.a. um lagahlið viðskipta og fjármagns- markaðinn í Rússlandi. 28 aðilar munu taka þátt i ráð- stefnunni fyrir hönd íslendinga. Þar af eru 19 fyrirtæki, m.a. Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna, íslenskar sjávarafurðir, Samband íslenskra fiskframleiðanda og Marel. í for- svari fyrir hópinn eru Jón Ásbergs- son, framkvæmdastjóri Útflutn- ingsráðs, og Helgi Ágústsson, ráðu- neytisstjóri í utanríkisráðuneytinu. Þá koma Stefán L. Stefánsson, sendiráðunautur á Viðskiptaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins, og Þorgeir Pálsson, yfirmaður sjávar- útvegssviðs hjá Útflutningsráði, líka að skipulagningunni. Að sögn Stefáns L. Stefánssonar eru áformaðar heimsóknir í fyrir- tæki og fundir með ráðamönnum í Murmansk, þar sem rætt verður um þróun sjávarútvegs í Murmansk og viðskiptaumhverfí á þessum slóðum. Helstu væntingar sem gerður eru til ráðstefnunnar eru að hans sögn að komast í viðskipta- sambönd við rússnesk sjávarútvegs- fyrirtæki. Auk þess er tilgangur ferðarinnar að sækja ráðstefnuna, kynnast viðskiptalífinu og afla upp- lýsinga. Áætiað ef áo urn íoö-308 aðilar frá um tíu öðrum löndum hafi skráð sig á ráðstefnuna. GYLFI Traustason og Ragnar Magnús Traustason, eigendur Magnúsar ehf. og Spillis, um borð í mb. Trausta við komuna til Suðureyrar. Nýr bátur bætist í flota Súgfirðinga Suðureyri. Morgunblaðið. NÝTT útgerðarfélag „Magnús ehf.“ keypti á dögunum 150 tonna yfir- byggðan stálbát, mb. Trausta, sem gerir út á línu frá Suðureyri. Jafn- framt hefur annar eiganda Magnús- ar ehf. keypt útgerðarfélagið Spilli hf. sem Suðureyrarhreppur var áð- ur stærsti eigandi að. Spillir á og rekur mb. Báru sem er 50 tonna eikarbátur. Kvótastaðan nokkuð góð Eigendur Magnúsar ehf. eru bræðurnir Ragnar Magnús Traustason og Gylfi Traustason. Ragnar Magnús, sem jafnframt er eigandi Spillis, segir að útgerð bát- anna verði rekin í samvinnu. Kvóta- staða þeirra sé nokkuð góð og sé hann því bjartsýnn á reksturinn. Útgerðin hefur einnig keypt hús- næði á Suðureyri sem verður notað sem verbúð. Mikil lyftistöng Sigurður Þórisson verður skip- stjóri á Trausta og Bjarni H. Ás- grímsson á Báru. Allur afli bátanna verður lagður upp á Suðureyri og er ljóst að þetta verður mikil lyfti- stöng fyrir atvinnulífið í ekki stærra byggðarlagi. Við útgerð bátanna skapast 21 starf utan allrar vinnu við hráefni og þjónustu. Áfiinn veröur iagður upp hjá Freyju hf. jo3ab«^3 Islands 'tóí abantó ístands inna «* WWskiir / SPAR I SJOÐAN N A MKm > . þegflr þérhentar Heimabanki Sparisjóöanna mætir kröfum nútímans um skýrt og myndrænt notendaviðmót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.