Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995 39 AÐSENDAR GREIIMAR Innifalin er kennslubók og fn' askrift aö Jntemetriu ! .eínnjTiánuð Kynning / Grunnnám / Heimasíðugerð Boðið er upp á kvöld- og helgarnámskeið.. Netscape Eudora FTP - IRG Veraldarvefurinn Póstsendingar Samtalsrásir fcppiýsingai og skráning í sima 561 6699 Tölvuskóli Reyl<javíkur Borgartúni 28, sími: 561 6699, fax: 561 6696 netfang: tolskrvi k@treknet-is Samkeppni og olíuverslun Önundur Ásgeirsson ÁGÚST Sindri Karlsson, lögmaður og sérfræðingur í sam- keppnisrétti, skrifar grein í Mbl. sjálfan höfuðdaginn, undir þessu heiti. Greinin lýsir svo miklum ókunnugleika á efninu, • að ég tel óhjákvæmi- legt að bæta við nokkr- um upplýsingum um efnið, honum og öðrum til fróðleiks og upp- byggingar. Kunnug- leiki á viðfangsefninu er forsenda þess, að málið sé rætt af ein- hveiju viti. í byijun fyrri heimsstyijaldarinn- ar 1914 ákvað Alþingi að setja á fót svonefnda Landsverzlun, sem sá um innflutning á olíuvörum og var undir framkvæmdastjórn ungs hagfræðings, Héðins Valdimars- sonar. Landsverzlunin starfaði þar til Alþingi ákvað að leggja hana niður í lok ársins 1927. Héðinn kom á viðskiptasambandi við Anglo- Iranian Oil Company Ltd. í London, síðar BP, sem leiddi til þess að BP byggði innflutningsolíustöð á Klöpp við Skúlagötu 1927, með fjórum 600 rúmmetra olíugeymum. Á sama tíma byggði Shell innflutningsstöð í Skeijafirði. Báðar þessar innflutn- ingsstöðvar voru teknar í notkun 1928, en fram til þess tíma hafði öll olía verið flutt til landsins á 200 lítra stáltunnum. Olíuverzlun ís- lands hf. er elzta olíufélag landsins, og tók við öllum eignum og aðstöðu Landsverzlunar um áramótin 1927/1928. Landsverzlun hafði haft skrifstofuaðstöðu í Sambands- húsinu við Sölvhólsgötu, og starfaði Olíuverzlun íslands hf. þar áfram í nánu sambandi við SÍS, svo sem verið hafði, en flutti síðar skrifstof- ur sínar í Mjólkurfélagshúsið í Hafnarstræti 5. Hélt samstarfið við SÍS áfram til ársins 1946, þegar Vilhjálmur Þór gekkst fyrir stofnun Olíufélagsins hf. Eftir að Bandaríkjamenn höfðu tekið að sér samningsbundnar varn- ir íslands 1942, samkvæmt tillögum Churchills og Roosevelts, byggðu þeir hina stóru olíustöð í Hvalfirði til afnota fyrir flotahöfnina þar og eldsneytisþarfír Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og annarsstað- ar. Hún var síðan yfirtekin af Olíu- félaginu hf. 1946, þegar gert var ráð fyrir að Bandaríkjamenn færu héðan samkvæmt varnarsamningn- um milli íslands og Bandaríkjanna. Þannig atvikaðist það, að þegar við stofnun Olíufélagsins hf. fékk það betri innflutningsaðstöðu en hin eldri félögin höfðu, og var td. eitt um að geta boðið svartolíu til hinna nýju nýsköpunartogara og annarra fyrstu árin, eða þar til innflutningur hófst í olíustöð BP í Laugarnesi. Samkeppnisumhverfi Ætla mætti að starfandi lögmað- ur og sérfræðingur í samkeppnis- rétti vandaði mál sitt og ályktanir, sem hann lætur frá sér fara. Hann segir: „Olíuverzlun hefir í fjölda ára verið í höndum þriggja fyrirtækja, sem öll hafa dafnað vel, í skjóli rík- isafskipta.“ Þessi orð eru mjög vill- andi. Þótt velta olíufélaganna sé mikil miðað við íslenzkar aðstæður, hafa þau aldrei haft fjármagn til að halda þriggja mánaða lágmarks- birgðir. Þetta stafar fyrst og fremst af ábyrgðarleysi íslenzkra stjóm- málamanna, sem jafnan hafa eytt öllu fjármagni, sem aflast hefir. íslenzk króna er nú minni en einn lO.OOOasti hluti að verðmæti miðað verðgildi hennar móti dollar árið 1946. Hver einasta gengisfelling hefir skert fjármagn olíufélaganna þannig að þau hafa jafnan orðið að leita á náðir viðskiptabank- anna um aukið rekstr- arfé til að geta viðhald- ið nauðsynlegum eins mánaðar lágmarks- birgðum. Þá gilti sú regla lengst af, að fé- lögin skyldu selja „gamlar birgðir á gömlum verðum", þeas. engin leið var til þess að viðhalda verð: mæti eldri birgða. í annan stað stóðu fram- sóknarmenn fyrir stofnun opinbers verð- lagseftirlits árið 1938, sem stóð fram til ársins 1993, lengst af undir forsjón þeirra, eða i yfír hálfa öld. Meginregla í afskipt- um þeirrar stofnunar var sú, að fyrirtæki mættu ekki skila hagn- aði. Ef fyrirtæki skilaði hagnaði, Skilyrði fijálsrar sam- •• keppni er, segir Onund- ur Ásgeirsson í fyrri hluta svars síns, að markaðsöflin fái að ráða. var álagning vörunnar skorin niður og miðað við að fyrirtækið kæmi út á núlli. Þetta er hin fræga núll- regla framsóknarmanna, sem end- aði með að þeir létu SÍS fjúka, og veltu þannig væntanlega um 13-14 milljarða króna skuldum yfir á Landsbankann, sem varð síðan gjaldþrota 2 ár í röð, 1992 og 1993. Engin skýring hefir verið gefin á þessu fyrirbrigði af hálfu Lands- bankans eða stjómmálamanna, og er Landsbankinn þó sameign þjóð- arinnar allrar. Algjör dauðaþögn hefir ríkt um þetta mesta fjármála- hneyksli síðari ára, enda enginn alþingismaður gert um þetta fyrir- spum eða athugasemd, svo kunn- ugt sé, og væri alþingismönnum skylt samkvæmt umboði þeirra. Það er þetta atvinnu- eða samkeppnis- umhverfi, sem ÁSK kýs að kalla að „dafna vel í skjóli ríkisafskipta." Honum er auðvitað fijálst að gefa nánari skýringar á orðum sínum. Samkeppni í framkvæmd Skilyrði frjálsrar samkeppni er, að markaðsöflin fái að ráða, og að ekki sé um mismunun milli aðila að ræða af hálfu stjómvalda. Þrátt fyrir hávært umtal og fögur orð um einkavæðingu hérlendis að und- anförnu eru þessi skilyrði aðeins að litlu leyti til staðar. Mikið af þeirri einkavæðingu, sem fram hef- ir farið hefir verið þessu marki brennd. Hér skulu aðeins til færð nokkur atriði um íhlutun í málefni olíudreifingar hérlendis, ÁSK og öðrum til umhugsunar og fróðleiks: 1. Héðinn Valdimarsson gekk út frá því, að Bandaríkjamenn myndu hverfa til síns heima í lok síðari heimsstyijaldarinnar, eins og þeir höfðu gjört eftir þá fyrri. Eftir að hafa samið við BP um byggingu stórrar olíustöðvar, þar sem BP greiddi erlendan kostnað en Olís innlendan, tryggði hann sér í sam- ráði við Valgeir Björnsson, hafnar- stjóra, lóð og beztu hafnaraðstöð- una fyrir tankskip í Reykjavík, og keypti upp aðstöðu og eignir í Laug- arnesi. Þá brá svo við, að Alþýðu- flokkurinn gat komið því til leiðar, að Olís var synjað um „Ijárfesting- arleyfi“, sem einskonar pólitísk hefndaraðgerð fyrir tilraun Héðins til fyrstu sameiningar vinsri manna á íslandi 1938. Þessi aðgerð náði út fyrir dauða Héðins í september 1948 og tafði byggingu Laugarnes- stöðvarinnar um 3-4 ár. Þessi íhlut- un kom á þeim tíma, þegar upp- bygging eftir stríðið stóð sem hæst, og var því mjög bagaleg fyrir Olís. 2. Yfirtaka Olíufélagsins hf. á olíustöðinni í Hvalfirði var gjöf en ekki kaup. Hún var háð því skilyrði af hálfu Bandaríkjamanna, að við- skipti þessa nýja félags væru við Esso, og að baki lá, að Bandaríkja- menn vildu varðveita aðstöðuna í Hvalfirði sem flotastöð^ ef síðar þyrfti á því að halda. I raun var hér um að ræða erlenda íhlutun um íslenzk málefni, og að sjálfsögðu ruglaði þetta alla samkeppnisað- stöðu olíufélagana á hinum litla ís- lenzka markaði. Meðan Olís þurfti að byggja nýja og dýra stöð, fékk Olíufélagið hf. aðstöðuna að mestu leyti gefins. Samtímis þessu gerðist það, að kaupfélögin, sem höfðu víð- ast haft með höndum söluumboð fyrir Olís um allt land, söðluðu nú um og gerðust umboðsaðilar fyrir Olíufélagið hf. Þetta er þannig sí- gilt dæmi um, hvernig utanaðkom- andi íhlutun skekkir samkeppnisað- stöðu á markaðinum. 3. Ekki er þó allt upp talið. Olíu- félagið hf. tók strax við öllum við- skiptum við vamarliðið á Keflavík- urflugvelli og öðmm vamarstöðv- um, og hefir búið að þeim viðskipt- um nú í nær 50 ár með ómældum hagnaði, því að eins og kunnugt er fór varnarliðið aldrei frá íslandi. Aðeins í 3 ár hafði Olís lítinn hluta af þeim viðskiptum á samkeppnis- gmndvelli, en þeim lauk með því, að eftir að innkaupadeild Vamar- málaráðuneytis Bandaríkjanna hafði boðið út þessi viðskipti, og Olís orðið lægstbjóðandi með Mobil að bakhjarli, var ákveðið að bjóða viðskiptin aftur út á ný. Jafnvel í „Guðs eigin landi“ era samkeppnis- reglur brotnar og klíkuskapur lát- inn ráða. Aftur var hér í raun um erlenda íhlutun um innri málefni íslands að ræða, en enginn hefir hreyft mótmælum við slíku. Fram- sóknarmenn hafa vissulega haft mikið gagn af þessarri einkaað- stöðu í hálfa öld. Þar hafa ekki gilt nein samkeppnislögmál og svo er enn. Hvað skyldu sérfræðingar í samkeppnismálum segja um þetta? Höfundur er fyrrverandi forstjóri Olís. Röng staðhæfing LAUGARDAGINN 21. október sl. birtist í Morgunblaðinu athuga- semd menntamálaráðu- neytisins vegna greina- skrifa undirritaðs og Karls Steinars Guðna- sonar, forstjóra Trygg- ingastofnunar ríkisins, í blaðið um þá ákvörðun ráðuneytisins að hætta greiðslum til talmeina- fræðinga vegna þjón- ustu þeirra við börn á leikskólum. í athugasemd ráðu- neytisins er staðhæft að um ákvörðunina hafi verið haft samráð við Samband íslenskra sveitarfélaga. Sú staðhæfing er röng eins og fram kom í grein undirritaðs í Morgunblaðinu 19. október sl. í athugasemdinni Það er röng staðhæfíng, segir Þórður Skúlason, að haft hafí verið sam- ráð við Samband ís- lenskra sveitarfélaga. kemur einnig fram að greiðslur ráðu- neytisins vegna barna á leikskólum hafi verið þríþættar. 1. Greiðslur til sveitarfélaga vegna fatlaðra barna á leikskólum. 2. Greiðslur launa eins talmeinafræð- ings hjá Dagvist barna í Reykjavík. 3. Greiðslur til sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga. Ráðuneytið og sambandið höfðu samráð um breyt- ingar á greiðslum vegna fatlaðra barna á leikskólum sbr. 1. tölulið og vora reglur þar um sendar rekstraraðilum leikskóla í maí sl. í þeim viðræðum var fyrst og fremst rætt um flokkagreiningu fatlaðra og hveija ráðuneytið viðurkenndi til að greina fötlunina. Lengra náði ekki það samráð sem haft var við form- ann og framkvæmdastjóra sam- bandsins og um breytingar á 2. og 3. tölulið var ekki rætt við þá. Hvorki í breyttu reglunum né þeim sem áður giltu, vegna 1. töluliðar, er vikið að greiðslum til talmeina- fræðinga vegna þjónustu þeirra við böm á leikskólum. Um þær greiðslur gilti sérstakt samkomulag frá 1. jan- úar 1987 og reglurnar náðu heldur ekki til greiðslna vegna starfa tal- meinafræðings hjá Dagvist bama í Reykjavík. Menntamálaráðuneytið tók einhliða ákvörðun um uppsögn á fyrirkomulagi þessara greiðslna frá 1. júlí 1995. Forsvarsmenn sam- bandsins óskuðu eftir að ráðuneytið ræddi við fulltrúa Dagvistar barna í Reykjavík um breytingar á reglunum og áttu sér stað nokkrir slíkir fundir, sem for- maður og fram- kvæmdastjóri sam- bandsins sátu ekki. í minnisblaði sálfræð- ings Dagvistar barna í _ , , Reykjavík frá 10. maí Porour gj j.emur fram að ráðu- okulason neytið muni jafnhliða endurskoðun á reglunum, sbr. 1. tölulið, segja upp stöðu talmeina- fræðings hjá Dagvist bama í Reykja- vík og hætta greiðslum til talmeina- fræðinga vegna barna á leikskóla- aldri. Fulltrúum Dagvistar barna í Reykjavík var því kunnugt um þau áform ráðuneytisins. Það virðist menntamálaráðuneytið telja næga i ástæðu til að staðhæfa að samráð hafi verið haft við sambandið um uppsögn þeirra samninga, sem þar um giltu. Jafnvel þó formaður og framkvæmdastjóri vissu af minnis- blaði sálfræðingsins frá 10. maí sl. er það langsótt skýring á samráði um uppsögn samninganna, sem aldr- ei var rædd á fundum er þeir sátu með fulltrúum ráðuneytisins. Af einhverjum ástæðum er menntamálaráðuneytinu mikið í mun að láta líta svo út sem samráð hafi verið haft við sambandið um riftun umræddra greiðslusamninga við tal- meinafræðinga þrátt fyrir vitneskju þess um að forsvarsmenn sambands- ins vilji ekkert við slíkt samráð kann- ast. Sú þráhyggja ráðuneytisins er einkennileg í ljósi þeirrar fullyrðingar þess í athugasemdinni, að það vilji áfram eiga góða samvinnu við full- trúa sambandsins um að bæta úr hnökram á framkvæmd þeirrar þjón- ustu sem hér um ræðir. Samband íslenskra sveitarfélaga er fyrir sitt leyti tilbúið til slíkrar samvinnu en eðlilegast er að ráðuneytið ræði þá hnökra sem stafa af riftun samning- anna beint við Félag talmeinafræð- inga og talkennara. Jafnframt verður að mælast til þess, að forsvarsmenn sambandsins séu ekki bendlaðir við framkvæmd á ákvörðunum ráðuneyt- isins, sem þeir hafa hvergi nærri komið og ráðuneytið hefur einhliða tekið og ber alla ábyrgð á. Höfundur er framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.