Morgunblaðið - 31.10.1995, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995 47
fyrir birtuna sem þú varpaðir á veg
okkar samferðafólksins.
Sigríður Eiríksdóttir.
Það er úti kvðld og rnér heyrðist hálfvegis
barið,
ég hlustaði um stund og tók af Kertinu skar-
ið,
ég kallaði fram og kvöldgolan veitti mér
svarið:
Hér kvaddi lífið sér dyra og nú er það farið.
(Jón Helgason)
Það eru oft skelfilegar fréttirnar
sem berast landsmönnum á öldum
ljósvakans, slysfarir, óveður, nátt-
úruhamfarir og margt annað ófyrir-
séð.
Það var köld nóttin aðfaranótt
mánudagsins 23. október sl., það
fór hrollur um landsbyggðina að
morgni þess dags, þegar fréttir bár-
ust um stórslys í Hrútafirði. Norður-
leiðarrútan hafði farið út af veginum
með 40 manns innanborðs og tvær
konur höfðu látist. Það var sárt og
mörgum þungt fyrir brjósti þegar
ljóst var að önnur konan var formað-
urinn okkar, Kristín Halldórsdóttir.
Þetta var allt svo óraunverulegt.
Kristín var fædd 3. mars 1935.
Hún var mikilhæf kona, vel gefín,
listræn, hugmyndarík og síðast en
ekki síst skemmtilega hagmælt.
Við vorum heppnar Framtíðar-
konur þegar hún gekk til liðs við
Kvenfélagið Framtíðina á Akureyri.
Á þeim vettvangi vann hún mikið
og gott starf.
Fyrir tæpum tveimur árum var
Kristin kosin formaður Framtíðar-
innar og gekk hún að því starfi með
miklum áhuga. Hún stjórnaði okkar
árlegu merkjasölu og gekk vasklega
fram við kökubasarana sem og aðra
fjáröflun félagsins.
Ekki er hægt annað en að minn-
ast 100 ára afmælis Framtíðarinnar
í janúar 1994 og minnast þar sér-
staklega Kristínar sem var potturinn
og pannan í öllum framkvæmdum
í sambandi við afmælishátíðina á
Hótel KEA.
Þar voru sýnd í hnotskurn ýmis
atriði frá gömlu Jónsmessuhátíðinni
sem Kvenfélagið Framtíðin stóð fyr-
ir um árabil hér á árum áður. Þama
var Kristín í essinu sínu en hún lék
spákonu með miklum tilþrifum og
Iagði henni orð í munn frá eigin
brjósti og fékk mikið lof fyrir.
Nú er skarð fyrir skildi.
Kristín var fríð kona, dökkhærð
og dökkeygð, það geislaði af henni
sérstaklega ef henni var mikið niðri
fyrir.
Kristín var gift Sigurði Gestssyni
brunaverði og eignuðust þau þijár
dætur.
Við Framtíðarkonur viljum þakka
Kristínu Halldórsdóttur allt hennar
fómfúsa starf í þágu félagsins.
Eiginmanni, dætmm og fjölskyld-
um þeirra sendum við innilegar sam-
úðarkveðjur.
Kæra Kristín, hafðu innilegustu
þakkir fyrir allt og allt.
Kvenfélagið Framtíðin,
Akureyri.
Laugardaginn 21. október komu
kvenfélagskonur alls staðar af land-
inu saman á haustvöku Kvenfélaga-
sambands íslands í Reykjavík. Þar
var samankominn hress og
skemmtilegur hópur og nutum við
dagsins við fræðslu og skemmtun.
Við lok haustvökunnar kvöddum
við konurnar, óskuðum þeim góðrar
heimferðar og vonuðumst til að
heyra frá þeim sem fyrst aftur.
Það var okkur því mikið áfall er
fréttir bárast okkur á mánudag að
ein af okkar konum hefði látist á
leið til síns heima og að önnur lægi
slösuð á sjúkrahúsi.
Kristín Halldórsdóttir var for-
maður Kvenfélagsins Framtíðarinn-
ar á Akureyri. Hún hafði starfað í
kvenfélaginu sínu í 20 ár og gegnt
þar ýmsum trúnaðarstörfum og síð-
astliðin tvö ár sem formaður þess.
Að vera kvenfélagskona segir
töluvert um persónuna, því kvenfé-
lagskona er sú kona sem er tilbúin
að veija frítíma sínum til að vinna
í þágu annarra og gefa af sér.
Það er hveiju byggðarlagi mikil-
vægt að eiga kvenfélag, því það eru
ekki ófá sjúkrahúsin, kirkjurnar,
skólamir, elliheimilin, bamaheimilin
og margir fleiri sem notið hafa góðs
af starfí þeirra.
Eins og fyrr sagði valdi Kristín
sér starfsvettvang í Kvenfélaginu
Framtíðinni, en það er eitt af elstu
kvenfélögum landsins.
Framtíðin stóð fyrir sjúkrahús-
byggingu á Akureyri og einnig hafa
þær alla tíð unnið að líknarmálum
og umönnun aldraðra.
Við vottum aðstandendum okkar
dýpstu samúð, missir þeirra er mik-
ill svo og þeirra kvenna sem hafa
starfað með henni í kvenfélags-
hreyfíngunni.
Stjórn Kvenfélagasambands
Islands.
Þegar ég hóf störf við Kristnes-
spítala fyrir rúmum fimm áram
varð Kristín Halldórsdóttir aðstoð-
armaður minn, en áður hafði hún
unnið ein við að aðstoða sjúklinga
við handavinnu og aðra afþreyingu.
í þessu starfi naut hún sín vel
og hún naut einnig starfsins sem
hún vann af alhug. Listrænir hæfi-
leikar hennar, hugkvæmni, vand-
virkni og útsjónarsemi fengu notið
sín til fulls. Það var ekki síður inn-
sæi hennar og einlæg umhyggja sem
gerði það að verkum að sjúklingar
leituðu til hennar um úrlausnir á
hvers konar vandamálum.
Það er vandrataður vegur að
fínna verkefni sem hæfa getu hvers
einstaklings, að aðlaga verkefnin
þannig að ekki reynist um megn og
árangurinn verður engu að síður
góður. Mjög algengt er að sjúkling-
ar vanmeti getu sína og hafí ekki
áhuga á að takast á við ný verk-
efni. Þá tókst Kristínu oft með
undraverðri lagni að lokka fólk til
að prófa og fyrr en varði var búið
að mála fínustu silkislæður og bindi,
mála og sauma svuntur, smekki,
dúka og ótal aðra hluti, oft ætlaða
fjölskyldu viðkomandi sjúklings;
sönnun þess hvað hann var fær um
að geta gert.
Ekki aðeins sjúklingarnir leituðu
til Kristínar, samstarfsfólkið átti
alltaf vísa aðstoð hvort sem þurfti
að semja brag fyrir skemmtun,
útbúa kort og gjafir og á svo ótal
mörgum öðram sviðum.
Eitt bros getur dimmu í dagsljós
breytt. (Einar Ben.)
Þessa ljóðlínu skrifaði Kristín á
blómavasa sem hún málaði og gaf
vinnustað sínum fyrir nokkram
áram. Innihald þessarar ljóðlínu var
einkennandi fyrir lífsviðhorí Krist-
ínar og alla framkomu. Hún var
mjög lífsglöð kona sem hafði ein-
stakt lag á að sjá spaugilegu hlið-
amar á tilveranni og reyndi ætíð
að snúa öllu til betri vegar.
Það er stórt skarð fyrir skildi og
söknuðurinn er sár hjá samstarfs-
fólki hennar og sjúklingum. Enn
meiri er þó sorgin hjá Sigurði, dætr-
unum og fjölskyldum þeirra. Þeim
sendi ég mínar innilegustu samúð-
arkveðjur um leið og ég þakka Krist-
ínu gott samstarf og vináttu sem
aldrei_ bar skugga á.
Ólöf Leifsdóttir iðjuþjálfi.
Margs er að minnast, margt er
að þakka eru orð sem koma upp í
huga minn er ég frétti af andláti
þínu. Ég á erfítt með að trúa því
að þú sért farin frá okkur og ég
sjái þig ekki oftar. En minningin
um þig lifir í hjarta mínu. Ég veit
að ég fæ þér aldrei fullþakkað
hversu yndisleg þú varst mér þegar
ég bjó hjá ykkur. Strax frá fyrstu
viku var 'ég farin að líta á ykkur
Sigga sem ömmu og afa og fljótt
fannst mér sem ég væri ein af fjöl-
skyldunni. Það vora svo ótal góðar
stundir sem við voriim búnar að
eiga saman. Með þessum línum vil
ég þakka þér allt sem þú gerðir
fyrir mig.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku Siggi, Sirrý, Lísa, Fríða
Dóra og fjölskylda megi góður Guð
styrkja ykkur öll í þessari miklu
sorg.
Erla Björk.
Elsku amma, þú ert farin frá
okkur allt of fljótt, við áttum eftir
að gera svo margt saman. Við áttum
alltaf gleðistundir með þér. Þú
fékkst okkur oft lánuð og hjálpaðir
okkur við föndur til að gefa og
gleðja foreldra okkar. Við sváfum
oft hjá ykkur afa, þó svo við væram
ekki alltaf sátt við að fara sofa þeg-
ar þú vildir, en á morgnana beið
okkar indælis hafragrautur.
Þú kenndir okkur svo margt sem
við eigum eftir að nota á lífsleið
okkar. Ógleymanlegar eru útileg-
uraar með ykkur afa, þegar þú
sýndir okkur og sagðir frá náttúra
landsins, því þú naust þess svo að
ferðast. Alltaf gafstu svo mikið af
þér þegar þið afí buðuð ijölskyldum
okkar í mat eða kaffi, að þú hafðir
ekki tíma til að borða sjálf. Þú saum-
aðir og prjónaðir föt á okkur, málað-
ir á ýmsa postulínshluti handa okk-
ur sem við geymum til minningar
um handverk þitt. Elsku amma, við
fyrirgefum Guði að taka þig svo
snemma til sín, en við vitum líka
að góður Guð og englar gæta okkar
og afa hér á jörðinni. Elsku amma,
takk fyrir samfylgdina og láttu þér
líða vel.
Dagný Björk, Birgir Öm,
Elva Kristín, Hulda Sif,
Berglind og Ami.
t
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR ÞORSTEINSSON,
Sólvallagötu 32,
Keflavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði, laugardaginn
28. október. Útförin verður auglýst síðar.
Valgerður Sigurðardóttir, Árni Júlíusson,
Jónas Sigurðsson, Ingibjörg Ólafsdóttir,
Þórleif Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðursystir okkar,
MARGRÉT HALLGRÍMSDÓTTIR,
Lundgarði,
Akureyri,
lést á hjúkrunarheimilinu Seli að kvöldi
28. október.
Jarðarförin auglýst síðar.
Hallgrímur Skaptason,
Brynjar Ingi Skaptason.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ANNA GUNNSTEINSDÓTTIRTHORSTEINSSON,
frá Nesi
við Seltjörn,
andaðist á Ashgrove hjúkrunarheimilinu í Englandi 27. október.
Fyrir hönd aðstandenda,
Tryggvi, Helga og Sigurður.
t
Elskulegur eiginmaður minn,
RAGNAR KRUGER,
Skólagerði 34,
Kópavogi,
andaðist í Landspítalanum 26. október.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Ingibjörg Kriiger
og börnin.
t
Fóstursonur minn og faðir okkar,
JÓN KONRÁÐ MAGNÚSSON,
Ásvallagötu 10,
lést á heimili sfnu 24. október sl.
Útförin fer fram frá Fossvogskapellu
miðvikudaginn 1. nóvember kl. 15.00.
Ráðhildur Guðmundsdóttir
og börn hins látna.
t
Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTJÁN ODDSSON,
Sunnubraut 48,
Keflavík,
verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 2. nóvember
kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ólafur Kristjánsson, Elísabet Auður Eyjólfsdóttir,
Elfsabet Óiafsdóttir,
Kristján Ólafsson,
Ingunn Kristfn Ólafsdóttir
og barnabarnabörn.
t
Elskulegur maðurinn minn, faðir okkar, sonur, bróðir og mágur,
KRISTINN JÓNSSON,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju fimmtudaginn 2. nóvember
kl. 13.30.
Sigfríður Védís Ásbjörnsdóttir,
Jón Gunnar Kristinsson,
Svavar Knútur Kristinsson,
VilmundurTorfi Kristinsson,
Jón Stefánsson, Svava Torfadóttir,
Bjarni Jónsson, Þóra Vikingsdóttir,
Sveinn Jónsson, Vibe Anderberg,
Guðrún Jónsdóttir, Öyvind Krogstadmo,
Erna Jónsdóttir, Francis J. Mason,
Anna Jónsdóttir, Garðar Guðnason.
t
Ástkær sonur okkar, faðir og bróðir,
ÁSMUNDUR HRÓLFSSON,
Mávahlíð 7,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 24. október sl.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 1. nóvember
kl. 13.30.
Einlægar þakkir til starfsfólks heimahlynningar Krabbameins-
félagsins. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Minningarsjóð
heimahlynningarinnar.
Tryggvina Steinsdóttir, Hrólfur Ásmundsson,
Hrólfur Fossdal Ásmundsson,
Kristrún Hrólfsdóttir, Oddur Thorarensen,
Gestur Hrólfsson.