Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995 43 sigra í þetta skipti eins og svo oft áður. Ég lagði andlitið á koddann hjá henni og hvíslaði að henni: „Þú ert svo dugleg amraa, þér tekst allt það sem þú ætlar þér.“ „Nei, ég er ekkert dugleg,“ sagði hún, en ég held að við höfum báðar vitað að það var vitleysa. Amma mín barðist hetjulega við dauðann en það var sárt að horfa á hana þjást. Ég er þakklát fyrir að hafa feng- ið að vera með ömmu minni allt þar til yfir lauk. Ég hélt í hönd hennar og strauk henni um ennið þegar hún yfirgaf þetta líf. Mikið óskaplega var sárt að geta ekkert að gert. Hún amma mín hafði alla tíð verið hrædd við dauðann. En hún var sátt við það líf sem hún hafði lifað og ég vona að hún hafí einnig verið orðin sátt við dauðann á þessari síðustu stundu. Elsku amma mín, okkar vinátta nær langt út yfir mörk dauðans. Guð veri með þér að eilífu. Þín, Sigrún. Elsku amma mín, þá er samveru okkar í þessu jarðlífí lokið. Leiðir okkar lágu saman í nærfellt 40 ár, oft daglega. Allt vefst það gullnum ljóma og heiðríkju, þótt rigningar- dagarnir séu vissulega margir á landinu okkar góða. Mér er ekki grunlaust um, að þú hafir þurft að draga af mér blautar buxur og bullandi stígvél í djúpum lægðum sem gengu yfir Klambratúnið. Og mér er heldur ekki grunlaus um, að ég hafi fengið gott í munninn á eftir. Hjá þér var svo gott að leita skjóls í andsreymi lífsins. Minningarnar leita á, þúsundir mynda sem ekki er hægt að tjá með orðum, svo við verðum bara að eiga þær útaf fyrir okkur. Þær eru eins og ljós í minni sálarkytru. Við fæðumst ósjálfbjarga börn inn í þennan heim og flestir kveðja hann á sama hátt. Þeir sem geta varðveitt bamið í sjálfum sér eru hins vegar öllu færri, en það var þér alveg eðlilegt. Gerir ekki sak- leysi barnsins, trúnaðartraust þess, einlægni og fölskvalaus gleði þess okkur rík? Þannig mun ég ætíð minnast þín, hvernig sem allt veltur í heimi hér. Með kærri þökk fyrir allt. Sigurður Garðarsson. við aðra vægð og góðvild hver og friðsemd hrein og hógvært geð og hjartaprýði stilling með (H.Hálfd.) Ég held að þessar ljóðlínur lýsi vel hjarta þínu og hlýju sem þú svo mjög umvafðir alla samferðamenn þína og ekki síst þá sem stóðu þér næstir. Ég var ekki margra daga gamall þegar við hittumst fyrst og alla tíð sýndir þú mér einstaka hlýju og vináttu. Það var því mér og öll- um í fjölskyldu minni harmafregn að maðurinn með ljáinn hefði reitt til höggs. Þú barst sjúkdóm þinn með einstöku æðruleysi og fram á síðasta dag sýndir þú glaðværð þína og hlýju öllum þeim sem komu til þín á sóttarsæng. Kveðja verð þig vinur, hér að sinni. Veit ei neitt hvað framtíð ætlar mér. En áfram vakir innst í vitund minni óskin sú, að mega líkjast þér. Þótt allt mitt ráð sé undir þungu banni, / og ýmsan vilja samtíð felli í bönd, ég kysi, ef ég mætti snauðum manni í minning þína að rétta vinar-hönd. Þessar ljóðlínur Ólafs frá For- sæludal skulu vera hinsta kveðja mín til þín og það verður erfítt að fá ekki íengur að heyra þína hljóm- fögru rödd og hlusta á þig og föður minn flytja kvæði og rímur eins og ykkur var einum lagið. Ég veit að söknuður þinn, Magnea mín, verður mikill og eins barna þinna og barnabarna. Ég flyt ykkur innilegar samúðar- kveðjur frá fjölskyldu minni, for- eldrum, systrum mínum og fjöl- skyldum þeirra. Guð gefi ykkur öllum styrk. Lárus Ragnarsson. SIGURÐUR SVEINSSON + Sigurður Sveinsson var fæddur 29. júlí 1914. Hann lést 23. október 1995. Sig- urður var sonur Sveins Ásmunds- sonar, prentara, og Elínar Sigurð- ardóttur. Eftirlif- andi eiginkona Sig- urðar er Þuríður Stefánsdóttir, fædd 11. október 1917, dóttir Stefáns Jóns- sonar og Ingibjarg- ar Jónsdóttur. Útför Sigurðar fór fram mánudag- inn 30. október síð- astliðinn. NÚ ER hann afi minn loksins búinn að fá þá líkn sem hann er búinn að þrá í átta löng ár mállaus og lamaður, en allan þann tíma hefur hann reynt að brosa og bera sig vel. Yndislegt var að sjá hvað hann hafði gam- an af því að fá barnabarnabörnin í heimsókn og því minna sem krílið var því hrifnari var hann. Við Sverrir fórum alltaf saman með börnin okkar þrjú að heimsækja afa á Heilsuvemdarstöðina við Barónsstíg og viljum við koma á framfæri þakklæti til alls starfs- fólks sem annaðist afa af svo mik- illi alúð og umhyggjusemi. Afi var sómamaður og mér og mínum mjög góður en hann þótti oft harður í dómum og 'harður í horn að taka ef því var að skipta. En aldrei ætlaðist hann til þess af öðrum sem hann krafðist ekki af sjálfum sér. Afi vann í Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni alla tíð, hann þoldi afar illa að vera öðram háð- ur, var harðgerður, vinnusamur og ósérhlífinn. Sumum þótt hann hijúfur og stóð uggur af honum en í raun var hann hið mesta ljúf- menni og yndislegur ástríkur afi. Hann var með veiðidellu, veiddi margan laxinn og hnýtti flugur listavel. Afi var líka góður málari og til era mörg falleg verk eftir hann. Gæfusamur var hann þegar hann hitti ömmu sem er sú kær- leiksríkasta kona sem ég hef kynnst, þau áttu saman 55 ár, þrjú börn og yndislegt heimili þar sem ég eyddi stóram hluta bernsku minnar. Ég hef saknað þín í átta ár elsku afi en nú kveð ég þig og þakka öll árin með ykkur ömmu á Bestó. Guð blessi ömmu og mömmu sem heimsóttu afa svo til daglega öll þessi ár og gefi ykkur styrk nú á þessari kveðjustund. Þuríður Björg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.