Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ TJm 200 kindur grófust í fönn í Eyjafirði Tjónið vel á aðra milljón AÐ LÁGMARKI er talið að um 200 kindur í Eyjafirði hafi farist í óveðr- inu sem gekk yfír landið í liðinni viku. Tjón er álitið vera vel á aðra milljón króna. Ólafur G. Vagnsson ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjaíjarðar sagði að mikið hefði verið grafíð af fé úr fönn um helgina og einhveijir bændanna nutu aðstoðar björgunar- hunda við verkið. „Mér sýnist alveg ljóst að það eru að lágmarki um 200 kindur sem við vitum um núna að hafa drepist í óveðrinu en enn vantar verulegan fjölda íjár heim á suma bæina,“ sagði Ólafur. Hann sagði beint tjón bænda nema um 6.000 krónum á kind, en erfíðara væri að gera sér grein fyrir þeirri tekjuskerð- ingu sem yrði næsta haust, hjá þeim bændum sem misst hafa umtalsverð- an bústofn sinn í óveðrinu. Þorskhausar þurrkaðir í hjöllum Skapar atvinnu og gefur tekjur ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hf. hefur til langs tíma þurrkað þorskhausa í hjöllum í námunda við Krossanes og hafa þeir verið seldir til Nígeríu. Framleiðslan hefur verið nokkuð misjöfn milli ára en farið allt upp í 400 tonn af þurrkuðum hausum á ári. Gunnar Aspar, fram- leiðslustjóri ÚA, segir þessa vinnu talsvert atvinnuskapandi og gefí fyr- irtækinu auk þess tekjur. Ákveðinn hópur innan fyrirtækis- ins fer reglulega í hjallana og heng- ir þar upp hausa til þurrkunar. Ein- ungis er um þorskhausa að ræða en ýsu- og ufsahausar hafa verið sendir áfram að Laugafiski í Reykjadal, þar sem þeir eru þurrk- aðir með jarðhita. Ekki er hægt að þurrka hausa í hjöllum að sumarlagi, þar sem flugan er of ágeng. Morgunblaðið/Kristján ÞAÐ þurfti að létta Guðbjörgina ÍS um 150 tonn áður en hún var tekin upp í flotkvína á Akureyri um helgina. Skipið er um 64 metrar að lengd og þykir óvenju stutt miðað við þyngd. Lyftigeta kvíarinnar er um 5.000 tonn, en Guðbjörgin var um 2.850 tonn þegar búið v£tr að taka niður Guðbjörgin létt um 150tonn hlera, togvíra, veiðarfæri og ann- að sem samtals var um 150 tonn. Einar Sveinn Ólafsson formaður hafnarsljórnar sagði að vel hefði gengið að taka skipið upp í kvína en það hefði sannað mönnum að kvíin uppfyllti allar þær kröfur sem til hennar voru gerðar við kaupin. Bænastund í Mývatnssveit SÓKNARNEFND Reykjahlíðar- kirkju gekkst fyrir bænastund í kirkj- unni síðastliðið föstudagskvöld vegna snjóflóðanna á Flateyri. Sungnir voru sálmarnir „Ó, þá náð að eiga Jesú“ og „Þú, Guð, sem stýrir stjarnaher". Orgelleikari var Jón Árni Sigfússon. Þá var upplestur, Anna Skarphéðins- dóttir og Guðbjörg Ingólfsdóttir lásu. Síðan var farið með bænir. Athöfnin í kirkjunni sýndi samhug viðstaddra á sorgarstund vegna hinna hörmu- legu atburða. ------♦-------- Afnámi sjálf- virkrar teng- ingar mótmælt Á AÐALFUNDI Launþegaráðs Framsóknarflokksins í Norðurlands- kjördæmi eystra sem haldinn var á Húsavík á sunnudag mótmælti ráðið harðlega áformum sem fram koma í frumvarpi til fjárlaga 1996, um afnám sjálfvirkrar tengingar í al- mannatryggingakerfinu og atvinnu- leysisbótakerfínu við kjarasamninga verkafólks og kjarasamninga fisk- verkafólks. Ennfremur var mótmælt harðlega aukinni gjaldtöku á sjúkra- húsum vegna „minni háttar aðgerða" eins og fram kemur í sama frum- varpi. Launþegaráðið tekur undir áform um að tekinn verði upp fjármagns- tekjuskattur og fagnar þeirri ætlan ríkisstjórnarinnar að taka á skattsvi- kurum landsins, enda geti lífskjara- jöfnun aldrei orðið nema allir séu jafnir fyrir lögum. Samþykkt íþrótta- og tómstundaráð Akureyrar um byggingu íþróttahúss Þórs Morgunblaðið/Kristján AÐALSTEINN Sigurgeirsson, formaður Þórs, kannar jarð- veginn þar sem væntanlega mun rísa íþróttahús við félags- heimilið Hamar. Besta afmælisgjöfín NÝJA Þórslagið flutt fyrir gesti á afmælishátíðinni. F.v. Áskell Egils- son, Bjarni Jónasson, Þórarinn B. Jónsson og Egill Áskelsson. Lagið samdi Arnar Einarsson, Þórsari og skólastjóri Húnavallaskóla. „EF ÞETTA fer alla leið og verð- ur samþykkt í bæjarstjórn er þetta stærsta og besta afmælis- gjöf sem við gátum fengið,“ sagði Aðalsteinn Sigurgeirsson, for- maður íþróttafélagsins Þórs, um samþykkt íþrótta- ogtómstunda- ráðs þess efnis að gerður verði rammasamningur við Þór um byggingu íþróttahúss við félags- heimilið Hamar. íþróttafélagið Þór átti 80 ára afmæli í júní síðastliðnum og var af því tilefni efnt til afmælishá- tíðar í Sjallanum síðastliðið Iaug- ardagskvöld. Á þriðja hundrað gestir komu þar saman. Félaginu bárust margar góðar kveðjur og gjafir í tilefni þessara tímamóta og sú gjöf sem vakti hvað mesta athygli kom frá KA. Sigmundur Þórisson, formaður KA færði Aðalsteini Sigurgeirssyni, for- manni Þórs, nýja skóflu sem hann vonaðist til að notuð yrði sem fyrst við fyrstu skóflustungu að nýju íþróttahúsi við Hamar. Langþráður draumur „Með þessari samþykkt sjáum við fram á að langþráður draum- ur okkar rætist. Aðstöðuleysi hefur lengi háð okkar starfsemi, við erum með æfingar í þremur íþróttahúsum í bænum og því er ekki að neita að foreldrar eru orðnir langþreyttir á að aka börnum sinum á æfingar milli húsa,“ sagði Aðalsteinn. Hann sagði að það að fá iþróttahús við hlið Hamars, fé- lagsheimilis Þórs, myndi gjör- breyta öllum rekstri þess. Þeir sem stunduðu æfingar á vegum félagsins vítt og breytt um bæinn hefðu fram til þessa ekki átt þangað neitt erindi. „Við sjáum fram á að félagsstarf aukist verulega og það er af hinu góða.“ Gert er ráð fyrir að væntan- legt íþróttahús verði við hlið fé- lagsheimilisins, en þar er fyrir búningaaðstaða, „þannig að það vantar í rauninni ekkert nema salinn,“ eins og formaðurinn orð- aði það. Hann sagði að samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs hefði vakið mikil viðbrögð, Þórsarar hefðu streymt í Hamar eða hringt þangað og lýst yfir ánægðu sinni með ákvörðunina. „Menn eru virkilega ánægðir með þessa samþykkt," sagði Að- alsteinn. iddtu e kki af októberbókunum Glerárgötu 28 - Akureyri Áskriftarsími 462 4966
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.