Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÖBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ 1 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MENNTUN OG ATVINNULÍF HÁSKÓLI íslands brautskráði um fjögur þúsund kandídata á árunum 1979-1988. Nálægt fimmtán af hundraði þessara kandídata, eða langleiðina í sex hundruð, eru búsett erlendis,-að því er fram kom hjá Sveinbirni Björnssyni háskólarektor við brautskráningu kandídata í fyrradag. „Ef sama hlutfall gildir um þá árganga sem nú eru að brautskrást frá háskólanum,“ sagði rektor, „benda þessar tölur til þess að við töpum nú um 120 kandídötum á ári.“ Orðrétt sagði rektor: „Allar líkur benda til þess að við séum að tapa burt mörgum hæfustu námsmönnunum, sem hefðu getað reynzt okkur dijúgir við uppbyggingu atvinnulífs og velferðar í landinu.“ Þessi orð eru eftirtekt- arverð í ljósi þeirrar staðreyndar, að þær þjóðir heims, sem mesta áherzlu hafa lagt á menntun þegna sinna, rannsóknir og þróun, búa við hvað mesta hagsæld og verðmætasköpun á hvern vinnandi mann. Ástæða er til að vara við hugmyndum um að tak- marka aðgang að háskólanum og „mennta ekki fleiri kandídata en þjóðin þarfnast“. Slíkt hefur hvergi reynzt vel. Og þarfir samfélagsins eru breytilegar. Hins vegar ber að fagna því, að háskólayfirvöld hafa sýnt lofsverðan áhuga á því að aðlaga háskólanám betur að þörfum at- vinnulífsins. Rektor nefndi tvær atvinnugreinar, sem gætu í senn tekið við háskólamenntuðu fólki og verið vaxtarbroddar í þjóðarbúskapnum; útflutningur á menntun og þekkingu í sjávarútvegi og hugbúnaðariðnaður. Hann minnti á að Sameinuðu þjóðirnar hefðu spurst fyrir um, hvort íslend- ingar gætu tekið að sér deild Háskóla Sameinuðu þjóð- anna í sjávarútvegsfræðum. Og hann hvatti til að komið yrði á fót matvæla- og sjávarútvegsgarði, sem yrði mið- stöð kennslu, rannsókna og þróunar í matvæla- og sjávar- útvegsfræðum, framleiðslu og vinnslutækni og markaðs- setningu. Við verðum óhjákvæmilega að byggja framtíð okkar í vaxandi mæli á öflun þekkingar og færni, sem við selj- um öðrum. Meðal annars af þeim sökum er fjárfesting í menntun, þekking og þróun öðrum fjárfestingum hyggi- legri. En við verðum jafnframt að búa þann veg í fram- tíðarhaginn, að menntunin og þekkingin nýtizt fremur innan en utan íslenzks þjóðarbúskapar. FRAMLEIÐNIAUKNIN G AÁRUNUM 1973 til 1990 var aukning framleiðni í bandarísku atvinnulífi að meðaltali 0,6% til 0,9% á ári. Á árunum 1990 til 1995 nemur aukning framleiðni í bandarísku atvinnulífi að meðaltali 2,2% á ári. Banda- ríkjamenn hafa náð þessum ótrúlega árangri í að auka framleiðni í atvinnulífinu í krafti örrar tæknivæðingar á undanförnum árum. Undir lok síðasta áratugar var því spáð, að efnahagsveldi Bandaríkjanna væri hnignandi og þetta mikla stórveldi mundi fara sömu leið og önnur stórveldi fyrr á þessari öld og síðustu öldum. Þessir spádómar hafa ekki reynzt réttir að því er fram kemur í nýlegu tölublaði af bandaríska vikuritinu Busi- ness Week. Þvert á móti er atvinnulífið í Bandaríkjunum að skjótast langt fram úr atvinnulífinu í Japan í fram- leiðniaukningu. Önnur ástæða fyrir aukinni framleiðni í Bandaríkjunum er sú gífurlega samkeppni, sem þar ríkir og veldur því, að fyrirtæki verða stöðugt að þróa ný vinnubrögð og nýjar framleiðsluvörur og ná aukinni hag- kvæmni til þess að standast samkeppnina. I forystugrein Morgunblaðsins sl. sunnudag var vakin athygli á afar athyglisverðri grein Hannesar G. Sigurðs- sonar, hagfraeðings Vinnuveitendasambandsins i nýju fréttabréfi VSÍ, þar sem fram kemur’að verðmætasköpun á vinnustund er tvöfalt og jafnvel þrefalt meiri á öðrum Norðurlöndum en hér. Þegar svo er gefur aug^ leið, að atvinnufyrirtæki hér geta ekki borgað sambærileg laun og fyrirtæki á öðrum Norðurlöndum. Við íslendingar eigum að horfa til þess fordæmis, sem Bandaríkjamenn hafa gefið á undanförnum árum, gera ráðstafanir til þess að auka samkeppni verulega frá því sem nú er og greiða fyrir hátækniþróun í íslenzku at- vinnulífi. Það er leiðin til bættra lífskjara en ekki sú uppsögn samninga, sem verkalýðsfélögin boða nú til. Morgunblaðið/SVerrir . ogþ TALIÐ er að á milli tuttugu og þrjátíu þúsund manns hafi fylkt liði í blysför sem farin var frá Hlemmtorgi niður að Ingólfs- torgi í gærkvöldi, til að minnast fórnarlamba snjóflóðsins á Flat- eyri. Þegar seinustu göngu- menn lögðu upp frá Hlemmi voru fremstu göngumenn stadd- ir í Bankastræti. Þorri göngumanna bar blys eða kyndla og hátíðleiki og frið- semd setti sterkan svip á mann- fjöldann sem sýndi samhug sinn á þennan áþreifanlega hátt. Flestir gengu í þögn og horfðu til jarðar og sjá mátti tár á vöngum margra. Segja má að þögnin og hátíðleikinn hafi ver- ið allsráðandi. Ljósin tjá samstöðu og samúð Þegar niður á Ingólfstorg var komið var efnt til minningar- dagskrár um Flateyringana tuttugu sem fórust í snjóflóðinu og einnig var minnst ástvina þeirra sem eiga um sárt að binda. Dagskráin hófst með söng kórs Menntaskólans við Hamrahlíð. Tilgangur blysfar- arinnar, sem Félag framhalds- skólanema stóð fyrir, var að —t—
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.