Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995 27
ERLENT
Reuter
300 fórast
í lestarslysi í Bakú
MIKIL sorg ríkir nú í Az-
erbajdzhan eftir eitthvert
mesta lestarslys sögunnar.
Talið er að um 300 manns
hafi farist þegar eldur kvikn-
aði í neðanjarðarlest í borginni
Bakú á laugardagskvöld.
Að sögn heilbrigðisráðu-
neytisins fórust 289 og 269
slösuðust, þar af 62 alvarlega.
Flestir hina slösuðu hlutu
brunasár og fengu reykeitrun.
Samkvæmt upplýsingum
sjúkrahúsa létu hins vegar 337
lífið og 270 særðust.
Talið er að flest fórnarlamb-
anna hafi troðist undir eða
kafnað í loftlausum neðan-
jarðargöngunum. Að sögn lög-
reglu gæti eldurinn hafa
kviknað þegar neisti hljóp úr
rafmagnskapli, en útilokað er
talið að um skemmdarverk
hafi verið að ræða. Sjónarvott-
ar kváðust hafa séð neista
þegar lestinni var ekið inn í
göng milli tveggja stöðva,
Narimanov og Ulduz, í miðri
Bakú snemma laugardags-
kvölds. Lestin var mitt á milli
þessara stöðva þegar hún
stöðvaðist. Um leið slokknuðu
ljós og skelfing greip um sig.
A myndinni sjást íbúar Bakú
biðja fyrir einum þeirra, sem
létu lífið í lestarslysinu.
Fjármálahneyksli í S-Kóreu
Kim Young-sam
neitar vitneskju
um sjóði Rohs
Seoul. Reuter.
KIM Young-sam, forseti Suður- Fullyrti Kim Dae-jung að Kim
Kóreu, neitaði því í gær að hafa forseti hefði sömuleiðis þegið fé frá
verið með einhvörju móti viðriðinn
fjármálahneyksli sem kennt er við
flokksbróður hans, Roh Tae-woo,
fyrrverandi forseta. Roh játaði fyrir
helgi að hafa safnað jafnvirði 654
milljóna dollara í kosningasjóði
Fijálslynda lýðræðisflokksins er
hann sat á valdastóli 1988-93 en
sjálfur hélt hann eftir 242 milljón-
um dollara.
Kim sagði að hvorki Roh né
nokkur annar sem hneykslinu
tengdist myndu sleppa undan rétt-
vísinni. Stjórnarandstöðuleiðtoginn
Kim Dae-jung hefur játað að hafa
þegið tvo milljarða wona frá Roh,
jafnvirði 2,6 milljóna dollara, til
þess að fjármagna kosningabaráttu
sína fyrir forsetakosningarnar
1992.
Bandaríkin
Umdeilt
frumvarp
samþykkt
Washington. Reuter.
ÖLDUNGADEILD Banda-
ríkjaþings samþykkti á laug-
ardag frumvarp sem kveður á
um að dregið verði verulega
úr ríkisútgjöldum til velferðar-
mála til að tryggja hallalaus
fjárlög ekki síðar en árið 2002
og greiða fyrir 245 milljarða
dala skattalækkunum.
Frumvarpið var samþykkt
með 52 atkvæðum repúblik-
ana gegn 47 atkvæðum demó-
krata og eins repúblikana.
Áður hafði fulltrúadeildin
samþykkt svipað frumvarp
með 227 atkvæðum gen 203.
Leiðtogar repúblikana á
þingi hófu í gær viðræður um
málamiðlunarfrumvarp sem
þingið myndi síðan samþykkja
endanlega í vikunni. Bill Clin-
ton forseti hefur hótað að beita
neitunarvaldi verði frumvarpið
samþykkt.
Roh en forsetinn vísar sliku á bug.
„Hann sagði mér aldrei af þessum
flokkssjóðum og ég átti enga aðild
að þvi hvernig farið var með þetta
fé,“ sagði forsetinn.
Kim hét því í gær að opinber
rannsókn færi fram og yrði ekkert
dregið undan. Kynni svo að fara
að Roh yrði fyrsti forseti Suður-
Kóreu til þess að verða dreginn
fyrir rétt.
Forsetinn freistar þess að draga
úr áhrifum hneykslisins en stjórn-
málaskýrendur sögðu í gær, að það
myndi rífa Fijálslynda lýðræðis-
flokkinn á hol. Spáðu þeir því jafn-
vel að flokkurinn myndi liðast i
sundur og leysast upp fýrir þing-
kosningar sem fram eiga fara næst-
komandi apríl.
Nick
Leeson til
Singapore
Frankfurt. Reuter.
NICK Leeson, breski bankamaður-
inn sem setti útibú Barings-bank-
ans breska í Singapore á hausinn,
ákvað í gær að hætta öllum tilraun-
um til þess að fá hnekkt úrskurði
þýsks dómstóls um að hann skuli
framseldur til Singapore.
Talið var í gær, að ástæður þess
að Leeson hætti svo skyndilega til-
raunum til að komast hjá framsali
kynnu að vera þær, að lögfræðing-
um hans hefði tekist að semja við
yfirvöld í Singapore um milda refs-
ingu.
Af hálfu þýskra yfirvalda var
sagt í gær, að búast mætti við að
Leeson yrði framseldur Singapore
seinni hluta nóvember. Áður en af
því verður fær kona hans og aðrir
fjölskyldumeðlimir að heimsækja
hann í fangelsið í Frankfurt. Búast
má við að hann eigi eftir að sitja
jafnvel nokkur ár í fangelsi í Sin-
gapore áður. en dómur gengur í
máli hans.
Þingkosningarnar 1 Króatíu á sunnudag
Flokkur Tudjmans forseta
fékk langflest atkvæði
Zagreb. Reuter.
STJORNARFLOKKUR Franjos
Tudjmans, forseta Króatíu, fékk
langflest atkvæði í þingkosningun-
um á sunnudag og þykir líklegt,
að hann haldi meirihluta sínum.
Fylgið við hann er þó verulega
minna en í kosningunum fyrir
tveimur árum.
Þegar talin höfðu verið 70% at-
kvæða var flokkur Tudjmans, Króa-
tíski lýðræðisflokkurinn, með 44%
atkvæða en vegna flókinna kosn-
ingalaga var ekki ljóst með þing-
mannatöluna. Valdi fólk hvort-
tveggja um einstaklinga og flokks-
lista og kerfið byggist í senn á ein-
menningskjördæmum og hlutfalls-
kosningum.
í öðru sæti var samfylking nokk-
urra stjórnarandstöðuflokka undir
forystu Bændaflokksins með 18,5%
og í þriðja sæti frjálslyndir með
12%. Fyrrverandi kommúnistar,
sem kalla sig jafnaðarmenn nú,
voru í því fjórða með 9% og aðrir
flokkar með minna.
Kosið um
þjóðernisstefnu
Kosningarnar, sem var flýtt um
níu mánuði, voru nokkurs konar
prófsteinn á þjóðernisstefnu Tudj-
mans og harða afstöðu lians gagn-
vart serbneskum aðskilnaðarsinn-
um innan landamæra Króatíu. Er
búist við, að niðurstaða þeirra og
endurnýjað umboð flokks Tudjmans
hafi sín áhrif í friðarviðræðunum,
sem hefjast í Bandaríkjunum í dag.
í kosningabaráttunni hét hann að
endurheimta Austur-Slavoníu, sem
Serbar ráða enn, ef ekki tækist að
semja um afhendingu héraðsins í
viðræðunum.
Finsberg lávarður, sem var fyrir
eftirlitsnefnd Evrópuráðsins, segir,
að almennt hafi kosningarnar farið
vel fram en kveður það mikið
áhyggjuefni hvernig rikisfjölmiðl-
arnir voru notaðir í þágu stjórnar-
flokksins. Þá er það einnig gagn-
rýnt, að nýjum kosningalögum
skyldi hafa verið hraðað í gegnum
þingið og boðað til kosninga í mikl-
um flýti og mörgum þykir óeðli-
legt, að 350.000 Króötum utan
landamæranna, aðallega í Bosníu,
skuli hafa verið leyft að kjósa. Þá
var sætum Serba á króatíska þing-
inu fækkað úr 13 í þijú.
S-amerísk kosning
Harðasta gagnrýnin á kosning-
arnar í Króatíu kom frá Pierre
Schori, aðstoðarutanríkisráðherra
Svíþjóðar, en hann sagði í viðtali
við sænska útvarpið í gær, að þær
minntu sig á kosningar í Suður-
Ameríku þegar herinn og áróðurs-
maskínan legðust á eitt. Sagði
hann, að svo virtist sem menn
væru tilbúnir til að greiða hvaða
verð sem væri fyrir frið á Balkan-
skaga og þess vegna væri séð í
gegnum fingur við stjórnvöld í
Króatíu.
Bílamarkadurinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraut
Kopavogi, simi
567-1800
Löggild bílasala
Fjöldi bifreiða á
mjög góðum lánakjörum.
Bílaskipti oft möguleg.
Dodge Caravan SE V-6 7 manna '93,
grænn, sjálfsk., ek. 80 þ. km., álfelgur,
rafm. í rúðum o.fl. V. 2,5 millj.
V.W Vento GL '93, rauður, sjálfsk., ek.
47 þ. km. V. 1.250 þús.
MMC L-300 Minibus '88, grásans., 5 g.,
ek. 120 þ. km, vél yfirfarin (tímareim o.fl.).
V. 1.050 þús. Mjög hagstæð lánakjör.
MMC Lancer GLXi 4x4 Station ’92, hvít-
ur, 5 g., ek. 80 þ. km, rafm. í rúðum, drátt-
arkúla o.fl. V. 1.090 þús. Sk. ód.
Citroen BX 16 TRS '88, grásans., 5 g.,
ek. 110 þ. km. Gott eintak.
Dodge Dynasty V-6 6 manna '89, blár,
sjálfsk., ek. 95 þ. mílur. Fallegur bíll.
V. 1.090 þús.
Toyota Lite Ace 7 manna '84, rauður,
ek. 45 þ. km. á vél. V. 230 þús.
Nissan Sunny SR Twin Cam '88, 5 g.,
góð vél, sóllúga, rafm. í rúðum, spoiler
o.fl. V. 590 þús. Tilboðsv. 490 þús. stgr.
Toyota Corolla XL Hatscback '91, 5 g.,
ek. 87 þ. km. Gott eintak. V. 680 þús.
Daihatsu Feroza EL lli ’91, 5 g., ek. 51
þ. km. Toppeintak. V. 1.050 þús.
Grand Cherokee Limited (8 cyl.) '94,
sjálfsk., leðurinnr. o.fl., ek. 14 þ. km.
V. 4.150 þús.
M. Benz 200 '87, hvítur, sóllúga, ABS,
álfelgur, 4 hauspúðar o.fl. Óvenju gott
eintak. V. 1.490 þús.
MMC Pajero V-6 (3000) '92, vinrauður,
sjálfsk., ek. 113 þ. km. Einn m/öllu.
V. 2.790 þús.
Ford Econoline 150 4x4 ’89, ek. 65 þ.
km., 6 cyl., 300 ci, 4 captain stólar og
svefnbekkur. Mjög gott eintak. V. 2.100
þús.
Sjaldgæfur sportbíll: Nissan 300 ZX V-6
'85, m/t.grind, 5 g., ek. 135 þ. km, rafm.
i rúðum o.fl. V. 1.200 þús. Tilboðsv. 990
þús.
Nissan Pathfinder EX V-6 (3.0L) ’92, 5
dyra, 5 g., ek. 54 þ. km. Fallegur bíll.
2.290 þús.
Nissan Micra GL ’87, (upptekin vél í
Toyota), 5 g., þrennra dyra. Tilboð 250
þús. stgr.
Hyundai Pony LS '94, 5 g., ek. 45 þ. km.
V. 780 þús.
Toyota Corolla Sedan ’90, Ijósblár, 4 g.,
ek. 100 þ. km. Gott eintak. V. 570 þús.
Toyota Hilux Double Cap diesil ’90, blár,
5 g., ek. 97 þ. km. V. 1.400 þús.
Toyota Landcruiser Turbo diesel./lnterc.
'88, grásans., 5 g., ek. 162 þ. km. V. 1.250
þús.
Toyota Landcruiser VX langur '93, vin-
rauður, sjálfsk., ek. 38 þ. km., 38" dekk,
læstur aftan og framan o.fl. V. 4.800 þús.
MMC Lancer EXE hlaðbakur '91, blár,
sjálfsk., ek. 62 þ. km., rafm. í rúðum, hiti
í sætum o.fl. V. 920 þús.
Subaru Legacy 2.0 GL Station 4x4 ’92,
grásans., 5 g., ek. 52 þ. km. Fallegur bíll.
V. 1.550 bús.
MMC Colt GL ’91, grár, 5 g., ek. aðeins
55 þ. km. V. 690 þús.