Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ I DAG ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995 55 BRIPS Umsjðn Guðmundur Páll Arnarson SPIL dagsins kom upp í átta liða úrslitum HM og olli sveiflu í flestum leikjum. Suður hættu. gefur; allir á Norður ♦ KD82 ¥ Á84 ♦ D10 ♦ D963 Vestur Austur 4 Á1063 ♦ 5 ▼ D63 I ¥ G10952 ♦ 98743 ♦ G62 ♦ 8 ♦ 7542 Suður ♦ G974 ¥ K7 ♦ ÁK5 ♦ ÁKG10 Þijár slemmur koma til greina í NS: 6 lauf, 6 spað- ar og 6 grönd. Spaðastunga hnekkir laufslemmunni og í 6 spöðum verður sagnhafí að fara rétt í spaðalitinn. Það verður hann reyndar líka að gera í 6 gröndum, en hann getur prófað laufið fyrst og fengið þannig vís- bendingu um spaðaleguna. Bandan'kjamennimir Mecksroth og Rodwell fundu bestu slemmuna í leiknum við Indónesíu: Vestur Norður Austur Suður Manoppo Rodwell Lasul Meckstr. - - - 2 grönd 1 Pass 3 lauf2 Pass 3 tíglar3 Pass 3 hjörtu4 Pass 3 spaðar5 Pass 4 grönd8 Pass 5 hjörtu7 Pass 6 hjörtu8 Pass 6 grönd Skýringar: (1) 19-21 HPJöfti skipting. (2) Spuming um fimm-spila hálit. (3) Enginn slíkur. (4) Áttu fjórlit í spaða? (5) Já. (6) Roman lykilspilaspum- ingin. (7) Tvö lykilspil án spaða- drottningar. (8) Hvort viltu spila 6 spaða eða 6 grönd? Meckstroth prófaði fyrst laufið og fann síðan spað- ann, sem þýddi 1440 til Bandaríkjamanna og 13 IMPa, þar eð NS spiluðu aðeins 5 lauf á hinu borðinu. Svíar unnu 16 IMPa á spilinu í viðureigninni við Hollendinga. Fallenius og Nilsland sögðu 6 lauf öðmm megin og unnu, þegar vestur hitti ekki á spaðaásinn út. Hinu megin sögðu Kirchoff og Maas 6 spaða, sem fóm niður. LEIÐRÉTT Skúla varð Skúladóttir Þau mistök urðu við vinnslu síðustu minning- argreinarinnar um Stein- unni Þóru Magnúsdóttur á blaðsíðu 41 í Morgun- blaðinu á laugardag, að rangt var farið með nafn undir greininni, Helga Skúla varð Helga Skúla- dóttir. Morgunblaðið bið- ur hlutaðeigandi velvirð- ingar á þessum mistök- um. Pennavinir 19 ÁRA sænsk stúlka vill skrifast á við íslenskan vík- ing á aldrinum 20-25 ára. Hefur áhuga á bókum, tón- list og norrænni goðafræði: Ewa Bergdahl, Ságtorpct V skedvi, 730 30 Kolsva, Sverige. 20 ÁRA íri, sem hefur mik- inn áhuga á íslandi, vill skrifast á við íslendinga: Mark Malone, Carrick, Edenherry, Co Offay, Ircland. ÁRA afmæli. í dag, þriðjudaginn 31. október, er áttatíu og fimm ára Rakel Jóhannsdóttir, Hrafnistu, Hafnarfirði. Eiginmaður hennar er Pálmar Guðnason. Þau verða að heiman. ARA afmæli. í dag, þriðjudaginn 31. október, er fimmtugur Guð- mundur Jónsson, skip- stjóri, Vesturvangi 13, Hafnarfirði. _ Eiginkona hans er Ruth Ámadóttir. Þau taka á móti gestum í Sjálfstæðishúsinu i Hafn- arfirði í dag frá kl. 19 til 22. Ljós.m: Lára Long BRÚÐKAUP. Gefin vom saman 2. september sl. í Háteigskirkju af sr. Pálma Matthíassyni Reyndís Harðardóttir og Gunn- laugur Hilmarsson. Heim- ili þeirra er á Vatnsnesvegi 15, Keflavík. LJóa.m: Lára Long BRÚÐKAUP. Gefin vom saman 2. september sl. af sr. Pálma Matthíassyni Svanlaug Þorsteinsdóttir og Óskar Björnsson. Heimili þeirra er í Reykási 37, Reykjavík. Ljósmyndastofan Svipmyndir BRÚÐKAUP. Gefin vom saman 26. ágúst sl. í Árbæ- jarkirkju af sr. Guðmundi Þorsteinssyni Rut Baldurs- dóttir og Ægir Már Kára- son. Með þeim á myndinni er dóttir þeirra Anita Mjöll. Ljjósm.stúdíó Péturs Péturssonar BRÚÐKAUP. Gefin vom saman 29. júlí sl. í Bessa- staðakirkju af sr. Sigurði Hauki Guðjónssyni Sigrún Jakobsdóttir og Jón Björnsson. Heimili þeirra er á Eiríksgötu 23, Reykja- vík. Farsi "Hún erc& reqno. a& hómast L haerrC. qxh<xfU>EE.c STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbam dagsins: Þú vinnur vel og nýtur trún- aðar þeirra sem umgang- ast þig. Hrútur (21.mars- 19. aprfl) Hafðu hemil á eyðslunni og varastu óþarfa skuldasöfnun í dag. Óhófleg eyðsla getur dregið dilk á eftir sér síðar meir. Naut (20. apríl - 20. maí) Reyndu að halda ró þinni þótt starfsfélagi komi illa fram við þig. Það kemur þér til góða. Þér berast góðar fréttir. Tvíburar (21. maí- 20. júní) 4» Ef eitthvað veldur þér áhyggjum, ættir þú að ræða málið við þína nánustu, en ekki byrgja það inni. Þú finn- ur lausnina. Krabbi (21. júní — 22. júlí) >«SB Láttu það ekki á þig fá þótt illa gangi að afla tillögum þínum stuðnings f dag. Það tekst með tímanum ef þú sýnir þolinmæði. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þér berst boð í spennandi samkvæmi í dag. Þiggðu boð- ið, því þú átt eftir að njóta þess og skemmta þér kon- unglega. Meyja (23. ágúst - 22. september) Góður vinur vísar þér á lausnina á vandamáli, sem hefur valdið þér nokkmm áhyggjum. Þú getur slakað á í kvöld. Vog (23. sept. - 22. október) <5 Einhver í vinnunni er nokkuð hörundsár og eigingjam. Reyndu að sýna umburðar- lyndi. Kvöldið verður mjög ánægjulegt. Sþoródreki (23. okt. - 21. nóvember) Farðu að öllu með gát í fjár- málum í dag. Hlustaðu ekki á gróusögu, sem þú heyrir í vinnunni. Ástvinir njóta kvöldsins. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Þú þarft að sinna ástvini, sem er eitthvað miður sín í dag. Það væri vel við hæfi að snæða saman kvöldverð við kertaljós. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Einhver i fjölskyldunni er að angra þig. Láttu það ekki á þig fá því úr rætist fljótlega. Vinir veita þér góðan stuðn- ing.____________________ Vatnsberi (20. janúar- 18. febrúar) ðh Þú ert hvíldar þurfi, og ættir að íhuga að skreppa í ferðalag til að slaka á. Eyddu kvöldinu í faðmi íjölskyldunnar. Fiskar (19.febrúar-20.mars) Gerðu verðsamanburð áður en þú festir kaup á dýrum hlut fyrir heiinilið. Sumir eiga í vændum spennandi stefnumót i kvöid. Stjörnuspá á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traust- um grunni vísindalegra stað- reynda. Loksins vann Kasparov skák SKAK Stórmðt Credit Suissc HORGEN, SVISS, ívantsjúk, Ukraínu og Rússinn Kramnik eru efstir á stórmótinu í Sviss. Kasparov, PCA-heimsmeist- ari vann loks skák í áttundu um- ferð mótsins, en á hverfandi mögu- leika á sigri á mótinu. 21. okt. - 1. nóv. ÞEIR ívantsjúk og Kramnik hafa vinningsforskot á heims- meistarann og eiga þar að auki eftir að tefla þijár skákir, en hann aðeins tvær. Það eru því allar líkur á að þeir útkljái það sín á milli hver beri sigur úr býtum á mótinu. Eftir að hafa varið heimsmeist- aratitil atvinnumanna fyrir áskor- un Indveijans Anands náði Kasp- arov lengi vel ekki að sýna neinn vott af heimsmeistaratilþrifum á Credit Suisse mótinu. Af fyrstu sjö skákum hans á mótinu vann hann ekki eina einustu. Það var ekki fyrr en hann mætti aldursforseta mótsins, Viktori Kortsnoj, á sunnu- dagskvöldið, að honum tókst að nýta sér slaka taflmennsku öld- ungsins í byijuninni til að vinna fremur léttan sigur. Þetta vekur upp gagnrýnisradd- ir sem hafa haldið því fram að Kasparov hafí ekki sigrað f New York, heldur hafí Anand tapað! Eftir að hafa lent undir var Ka- sparov stálheppinn þegar Indveij- inn gekk fyrst beint inn í undir- búna byijanagildru og lék síðan gróflega af sér í jafnteflisstöðu í næstu skák á eftir. Taugar Anands þoldu ekki meira. Kasparov á eftir að mæta þeim Vaganjan og Kramnik. Til bjarga andlitinu verður hann að vinna þá báða, sérstaklega verður viður- eignin við unga Rússann að teljast mikilvæg. Staðan eftir átta umferðir: 1—2. ívantsjúk og Kramnik 5 v. af 7 3. Short 3 ’/« v. af 8 4. Ehlvest 4 v. af 7 5—6. Júsupov og Kasparov 4 v. af 8 7. Gulko 3‘A v. af 7 8. Kortsnoj 3 v. af 7 9—10. Timman og Vaganjan 2 'h v. af 7 11. Lautier 2 v. af 7 Úrslitin í skák Kasparovs og Kortsnojs réðust strax í byijuninni. Sá gamli lagði ekki í fræðilegan bardaga og reyndi að feta ótroðnar slóðir. En hann lenti mjög snemma í óvirkri stöðu og Kasparov lék sér að honum: Hvítt: Gary Kasparov Svart: Viktor Kortsnoj Slavnesk vörn 1. Rf3 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rc3 - d5 4. d4 - c6 5. Bg5 - h6 6. Bh4!? - dxc4 7. e4 — Bb4 Sjötti leikur hvíts er afar djarfur því hér getur svartur leikið 7. — g5 8. Bg3 — b5 og hvftur verður að treysta á það að veik peðastaða svarts dugi sem bæt- ur fyrir peð. Framhaldið í frægri skák Kasparovs og Tals 1982 varð þá 9. Be2 — Bb7 10. e5 - Rd5 11. h4 - Da5 12. Hcl - g4 13. Rd2 - c5 14. Rce4 — cxd4 og staðan varð afar tvísýn. Þeirri skák lyktaði um síðor En Kortsnoj tekur ekki áskoruninni og reynir nýja hugmynd. 8. Bxc4! - Bxc3+?! Hér var 8. — g5 betra. Kasparov fær nú rífandi spil fyrir peð sem hann fóm- ar. Vandamálið sem hijáir Kortsnoj nú allt til enda skákarinnar er að biskup hans á c8 er gersamlega óvirkur. 9. bxc3 - Da5 10. 0-0 - Rxe4 11. Re5 - Rd7 12.Dg4! - g5 Ekki 12. - Rxe5 13. dxe5 Dxe5? vegna 14. Hfel - f5 15. Dg6+ - Kf8 16. Hadl og sVartur er vamarlaus. 13. Dxe4 — Rxe5 14. dxe5 — gxh4 15. Habl! Þannig bindur Kasparov biskup svarts við að valda b7. 15. - h3 16. Hfdl - Hg8 17. g3 - Hg5 Sýnir ráðleysi svarts, hann finnur ekkert betra en að eyða leik í að þvinga fram f2-f4 hjá hvíti. Eftir 17. — Dxc3 18. Hb3 tvöfaldar hvítur snarlega á d línunni með vinningsstöðu. 18. f4 - Hg8 19. Bfl - Dxc3 20. Bxh3 - f5 21. De2 - Kf8 22. Dh5 - Dc5+ 23. Khl - De7 24. Hd6 - Kg7 25. Bxf5 - Df7 Ekki gekk að leika 25. — exf5 vegna 26. Hg6+ - Kf8 27. Dxh6+ - Hg7 28. Dh8+ og vinnur. En drottningakaup bjarga ekki svarti. 26. Dxf7+ - Kxf7 27. Bxe6+ 1-0 Helgi Áss vann 46 Helgi Áss Grétarsson, yngsti stórmeistari íslendinga, tefldi fjöl- tefli á laugardaginn á unglingaæf- ingu hjá Taflfélagi Reykjavíkur. Fjölteflið var opið öllum 14 ára og yngri. Alls tóku 46 þátt, á aldrinum sex til fjórtán ára, bæði drengir og stúlkur. Úrslitin urðu þau að Helgi Áss vann allar skákimar. Hraðskákmót TR Snorri Guðjón Bergsson sigraði á hraðskákmóti Taflfélags Reykja- víkur sem fram fór á sunnudaginn. Röð efstu manna varð sem h£r segir: 1. Snorri G'. Bergsson 14 Íi v. af 18 2. Ólafur B. Þórsson 13 v. 3. Áskell Öm Kárason 13 v. 4—5. Sigurður Daði Sigfússon 12 v. 4—5. Magnús Öm Úlfarsson 12 v. 6. Heimir Ásgeirsson 11 v. 7—8. Patrick Svansson ÍO'A v. 7—8. Sverrir Norðfjörð 10’A v. 9—10. Siguijón Sigurbjömsson 10 v. 9—10. Ríkharður Sveinsson 10 v. o.s.frv. Hjálmarsmótið á Húsavík Mótið fór fram um helgina í til- efni af sjötíu ára afmæli Taflfélags Húsavíkur en þó ekki síður vegna áttræðisafmælis Hjálmars Theó- dórssonar, skákmeistara, sem var aldursforseti mótsins. Til mótsins var boðið skákinönn- um á öllum aldri 0g vom keppend- ur alls 50 talsins, þar af sjö stúlk- ur. Tefldar voru ellefu umferðir með 25 mínútna umhugsunartíma. Úrslit urðu sem hér segir: Opinn flokkur: 1. Jón Viktor Gunnarsson 10 '/•. v. 2. Einar Hjalti Jensson 9 '/s v. 3. Þór Valtýsson 8 'A v. 4—9. Bergsteinn Einarsson, Matthtas Kormáksson, Gunnar Bergmann, Hall- dór Ingj Kárason, Janus Ragnarsson og Ingi Þór Einarsson 7 v. Það er auðvitað sérlega glæsi- legur árangur hjá Jóni Viktori að missa aðeins niður hálfan vinn- ing. Kvennaflokkur Þar urðu jafnar fjórar stúlkur með fímm vinninga og eftir sti- gaútreikning kom í ljós að röðin var þessi: 1. Ingibjörg Edda Birgisdóttir 2. Harpa Fönn Siguijónsdóttir 3. Harpa Ingólfsdóttir 4. Svava Sigbertsdóttir Eldri flokkur unglinga: Þar urðu þrír jafnir með 7 vinn- inga og varð að grípa til stigaút- reiknings: 1. Bergsteinn Einarsson 2. Matthías Kormáksson 3. Ingi Þór Éinarsson Yngri flokkur unglinga; Þar vannst heimasigur: 1. Benedikt Þorri Siguijónsson 6 v. 2. Hjalti Rúnar Ómarsson 5 V« v. 3—5. Haraldur Sigurðsson, Ólafur Kjartansson og Óttar Ingi Oddsson 5 v. Margeir Pétursson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.