Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995 29 Kraftur og kæruleysi GUÐJÓN Bjamason LISTIR MY3VPLIST Uafnarborg / List- h ú s 3 9 MÁLVERK / TEIKNING- AR / GRAFÍK Guðjón Bjamason, Inga Rosa Lofts- dóttir, Sigrún Sverrisdóttir. Hafnar- borg: Opið kl. 12-18 alla daga nema þriðjud. (til kl. 21 á fimmtud.), til 6. nóv. Listhús 39: Opið virka daga kl. 10-18, laugard. kl. 12-18, sunnud. kl. 14-18 til 7. nóv. Sýningarskrá (Guð- jón Bjamason) 700 kr. Aðgangur ókeypis. UM SÍÐUSTU helgi voru opnaðar þrjár listsýningar samtímis í Hafnar- borg og í litlu listhúsi handan göt- unnar. Þessi nálægð veitir gott tæki- færi til samanburðar á þeirri ólíku myndlist, sem þarna kemur fram, enda eins víst að gestir skoði allar sýningarnar í samhengi hinna; því er einnig handhægt að fjalla um þær á svipaðan hátt. Guðjón Bjarnason í aðalsal Hafnarborgar hefur Guð- jón Bjamason sett upp nær þrjátíu myndverk, sem hann hefur unnið með lakki og smeltilitum á pappír, en síð- asta stóra sýning Guðjóns var einmitt í Hafnarborg fyrir tveimur árum, þegar hann sýndi þar höggmyndir úr máimi. Það er sterkur heildarsvipur á verk- um listamannsins hér, sem em öll í sömu stærð í voldugum römmum, unnin með dökkum litum á pappírinn, sem er brúnn, undinn og jafnvel rifinn undir glerinu. Hér má nema form- lausa náttúm og sundurgerð áhrif hins örsmáa og endalausa í hveijum fleti fyrir sig, sem síðan verður und- irstaða þeirra táknmynda, sem leggj- ast yfir granninn. í sumum myndanna verður til sterkt jafnvægi með þessum hætti, lflct og í „Þanatos - Eros“ (nr. 21), en í öðmm verður þetta samband formanna öllu flóknara, eins og má t.d. sjá í „Reiðilaus reiði“ (nr. 7). Guðjón kaliar sýninguna „Litlar myndir", og gefur þannig til kynna að með nokkmm rétti megi líta á þessi verk sem undirbúning að frek- TÓNIIST Kristskirkja MUSICA ANTIQUA Tónverk eftir Hotteterre, Philidor, Telemann, Scarlatti og Roman. Camilla söderberg, blokkflautur, Guðrún Óskarsdóttir og Elín Guð- mundsdóttir, semball, Sigurður Halldórsson, barokkselló og Páll Hannesson, kontrabassi. Krists- kirkju í Landakoti, sunnudaginn 29. október. FIMM meðlimir forntónlistar- hópsins Musica Antiqua héldu aðra tónleika af þrem alls á Tónlistar- dögum M. A. undir samheitinu Norðurljós í samvinnu við Ríkisút- varpið í Landakotskirkju kl. 17 á sunnudaginn var. Sumir hafa kvartað undan dvín- andi aðsókn í kjölfar æ vaxandi tónleikaframboðs undanfarinna ára, en illmögulegt er að henda reiður þar á rannsóknarlaust; þó var aðsóknin umrætt síðdegi mjög þokkaleg, jafnvel miðað við æski- jegustu aðstæður. Ásamt Bachsveitinni í Skálholti er Musica Antiqua trúlega fremsti málsvari iandsmanna í svokölluðum sagnréttum flutningi á eldri tónlist, „HIP“ (Historically Informed Per- formances) á alþjóðsku, sem leitast við að túlka verkin á sem upphaf- ari útfærslu á stærri flötum. Slíkt væri mjög í samræmi við vinnubrögð hans til þessa, enda má líta á öll verk hans sem heild, þar sem eitt stigið tekur við af öðm í rökréttu fram- haldi. Þessu áliti til stuðning má benda á að hér er víða að fínna svip þeirra málmbrota, sem einkenndu höggmyndir hans fyrir tveimur ámm, og einnig tengjast formin byggingar- listinni, sem er snar þáttur í listsköp- un Guðjóns. Hér sést m.a. í verkinu „Endatafl" (nr. 24), sem vísar með ákveðnum hætti til listarinnar sem opins ramma um náttúmna og líflð. Hér er látið undan þeirri freistingu að setja fleiri verk upp í kaffístofu á neðri hæð, sem rýfur að nokkra þá sterku heildarmynd, sem uppsetning- in í salnum skapar; þessi viðbótarverk bæta engu við þá heild, og hefði ver- ið betra að sleppa þeim en nota hér sem uppfyllingu á öðmm stað. Sýningaskráin er stór um sig og ber með sér að vera gerð fyrir erlend- an markað, enda sýnir listamaðurinn víða erlendis á þessu ári og hinu næsta. Þar er að finna fróðlega texta til greiningar á list hans, en aðalgild- ið hlýtur þó að teljast í vel heppnuðum ljósmyndum, sem sýna vel þann kraft, sem er að fínna í þessum verkum Guðjóns. Er rétt að hvetja listunnendur til að líta við í Hafnarborg næstu vikum- ar. Inga Rósa Loftsdóttir í og við Sverrissal sýnir Inga Rósa Loftsdóttir málverk, silkiþrykk og teikningar, sem fyrst og fremst má rekja til austrænna áhrifa. Þetta er skýrast í nokkmm blýantsteikningum framan við salinn, þar sem fágunin ríkir í ským myndmálinu. í salnum mynda silkiþrykk í gulu og rauðu eins konar öxul fyrir mál- verkin, sem em uppistaða sýningar- innár. í þeim býður listakonan gestum til ferðar um sína veröld, eins og hún orðar það í sýningarskrá, en hér er einkum vísað til japanskrar skraut- skriftar, þar sem ein sveifla markar flötinn og skapar þá ímynd jafnvægis eða óróa, sem verður ráðandi í verk- inu. Fyrir nokkmm misserum vora verk af þessu tagi áberandi millikafli í þró- legastan hátt, bæði með beitingu eftirgerðra fomhljóðfæra og fyrri tíma heimilda um flutningsmáta á tilurðartíma tónsmíðanna. Hefur sú rýni leitt margt í ljós síðustu áratugi sem löngu var fall- ið í gleymsku, og hefur hún í beztu tilvikum afhjúpað ýmsa rómantíska skrumskælingu, sem fyrstu endur- vakar eldri tónlistar fram að miðri 20. öld gerðu sig óafvitandi seka um. Kveður orðið svo rammt að téðri sagnfestuhyggju, að kalla má nánast ríkjandi í dag í flutningi á tónverkum fyrir daga Vínarheið- listar, en getur þó stundum orkað tvímælis, einkum þegar mikil lista- verk eiga í hlut, sem bæði þola og eiga skilið túlkunarviðhorf nútím- ans. Ekki skal véfengd trúmennska Musica Antiqua við fornar heimild- ir. Víst er um það, að tvær Prelúd- íur Hotteterres í d-moll fyrir semb- al, Sónötur Philidors í d-moll og Telemanns í C-dúr fyrir blokkflautu og fylgibassa, Sónata D. Scarlattis í A-dúr K209 fyrir sembal og sú í d-moll K89 fyrir blokkflautu og sembal auk sjöþátta Sónötu J. H. Romans fyrir blokkflautu, sembal og kontrabassa voru leiknar af ein- lægni, leikni og innlifun; sýndist mér þar Guðrún Óskarsóttir sjá um semballeik í Hotteterre, Philidor og Roman, en Elín Guðmundsdóttir í un málverksins hjá Tolla, en Inga Rósa vinnur þetta með nokkuð öðmm hætti. Flöturinn sem er unnið á er ekki hlutlaus og jafn, heldur kvikur af þeim litum sem era undir hvítu yfírborðinu. Síðan er hið breiða pen- silfar sem markar verkið ekki einlitt, heldur ber í sér regnbogann; þetta skapar ríkidæmi í myndum, sem væm aðeins daufleg handavinna án þeirra. Þessara verka er hægt að njóta á ýmsa vegu, eins og listakonan segir í sýningarskrá („List er ekki tilfinn- ingar né hugsun heldur hrein upplifun eða innsæi“) en það sem gefur þeim þó fyrst og fremst gildi er það lita- spil, sem Ingu Rósu hefur tekist að laða hér fram. Sigrún Sverrisdóttir Handan götunnar, í hinu litla sýn- ingarrými Listhúss 39, hefur verið sett upp sýning á einþrykkjum eftir Sigrúnu Sverrisdóttur. Sigrún útskrif- Telemann og Scarlatti, þótt ekki væri tilgreint nánar í tónleikaskrá, og fórst þeim vel úr hendi, ásamt Sigurði Halldórssyni, sem dró fylgi- bassann á barokkselló. Camilla Söderberg lék á ýmsar stærðir blokkflautufjölskyld- unnar af list, en að smekk undirritaðs með fullvökru innanpúls- rúbatói, sem ásamt heldur flögrandi ördýn- amík gerði blokkflautuverkin óþarflega óróleg, einkum í hæg- gengari þáttum. Má vera, að stafur sé til á bók um að þannig hafi þetta verið spilað, en ekki verkaði það að öllu leyti músíkalskt sann- færandi á mig - hreint burtséð frá því, að hinn mikli endurómur Kristskirkju gerði sitt til að ýkja óróleikann enn frekar, þó að hljóð- nemar og tæknimenn eigi sjálfsagt eftir að draga eitthvað úr á móti í útvarpsupptökunni. Bezt tókst Camillu upp í hraðari þáttum, þar sem styrkleikaferlið var stórum jafnara, ekki sízt í Rom- an, sem birtist hér sem andríkara tónskáld en halda mætti fyrir fram, enda þótt hröðustu runur vildu renna saman í kös fyrir áðurgetna akústík kirkjunnar. Þrátt fyrir hina ólíklegu áhöfn - sembal, blokk- flautu og kontrabassa (! - ágætlega leikinn af Páli Hannessyni), kom þetta borðhaldstónverk hins „sænska Hándels" bráðskemmti- lega út í hrífandi samleik Musica Antiqua. Ríkarður Ö. Pálsson aðist frá Myndlista- og handíðaskóla íslands 1973, en hefur nú búið í Sví- þjóð í tæpa tvo áratugi, og hefur aðeins einu sinni áður sýnt verk sín á Islandi. Listakonan hefur einkum unnið í vefnaði, en hefur þó kosið að sýna hér nítján einþrykk. Þar hefur hún einkum unnið með milda litfleti þann- ig að nálgast geometríska afstrakt. Þessi úrvinnsla litatóna er afar finleg á stundum, t.d. í „Vetur“ (nr. 3) og „Sól 11“ (nr. 8), þar sem daufir litir ná að skína. í öðmm verkum em litbrigði ekki eins skýr og heildaráhrifín líða fyrir það. Það er kæmleysisleg deyfð yfir heildinni og greinilega ekki mikið lagt í; þá er furðulegt að þótt um íslenska listakonu sé að ræða liggur aðeins frammi fyölritað upplýsingablað á sænsku um hana fyrir forvitna sýn- ingargesti. Eiríkur Þorláksson KVIKMYND Hilmars Oddssonar, Tár úr steini, var á sunnudag val- in úr hópi fjögurra íslenskra mynda frá þessu ári til að keppa um Óskarsverðlaunin á næsta ári. Kosningarétt höfðu um 200 en aðeins 41 mætti til kosningarinnar og segir Böðvar Bjarki Pétursson, formaður Félags kvikmyndagerð- armanna, að það endurspegli sennilega að menn hafi talið það sjálfsagt að Tár úr steini færi í keppnina að þessu sinni. „ Atkvæð- in féllu þannig að Tár úr steini hlaut 37 atkvæði, Ein stór fjöl- Nýjar bækur • ÚT er komin bókin Kaþólskur siðureftir sænsku dominíkanasyst- urina Catharina Brommé, í ís- lenskri þýðingu Torfa Ólafssonar. GunnarF. Guðmundsson sagn- fræðingur ritaði sérstakan kafla um sögu kaþólsku kirkjunnar á íslandi. Heildarheiti bókarinnar er Ka- þóslkur siðuren undirtitillinn er Kirkjan - Kenningin - Köllunin. Bókinni er ætlað að gefa lesendum hugmynd um kaþólskt trúarlíf og jafnframt að lýsa þeim raunveru- leika sem kaþólska kirkjan er og fjölbreytni hennar. Bókin er rituð í samkirkjulegum anda og sérstök áhersla lögð á sögu kirkjunnar, meðal annars tilgang og áhrif kirkjuþinga, hlutverk páfa, siðaskiptin og starf Lúters. í bókini er mikinn fróðleik að fínna sem ekki hefur áður verið aðgengilegur á íslensku. Höfundurinn, Catharina Broomé, er systir {Dominíkanareglunni og var 1989 kjörin heiðursdoktor í guðfræði við háskólann í Uppsölum. Hún hefur starfað sem blaðamaður, fyrir útvarp og sjónvarp og samið fjölda bóka. Útgefandi er Þorlákssjóður. Bók- in er 368 bls. að stærð, prentuð og bundin íPrentsmiðjunni Odda. Hún verður til sölu íbókaverslun kaþ- ólsku kirkjunnar á Hofsvailagötu 14, sem opin er kl. 17-18 á mið- vikudögum, en einnigíöðrum bóka- búðum. Verð með virðisaukaskatti er 2.508 kr. Kaþólskur siður kemur út nærri 100 ára afmælis starfs kaþólsku kirkjunar á íslandi, en sr. Jóhannes Frederiksen steig hér á landi 25. október 1895. • HEIMSBYGGÐIN - saga mannkyns frá öndverðu til nútíð- arer eftir Emblem, Hetland, Libæk, Stenersen, Sveen og Aastad. Þetta er yfirlit um mannkynssöguna „Höfundar taka mið af allra nýj- ustu sagnfræðirannsóknum og heimildum til úrvinnslu efnisins og skoða ýmsa þætti sögunnar - í nútíð og fortíð - frá óvæntu sjónar- horni," segir í kynningu. Myndefni er ríkulegt og fjöl- breytt, þ.á m. fjöldi landakorta og tímaása sem auðvelda ferðalagið um söguna. Útgefandi er Mál og menning. Sigurður Ragnarsson sagnfræðing- urþýddi. Heimsbyggðin er 677 bls., prentuð í Noregi ogkostar 7.980 kr. skylda eftir Jóhann Sigmarsson hlaut 3 atkvæði, Einkalíf eftir Þráin Bertelson hlaut 1 atkvæði og Nei er ekkert svar eftir Jón Tryggvason hlaut ekkert at- kvæði.“ Böðvar Bjarki segir að myndin verði sénd úttil Bandarikjanna strax en þar er það kvikmynda- akademían sem tekur ákvörðun um það hvaða erlendar myndir komist áfram í úrslitin og ætti það að vera komið í Ijós í febrúar næstkomandi. Flögrandi barokk TÁR úr steini hefur hlotið mjög góðar viðtökur hér á landi og verður nú send í Óskarinn. Tár úr steini í Óskarinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.