Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 46
-46 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR + Kristin Hall- dórsdóttir var fædd í Búlandi, Amarneshreppi 30. mars 1935. Hún lést af slysförum sunnu- daginn 22. október síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigriður Margrét Ólafsdóttir, f. 1892, d.1960, og Halldór Ólafsson, f. 1890, **• d. 1975. Hálfsystk- ini hennar sam- feðra eru Ólína, f. 1922 og Baldur, f. 1924. 24. september 1955 giftist Kristín eftirlifandi eiginmanni sínum Sigurði Hólm Gestssyni, f. 27. október 1932. Dætur þeirra eru: 1) Sigríður Margrét, f. 8. febrúar 1954, gift Reyni Björnssyni og eru böm þeirra Dagný Björk, sambýlismaður hennar er Birgir Öm Tómas- son, Birgir Öm og Elva Kristín. 2) Lísa Björk, f. 9. ágúst 1956, gift Hermanni Bjömssyni en þau eiga Huldu Sif og Berglindi. 3) Yngst er Hallfríður Dóra, f. 25. febrúar 1961, en hennar maður er Jón Þór og eiga þau soninn Arna. Kristín og Sig- urður bjuggu allan sinn búskap á Akur- eyri, síðustu 23 árin að Dalsgerði lb. Hún vann í Nýja Bíói í tæp 20 ár en síðustu 11 árin starfaði hún á Kristnesspítala, sem að- stoðarmaður iðjuþjálfa. Einnig starfaði hún mikið með Kvenfé- laginu Framtíðinni. Útför Kristinar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. SKAMMT er milli stórra högga. Nokkrir mánuðir eru frá því Friðjón mágur minn féll til jarðar í slysi, nokkrar vikur frá því sr. Þórhallur ~ 'var borinn til grafar og nú er Krist- ín frænka mín á braut. Allt var þetta fólk í blóma aldurs síns og fullt af áhuga og virkri þátttöku hvert á sínu sviði; öllu er því svipt í burt fyrirvaralaust. Það hefur fækkað í vinahópnum á Akureyri og skarð þessa fólks verður ekki fyllt, þótt eflaust komi nýir kraftar til starfa. Þegar ég sat á nýliðnu sumri í stofu Kristínar og manns hennar, Sigurðar Gestssonar slökkviliðs- *" manns, og naut þar heimagerðra veitinga í hópi nokkurra ættingja og orti vísu í gestabókina eins og jafnan var krafíst, kom mér síst af öllu til hugar að fáum vikum síðar sæti ég við að semja um hana minn- ingargrein. Hún geislaði af krafti og áhuga og hafði margt á pijónun- um. Veitingamar voru bomar fram að hætti fagurkerans eftir venju og með þeim fylgdu frásagnir af ferða- lögum, félagsstarfi og sögulegum fróðleik og fmmort ljóð. Kristín birti ekki ljóð sín, en las þau gjaman upp í vinahópi og hefur þó margur gefíð út ljóðabækur af minni efnum en hún. Sagan var henni einnig hug- ieikin og hún viðaði að sér fróðleik ~-%af ýmsu tagi varðandi hagi geng- inna kynslóða. Og listaverk hennar prýddu heimilisveggina. Hún átti góðan mann og gjörvilegar dætur sem allar hafa stofnað eigið heim- ili. Því blasti við hamingja mann- dómsáranna og aukinn tími fyrir áhugamálin, þegar höggið dynur þungt og vægðarlaust. Hugurinn leitar til æskuáranna við störf og leik. Þegar afí okkar og amma hættu búskap í Pálm- holti, tóku tveir synir þeirra við jörð- inni. Pabbi bjó með sinni fjölskyldu áfram í Gamla bænum, en Halldór bróðir hans reisti sér nýbýli á hluta jarðarinnar og nefndi það Búland. Hann byggði þar allt upp með eigin Tnöndum frá grunni og ræktaði tún- ið. Halldór var tvíkvæntur, missti fyrri konuna úr berklum frá tveimur bömum, en giftist svo Sigríði Ólafs- dóttur frá Bakkagerði og var Krist- ín einkabam þeirra. Þeir bræður höfðu samvinnu um margt við bú- skapinn og tókum við krakkamir að sjálfsögðu þátt í öllu þessu. Auk Kristínar ólu Búlandshjón upp að miklu leyti Erlu Bemharðs- dóttur, síðar húsfreyju að Ærlækj- arseli í Axarfirði. Halldór var dug- mikill bóndi og vinsæll gleðimaður, _ sem tók virkan þátt í málefnum sveitarinnar alla tíð, var m.a. odd- viti hreppsnefndar um áratuga skeið. í bók sem Hannes Davíðsson á Hofí skráði um bændur og búhagi í sveit sinni segir m.a. um Halldór: „Sveitungarnir standa í þakkar- skuld við Halldór Ólafsson, hami var hinn mætasti maður sem og konur •riians báðar.“ Kristín Halldórsdóttir bar með sér að hafa alist upp á menningarheimili við miklar gesta- komur og umræður um menn og málefni, bóklestur og skáldskapar- áhuga. Svo var einnig heimili henn- ar sjálfrar. Hér verða vitaskuld ekki gerð nein tæmandi skil öllu því sem á hugann leitar við þennan hörmulega atburð, en Sigurður, dætrunum og fjölskyldum þeirra færðar samúðar- kveðjur. Megi minningin um sterka og lífsglaða konu og móður vera þeim huggun í sorginni. Ég get ekki vikist undan þvi að kveðja Kristínu frænku mína með einni stöku. Þar sem mér er tregt tungu að hræra vel ég vísu eftir föðurbróð- ir okkar, Ólaf Ölafsson á Ytribakka, en hún segir kannski það sem er huganum næst á þessari stundu: Alltaf breytist aldarfar, ekki eru tíðir samar. Nú verða gömlu götumar gengnar aldrei framar. Að lokum sérstök kveðja frá Elínu systur minni sem var í fylgd með Kristínu í síðustu ferðinni. Hún ligg- ur slösuð á Borgarspítalanum og getur því ekki fylgt henni síðasta spölinn. Kær kveðja frá okkur öllum. Jón frá Pálmholti. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfir. (Hannes Pétursson) Nú er hún Kristín frænka mín farin í sitt hinsta ferðalag. Það sem er óvanalegt við þetta ferðalag er að nú kemur hún ekki aftur og seg- ir okkur ferðasöguna. Eitt af hennar mörgu áhugamálum var að ferðast um landið og síðan þegar heim var komið sagði hún frá ferðinni í máli og myndum. Það var alveg sérstakt hvað gerðist margt skemmtilegt í ferðunum hennar Stínu, líklega var það hvað hún sagði skemmtilega frá og sá skoplegu hliðamar á tilver- unni. Ég á eftir að sakna heimsókn- anna til mín, en eftir að ég flutti í Borgames komu hún og Siggi oft við þegar þau áttu leið um. Einnig voru þau hjón búin að ferðast heil- mikið um Vesturland síðastliðin sumur. Þá var litið inn og við spurð í þaula um alla vegarslóða, afdali, ár og fossa í nágrenninu, því að allt átti að skoða. í kringum hana Stínu frænku var alltaf líf og flör. Ég man enn til- hlökkunina þegar von var á henni suður hér áður fyrr, þegar ferðir voru ekki jafn tíðar og þær eru nú. Um leið og hún var komin inn fyrir dyr með allt sitt hafurtask, mann og dætur var eins og lifnaði yfír öllum og við krakkamir sofnuðum út frá hlátrasköllunum í henni og mömmu á kvöldin. Alltaf þegar ég hef farið norður á Akureyri kom ég til Stínu og ein- hvem veginn var alltaf göldmð fram veisla þó að ég hefði ekki gert boð á undan mér, en ef ég lét hana vita að vona væri á okkur, þá var öllum afkomendum hennar boðið og haldin stórveisla. Kristín lifði mjög innihaldsríku og skapandi lífí. Hún var listakona, það var sama hvað hún tók sér fyr- ir hendur, öllu breytti hún í lista- verk. Hún var virk í því félagsstarfi sem hún tók þátt í en samt sem áður var það fjölskylda hennar sem var í fyrsta sæti. Elsku Siggi, Sirrý, Lísa, Fríða Dóra og fjölskyldur ykkar. Harmur ykkar er mikill og sorgin sár. Ég óska þess að með tímanum lærið þið að lifa með sorginni og getið notið þeirra fallegu og ljúfu minn- inga sem Stína frænka skildi eftir handa okkur öllum. Megi minningin um góða konu lifa. Anna E. Steinsen. Kveðja frá skólasystrum Það var alltaf mikill viðburður í jafn litlu þorpi og Blönduósi þegar kvennaskólastúlkur mættu á haustin. Haustið 1954 var engin undan- tekning, en þá mættu 36 yngismeyj- ar hvaðanæva að af landinu. Ein í þeim hópi var Kristín Halldórsdóttir frá Búlandi í Eyjafírði. Veturinn leið við leik og störf og þar bund- umst við vináttuböndum, sem hafa verið okkur mikils virði á lífsleiðinni. Eftir að skóla lauk höfum við verið duglegur að hittast og var Kristín þar fremst í flokki að ná hópnum saman, hvort sem við hitt- umst sunnan eða norðan heiða. Hún var ötulust allra að rifja upp gamlar minningar og ef okkur þraut minni var ekki annað en að spyija Stínu, hún mundi allt. Okkur er sérlega minnisstætt síð- asta vor þegar við áttum saman yndislega helgi á Blönduósi, þar sem hún minntist vorsins fyrir fjörutíu árum á sérlega skemmtilegan hátt, bæði með frumsömdum ljóðum og gömlum minningum, sem henni var einkar lagið að setja í skemmtilegan búning. Stína og Siggi áttu yndislegt heimili á Akureyri. Heimilið stóð okkur opið og þar var öllum tekið af sannri íslenskri gestrisni og glaðværð og er okkur minnisstætt er við héldum upp á þijátíu og fimm ára útskriftaraf- mæli á heimili þairra. Nú er stórt skarð höggvið í okkar hóp. Við vottum Sigga og fjölskyldu dýpstu samúð og biðjum þeim Guðs blessunar. Og kveðjum okkar kæru skólasystur með þessum orðum. Þig langaði að græða hvert svíðandi sár því safnaðist verðuga hrósið, og sérhveijum gesti með brosandi brár, þú bauðst inn í hlýjuna og Ijósið. Skólasystur frá Kvennaskólanum á Blönduósi. Kynni okkar hófust fyrir rúmum þijátíu árum en urðu ekki náin fyrr en síðasta áratug er við unnum sam- an í Kristnesi. Hún sagði mörgum að henni hefði þótt hún finna hér starf við sitt hæfí sem gæfi henni mjög mikið. Við sem unnum hér með henni fundum vel að hún var rétt kona á réttum stað að leiðbeina og aðstoða sjúklinga við föndur. Hún var mjög handlagin og hafði ánægju af hvers konar hannyrðum, einnig hugmyndarík og úrræðagóð að finna hvaða handavinna hentaði hveijum og einum best. Hún sótti námskeið og heimsótti stofnanir sem bjóða upp á föndur til dægra- styttingar og þjálfunar. Þá kom hún jafnan með nýjungar að spreyta sig og skjólstæðingana á. Eðlislæg hjálpsemi, dugnaður, þolinmæði, jafnlyndi og glaðværð einkenndu hana og þessir eiginleikar komu sér frábærlega vel í starfinu. Okkur mun reynast vandasamt að fínna starfsmann í hennar stað sem okkur þyki reynast jafnoki hennar. Sem vinnufélagi var hún ekki síðri, félagslynd, glaðvær og hag- mælt. Hún lagði ávallt til skemmti- efni í bundnu máli á árshátíðum, gerði grín að sjálfri sér og okkur hinum án þess að særa nokkurn. Hún taldi ekki eftir sér vinnufram- lag við æfíngar og undirbúning. Með kæru þakklæti kveðjum við Stínu með söknuði. Sárari er þó söknuður fjölskyldu hennar sem hún unni mjög og sýndi sérstaka um- hyggju. Við sendum þeim hlýjar samúðarkveðjur. F.h. starfsfólks öldrunarlækn- ingadeildar FSA, Kristnesi, Halldór Halldórsson yfirlæknir. Kynni okkar af Kristínu Halldórs- dóttur hófust árið 1976 þegar við fórum á námskeið í postulínsmálun. Þar kom strax í ljós hve létt hún átti með að túlka hugmyndir sínar og koma þeim á hluti, hvort heldur um stóra vasa eða litlar nælur var að ræða. Þá kom einnig í ljós hversu afbragðs félagi hún var og tilbúin að leysa hvers manns vanda. Þegar námskeiðinu var lokið stofnuðum við klúbb sem starfað hefur óslitið síðan. Þar vár lund okkar létt, skrafað og málað á post- ulín í bland og átti Stína þar ekki minnstan þáttinn. Oft skemmti hún okkur með gamansögum sem hún var fundvís á og heilu drápumar flutti hún okkur, sem hún orti um ýmsa atburði sem urðu í klúbbnum okkar eða annars staðar, því hún átti létt með að koma hugsunum sínum í ljóðaform. Þannig hefst ljóð um klúbbinn okkar: Mig langar þau ósköp í laglegan búning að færa litlar myndir af félagsskap okkar, þeim kæra. Á þriðjudagskvöldum komum við saman og málum kraftinn og orkuna veitir það öiþreyttum sálum. Við dáðumst að dugnaði henar, því oft þurfti hún að sinna mörgum verkefnum í einu og gerði öllum jafngóð skil. Þriðjudaginn 17. október komum við saman eins og venjulega, kátar og hressar. Var hún þá að enda við að mála kertastjaka sem eins og allt annað báru vitni um hagleiks- hendur henanr. Standa þeir nú hér á málningarborðinu, en sæti hennar er autt. En minningamar um þessa góðu, glaðværu og atorkusömu vin- konu okkar munu lifa og ylja okkur. Orð skáldsins og heimspekingsins Kahlils Gibrans eiga einkar vel við Stínu „hin sanna gjöf er að gefa af sjálfum sér“, því það gerði hún svo ríkulega. Við kveðjum með söknuð í hjarta og sendum eiginmanni, dætrum og öðrum vandamönnum samúðar- kveðjur. Olöf, Kristjana, Sigrún, Soffía, Rósfríður og Iðunn. Einu sinni enn höfum við verið minnt á það hvað bilið er stutt milli lífa og dauða. Þegar ég kvaddi Kristínu frænku mína sunnudaginn 22. október var það síst í huga mín- um að þetta væri endanleg kveðju- stund, en nokkmm klukkustundum síðar var hún öll. Við vomm systk- inadætur. Hún var fimm ámm yngri en ég. Ég man hana fyrst þegar hún var í vöggu. Síðan hafa okkar kynni haldist þó svo hún byggi fyr- ir norðan og ég fyrir sunnan. Það var aldrei langt liðið á sum- arið þegar Kristín hringdi og spurði hvenær von væri á okkur norður. Alltaf endaði samtalið með því að hún sagði: Láttu mig svo vita með svolitlum fyrirvara svo ekki verði fullbókað hjá okkur. Það var oft fullbókað í Dalsgerðinu. Þau hjón vom einstaklega gestrisin og hvergi var betra að vera gestur en hjá þeim. Þegar við svo komum norður var alltaf búið að ákveða að fara með okkur í dagsferð á jeppanum, eitthvað þangað sem okkar vesæli bíll komst ekki. Þetta vom ógleym- anlegar samvemstundir og síðast- liðið sumar nutum við fararinnar í yndislegu veðri. Kristín var mjög fróð um landið okkar. Það var henn- ar áhugamál. Þau hjón ferðuðust mikið og voru alltaf að kanna nýjar Ieiðir og auka þekkingu sína á því sviði að ógleymdum öllum fallegu myndunum sem Kristín tók í þessum ferðum. Upp í hugann koma svo margar ljúfar minningar um þessa elskulegu konu. Hún hlaut í vöggugjöf góðar gáfur og létta lund, mannkosti sem gerðu henni öll mannleg samskipti svo auðveld. Hvar sem hún fór bast hún vináttuböndum við samferða- fólkið. Ekki bara stundar vináttu heldur fyrir allt lífið. Ég var alltaf jafn undrandi hvað hún gat komist yfír að halda góðu sambandi við sitt vinafólk. Hún var kona með mikla starfsorku og lifði svo sannar- lega lífínu lifandi. Ég var alltaf stolt yfír að eiga hana fyrir frænku og góðan vin. Ég þarf ekki nema að líta í kring um mig á heimili mínu til að fínna þar ýmsa muni sem hún vann og gaf mér. Allt lék í höndum hennar, það var sama hvort hún saumaði, pijónaði eða málaði postulín. Allt bar þetta vott um fágaðan smekk og vandvirkni. Það var líka gaman að fá fréttimar að norðan í bundnu máli. Hún átti einstaklega létt með að tjá sig í því formi. Henni voru falin mörg verkefni í lífínu. Öll leysti hún þau af hendi með dugnaði og samviskusemi og stundum langt út fyrir það sem til var ætlast, en þannig var hún. Velferð fjölskyldunnar var henni þó alltaf efst í huga. Umhyggja hennar fyrir eiginmanninum, dætr- unum og fjölskyldum þeirra var það sem hún ræktaði best. Bamabömin voru henni allt , þau vom það sem hún maf mest í lífínu, þeirra velferð var það sem skipti máli. Öll hafa þau misst svo mikið. Ég bið þann sem öllu ræður að gefa þeim styrk. Elsku Siggi, Sirrí, Lísa og Fríða Dóra og fjölskyldur, við Eggert og Gíslína systir mín sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Við vonum að allar góðu minning- amar sem þið eigið um Kristínu verði ykkur leiðarljós í framtíðinni. Steinunn Steinsen. Kveðja frá samstarfsfólki á endurhæfingardeild í dag er Kristín Halldórsdóttir til moldar borin. Samstarfsfélagi er hrifinn á braut. Stórt skarð er höggvið í starfslið lítillar deildar. Kristín hafði starfað á Krist- nesspítala lengur en flest okkar. Hún sinnti endurhæfingu þar löngu áður en endurhæfingardeildin tók til starfa. í huga okkar er hún einn af brautryðjendunum, ómissandi og áreiðanleg. Kristín var glaðlynd, þolgóð og umhyggjusöm. Hún átti afar auð- velt með að umgangast aðra. Þessir eiginleikar nutu sín vel í starfí henn- ar með sjúklingum. Þar reyndi á hæfileikann að virkja til athafna, kveikja áhuga á nýjum verkefnum og ýta undir sköpunargleði. Við samstarfsmenn Kristínar er- um slegnir harmi og söknuði við fráfall hennar. Eftir situr minningin um kæra starfssystur sem helgaði sig endurhæfíngu og líknarstörfum af mikilli einurð og kærleika. Megi minningin um hana verða öðrum til hvatningar og eftirbreytni. Fjöl- skyldu hennar vottum við djúpa samúð okkar og hluttekningu á erf- iðri stund. A myrkum nöprum haustmorgni, sem færði mér svipleg tíðindi, flaug hugurinn heim í sveitina okkar og ég minnist lítils telpuhnokka með geislandi bros í dökkum augum. Heimahagana höfðum við kvatt og æskuárin lagt að baki. Fundir urðu stijálir í önn dagsins. Leiðir okkar lágu saman að nýju á sameig- inlegum vinnustað. A vegferð lífsins hafðir þú ekki glatað dýrmætri vöggugjöf, lífsgleði og eðlislægri hlýju. Af þeim nægta- brunni veittir þú óspart og margir urðu þar þiggjendur. Þú varst sumarsins og gleðinnar barn, glettni þín og hlátur verður vöm okkar gegn hauströkkrinu og leiðsöng inn í vorið. Að leiðarlokum, hjartans þökk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.