Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Ljúft hrós og- verðskuldað TILEFNI þessarar greinar eru ummæli Þorvarðar Elíassonar, skólastjóra Verslunar- skóla Islands, í Morg- unblaðinu 12. október síðastliðinn. Nauðsyn hróss í stjórnunarfræðum er það þekkt stað- reynd að hrós ekki síð- ur en ávítur er nauð- synlegt tæki stjórn- enda í samskiptum á vinnustað. Góður stjómandi þarf að hafa tileinkað sér þá færni að geta hrósað starfsmanni sínum þegar við á. Þannig styrkir hann æskilegan ásetning eða viðheldur góðri frammistöðu. Fyrir stjórn- andann er þetta ekki eins auðvelt og það virðist. Mannleg samskipti eru og verða flóknasti þáttur starfs hans. Fátt verður jafnfrá- hrindandi í samskiptum og röng notkun þess að hrósa. Flærðarorð og umtal um óheiðarleika fer oft af slíkum stjórnanda. Það verður því stjórnendum fljótlega ljóst að fæmi til hróss næst aðeins með skipulegum og öguðum vinnu- brögðum og miklum skilningi á mannlegum samskiptum. í ágústmánuði tók ég við deild- arstjórn á rekstrarsviði rekstrar- deildar Tækniskóla íslands. Starf- semi deildarinnar þekkti ég vel fyrir enda hef ég verið fastráðinn lektor við deildina frá árinu 1991 og stundakennari þar áður frá árinu 1986. Því var það að hjarta mitt tók kipp við lestur greinar í Morgunblaðinu. Þar er rekstrardeild Tækniskóla íslands hrósað á þann hátt að mér hlýnar um hjarta- rætur. Hrós þetta berst mér þegar tíu ár em liðin frá stofnun rekstrardeildar. Þökk sé þér greinarhöfund- ur, Þorvarður Elías- son, skólastjóri Versl- unarskóla íslands, og það á nítugasta af- mælisári Verslunar- skólans. En nánar um þetta hér á eftir. Þarfir atvinnulífs í hlutverki Tækniskóla íslands kveður á um það að skólinn veiti nemendum tæknimenntun og sér- menntun á háskólastigi, sem tryggi fyrirtækjum og stofnunum hæfa starfsmenn með þekkingu á þörfum og möguleikum atvinnulífs þjóðarinnar. Þetta eru stór orð en raunhæf. Stofnun skólans var í upphafi byggð á samspili atvinnu- lífs og mennta. Starfsmenntir, hagnýt verkefni og styrk tengsl við atvinnulíf hafa verið undir- staða þeirrar menntunar er stofn- unin hefur veitt. Störf þeirra er lokið hafa námi hjá skólanum bera þessa og glöggt vitni þar sem sam- an hafa farið fræði og starfsþekk- ing. Útskrift tæknifræðinga, meinatækna, röntgentækna, iðn- fræðinga, iðnrekstrarfræðinga og útflutningsmarkaðsfræðinga segir það sem segja þarf. Þá má það ekki gleymast að eitt af megin- markmiðum skólans er að veita Tækniskóli íslands, seg- ir Helgi Gestsson, er því hvorttveggja háskóli og framhaldsskóli. sérhæfða undirbúningsmenntun sem tryggi að reynsla og þekking í iðnnámi og öðru starfsnámi nýt- ist við skólann. Öflug deild, frum- greinadeild, starfar við skólann þar sem áhersla er lögð á það að iðn- og starfsmenntuðum mönnum sé veitt viðbótarnám sem tryggi þeim aðgang að háskólastigi til framhaldsnáms. Tækniskóli ís- lands er því hvortveggja háskóli og framhaldsskóli og af því meg- um við vera stolt. I námi við rekstrardeild hefur ætið verið gætt þeirrar sérstöðu að láta nemendur frá byrjun starfa í vinnuhópum við lausn hagnýtra verkefna. Þetta fyrirkomulag hef- ur verið samofið fræðilegri kennslu í námsáföngum. Þá vinna nemendur eins til eins og hálfs árs löng lokaverkefni undir hand- leiðslu leiðbeinenda úr atvinnulífi. Lokaverkefnin, -sem eru umbeðin af fyrirtækjum og að hluta til kostuð af þeim, hafa tryggt þau tengsl við atvinnulífið sem nauð- synleg eru nemendum. Þannig höfum við reynt að tryggja hlut- verk okkar á borði, ekki aðeins í orði. Brautryðjendur og sporgöngumenn Það að hafa til að bera þá fram- sýni sem þarf til þess að ryðja Helgi Gestsson nýjar brautir er ekki öllum gefið. Það er þó draumur flestra. Allir vildu jú Lilju kveðið hafa. í fæstum tilvikum verða þó sporgöngumenn brautryðjendur. En fyrir fjöldann er það þó til huggunar að spor- ganga er list. Brautryðjendur aftur á móti geta einnig verið góðir spor- göngumenn. Rekstrardeild varð til fyrir tíu árum þegar starfsemi Útgerðar- deildar Tækniskóla íslands var breytt. Frá árinu 1981 hafði starf- að undirbúningsnefnd skipuð aðil- um frá atvinnulífí og skóla. Nám í iðnrekstrarfræðum, sem nú er tveggja ára hagnýtt háskólanám, hófst árið 1985. Námið var nýjung á þeim tíma en rekstrarfræðinám við Samvinnuháskólann á Bifröst og Háskólann á Akureyri er nú sambærilegt iðnrekstrarfræði- náminu. í framhaldi af könnun sem gerð var af Félagi íslenskra iðnrekenda um væntanlega þörf á starfskröft- um árið 1985 var enn skipuð nefnd skóla og atvinnulífs til að meta heppilegar breytingar á náms- framboði rekstrardeildar. Árið 1989 var boðið upp á sérhæft við- bótarnám í Iðnaðartæknifræði sem sérstaklega tæki á frumkvöð- ulsþáttum og vöruþróun og árið 1992, viðbótarnám til BS-gráðu í Útflutningsmarkaðsfræði. Endur- menntunarstofnun Háskóla ís- lands mun í byijun næsta árs bjóða upp á námsbraut í útflutnings- markaðsfræðum og ljóst er að væntanlegur viðskiptaháskóli hyggst leggja áherslu á útflutn- ingsmál. Enn. af hrósi Það að taka við hrósi er alls ekki auðvelt. Flestum okkar finnst það hálf óþægilegt. Það að geta tekið hrósi á samt að vera okkur eðlilegt og sjálfsagt enda sé hrósað af einlægni. Það hrós sem veittist rekstrardeild frá skólastjóra Versl- unarskóla íslands er þegið með þökkum. Fyrir því höfum við unnið. Hvernig var þá hrósið? Fyrir- Heiðruðu útgerðarmenn. Fyrir réttu ári ámálgaði ég við Kristján Ragnarsson að leyfa mér að segja fáein orði á aðalfundi ykkar. Hann sagði að honum væri lífsins ómögulegt að hleypa Pétri og Páli inn á aðalfund LIÚ til að tala. Samt sem áður þykist ég eiga við ykkur erindi og Morgunblaðið er svo vinsamlegt að ljá þann vett- vang sem formaður ykkar treysti sér ekki til að útvega. Erindið er að biðja ykkur að lýsa því yfír á aðalfundi ykkar, að það sé sjálfsagt markmið sjávarútvegs- stefnunnar að öll þjóðin og kom- andi kynslóðir njóti arðsins af auð- legð íslenskra fískistofna og að þið styðjið en standið ekki gegn því að athugað verði rækilega hvort núverandi eignarhalds- eða hand- hafakerfí á veiðileyfum samrýmist þessu markmiði. Það hefur lengi verið mín skoðun, að til slíkrar rannsóknar ætti að fá bestu hag- fræðinga sem völ er á, helst útlenda, þó ekki væri nema vegna þess hvað flestir inn- lendir eru djúpt sokkn- ir í málið á annan kant- inn eða hinn. Það gefur augaleið að slík athugun er ekki áhættulaus fyrir útgerðarmenh eða samtök þeirra. Núver- andi kerfi getur senni- lega leitt til þess með tímanum, að fiskur verði veiddur með lágmarkskostn- aði. Að því gefnu og hinu við- bættu, að í núverandi kerfi fer allur arður af fiskveiðum um hend- ur útgerðarmanna áður en hann ratar til þjóðarinnar — ef hann þá gerir það — þá liggur í augum uppi að núverandi fyr- irkomulag er harla gott fyrir útgerðar- menn, í það minnsta þá sem eiga kvóta. Það er hins vegar ósannað og að því er mér sýnist ólíklegt, að núverandi fyrirkomu- lag sé hagstætt fyrir aðra landsmenn og komandi kynslóðir. Eg hef áður reynt að rökstyðja slíkan ugg og tæpi því aðeins á tveimur atriðum hér. í fyrsta lagi er augljóst að ef aðrir landsmenn en þeir, sem vinna við sjávarútveginn eða hafa kvóta, eiga að fá arð af auðlindum sjávar hlýtur það í núverandi kerfí að gerast með því að laun verði hærri en ella á íslandi vegna sjávarút- vegsins. Sjávarútvegurinn nýtir hins vegar beint rétt um 10% af vinnuaflinu, það hlutfall fer minnkandi og vinnsluhlutinn af því er í harðri og vaxandi sam- keppni við vélakostinn og vinnuafl í grannlöndunum. Viðbótartæki- færi til atvinnu á Islandi hljóta að verða í nýjum útflutningsgreinum sem keppa á heimsmarkaði og greinum sem keppa við innflutn- ing. Ef markaðir verða opnir og tollvernd hverfandi verður launa- Útgerðarmanni er heimilt að selja kvótann, segir Markús Möller, og fara með andvirði til Korfu eða Krítar og búa þar í vellystingum. greiðslugeta þessara nýgreina harla óháð því hvort hér verða meiri eða minni fískveiðar. Enginn brúklegur hagfræðingur gengur þess dulinn, að það verða þessi viðbótarstörf sem ákveða laun á íslandi í framtíðinni. Mér virðast því litlar líkur á að Iaunafarvegur- inn dugi til nokkurrar frambúðar til að veita öllum landsmönnum hlut í fískveiðiarðinum. I öðru lagi er ljóst að útgerðar- manni, sem á kvóta upp á 100 milljónir króna í núverandi kerfi, er fullkomlega heimilt að selja hann, fara með andvirðið til Korfu eða Krítar og búa þar í vellysting- um upp frá því. Fiskistofnarnir væru að vísu jafnréttir eftir sem áður, en íslenska þjóðin þyrfti að láta manninn hafa gjaldeyri fyrir kvótann. Við það ykist skuldabyrð- in í útlöndum og þjóðin tæki á sig vaxtagreiðslur sem samsvöruðu þeim tekjum sem veiðirétturinn skapar. Eftir þessu verður ekki betur séð en að í núverandi fyrir- komulagi séu heimildir til og hætt- ur á að þjóðin verði jafnilla sett og ef hér væri enginn fiskur. Þrátt fyrir þessar ábendingar er ljóst, að eins manns ótti er ekki algildur sannleikur. Þótt mér virð- ist annað er auðvitað hugsanlegt að vönduð rannsókn sýni að núver- andi fyrirkomulag nægi til að veija hagsmuni þjóðarinnar allrar. Ef leysir vandann fíeflectix er 8 mm þykk endurgeislandi einangrun í rúllum. 7 lög en 2 ytri alúminíum-lög endurgeisla hitann. Breiddir: 61 og 122 mm. Rúllulengdir: 15, 38 og 76m. háaloft, bak við ofna, í fjós, hesthús, á rör, á veggi, tjaldbotna, sessur, svefnpoka o.m.fl. Skæri, heftibyssa og límband einu verkfærin. . BYGQINQAVÖRUVERSLUN AUtaf tll i lagmr P. PORGRIMSSON & CO ÁRMÚLA 29 - REYKJAVÍK - SÍMI 553-8640 Bréfkorn til útgerðar- nianna á aðalfundi Markús Möller sögn greinarinnar í Morgunblað- inu var „Tólfþúsund fermetra skóli á allt að níu hæðum“. Greinin fjall- ar um hugmyndir að nýjum versl- unarháskóla á lóð Verslunarskól- ans við Listabraut. Undir millifyr- irsögninni „Ólíkt námi í HÍ“ stend- ur orðrétt: Þorvarður sagði að kennt yrði til BS-gráðu og námið yrði ólíkt námi í viðskiptadeild HÍ. „Við viljum stuðla að viðskipta- menntun alls staðar í atvinnulífinu og sækjumst eftir nemendum með mismunandi bakgrunn. Skólinn leggur áherslu á að nemendur verði látnir leysa raunhæf verkefni og hvatt verði til frumkvæðis enda viljum við gjarna fá frumkvöðla út úr skólanum. Námið verður sniðið að þörfum atvinnuveganna og sérstaklega litið til útflutnings- mála.“ Það að hrósið sé óbeint skiptir ekki máli. Við vitum að til okkar skal það tekið. Allt þetta höfum við nú þegar gert vel og það á tæplega einni hæð. Viðskiptamenntun á háskólastigi Það sem hér hefur farið á und- an má ekki misskilja. Það er rekstrardeild Tækniskóla íslands fagnaðarefni að sjá það að starf hennar frá upphafi hefur verið í réttum farvegi. Ekki síður að það skuli verða öðrum eftirbreytni. Hrósið er sætt. Það er helst það að ég skuli finna til svolítillar vandlætingar yfir því að störf okk- ar hafi ekki ætíð verið metin að verðleikum. í raun ekki aðeins störf okkar hjá Tækniskóla ís- lands, heldur hjá öllum þeim aðil- um sem starfa við viðskipta- kennslu á háskólastigi hérlendis. Sú þróun og þær breytingar sem orðið hafa þar á undanförnum árum eiga eftir að skila íslenskri þjóð umtalsverðum árangri í fram- tíð. Inn í þennan hóp býð ég vel- kominn verslunarháskóla Verslun- arskóla íslands. Höfundur er deildarstjóri við rekstrardeild Tækniskóla íslands. svo færi væri ótrúlegt annað en andstaðan við eignarkvótann myndi hríðminnka. Ennfremur er vert að benda á, að þeirri áhættu, sem önnur niðurstaða myndi kalla yfir ykkur, eru takmörk sett. Það er næsta víst, að fyrirkomulag sem færi beinlínis illa með útgerðar- menn gæti ekki skapað þjóðinni þann arð sem á að vera markmið sjávarútvegsstefnunnar. Ef út- gerðum farnast illa fæst að lokum enginn til þess að veiða físk og þá verður enginn arður af fiskveið- um, hvorki fyrir útgerðarmenn né aðra landsmenn. Góður búmaður blóðmjólkar ekki bestu kúna sína. Mér sýnist að vísu líklegt að það kerfi, sem best væri fyrir þjóðina, yrði lakara fyrir núverandi kvóta- hafa en það sem nú er í gangi. Gott kerfi verður engu að síður að skapa góðum útgerðum góða afkomu og óvenju góðum útgerð- um óvenju mikinn gróða. Þrátt fyrir síðustu vamaglana er beiðnin til ykkar ekki smá: Far- ið er fram á að þið biðjið um athug- un sem gæti leitt til þess að sér- hagsmunir ykkar verði að víkja fyrir almannaheill. Það væri óvenjulegt drengskaparbragð og yrði metið að verðleikum. Ef óhjá- kvæmilegt reyndist, sem mér þykir líklegt, að veija almannahagsmuni með aðgerðum á borð við auðlinda- skatt eða veiðileyfagjald, þá fengi útgerðin því betri aðlögunartíma og umþóttun sem hún hefði brugð- ist drengilegar við. Horfið því til þeirra sem eru bestir og mestrar virðingar njóta í ykkar hópi fyrir mannkosti, og hafið þeirra ráð. Oft var þörf, en nú gæti verið nauðsyn. Með bestu kveðjum og óskum um farsæld — í góðri sátt við þjóð- arhagsmuni. Höfundur er hagfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.