Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ 555-1500 Garðabær Langamýri Nýlegt timbureinbhús, Steni- klætt að utan, ca 140 fm ásamt 35 fm bílsk. Áhv. byggsjlán ca 3,5 millj. Hafnarfjörður Hjallabraut 2ja herb. þjónustuíb. fyrir 60 ára og eldri. Áhv. ca 3,5 millj. byggsj. Flókagata Góð 5-6 herb. íb. ca 125 fm ásamt bílsk. Vörðustígur Einb., kj., hæð og ris. Þarfnast lagfæringa. Góð staðsetning. Útsýni. Ekkert áhv. Flókagata Einb. á fjórum pöllum, ca 190 fm, ásamt nýjum bílsk. og öðr- um eldri. Mikið endurn. Útsýni. Áhv. ca 2,5 millj. eldra byggsj- lán. Ath. skipti á minni eign. Álfaskeið Einb. á tveimur hæðum með hálfum kj., samtals 204 fm. Mikið endurn. Lítið áhv. Ath. skipti á lítilli íb. Langeyrarvegur Lítið einb. á tveimur hæðum ca 70 fm. 3 svefnherb. Áhv. ca 1 m. Iðnaðarhúsnæði Drangahraun 120 fm iðnaðarhúsn. pússað og málað. Innr. skrifst. og snyrting. Stórar dyr. Meðal lofthæð 3,50 m. Bílalyfta getur fylgt. FASTEIGNASALA, Æm Strandgötu 25, Hfj., Árni Grétar Finnsson hrl., II Stefán Bj. Gunnlaugsson hdl. FRÉTTIR Fannst grafinn eftir 58 tíma HUNDURINN Gormur fannst í húsarústum á snjóflóðasvæðinu á Flateyri síðdegis á laugardag- inn eftir að hafa verið þar graf- inn frá því snjóflóðið féll þar aðfaranótt fimmtudagsins, eða í um 58 klukkustundir. Gormur leitaði ákaft húsbónda síns eftir að honum var bjargað, en hann fórst í snjóflóðinu. Á myndinni er Anton Magn- ússon sem fann Gorm að koma með hann í stjórnstöð björgun- arsveitarmanna, en við hlið hans er Jón Páll Ásgeirsson, stýrimaður hjá Landhelgisgæsl- unni. Fleiri heimilisdýr lifðu snjóflóðið af, því auk Gorms fannst í húsarústunum annar hundur, köttur, páfagaukur og gullfiskur í skál. Morgunblaðið/Ami Sæberg Snjóflódið á Flateyri Minning- arathöfn á ísafirði MINNINGARÞJÓNUSTA um fórnarlömb snjóflóðsins á Flateyri verður haldin í íþróttahúsinu á Torfnesi á ísafirði kl. 14 í dag. Minning- arguðþjónustan verður með líku sniði og 21. janúar síðast- liðinn þegar fórnarlamba snjóflóðanna í Súðavík var minnst á sama stað. For'seti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, vérður við athöfnina sem og Davíð Oddsson forsætisráðherra og séra Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti. Minningarguðþjónustunni verður útvarpað á Rás 1. Vestfirskir prestar sjá um athöfnina Prestar af Vestfjörðum þjóna við athöfnina. Séra Gunnar Björnsson, sóknar- prestur í Holti, predikar og séra Kristinn Jens Sigurþórs- son sér um alla bænagjörð, en hann hefur þjónað Flat- eyri meðan Gunnar hefur ver- ið í námsleyfi. 19711 LÁRUS Þ. VALDIMARSSON, framkvæmdastjóri UuL lluU'uuL |U/U KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, löggilturfasteignasali Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Glæsilegt einb. - fráb. staður Steinh. ein hæð 153 fm með 6-7 herb. íb. Góður bílskúr rúmir 40 fm. Stór ræktuð lóð á útsýnisstað í norðurbænum í Hafnarfirði. í gamla góða austurbænum Nýlega endurgerð ágæt 3ja herb. kjíb. Allt sér. Góðir skápar, gott bað. Vinsæll staður. Fráb. verð. Tilboð óskast. í gama bænum óskast Traustir kaupendur óska eftir íbúðum, sérhæðum og einbýlish. í gamla bænum - nágrenni. Mega þarfnast endurb. Sérstaklega óskast 6 herb. sérh. með bílsk. í Þingholtum - nágrenni. Miklar og góðar greiðslur fyrir rétta eign. í borginni - nágrenni óskast raðh. á einni hæð. Margskonar eignaskipti. Teikningar á skrifstofunni. ALMENIMA FASTEIGNASALAN LflUSflVEG118 S. 552 1150 552 1370 KÁIHiJÖf • ItÓKIIAUI • ShM TMtSTOI) • K II /' <><■ SMA lA KIKT I.KJ I =FIN FYRIRTÆKI 0 Heildverslun. Höfum í einkasölu heildverslun. Um er að ræða fyrirtæki í rúmgóðu húsnæði, vel tækjum búið með bekkt umboð. Uppl. á skrifst. 0 Þjónustufyrirtæki. I einkasölu sérhæft þjónustufyrirtæki á sviði hreingerninga. Fyrirtækið er búið fullkomnum tækjum og hefur KÓð viðskiptasambönd. 0 Krá/Kaffihús. Um er að ræða góðan rekstur með fasta viðskiptavini. 0 Sölutum. í einkasölu Sölutuminn Laugarásvegi 2 Reykjavík. Bíllúga. Mjög hagstætt verð. 0 Söluturn og skyndibitastaður. Staðsetning Múlahverfi. Staðurinn er miög vinsæll fyrir góðar samlokur og annan brauðmat. Staðurinn er opinn virka daga ffá 9.00-18.00. 0 Sérverslun. Um er að ræða traust fyrirtæki með eiafavörur o. fl.. Enginn innflutningur. 0 Blómaverslun. Lftil blóma- og gjafavöruverslun í miðbæ Reykjavíkur. Fallegar innréttingar. Gott verð. VIÐSKIPTAÞJÓNUSTAN FFu(jtnen/ttifiu ífi/rtrrúnu' Kristinn B. Ragnarsson, vVbskiptafrœbingur Síi)nniíilu ;H • I Oil livylíjuvíli • Sínii30íl *)299 • iax /9751 Jón Gauti Jónsson, ráðgjafi hreppsnefndar Flateyrar Komast þarf hjá öllum krókaleiðum JÓN Gauti Jónsson, fyrrverandi sveitarstjóri í Súðavík, hefur af fé- lagsmálaráðherra verið skipaður sérstakur ráð- gjafi hreppsnefndar Flateyrar við uppbygg- ingu þar í kjölfar snjó- flóðsins. Hann sagði í samtali við Morgunblað- ið að fyrst og fremst yrði reynt að komast hjá öllum þeim krókaleiðum sem fara þurfti vegna uppbyggingarinnar í Súðavík. „Þá var engin reynsla til um það hvérnig ætti að standa að því að koma skipulagsvinnunni í gang og framtíðaráætlunum. Við þurftum að þreifa okkur svolítið áfram. Þetta voru að vísu svolítið öðruvísi aðstæður í Súðavík af því að við þurftum að byggja upp alveg nýtt þorp á nýjum stað, en hér eru ýmsir möguleikar sem hreppsnefndin er að skoða. Ég bendi þeim svo á þær leiðir sem við lærðum að voru greið- astar og bestar í hveiju máli, hvort sem það var í skipulagsmálum, um bráðabirgðahúsnæði eða annað,“ sagði Jón Gauti. Hann sagðist telja það mjög áríðandi að koma upp bráðabirgðahúsnæði á neðri hluta Flateyrar sem allra fyrst, og það væri greinilega vilji hrepps- Jón Gauti Jónsson nefndarinnar að koma mannlífinu sem fyrst í gang eins og hægt er. Aðspurður um hvort eitthvað í atburðarásinni í kjölfar snjóflóðsins í Súðavík væri þess eðlis að hann legði áherslu á að reynt yrði að forð- ast það nú sagði Jón Gauti: „Strax um morguninn þegar ég frétti af flóðinu hringdi ég í dómsmálaráðu- neytið og bað þá í guðanna bænum að setja lögspekinga snarlega í það að setja reglur um það hvernig ætti að umgangast rústirnar. Það er ekki á neinn mann leggjandi að hafa á bakinu ásakanir um að hafa misfar- ið með viðkvæma hluti. Þegar menn hafa engar leikreglur verða menn að búa þær til og mér finnst ósann- gjarnt vegna þess að við . höfum þessa reynslu að láta það dynja yfir aðra hér aftur, bæði sem þolendur og gerendur." Unnið að aðalskipulagi Mosvallahrepps Hugmyndir um þéttbýli í Holti Á VEGUM Mosvallahrepps í Önund- arfirði stendur yfir vinna við aðal- skipulag fyrir allan hreppinn. Við þá vinnu hafa komið upp hugmyndir um þéttbýliskjarna, og hefur mikið verið litið til prestssetursins í Holti í því sambandi. I Mosvallahreppi eru liðlega 70 íbúar. Mörkin milli Flateyrarhrepps og Mosvallahrepps liggja um Breiðadal en þar er gangamunninn. Árni G. Brynjólfsson, bóndi á Vöðl- um og varaoddviti Mosvallahrepps, segir að vegna mikillar ásóknar í sumarbústaðaland í hreppnum vegna jarðgangnanna hafi verið ákveðið að láta gera aðalskipulag fyrir allt sveitarfélagið. Gestur 01- afsson arkitekt hefur unnið að því. Segir Árni að þetta sé ákveðin braut- ryðjendavinna því í ljós hafí komið að fáir sveitahreppar hafi lagt í slíka vinnu og því fátt við að styðjast hjá öðrum sveitarfélögum. Við skipulagsvinnuna hafa komið upp ýmsar hugmyndir um hvar ætti að gera ráð fyrir þéttbýlismyndun. Sérstaklega hafa verið nefndir þrír staðir en Árni segir að vissulega lít- ist mönnum vel á svæðið norðan eða norðaustan við prestssetrið í Holti, það telji menn gæfulegt til bygg- inga. Hann tekur hins vegar fram að þetta sé enn á hugmyndastiginu og ekki einu sinni búið að ræða það við eiganda jarðarinnar, sem er Prestssetrasjóður. Hugsað um framtíð barnanna Árni segir að ekki hafi verið litið sérstaklega til snjóflóðahættu á Flateyri þegar hugmyndir um skipu- lagningu þéttbýliskjarna komu upp. í sveitarfélaginu væri mikið af ungu fólki með börn og hefðu menn fyrst og fremst verið að hugsa um fram- tíð þeirra. Ekki væri allt leyst fyrir Flatéyringa þótt þeir byggðu í Holti því þeir þyrftu að komast tii vinnu á Flateyri og þar væri Hvilftar- ströndin áfram mikill farartálmi. „Mér finnst eðlilegar þær hugmynd- ir sem nú eru uppi á Flateyri að reyna að byggja upp þar sem mest í upphafi,“ segir Árni. Mosvallahreppur er með í umræð- um um sameiningu sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum og telur Árni að sameiningin og sérstaklega jarðgöngin hafí mjög góð áhrif á sveitina og styrki byggð í Önundar- firði. Bendir hann á að ungt fólk sé á flestum bæjum og mjólkurfram- leiðsla ríkjandi og muni göngin auð- velda mjög flutninga á mjólk í sam- lagið á ísafirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.