Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fiskvinnsla hófst hjá Kambi á Flateyri í gær STÚLKURNAR röðuðu sér að nýju á færibandið. Morgunblaðið/Ámi Sæberg FYRSTA karið af ísfiski kemur til vinnslu í Kambi. VINNA hófst hjá Fisk- vinnslunni Kambi á Flat- eyri í gær. Um 25 manns mættu til vinnu þennan fyrsta vinnudag eftir að snjóflóð féll á þorpið. Fyrir flóð unnu um 60 manns við fiskvinnslu hjá Kambi. Gyllir, sem er í eigu fyrir- tækisins, fer til veiða á morgun og hinir bátarnir fara strax og áhafnir koma til starfa. Hinrik Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Kambs, sagði ekki við því að búast að allir skiluðu sér strax til vinnu. Margir hefðu farið úr plássinu tímabundið og aðrir treystu sér ekki til vinnu strax. Hann sagði að talsverður hópur fólks úr öðrum landshlutum hefði komið til vinnu á Flateyri í sumar og haust og óvíst væri hvað margir af þeim myndu snúa aftur. 10-15 erlendar stúlkur hafa unn- ið í fiski hjá Kambi og sagði Hinrik að ekki væri að heyra annað á þeim en að þær ætluðu að vera áfram á Flateyri. Síðar í þessari viku væri von á fjórum stúlkum frá Póllandi. Nokkrar færeyskar stúlkur störf- uðu hjá Kambi, en þær eru famar. Mjög hart mun hafa verið þrýst á þær frá ættingjum í Færeyjum að koma heim. Uppbygging hjá Kambi Mikil uppbygging hefur átt sér stað hjá Kambi síðustu misserin. Innaii við helming- ur mætti til starfa STARFSMANNAFUNDUR var haldinn þjá Kambi á sunnudag til að ræða framtíðarhorfurnar. Nýir hluthafar hafa komið inn í fyrirtækið og nýlega festi það kaup á tveimur bátum, en þeim fylgja 700-800 þorskígildistonn. Hinrik sagði að við það tvöfaldaðist kvóti fyrirtækisins. Gert hafði verið ráð fyrir að stærri báturinn, Styrmir, kæmi til Flateyrar síðasta laugar- dag og að því tilefni ætlaði Kambur að efna til móttöku sem átti að enda með dansleik. Sú hátíð var aldrei haldin. Styrmir leggur hins vegar af stað frá Hafnarfirði til Flateyrar í dag. Hinrik sagði að snjóflóðið væri mikið áfall fyrir Kamb eins og Flat- eyringa alla. Hann sagðist samt vera sannfærður um að áform stjórnenda Kambs um eflingu fyrir- tækisins myndu heppnast þó að uppbyggingin yrði hægari og með öðrum hætti en vonir hefðu staðið til. Afallið þjappaði fólki saman og gerði það ákveðið í að bjarga sér. Hinrik sagði ljóst að vinnuafls- skortur yrði á Flateyri á næstunni. Búast mætti við að Flateyringar gætu ekki unnið úr öllum þeim afla sem bærist á land. Ef svo færi yrði aflinn sendur til vinnslu í bæjum í kring. í gær voru 12 tonn send til vinnslu á ísafirði, en sýnt þótti að ekki tækist að vinna úr aflanum á Flateyri með því vinnuafli sem þar er núna. Kambur átti um 40 tonn af fiski í frysti þegar snjóflóðið féll. Fjársöfnun í Noregi og Færeyjum - '' : - 0 - Stöðugur straumur í íslenska sendiráðið Ósló, Þórshöfn. Morgunblaðiö. GUÐSÞJÓNUSTA var haldin í Ósló á sunnudag til að minnast þeirra sem létu lífið í snjóflóðinu á Flateyri. Að athöfninni stóðu sendiráð íslands og íslendingafé- lagið og sóttu hana á þriðja hund- rað manna, Islendingar og Norð- menn. Þessar hamfarir hafa kom- ið mjög við Norðmenn og hafa margir þeirra óskað eftir því að gefa fé í söfnun til þeirra sem um sárt eiga að binda. Til að koma til móts við þessa ósk opnaði sendiráð íslands bankareikning í Noregi í gær. Um 2.500 íslendingar _búa í Noregi, þar af um 1.500 á Óslóar- svæðinu. Prestur við athöfnina í Nordberg var séra Sigrún Óskars- dóttir en Eiður Guðnason sendi- herra las úr Davíðssálmum. Fjöl- margir norskir fjölmiðlar voru við- staddir athöfnina og sagði í Aften- posten að hún hefði verið hátíðleg og áhrifamikil. Rætt var við Hall- grím Kjartansson lækni, sem var fyrir ári síðan læknir á Flateyri og þekkti því til allra sem fórust. Þegar eftir að fréttir bárust af snjóflóðinu, fóru að berast fyrir- sjiurnir til íslenska sendíráðsins í Osló frá fólki sem vildi styrkja fórnarlömb flóðsins. Þá hefur ver- ið stöðugur straumur fólks í ís- lenska sendiráðið til að skrifa nöfn sín í bók sem liggur frammi í sendiráðinu til að votta íslend- ingum samúð sína. Hefur á tíðum verið biðröð við sendiráðið vegna þessa. Fundur formanna Norrænu fé- láganna í Kaupmannahöfn sendi í gær frá sér áskorun tii ríkis- stjórna, norrænu ráðherranefnd- arinnar og Norðurlandaráðs um að veita aðstoð svo að unnt væri að byggja upp á ný. Þá hvetur sambandið þau sveitarfélög sem eiga vinabæi á íslandi, að veita ljárhagsaðstoð. Var samþykkt að gefa rúmar 100.000 kr. í söfnun- ina. Snertir Færeyinga djúpt Fjársöfnun er einnig hafin í Færeyjum og hefur íslenski kons- úllinn í Færeyjum umsjón með _ Aftenposten FRÁ minningarathöfninni i Nordberg-kirkju í Ósló á sunnu- dag. Eiður Guðnason sendiherra er fyrir miðri mynd. henni. Harmleikurinn á Flateyri snertir Færeyinga djúpt, þar sem margir þeirra hafa starfað á Flat- eyri og þekktu til þeirra sem iét- ust eða eiga um sárt að binda. Á fimmtudagskvöld var haidin minningarguðsþjónusta og í kvöld, þriðjudagskvöld, verða haldnir tónleikar í íþróttahöllinni í Þórshöfn. Þeir verða á vegum Norræna hússins í Færeyjum og munu flestar vinsælustu hljóm- sveitir eyjanna koma fram en ágóðinn af tónleikunum rennur til söfnuninnar Samhugur í verki. Þá er fastlega búist við því að færeyska stjórnin muni senda fé til söfnunarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.