Morgunblaðið - 31.10.1995, Page 11

Morgunblaðið - 31.10.1995, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995 11 FRETTIR Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg HVERJU húsi sem lenti í snjóflóðinu er ætlaður einn merktur gámur og þar er eigum íbúanna safnað saman. Hreinsunarstarf á snjóflóðasvæðinu hafið Persónulegir munir í gáma Morgunblaðið/Ámi Sæberg GIFURLEGU snjómagni þurfti að moka út úr mörgum þeirra húsa, sem enn eru uppistandandi, áður en hægt var að flytja úr þeim þá muni sem í þeim voru. UM 80 menn úr björgunarsveitum og sérsveit Slökkviliðsins i Reykjavík ásamt heimamönnum á Flateyri hafa frá því síðdegis á laugardaginn unnið að því að hreinsa snjó og brak úr húsa- rústum á snjóflóðasvæðinu og bjarga persónulegum eigum fólks. Hreinsunarstarfið hefur gengið mjög vel enda veður verið mjög hagstætt. Allir munir sem bjargað er úr húsunum eru fluttir í gáma sem komið hefur verið fyrir við flóðasvæðið, en hvert hús fær sinn merkta gám til umráða. Að sögn þeirra Björns Gíslason- ar og Gunnars Arnar Péturssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu i Reykjavík, sem stjórnuðu hreins- unarstarfinu um helgina, var fengið skriflegt leyfi forráða- manna húsa á snjóflóðasvæðinu áður en hreinsunarstarfið hófst. í mörgum tilfellum var fólk viðstatt þegar byrjað var að bjarga eigum þess, en sérstakur tilsjónarmaður hefur verið skipaður með hverju húsi og starfar sá með þeim sem að hreinsuninni vinna. Sögðu þeir Gunnar Örn og Björn það fyrir- komulag sem viðhaft er við hreins- unina hafa mælst veí fyrir hjá eig- endum húsanna, en svipað fyrir- komulag var við hreinsunina í Súðavík. Þegar rætt var við þá hafði ekki verið tekin ákvörðun um hvemig farið yrði með það sem fyndist úr húsunum á víða- vangi, en í Súðavík var slíku safn- að í einn haug utan þorpsins og sætti það gagnrýni. Reiknað er með að hreinsun úr húsunum verði lokið í dag og verður snjóflóða- svæðið þá girt af og því lokað. Morgunblaðið/Ámi Sæberg LAUSAMUNIR voru settir í plastkassa sem ásamt húsbúnaði voru fluttir til geymslu i gámum nærri flóðasvæðinu. More 486 66 MHz tölvnr Frákr. 96.175,- More Pentíiim tölvur Frákn 123.478,- Frá kr. 127.044,- Wiiulows 95 kr. 8.500,- (íeislailril frá kr. 12.900,- AfritiinarstöOvar 800 Mll kr. 22.900,- Með 2x «eislailrili kr.19.900,- llljóðkort, 16 bita vfðóma kr. 8.600,- Við eniin í Mörkinni 6 • Sími 588 2001 • Fax 588 2002 E E 1 BOÐEIND 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.