Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ 4 Athugasemd við grein í Morgunblaðinu „í MORGUN- BLAÐINU miðviku- daginn 25. október 1995 birtist grein eftir Runólf Þórhallsson, lögreglumann í Reykjavík, undir yfir- skriftinni „Krafa um bætta löggæzlu". í grein sinni segir Run- ólfur m.a. orðrétt: „Allir eru sammála um að lögreglumenn- irnir frá Selfossi hafi brugðist rétt við og tekið hárrétta ákvörð- un er þeir hættu beinni eftirför laugar- daginn afdrifaríka. En margir lögreglumenn hafa bent á að þessir sömu lögreglumenn, bet- ur þjálfaðir og á öflugri lögreglu- bifreið, hefðu ekki hætt eftirför. Staðreyndin er sú að einungis örfáir lögreglumenn fá einhverja akstursþjálfun að loknum lög- regluskóla. Nokkrum' dögum er eytt til þjálfunar á meðan á skóla- vist stendur og í flestum tilfellum er það allt og sumt líkt og með alla aðra þjálfun. Annað er einnig ámælisvert en það eru lögreglubif- reiðarnar sem lögreglumönnum er gert að vinna á. Þó að mikið hafi áunnist hin síðari ár þá er það óvefengjanleg staðreynd að lögre- glufólksbifreiðar þær sem notaðar eru í dag eru kraftlitlar fjölskyldu- bifreiðar, óhæfar til neyðaraksturs í eftirförum á mikilli ferð. Lög- reglusendibifreiðir koma með þeim skilaboðum frá framleiðendum að þær séu ekki ætlaðar til neyða- raksturs. Þessar staðreyndir eru afkaplega skýrar og hafa vafa- laust átt stóran þátt í þeirri ákvörðun lögreglumannanna að hætta eftirför á Suðurlandsvegi milli Selfoss og Hveragerðis, enda sáu þeir ekki stóra svarta ameríska bílinn nema í skamma stund. Lög- reglumennirnir voru nefnilega á sænskum ljölskyldubíl með minns- tri fáanlegri vélarstærð." í beinu framhaldi af þessu talar Runólfur um að lögreglumenn búi við „mikið fjársvelti, lág laun, mikla vinnuskyldu, íhaldssaman miðstýrðan og gamaldags stjórn- unarstrúktúr og oft og tíðum van- hæfa yfirmenn, sem eru í engum tengslum við raunveruleika lög- reglustarfsins á götunni." Síðan bætir hann við: „Þetta er vond blanda og skyldi engan undra þó að langt sé í brosið hjá lögreglu- manninum sem þú hittir dags dag- lega.“ Þótt mér sé óljúft að fjalla um það mál sem hér um ræðir, þ.e. umrætt slys, tel ég ekki hjá því komist að koma á framfæri eftir- farandi athugasemdum: Sú ákvörðun lögreglumannanna frá Selfossi að draga úr eftirför hafði ekkert með tegund lögreglu- bifreiðarinnar að gera né heldur vélarstærð hennar, hvað þá of litla þjálfun, heldur þá einföldu staðreynd, að þeir töldu hraðann vera orðinn allt of mikinn og vildu reyna að draga úr honum. Eftir- för var aldrei hætt sem slíkri og því hefur aldr- ei verið haldið fram af hálfu lögreglunnar í Ámessýslu. Til fróðleiks skal það tekið fram, að í umræddri eftirför voru lögreglumenn- irnir á einni fullkomn- ustu fólksbifreið sem lögreglunni hefur verið látin í té að mínu mati. Um er að ræða bif- reið af gerðinni Volvo 850 með hliðarakstursvörn, ABS hemla- kerfi og öðrum nauðsynlegum ör- yggisbúnaði. Að mínu mati er hér um mjög góða lögreglubifreið að ræða, sem hvaða lögregluembætti Lögreglan í Árnessýslu hefur kært yfír 900 öku- menn á Suðurlandsvegi það sem af er árinu, segir Jónmundur Kjartansson, sem hér svarar Morgunblaðs- grein Runólfs Þórhalls- sonar. sem er getur verið fullsæmt af. Vinnuaðstaða lögreglumanna er mjög góð í þessari bifreið og há- marksöryggi er til staðar hvað varðar umferðaróhöpp, sem bif- reiðin kann að lenda í. Lögreglu- embættið hér á Selfossi hefur þeg- ar óskað eftir annarri slíkri bifreið á næsta ári. Ég vil að það komi fram, að hér voru þrautþjálfaðir lögreglumenn á ferð með mikla reynslu, ekki síst hvað varðar akstur. Hvað varðar þjálfun lögreglumanna almennt, þá vita það allir sem fylgst hafa með, að Lögregluskóli ríkisins hefur tek- ið stakkaskiptum undaafarin ár og stendur vel undir merkjum að mínu mati. Ég er sannfærður um að skólinn á eftir að eflast enn meir á næstu árum. Þó má aldrei van- meta reynsluna, hún er og verður alltaf mikilvæg. Runólfur talar um það í grein sinni að vegaeftirlit hafa verið lagt niður. Í sjónvarpi fyrir nokkrum kvöldum fullyrti fulltrúi frá Vá- tryggingafélagi íslands, að ná- kvæmlega engin vegalöggæsla væri til staðar nú, eftir að vegalög- Jónmundur Kjartansson gæslan frá Reykjavík var lögð nið- ur og er því sömu skoðunar og Runólfur. Eg get ekki látið hjá líða að gera athugasemd við þessar fullyrðingar. Ég tel það sýna mikla lítilsvirðingu fyrir starfandi lög- reglumönnum á landsbyggðinni að halda því fram að þeir sinni þessum málum á engan hátt. Hafa þessir aðilart.d. ekki heyrt fréttir frá lögregluliðum á lands- byggðinni, þegar verið er að hafa afskipti af ökumönnum á þjóðveg- unum, t.d. frá lögreglunni í Kefla- vík, Grindavík, Hafnarfirði, Kópa- vogi, Akranesi, Borgarnesi, Stykk- ishólmi, Ólafsvík, Grundarfirði, Búðardal, Patreksfirði, ísafirði, Bolungarvík, Hólmavík, Sauðár- króki, Blönduósi, Siglufirði, Ólafs- firði, Dalvík, Akureyri, Húsavík, Raufarhöfn, Þórshöfn, Seyðisfirði, Egilsstöðum, Vopnafirði, Nes- kaupstað, Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Höfn, Vík, Kirkjubæjarklaustri, Hvolsvelli, Vestmannaeyjum og Selfossi. Ég get nefnt sem dæmi að á þjóðvegi nr. 1, Suðurlands- vegi, hefur lögreglan í Árnessýslu kært 909 ökumenn vegna umferð- arlagabrota það sem af er þessu ári, þar af 690 fyrir of hraðan akstur. Þess utan hefur lögreglan haft afskipti af fjölda ökumanna á öðrum þjóðvegum umdæmisins. Ég er sannfærður um að önnur lögreglulið á landsbyggðinni hafa svipaða sögu að segja. Eg vil einn- ig taka það fram, að ég veit ekki betur en að Lögreglan í Reykjavík sinni ákveðnu þjóðvegaeftirliti öllu jöfnu, t.d. frá Reykjavík í Hval- fjörð og á öðrum þjóðvegum í ná- grenni Reykjavíkur. Ég hafna öll- um fullyrðingum um að engin vegalöggæsla sé til staðar. Mér þykir leitt að heyra það hversu langt er orðið í brosið hjá Runólfi, þegar hann hitti hinn almenna borgara, en þeir lögreglumenn sem ég þekki, þjást ekki af slíku vanda- máli. Það geta vafalaust flestir tekið undir það, að stefna beri að því að efla lögregluna um land allt, en að mínu mati þjónar það engum til- gangi að gera lítið úr störfum þeirra sem fyrir eru í því sam- hengi, t.d. með því að fullyrða að ekkert lögregluyfirlit sé á þjóðveg- um landsins þó að Lögreglan í Reykjavík sinni því ekki sérstak- lega. Síst átti ég von á slíkum full- yrðingum úr þessari átt. Að lokum vil ég taka það fram, að mér finnst ekkert óeðlilegt við það, að lögreglumenn ræði hags- munamál sín þegar það á við, t.d. hvað varðar menntun, tækjakost o.s.frv., en ég legg áherslu á að slíkt sé gert í réttu samhengi og með sanngirni. Skýrskotanir Run- ólfs til hins hörmulega slyss laugar- daginn 14. október 1995, til rétt- lætingar á grein sinni, þar sem hann talar um að lögreglumenn séu illa þjálfaðir, tæki sem þeim séu fengin séu óhæf til notkunar, svo ekki sé talað um óhæfa yfírmenn, tel ég ekki eiga neinn rétt á sér í þessu samhengi. Um leið og ég harma framsetn- ingu umræddrar greinar í því sam- hengi, sem hér um ræðir, vil ég lýsa því yfir, að ég mun ekki standa í frekari blaðaskrifum vegna þessa. Með fyrirfram þökk fyrir birting- una. Höfundur er yfirlögregluþjónn í Ámessýslu. Hvað er góð fjár- málasljórn? ÉG HAFÐI ætlað mér að birta þessa grein í Alþýðublaðinu, en þótt ótrúlegt megi virðast hefur ritstjóri blaðsins, Hrafn Jök- ulsson, nejtað mér um birtingu. í samtali við hann í síma taldi hann sig hafa loforð ein- hverra háttsettra manna í Alþýðu- flokknum um að þessi grein yrði stöðvuð. Ég vona að önnur vinnu- brögð tíðkist á öðrum prentmiðlum. Hinn frjálsi andi Hrafn Jökulsson, ritstjóri Al- þýðublaðsins, hefur gjarnan reynt að markaðssetja sig í fjölmiðlum sem baráttumann gegn skoðana- kúgun og fasisma. Nú ber svo við að hann ætlar að banna skoðanir um innri mál Alþýðuflokksins sem eru andsnúnar skoðunum ritstjór- Ætlar ritstjóri Alþýðu- blaðsins, spyr Magnús Hafsteinsson, að banna skoðanaskipti um innri mál Alþýðuflokksins í Alþýðublaðinu? ans og yfirboðara hans hjá Al- þýðublaðinu. Hvar er nú hinn fijálsi andi skáldsins? Reyndar ætlaði ég aðeins að leggja fram fáeinar spumingar í Alþýðublaðinu, sem vöknuðu við lestur greinar sem augljóslega var pöntuð af ákveðnum forystu- mönnum flokksins. Nú ber svo við að ekki er einungis bannað að hafa skoðanir í Alþýðublaðinu heldur er líka bannað að leggja fram spurningar. Þessar. spurn- ingar kunna e.t.v. að vera óþægi- legar fyrir þá fámennu klíku sem nú stjórnar Alþýðublaðinu, en vonandi sjá þeir sér fært að svara þeim á öðrum vettvangi. Siðapostular Þegar herferðin á Guðmund Áma Stefánsson stóð sem hæst, í fyrra, skorti ekki á siðbótarvilj- ann í Alþýðuflokknum. Þeir sem gengu hvað harðast fram voru forystumenn í Félagi fijálslyndra jafnaðarmanna. Stjóm FFJ sendi þá frá sér margar harðorða álykt- anir um varaformann flokksins, Guðmund Árna. Harðast gekk Vilhjálmur Þorsteinsson fram, en hann var í stjórn FFJ. Ég á ennþá ákæruskjal á hend- ur Guðmundi Áma, sem Vilhjálm- ur lagði fram í sjö liðum á fundi flokksstjórnar. Á einum stað í ákæruskjalinu er varaformanni flokksins álasað fyrir það sem Vilhjálmur nefndi tregðu til að upplýsa umfang greiðslna til einstakl- ings, sem vann ákveð- ið verk fyrir Guðmund Árna, þáverandi heil- brigðisráðherra. Fyrir skömmu las ég grein eftir Vilhjálm Þorsteinsson í Al- þýðublaðinu, þar sem hann bar lof á Sigurð Arnórsson, gjaldkera flokksins, fyrir góða fjármálastjórn. Ég er ekki alveg viss um að ég og ýmsir flokksmenn höfum sama skilning og Vilhjálmur á því, hvað er góð fjármálastjórn. Mér þætti því vænt um ef Vil- hjálmur vildi gera mér og þeim þann greiða að svara eftirfarandi spurningum á síðum Alþýðublaðs- ins eða annars staðar. Spurningar 1) Telur hann það bera vott um góða fjármálastjórn, að það sé „tregða til að upplýsa umfang greiðslna" til gjaldkera Alþýðu- flokksins? 2) Telur hann það bera vott um góða fjármálastjórn að sami maður gegni stjórnarformennsku Aiþýðublaðsins, annist hlutverk framkvæmdastjóra blaðsins, greiði sjálfum sér kostnað og láti færa bókhald blaðsins heima hjá sér? 3) Telur hann eðlilegt að kjör- inn gjaldkeri Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands annist sjálfur greiðslur á eigin launum og kostnaði fyrir störf á vegum flokksins, láti færa bók- haldið heima hjá sér og komi í veg fyrir að framkvæmdastjóri flokksins geti sinnt aðhaldsskyldu sinni með þvi að fara yfir fylgi- skjöl? 4) Telur Vilhjálmur, sem sat í fjármálaráði kosningabaráttunn- ar, að halda eigi bókhaldi kosn- ingabaráttunnar leyndu fyrir kosningastjórn og framkvæmda- stjóra flokksins? 5) Telur hann að flokksforyst- an eigi að koma fram við flokks- menn eins og ríkisstjórnin við skattborgarana og lúra á leynilist- um um launakjör starfsmanna? 6) Telur hann að svona fyrir- komulag hjá einum stjórnmála- flokki sé lofsvert og fallið til að auka trúnað hans á meðal kjós- enda og sé líklegt til að hefja fjár- málastjórn hans yfír allan efa? Ég og ýmsir flokksmenn bíðum eftir svörum Vilhjálms Þorsteins- sonar við þessum spurningum. Þeim þarf að svara þrátt fyrir að umræddur gjaldkeri Alþýðu- flokksins hafi fengið tvö siðferðis- vottorð frá flokksforystunni. Höfundur er formaður Alþýðu- flokksfélags Hafnarfjarðar. Magnús Hafsteinsson NAGLARNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.