Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995 23 Fundur um agaleysi í viðskiptum Islenskur atvinnu- rekstur á villigötum ? sjaldan minntir á ábyrgð sína eða látnir standa við hana. Það er alls ekki gripið í taumana nógu snemma, hvorki af almennum viðskiptamönn- um né lánardrottnum. Einn af verstu fylgifiskum þessa ófremdarástands, sem hér hefur verið lýst, er sá að samkeppnisstaða þeirra fyrirtækja, sem rekin eru með eðlilegum hætti og sámkvæmt réttum reglum, verður mjög erfið.“ í erindi Tómasar Kristjánssonar, deildarstjóra hjá Iðnlánasjóði, var ijallað um þá gagnrýni að skilvísir aðilar fái oft mun lakari afgreiðslu hjá lánastofnunum og sjóðum en illa staddir samkeppnisaðilar þeirra. Hinir skilvísu sæju oft óvininn í lán- veitendum og bærust böndin þá oft- ast að lánastofnunum. Hann taldi að ekki væri við lánareglurnar sjálf- ar að sakast heldur væri spurningin fremur sú hvort rétt væri brugðist við vandamálum eftir lánveitingu ef vanskil færu að gera vart við sig. Lægstbjóðendum oftar synjað um verk Gunnar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri hjá Vegagerð ríkisins, sagði að á síðustu árum hefði Vega- Vinur Skattmanns“ kominn á kreik Varað við skattsvik- um í nafnlausu bréfi FRAMKVÆMDASTJÓRA silki- prentsmiðju í Reykjavík barst í síðustu viku nafnlaust bréf þar sem hann er sakaður um að hafa hvatt til skattsvika og honum hótað kæru ef hann láti ekki af slíku. Bréfið er undirritað af „Vini Skattmanns.“ Fyrirtækið, sem fékk skeytið, er Fjölprent hf. og framkvæmda- stjóri þess er Ólöf de Bont. Hún lét Morgunblaðinu góðfúsiega í té afrit af skeytinu enda segir hún að innihald þess eigi ekki við rök aðstyðjast. í skeytinu segir orðrétt: „Agæti samkeppnisaðili, Yður tilkynnist hér með að miðvikudaginn 18. þessa mánaðar gerði fyrirtæki mitt síma verðkönnun hjá fyrir- tæki yðar. Spurt var um verð á nokkrum vöruflokkum. Snemma í þessu samtali buðuð þér að fyrra bragði, auk 10% afsláttar, að sleppa mætti virðisaukaskatti af fyrirhuguðum viðskiptum okkar. Eins og yður er eflaust full kunn- ugt sem stjórnanda fyrirtækis, þá eru öll undanskot á virðisauka- skatti óiögleg og varða þau þung- um refsingum og eignaupptökum - ef uppvís verða.“ „Við hefðum getað farið alla leið“ Síðan segir að umrætt símtal hafi verið tekið upp á segulband og því hefði verið unnt að leggja fram kæru. Það sé þó ekki ætlun- in að nota þessa upptöku að sinni en fylgst verði með fyrirtækinu með kerfisbundnum hætti og Óiöfu er að lokum hótað kæru ef hún hætti ekki að bjóða skattsvik sem kost í viðskiptum við annað fólk. Ólöf segist vera furðu lostin yfir slíkri sendingu enda stundi Fjölprent ekki skattsvik. „Eg veit ekki hvaða hvatir liggja að baki sendingu þessa bréfs. Þetta hiýtur að vera misheppnuð fyndni eða óumbeðið skatteftirljt sjálfskip- aðra eftirlitssveita. Eg fékk eitt nafnlaust símtal umræddan dag þar sem spurst var fyrir um verð. Ég bauð 10% afslátt en gaf aldrei í skyn að sleppa mætti virðisauka- skatti. Ég hef verið framkvæmda- stjóri Fjölprents í tæpt ár og á þeim tíma hefur rík áhersla verið lögð á að innheimta virðisauka- skatt þótt einstaka viðskiptavinur hafi viljað sleppa við hann. Manni verður því illa við þegar svona nafnlaust hótunarbréf berst í fax- inu. Eftir að mér barst það í hend- ur lét ég skattrannsóknarstjóra vita af því og bauð honum aðgang að bókhaldi fyrirtækisins.“ Morgunblaðið hafði samband við embætti ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra ríkisins og spurðist fyrir um hvort frést hefði af fleiri slíkum bréfasendingum. Þar könnuðust menn ekki við slíkt og töldu að um einstakt tilvik væri að ræða. „ÞVÍ MIÐUR er að finna allt pf mörg dæmi um rekstur sem virðist ekki lúta eðlilegum viðskiptalögmál- um og skekkir þess vegna sam- keppnisstöðu og veldur oft og tíðum miklu tjóni. Það er þessi rekstur sem er á villigötum og það er þessi rekst- ur sem er til mikillar óþurftar í ís- lensku viðskiptalífi og við honum þarf að sporna," sagði Jón Steindór Valdimarsson, lögfræðingur Sam- taka iðnaðarins, á morgunverðar- fundi samtakanna nýverið. Fundar- efnið var agaleysi í viðskiptum og hvað væri til ráða. Jón Steindór fjallaði m.a. um hvernig rekstri óreiðufyrirtækja eða fyrirtækja án rekstrargrundvallar væri haldið áfram eftir að öll teikn bentu til þess að ekki sé unnt að standa við skuldbindingar og stöðv- un rekstrar væri óumflýjanleg. í stað þess að hætta rekstri væri haldið áfram að hlaðá upp skuldbindingum, sem engin leið væri að standa við og slíkt hefði afar slæm áhrif á at- vinnulífið í heild. „Sennilega er rekstur af þessu tagi ástæða stærsta hlutans af töpuðum viðskiptakröf- um ... Þetta er afleiðing þess að stjórnendur fyrirtækja eru allt of gerðin fetað sig lengra inn á þá braut að meta tilboðsgjafa hverju sinni og- leitast við að taka hagstæðasta til- boði en ekki endilega hinu lægsta. Lægstbjóðendum hefði í auknum mæli verið synjað um verk hjá Vega- gerðinni. Ekki væri samið við verk- taka, sem væri í vanskilum með opinber gjöld, t.d. virðisaukaskatt, þungaskatt og staðgreiðslu skatta. „Ekki er gerð krafa um að gjöld þessi séu að fullu greidd heldur nægir yfirlýsing frá innheimtumanni ríkissjóðs um að verktakinn hafi samið um greiðslu skulda sinna. Þetta getur út af fyrir sig verið var- hugavert því við höfum a.m.k. einu sinni komist að því að samningar voru í þá veru að verktakinn hafði lofað að nota fyrirframgreiðsluna í verkinu til þess að gera upp við sýslumann. Ljóst er að sú greiðsla var ekki notuð til að undirbúa verk- ið.“ Gunnar sagði að þrátt fyrir að Vegagerðin hefði boðið út 7-800 verk frá 1980 teldi hún sig ekki enn komna með þá þekkingu og reynslu af verktakamarkaðnum að hún gæti valið verktaka með skynsamlegum hætti. Enn virtist ekkert lát vera á óraunhæfum og allt of lágum tilboð- um og ekki virtust vera forsendur fyrir því að hér á landi skapaðist eðlilegnr verktakamarkaður með venjuíegum leikreglum. Því væri ef til vill ástæða fyrir verkkaupa að grípa inn í og leiða markaðinn til einhvers þroska. Til dæmis mætti athuga eftirfarandi hugmyndir: 1. Ekki verði tekið tilboði sem er lægra en t.d. 70% af kostnaðaráætl- unum. 2. Fyrírframgreiðsla verði ekki innt af hendi til verktaka. 3. Verkábyrgð verði hækkuð. 4. Gerð sé krafa um tilboðstrygg- ingu. Gunnar sagði einnig að nú væri unnið að því í samvinnu við Vita- og hafnamálastofnun og Flugmála- stjórn að koma á fót formlegum og skráðum upplýsingabanka um verk- taka, í því skyni að skipta þeim í flokka eftir hæfni og áreiðanleika. BRETTALYFTUR HVERGI BETRA VERÐ! CML brettalyftur eru úrvalsvara á fínu verði. Þær eru á einföldum eða tvöföldum mjúkum hjólum, sem ekki skaða gólf. Verð frá kr. 35.990 stgr. Hringás hf. Smiðjuvegi 4a, s. 567 7878. High Desert blómafrjókorn, fersk, lifrænt ræktuö. Hlgh Desert drottningaitnmang, ferskt, lífrænt ræktað. High Desert Propolis. Aloe Vera frá JASON snyrti- og hreinlætisvörur: Húðkrem dr. Guttorms Hernes frá Bodo í Noregi hefur vakið verðskuldaða athygli vegna árangurs gegn húðvandamálum. Ofannefndar vörur hafa áunnið sér sess og virðingu á íslandi og víðar vegna yfirburöa gæða og árangurs. Oræni vagninn - sérfræöiþjónusta. 2. hæt Borgarkringlunnt. '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.