Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995 7 ÉSTUTT 600 innbrot í bifreiðar LÖGREGLUNNI í Reykjavík hafa borist um 600 tilkynning- ar um innbrot í bíla það sem af er árinu. Um helgina bárust t.d. tilkynningar um slík inn- brot frá íbúum í Kvíslum, Ás- um, Seljum, Görðum og Mos- fellsbæ. I öllum tilvikum var stolið geislaspilurum, hljómtækjum, radarvörum, geisladiskum og öðru lauslegu. Oftast er brotist inn í bif- reiðar að næturlagi, en þó eru dæmi um að farið sé inn í þær á öðrum tímum, til dæmis þeg- ar þær standa á bílastæðum idð sundstaði. Lögreglan hvetur enn á ný fólk til að skilja ekki lausleg verðmæti eftir í bílum. Þá eru þeir, sem verða grunsamlegra mannaferða varir, vita af sölu þýfis eða hafa vitneskju um hveijir geta verið að verki, hvattir til að tilkynna það til lögreglu. Helmingur kann ekki á stefnuljós HELMINGUR ökumanna notar ekki stefnuljós eins og reglur segja til um. Þetta kom fram í sameigin- legu umferðarverkefni lög- reglunnar á Suðvesturlandi í síðustu viku. Lögreglan beindi sérstaklega athyglinni að því hvernig ökumenn bera sig að áður en þeir beygja við gatna- mót, notkun stefnuljósa og búnaði ökuljósa. Tæplega 500 ökumenn voru stöðvaðir og helmingur þeirra vegna þess að þeir notuðu stefnuljós ekki rétt. Gerðar voru athugasemdir við ljósabúnað tæplega 70 ökutækja og rúmlega 140 virtust ekki kunna að nota akreinar eða akbrautir áður en þeir beygðu við gatnamót. Állir þessir ökumenn voru ýmist áminntir eða sektaðir, en lögreglan vonast til að ökumenn láti af þessari óábyrgu hegðan, svo draga megi úr líkum á óhöppum og slysum. Fimm teknir með fíkniefni FIMM menn voru handteknir á föstudagskvöld, eftir húsleit fíkniefnalögreglunnar. Mennirnir, sem eru á aldrinum 23-41 árs, voru grunaðir um sölu á fíkniefn- um. Við húsleit fundust 140 grömm af hassi, 15 grömm af marijúana, 16 grömm af amfetamíni og 145 töflur af ýmsum lyfjumn, s.s. moga- don. Björn Halldórsson, lög- reglufulltrúi, segir að menn- irnir hafi verið í haldi lög- reglu yfír nótt, en þá sleppt og málið talið upplýst. Björn segir að grunur hafi leikið á að mennirnir hafi selt fíkni- efni og mest af 'efninu, sem fannst við húsleit, verið í neyt- endapakkningum. Mennirnir hafi hins vegar þverneitað aðild að sölu. FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristján Selur í flotkví ÞEIM var ekki fyllilega ljóst, starfsmönn- um Slippstöðvarinnar-Odda, í hvaða er- indagerðum hann væri, selurinn sem synti inn í flotkvína, en hafa í góð- mennsku sinni sennilega boðið honum upp á eðlilegt viðhald og endurbætur. Hann var hinn gæfasti enda nokkuð das- aður og hvarflaði ekki að honum að hreyfa sig úr kvínni. Skipti engu þó menn kæmu að honum til að spjalla eins og þessir starfsmenn Akureyrarhafnar, Hermann Jónsson og Lúðvík Jónsson gerðu. Frá því flotkvíin var tekin í notk- un í haust hafa fjölmörg skip verið tekin upp, en selir hafa ekki áður gert sig þar heimakomna. Þér standa allar dyr Beintenging við Búnaðarbankann ankanum! Viöskiptavinum Búnaöarbankans stendur til boöa margþætt fjármálaþjónusta og ýmiskonar fræðsla sem lýtur aö fjár- málum heimilanna. Nú bætist beintenging Heimilisbankans viö þá þjónustuþætti sem fyrir eru í Búnaöarbankanum. Fleiri aögeröir og fallegra um- hverfi meö Heimilisbankanum og Hómer! Þeir sem vilja nýta sér Heimilis- banka Búnaðarbankans geta sinnt öllum almennum bankavið- skiptum hvenær sólarhringsins sem er frá sinni eigin tölvu. Viðskiptavinir Heimilisbankans fá aö auki fjármálahugbúnað- inn Hómer. Hómer er einfaldur og þægilegur Windows hugbúnaður sér- staklega ætlaður fyrir heimilisbók- haldið. Búnaðarbankinn er^éíni bankinn sem býður slíkan fjármálahug- búnað en hann er nauðsynlegur við að fullnýta þá möguleika sem bjóðast meö beintenging- unnj. Þaö borgar sig aö vera tengdur við traustan banka því þar er hugsaö fyrir óllu. BÚNAÐARBANKINN - traustur banki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.