Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUÐAGUR 31. OKTÓBER 1995 13 FRÉTTIR Páll Pétursson félagsmálaráðherra Sighvatur Björgvinsson alþingismaður Kaupa verður óbyg-gileg hús PÁLL Pétursson, félagsmálaráðherra, sagði að hörmulegt væri að sjá hvern- ig hið blómlega byggðarlag á Flat- eyri hefði verið leikið í snjóflóðinu. Ekki væri nóg með að það svæði sem eyðilagst hefði væri óíbúðarhæft, heldur væru óskemmd hús þar við hliðina á sem væri greinilega varasamt að búa í. Hann sagði atburðina á Flateyri að sjálfsögðu kalla á allsheijar endurmat á öllum þeim stöðum þar sem hætta væri á snjóflóðum „Það þarf að hugsa þetta upp á nýtt og læra af reynslunni héðan. Samkvæmt fræð- unum átti þetta ekki að geta gerst og það er undarlegt að horfa á fjöllin svona snjólítil eftir þessar hamfarir. Mannskepnan ræður greinilega lítið við náttúruöflin og veit lítið um þau. Maður veit svo sem aldrei hvar áhættan kemur til með að vera. Á Reykjavík- ursvæðinu getur gosið og Suðurlandsskjálfti er yfirvofandi," sagði Páll. Hann sagði augljóst að bæta þyrfti fólki eignir þess á snjóflóðasvæðum, en atburðim- ir á Flateyri sýndu að varnargarðar halda ekki hamförum af þessu tagi. „Það gefur augaleið að það verður að kaupa hús sem eru óbyggileg fyrir hættu,“ sagði hann. Laga þarf bryggjuna í Holti Páll sagði að það starf sem unnið hefði verið á Vestfjörðum til undirbúnings að sam- einingu sveitarfélaga hefði komið að miklu gagni hvað jarðgöngin milli ísafjarðar, Flat- eyrar og Suðureyrar varðar. „Göngin komu nú að góðu gagni, en mað- ur getur ímyndað sér að ef þetta hefði gerst árinu fyrr hefði ekki tekist svona vel til með Mikið áfall fyrir alla Vestfirðinga „Þetta mikla áfall sem varð í Súðavík var hlutur sem menn gátu átt von á að gæti gerst kannski einu sinni á öld, en nú tíu mánuðum seinna hefur annað slíkt áfall dun- ið yfir. Það skiptir okkur miklu máli Vestfirð- inga alla hvernig við tökum nú á málum og hvernig við reynum að byggja upp áframhald- andi búsetu hér,“ sagði Sighvatur. Heimamenn verða að hafa frumkvæðið Hann sagðist halda að menn væru á réttri leið varðandi uppbyggingu byggðarinnar í Súðavík. Atvinnuástand þar hefði verið mjög gott og fólk hefði haft þar góða afkomu. Sama hefði verið á Flateyri, og því skipti miklu máli að koma atvinnulífínu á stað þar aftur. „Hins vegar háttar öðruvísi til hér heldur en í Súðavík þar sem öruggt byggingarland er ekki nema á neðri hluta eyrarinnar og tak- markað hvað er hægt að koma þar fyrir mörgu fólki. Það er hins vegar gríðarlega mikið bygg- ingarland í Holtslandi, mjög öruggt og gott. Hvort ástæða er til að byggja upp þar er hlut- ur sem menn verða að hugsa mjög vandlega og ekki hrapa að neinu í þeim efnum. Það hefur verið rætt um að endurbyggja bryggjuna í Holti, sem er mikilvægt öryggis- atriði, þannig að ef hlíðin hér er lokuð eru menn mjög fljótir að skjótast hér á milli. Við þingmenn kjördæmisins munum eiga fund strax í byrjun vikunnar með Veðurstofumönn- um til að fara yfir aðstæður hér á Vestfjörð- um. Síðan munum við ræða við vita- og hafna- málastjóra um aðgerðir á Holtsbryggju. Við munum að sjálfsögðu láta heimamenn hér hafa allt frumkvæði í því máli en erum reiðu- búnir eins og allir til þess að greiða fyrir skynsamlegum lausnum," sagði Sighvatur. björgun. Þá áttum við ekki hina nýju þyrlu Landhelgisgæslunnar fýrr en um daginn og þetta hvorutveggja kom að mjög góðu gagni við þessa björgun. En það er deginum ljós- ara að það þarf að laga bryggjuna inni í Holti og hjá því verður ekki komist að vinda bráðan bug að því að gera hana mannhelda, þannig að hægt sé að tryggja samgöngur á sjó. Mér skilst að það liggi fyrir áætlanir um það hvernig að því skuli staðið og það verð- ur bara að hrinda þeim í framkvæmd," sagði Páll Pétursson. Morgunblaðið/Árni Sæberg GÍFURLEG eyðilegging blasir hvarvetna við á snjóflóðasvæðinu á Flateyri SIGHVATUR Björgvinsson alþingismað- ur sagði hið hörmulega slys á Flateyri vera mikið áfall fyrir alla Vestfirð- inga. Hann sagði það skipta mjög miklu máli hvernig unnið verður úr málum í fram- haldinu, og sagði hann þátt fjölmiðla í því sambandi geta orðið mikinn varðandi afstöðu fólks á Vestfjörðum og þjóðarinnar í heild. Sighvatur sagði ljóst að atburðirnir á Flat- eyri gætu haft uggvænleg áhrif á byggðaþró- un á Vestfjörðum ef ekki yrði reynt að bregð- ast rétt við. Flogið verður beintfrá íslandi til Bahamaeyja með Boeing747breiðþotu Atlanta. Dvalið verður á Radisson Grand Resort, 1. flokks hóteli við ströndina, stutt frá Nassauborg. Herbergin eru búin öllum þægindum s.s. loftkælingu, síma, gervihnattasjónvarpi og „mini-bar". Á hótelinu eru einnig 4 tennisvellir, aðstaða til íþróttaiðkana af ýmsu tagi og 18 holu golfvöllur í 500 m fjarlægð. Barnagæsla er á staðnum, þvottahús, bílaleiga og verslanir og fleira. * Staðgreitt á mann, i tvíbýli. Sjtaðfestingargjald, 20.000 kr. greiðist við pöntun. Innifalið: Flug, gisting, akstur til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar. Verð fyrir börn 0-2 ára er 7.000 kr. Samvinniiferðir-Laiiilsýii Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 569 1010 • Símbréf 552 7796 og 569 1095 Telex 2241 • Innanlandsferðir S. 569 1070 Hótel Sögu við Hagatorg • S. 562 2277 • Slmbréf 562 2460 Hafnarfjörður: Bæjarhrauni 14 • S. 565 1155 • Slmbréf 565 5355 * Keflavík: Hafnargötu 35 • S. 421 3400 • Slmbréf 421 3490 Akranes: Breiðargötu 1 • S. 431 3386 • Símbréf 4311195 Akureyri: Ráðhústorgi 1 • S. 462 7200 • Slmbréf 461 1035 Vestmannaeyjar Vestmannabraut 38 • S. 481 1271 « Slmbréf 481 2792 QATiAS^ EUROCARD LBAHAMAEYJA 19. - 24. nóvember Síðasta tækifærið á þessu ári til að tryggja sér Bahamaferð á fráhæru verði! 39.800 ktt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.