Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINIMIIMGAR ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995 45 INGIMAR LÁRUSSON + Ingimar Lárus- son var fæddur á heiði á Langanesi 3. apríl 1922. Hann lést á Borgarspítal- anum 22. október síðastliðinn. For- eldrar hans voru Arnþrúður Sæ- mundsdóttir og Lárus Helgason, búandi hjón þar. Systkini hans voru 14 og eru átta þeirra látin. Árið 1978 kvænt- ist Ingimar eftirlif- andi eiginkonu sinni, Ástu Erl- ingsdóttur grasalækni, f. 12. júní 1920. Útför Ingimars fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Á MORGNI lífsins eru mönnum sköpuð þau örlög að dauðinn kveðji dyra. Þegar kallið kemur fær eng- inn undan vikist að hlýða því. í lífinu setur sumt fólk svip á umhverfi sitt og samtíð, sökum góðra verka, fölskvalausrar vináttu og trygglyndis. í veganesti frá sínu bernskuheimili hafði Ingi, sem svo var kallaður, fengið ríkulegan skammt af slíkum dyggðum, en léttan mal af veraldlegum auði. Hann byijaði ungur að vinna hin ýmsu störf til sjávar og sveita og gekk ötull til þeirra verka, sem fyrir lágu í lífinu. Á sínum yngri árum stundaði hann að mestu sjó- mennsku, á bátum frá Þórshöfn á sumrum, en á vetrarvertíðum frá Vestmannaeyjum og Suðurnesjum. Síðan starfaði hann áratugum sam- an við húsasmíðar bæði á Þórshöfn og í Reykjavík, lengst af hjá Herði Þorgeirssyni trésmíðameistara meðan þrek og heilsa leyfði. Á Þórshöfn byggðu þeir bræður, Jón Trausti og Ingimar, stórt og mynd- arlegt íbúðarhús og nefndu Bræðraborg. Þar bjuggu þeir ásamt systur þeirra Þórdísi og tóku til sín aldraða foreldra sína, sem þar áttu skjól í ellinni og þar létust þau bæði. Seinna flutti Ingi til Reykja- vikur og þar kynntist hann eftirlif- andi eiginkonu sinni, Ástu Erlings- dóttur, fædd 12. júní 1920, sem þá var ekkja og átti 6 börn og eru 5 þeirra á lífi. Hér í Reykjavík áttu þau sitt heimili, síðast í Ljósheim- um 14. Ingi var ákaflega dagfarsprúður maður. Hann var þeirrar gerðar að frá honum stafaði góðvild og hlýju, hann var réttsýnn og dreng- lyndur og ekki veit ég til að hann hafi lagt stein í götu nokkurs manns. Það er gott að hafa átt slík- an frænda á þeirri gönguleið, sem við öll þurftum að ganga, stundum syrtir í álinn, í annan stað brosir við okkur hin nóttlausa voraldarveröld. Ég kveð Inga frænda minn, þakka honum samfylgdina. Trygglyndur og trúr kveður hann að sinni. Hafi hann þökk fyrir allt. Hómar að kveldi, hljóðnar dagsins ys, hnígur að ægi gullið röðulblys. Vanga minn strýkur blærinn blíðri hönd, og báran kveður vögpljóð við fjarðarströnd. Syngdu mig inn í svefninn ljúfi blær. Sorgmæddu hjarta er hvfldin jafnan vær. Draumgyðjan ljúfa ljá mér vinarhönd, og leið mig um þín töfraglæstu friðarlönd. (JónfráLjárskógum.) Trausti Guðmundsson. Það var margt um manninn á heimilinu á Heiði á Langanesi á uppvaxtarárum Ingimars Lárus- sonar. Systkinin urðu fjórtán sem app komust, og auk þess tóku for- eldrar hans að sér eitt fósturbam sem þau ólu upp sem sitt eigið. Og þar við bættust gestir og gang- andi, sem jafnan áttu vísa gistingu og góðan beina að gömlum og grón- um íslenskum sið, og var þá ekki gerður greinarmunur á vanda- bundnum og vandalausum, hvað þá að lagður væri fram reikningur fyrir veittan beina og þjónustu. Heiði á Langanesi var hlunn- indajörð. Róður var stuttur á gjöful fiskimið, reki á fjörum, æðarvarp gaf egg og dún, og einhver selveiði mun hafa verið stunduð til búdrýg- inda. Sjálft var landið grösugt og gott til heyskapar og beitar, enda snjólétt. Þarna var því mörg matar- holan og veitti ekki af, því marga þurfti að metta. Þarna elst Ingimar upp og verð- ur sjálfkrafa þátttakandi í alhliða daglegum störfum til öflunar lífs- viðurværis jafnóðum og aldur og þroski leyfir, svo sem tíðkaðist hér á landi í sveit og við sjó frá aldaöðli. Ingimar mun hafa verið um tví- tugt þegar foreldrar hans brugðu búi og fluttu inn á Þórshöfn, þar sem synir þeirra, einkum Jón og Ingimar, reistu þeim hús, og mun Jón hafa að mestu lagt fram fé til efniskaupa, en Ingimar vinnu við múrverk og trésmíðar. Upp úr því fór Ingimar að stunda vinnu sér til lífsviðurværis utan heimilis, í Vestmannaeyjum á vetr- arvertíð, en þess á milli hvaðeina sem til féll, einkum þó byggingar- vinnu ýmiss konar. Árið 1970, þá 48 ára að aldri, fluttist Ingimar til Reykjavíkur og réðst til Harðar Þorkelssonar bygg- GUÐRUN DAVÍÐSDÓTTIR Við ættum bara að þakka fyrir að hafa kynnst ömmu okkar, þó að samverustundim- ar síðustu árin væra stundum erfiðar, en aðrar samt góðar. Þó þökkum við, elstu bræðumir, sérstaklega fyrir að hafa hafa þekkt ömmu meðan hún var enn í leik og starfi og í minningunni um hana munum við muna hana t.d. þeysandi á Litla- Jarp eða við að mjólka. Áð lokum biðjum við misst hefur. Guð að styrkja alla fjölskylduna við Þessi setning leitar á huga okkar þennan missi. og líklega líka á aðra í fjölskyld- Systkinin á Grund, unni núna við fráfall ömmu okkar. Pétur, Jens, Guðrún og Guðjón. + Guðrún Davíðs- dóttir, hús- freyja á Grund í Skorradal, fæddist á Arnbjargarlæk í Þverárhlíð 6. októ- ber 1914. Hún lést á sjúkradeild Hrafnistu í Reykja- vík 18. október síð- astliðiiin og fór út- för hennar fram frá Hvanneyrarkirkju 28. október. MAÐUR veit aldrei hvað átt hefur fyrr en ingarmeistara og starfaði í hans þjónustu næstu tvo áratugina, eða svo lengi sem starfsþrek entist. Hjá Herði undi Ingimar vel hag sínum og minntist hann Harðar ævinlega síðan með hlýhug og þakklæti. Fáum áram eftir að Ingimar fluttist til Reykjavíkur lágu saman leiðir hans og Ástu systur okkar. Varð það þeim báðum gæfuspor og leiddi til þess að þau urðu föra- nautar það sem eftir var lífsleiðar hans. Hann hafði ekki kvænst áður né sjálfur eignast börn, en varð annar faðir börnum Ástu, sem þá var fyrir nokkrum árum orðin ekkja að fyrrí manni sínum látnum, og þeirra börnum ástríkur og hugul- samur afi sem þau mátu mikils og þar sem þau áttu ævinlega hlýju og skilningi að mæta. Ljúfar minn- ingar milda nú söknuð þeirra. Ingimar var maður hógvær og ljúflyndur. Störf sín vann hann í kyrrþey af alúð og samviskusemi. Hann var hjálpsamur og tillitssam- ur heimilisfaðir sem ekki táldi upp- vask og önnur heimilisstörf síður í sínum verkahring en konu sinnar. Þá var hann henn.i einnig ómetan- leg hjálparhella í erilsömu lækn- ingastarfí hennar, og ósjaldan var lagt upp í ferð út úr bænum og jafnvel austur yfír fjall að loknum venjulegum vinnudegi til að safna grösum, og um ljósar vornætur stóðu slíkar ferðir stundum fram á morgun. Af Ingimar stóðu engir stormar og engin ólga stafar af fráfalli hans. En lengi mun eima eftir af þeirri góðvild og manngæsku sem einkenndi líf hans. Um hann gætu átt við þau eftirmælaorð Bjarna Thorarensen að „ilmur horfinn inn- ir fyrst, hvers urtabyggðin hefur misst“. Andlát Ingimars átti nokkuð langan aðdraganda, og síðustu tvo mánuðina sem hann lifði lá hann á Landspítalanum, lengstum sár- þjáður. Veikindum sínum tók hann af sama æðruleysi og hugarró sem öðram áföllum lífsins, og innilega þakklátur var hann læknum, hjúkr- unarliði og öllu starfsfólki spítalans fyrir alúðlegt viðmót, góða að- hlynningu og umhyggju í þungbær- um veikindum. Ásta systir okkar og fjölskylda hennar hefur mikils misst, en ljúfar minningar milda sorgina og söknuðinn. Við systkini hennar og tengdasystkin vottum þeim innilega samúð á saknaðar- stund. Ingimar kveðjum við með fyrirheiti hans sem öllu ræður: „Þú góði og trúi þjónn, yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig. Gakk þú inn í fögnuð herra þíns.“ Tengdasystkinin. ERFÍDRYKKJUR P E R L A N sími 562 0200 Suöuiiandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 HELGI JAKOBSSON hófu búskap á Laugabóli í Tálkna- firði og bjuggu þar um 14 ára skeið. Þar fæddust börn þeirra. Þau bjuggu um tíma á Vind- heimum í sömu sveit, en fluttust til Patreksfjarðar árið 1948. Böm þeirra eru Ema, Ami, Rannveig, Ólöf og Jakob. Þau gengu auk þess Guðbjarti Einarssyni í for- eldrastað. Útför Helga fer fram frá Víði- staðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. + Helgi Jakobsson fæddist í Vatns- krók á Patreksfirði 2. janúar 1908. Hann lést á Borgar- spítalanum 23. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hans vom Jakob Krist- jánsson og Vigdís Gísladóttir frá Sel- árdal í Amarfirði. Systkini hans vom Kristófer, Armann, Kristján, Soffía, Una og Leó. Helgi kvæntist Láru Guðbjartsdóttur frá Stóra- Laugardal í Tálknafirði 1934. Lára lést 1986. Helgi og Lára FORELDRAR afa fluttust til Patreks- fjarðar um aldamótin. Þegar afí var þriggja ára gamall fluttist fjölskylda hans að Bakka í Tálknafírði. Afi okk- ar byijaði ungur að vinna fyrir sér og byijaði sjósókn aðeins 14 ára gam- all. Vinna við sjávarútveg var eftir það lifíbrauð hans. Afí og amma hófu búskap sinn á Laugabóli í Tálknafirði á 4. áratugnum, en tóku upp búslóð sína árið 1947 og fluttust til Patreks- fjarðar. Þau bjuggu lengst af í Urðun- um en byggðu sér síðan hús á Mýr- um, skammt frá fæðingarstað afa. Amma okkar lést árið 1986 og var það mikill missir fyrir afa því þó þau væru um margt ólík vora þau mjög samrýnd. Afi var mikill dugnaðar- og vinnuþjarkur og það var ekki fyrr en hann varð áttræður að hann ákvað að draga úr vinnu og hætti þá að vinna á laugardögum. Haustið 1991 hættir afi vinnu og flytur suður til Hafnarfjarðar. Snemma árs 1992 flytur hann á Skjólvang við Hrafn- istu. Þar sat hann ekki aðgerðalaus heldur var hann að við ýmiskonar tómstundir frá morgni til kvölds. Má þar nefna að hann lærði fyrst að synda þegar hann kom á Hrafnistu og var eftir það daglegur gestur í lauginni. Það er okkur minnisstætt hvað hann var hreykinn þegr hann hætti að notast við sundkútana. Hol- Útfararstofa Kirkjugardanna Fossvogi Sími 551 1266 umar á minigolfvellinum voru honum mjög hugleiknar sem og ýmiskonar handavinna. Við heimsóttum afa og ömmu mörg sumur á æskuárum okkar og dvöldum stundum hjá þeim sumar- langt. Ótal minningar eigum við frá Patreksfirði og eru þær allar jafngóð- ar og skemmtilegar. Það var mikil upplifun fyrir okkur borgarbörnin að kynnast atvinnu- og mannlífi staðar- ‘ ins. Umhverfíð var spennandi og við- kunnanlegt. Leiksvæðið teygði sig um fjallshlíðamar, sjávarsíðuna og bæjarstæðið. Við kynntumst afa okk- ar vel á þessu tímabili. Hann var sterkur persónuleiki, hvers mann hugljúfi og heyrðum við oft af því hve góður vinnuandi þótti vera í kringum hann. Hann var afskaplega hláturmildur og var stutt í kímnina hjá honum. Hann átti mjög auðvelt með að umgangast fólk og myndaði sérstaklega góð tengsl við yngri kyn- * slóðina. Afi hefur nú yfirgefið hið jarð- neska líf en hann skilur eftir sig fallegar minningar sem koma til með að fylgja okkur um ókomin ár. Elsku afi, við þökkum þér fyrir þær stundir sem við áttum með þér. Róbert, Guðrún og Tinna. Erfidrýkkjiir (íhusilt'g kaffi- hlaðhorc), fallegir salir og nijög goö |)jónusta Upplýsingar ísíma 5050 925 og 562 7575 fBr FLUGLEtÐIR IIÉTEL LOFTLEIim MHHBBEBG 'III ERHSDRYKIQAN Veislusalur Lágmúla 4, sími 588-6040 Islenskur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslejiskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. H i S. HELGAS0N HF ÍSTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 557 6677
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.