Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUIi 31. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Kosninga- klúður í Tanzaníu YFIRKJÖRSTJÓRN í Tanzaníu ógilti í gær kosningar, sem fram fóru í höfuðborginni á sunnudag en þær einkenndust af upplausn og óreiðu. Verða þær endurteknar í næstu viku. I átta kjördæmum á lands- byggðinni fór einnig margt úr- skeiðis en þar átti að kjósa áfram í gær eða í dag. Voru kjörstaðir alls 40.000 en víða vantaði bæði fulltrúa kjör- stjórnar og kjörgögn. Þetta voru fyrstu fjölflokkakosning- amar í landinu í 30 ár. Vopnasölu- brot í Bosníu NORSKA blaðið Aftenposten sagði í gær, að flogið hefði verið tvisvar sinnum með vopn til bosníska stjórnarhérsins við Tuzla í febrúar sl. Hefðu Bandaríkjamenn, flugmenn á eftirlitsflugvél, vitað af þessu broti á vopnasölubanninu en ekki þóst átta sig á því vegna „fjarskiptaerfiðleika". Sagði blaðið, að sænskir og danskir SÞ-hermenn hefðu farið á vett- vang til að kanna málið og snú- ið við þegar skotið var á þá. Breska sjónvarpsstöðin Chann- el Four sagði sl. föstudag, að vitað væri um margar vopna- sendingar til Tuzla. Banna Æðsta sannleika DÓMARI í Tókýó hefur úrskurðað, að söfnuðurinn Æðsti sann- leikur undir forystu Shoko Asahara hafi lagt á ráðin um morð með framleiðslu sinni á taugagasinu sarin. í framhaldi af þvi skipaði hann, að söfnuð- urinn skyldi leystur upp. Safn- aðarfólkið, sem er um 10.000, getur stundað sinn átrúnað en aðeins sem einstaklingar. Óöldí S-Súdan SKÆRULIÐAR í Súdan neit- uðu í gær, að stjórnarhermenn frá Úganda hefðu aðstoðað þá í nýrri'sókn gegn stjórnarhern- um. í yfirlýsingu frá sendiráði Súdans í Nairobi í Kenía sagði, að úgandískir stjórnarhermenn, búnir skriðdrekum og stórskot- aliði, hefðu ráðist inn í Súdan sl. miðvikudag og ráðist gegn súdönsku herliði á tveimur stöð- um. Var sagt, að miklir bardag- ar geisuðu og hefði forseti Úganda, Yoweri Museveni, skipað hernum að búast til frek- ari innrásar. Chirac ekki ákærður DÓMSTÓLL í Frakklandi hafn- aði í gær beiðni frá lögfræðingi um að Jacques Chirac forseti yrði ákærður vegna deilu um íbúð sem hann hefur leigt frá því hann var borgarstjóri París- ar. Lögfræðingurinn hélt því fram að fyrirtæki, sem er að hluta í eigu borgarinnar, hefði keypt íbúðina fyrir jafnvirði 130 milljónir króna til að koma í veg fyrir að Chirac missti hana eða þyrfti að greiða hærri leigu. ERLEIMT Reuter STUÐNINGSMENN palestínsku hreyfingarinnar íslamska jihad saka ísraela um að hafa myrt leið- toga sinn, Fathi Shqaqi, á Möltu á fimmtudag og hóta sjálfmorðsárásum á ísraela. Hér sjást nokkr- ir þeirra fyrir neðan borða með mynd af ísraelskri áætlunarbifreið, sem verið er að sprengja í loft upp. Helsti leiðtogi Jihad myrtur á Möltu Gaza, Jerusalem, Valletta. Reuter, The Da- ily Telegraph. ÍSRAELAR gripu til sérstakra ör- yggisráðstafana á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu í gær vegna ótta við að palestínska hreyfingin ísl- amska jihad (heilagt stríð) hefndi fyrir það að leiðtogi hennar, Fathi Shqaqi, var myrtur á eynni Möltu á fímmtudag. Stuðningsmenn Jihad halda því fram að Mossad, ísraelska leyniþjónustan, beri ábyrgð á tilræð- inu. ísraelar ákváðu að hækka aldur palestínskra verkamanna, sem hleypt yrði til ísraels frá Gaza, úr 30 árum í 35 og hleypa ekki stúdent- um eða bifreiðum frá Gaza til ísra- els. Enn fremur var ákveðið að eng- inn Palestínumaður fengi að fara frá Jerúsalem og Vesturbakkanum til Gaza. Þessar ráðstafanir sigldu í kjölfar- ið á hótunum Jihad um að gera „hvern síonista, hvar sem er á jörð- inni, að skotmarki" sjálfsmorðsárása hreyfingarinnar. Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels, sagði að slíkar hótanir væru ekkert nýtt. Kvaðst hann ekki sýta það að Shqaqi væri allur. ísraelar hafa hins vegar engu svarað spurn- ingum um það hvort þeir hafí staðið að baki morðinu á Shqaqi. Tveir menn á vélhjóli skutu Shqaqi til bana með fimm skotum í höfuðið ísraelar grípa til öryggisráð- stafana í kjölfar hótana fyrir utan hótel hans í Valletta á Möltu á fímmtudag og þykir ljóst að atvinnumenn hafi verið á ferð. í upphafi var talið að þar hefði verið Líbýumaður á ferð, Ibrahim Shawesh að nafni, en á sunnudag staðfestu yfirvöld á Möltu að Shawesh hefði verið dulnefni og Shqaqi væri hinn látni. Shqaqi var á leið til Damaskus í Sýrlandi frá Líbýu, þar sem hann átti viðræður við_ Muammar Gaddafí. íslamska jihad hefur barist gegn friðarsamkomulagi ísraela og Pal- estínumanna ásamt hreyfingunni Hamas, en þykir herskárri. Fleiri sjálfsmorðsárásir hafa verið gerðar á vegum Hamas, en sú hreyfíng hefur þó sest að samningaborðinu við Frelsissamtök Palestínu (PLO) um að hætta vopnuðum árásum og taka þátt í kosningum í upphafi næsta árs. Jihad útilokar allt slíkt og hefur myrt að minnsta kosti þijá- tíu ísraela frá þvi að ísraelar og PLO skrifuðu undir bráðabirgðasamning- inn um sjálfstjórn Palestínumanna árið 1993. Andvígur tilvist ísraels „Ég vil raunverulegan frið,“ sagði Shqaqi í samtali við ísraelska sjónvarpið í maí 1994._„Raunveru legur friður þýðir að ísrael verði ekki Iengur til.“ Shqaqi fæddist í Rafah-flótta- mannabúðunum í Gaza árið 1952 og varð síðar kennari í Jerúsalem. Hann lærði læknisfræði í Egypta- iandi og starfaði við lækningar í þijú ár í Jerúsalem áður en hann var handtekinn árið 1983. Þegar hann var látinn laus tók hann til við lækningar í Gaza á ný þar til. hann var rekinn úr landi til Líban- on árið 1988. Hann var leiðtogi og einn stofnenda Jihad fyrir um það bil 15 árum. Kona hans, Fathieh Shqaqi, kvaðst hafa átt von á því að gert yrði tilræði við mann sinn, en ít- rekaði að hann hefði ekki komið nálægt hernaðararmi Jihad. Ramadan Abdullah, sem var einn stofnenda Jihad, hefur tekið við forystu hreyfingarinnar af Shqaqi. Hermt var að hreyfingin hefði vitað að Shqaqi væri allur á fimmtudag, en haldið því leyndu í tvo daga meðan eftirmanns hans var Ieitað. Rannsaka æxlun í þyngdar- leysi London. The Daily Telegraph. TIL stendur að gera tilraunir úti í geimnum til að kanna hvort menn og plöntur fjölga sér fremur í þyngdarleysi en ella. Hafa bandarískir vís- indamenn fengið sem svarar 9 milljónum ísl. kr. til verk- efnisins frá NASA, banda- rísku geimvísindastofnun- inni. „Á löngum geimferðum kynni það að skipta höfuð- máli að geta tryggt þungun hjá konum og það að plöntur myndi frjó,“ segir Joseph Tash, prófessor við Lækna- deild Kansasháskóla. Fjörugar sæðisfrumur Þýskir vísindamenn gerðu einnig tilraun með frjóvgun í geimnum fyrir nokkrum árum er þeir mynduðu sæði úr nautgripum sem skotið var út í geim. Svo virtist sem sæðisfrumurnar sveifluðu „hala“ sínum hraðar og köst- uðu „hausnum" meira til en undir venjulegum kringum- stæðum og væru því frjórri en venjulega þar sem hreyf- ingin eykur líkurnar á því að sæðisfrumunum takist að fijóvga egg. I fyrirhugaðri tilraun, sem hefst á næsta ári, munu geimfarar rannsaka hreyf- ingu sæðisfruma úr ígulker- um en þeim svipar að mörgu leyti til sæðisfruma manna. „Þegar par elskast á jörðu niðri eru líkurnar á þungun um 20%. Fyrri rannsóknir á sæðisfrumum ígulkera, sem við hyggjumst endurtaka, benda til þess að í þyngdar- leysi aukist möguleikarnir á þungun verulega. Plöntur framleiði súrefni í ferðum geimfara til ann- arra pláneta þar sem þeir hygðust nema land, myndu þeir vilja að það væri tryggt að þeir gætu eignast börn,“ segir Tash. Þá leggur hann einnig áherslu á mikilvægi þess að hægt sé að rækta plöntur í löngum geimferðum til að framleiða súrefni og draga úr koltvísýringi. Valdabaráttan fyrir kosningarnar í Rússlandi og veikindi forsetans Ráðgjafar Jeltsíns óttast um sinn hag Moskvu. The Daily Telegraph, Reuter. HÁTTSETTUR ráðgjafi Borís Jelts- íns Rússlandsforseta, Sergej Medvedev, sagði í gær að heilsa forsetans, sem liggur á sjúkrahúsi vegna hjartaáfalls, hefði ekki versn- að en hann myndi ekki taka á móti gestum, að sögn fréttastofunnar Interfax. Margir velta því fyrir sér hvort nánustu ráðgjafar Jeltsins hyggist beita örþrifaráðum, jafnvel beita valdi, til að fresta forsetakjöri á næsta ári. Erfitt er þó að ímynda sér ð þeir geti treyst á stuðning hersins sem er í fjársvelti og fullur heiftar í garð ráðamanna. Eiginkona Jeltsíns, Naína, er við sjúkrabeð forsetans. Fyrirhuguðum opinberum heimsóknum hans til annarra landa hefur verið frestað en embættismenn Jeltsíns segja hann samt fullfæran um að stjóma og ekki hafi verið rætt hvort Viktor Tsjernomýrdín forsætisráðherra tæki við þar til Jeltsín næði sér. Ljóst þykir að veikindi Jeltsíns, sem er 64 ára gamall, valda nú miklum taugatitringi í Kreml. For- setakosningar eiga að fara foam á næsta ári. Talið hefur verið að Jelts- íns væri staðráðinn að bjóða sig fram til endurkjörs þótt kannanir hafi sýnt að hanni standi höllum fæti og vitað sé að eiginkona hans vilji að hann dragi sig í hlé og það jafnvel strax. Breyttir tímar Flestir stjórnmálaleiðtogar segja að Jeltsín muni ekki geta boðið sig fram til endurkjörs og óvissan er því mikil nú í Rússlandi. „Megnið af hinu nýja stjórnkerfi landsins var búið til af Jeltsín og, hvort sem það var ætlun hans eða ekki, fyrir Jelts- ín. Hverfi hann á braut gæti kerfið hrunið," sagði dagblaðið Kommers- ant. Á Sovétskeiðinu voru leiðtogarnir oft svo veikir og hrumir síðustu árin að þeir vissu hvorki í þennan heim né annan en þessu var leynt eftir föngum. Frægt er að Leoníd Brezhnev var eiliær og gat undir Iokin ekki gengið óstuddur, hann var því aðeins „sýndur" stöku sinn- um. Nú eru aðstæður breyttar í Rúss- landi, Jeltsín verður að geta háð kosningabaráttu og þá eru engin grið gefin, jafnvel þótt ráðameann í Kreml misnoti áhrif sín til að múlbinda marga fjölmiðla. Nánustu ráðgjafar Jeltsíns eru Alexander Korzhakov, er annast öryggismál embættisins, og Viktor Iljúshín, aðalráðgjafi forsetans. Fari svo að kommúnisti eða þjóð- ernissinni verði forseti óttast þessir menn og fleiri háttsettir embættis- menn að verða gerðir ábyrgir fyrir ýmsum meintum „afbrotum“ Jelts- íns, þ. á m. upplausn Sovétríkj- anná, árásinni á þingið 1993 og stríðinu í Tsjetsjníju. Þeir vita að þeir eiga allt sitt undir því að forsetinn verði áfram við völd og hafa reynt að sporna við því að Tsjemomýrdín verði gerð- ur að arftaka. Ráðgjafarnir hafa beinlínis reynt að grafa undan Tsjernomýrdín síð- ustu vikur og mánuði og fengu Jeltsín til að hrósa opinberlega manni sem gæti orðið skæður keppinautur Tsjernomýrdíns, Júrí Skokov. Hann á helst stuðning meðal áhrifamanna í her og her- gagnaiðnaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.