Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA Tyrkir vænta mikils af tollabandalagi Ankara. Reuter. TYRKNESKIR kaupsýslumenn vænta mikils af tollabandalagi Tyrk- lands við Evrópusambandið, sem gengur í gildi um næstu áramót ef Evrópuþingið samþykkir samninga þar um. Utanríkisráðherrar ESB- ríkjanna og Tyrklands hittust á fundi í gær, þar sem gengið var frá ýmsum tæknilegum atriðum vegna sam- komulagsins. Verndaðar atvinnugreinar í Tyrk- landi, á borð við járn- og stáliðnað, olíu- og bílaiðnað, óttast að þær muni ekki standast evrópskum keppi- nautum snúning eftir að tollamúrar hafa verið rifnir niður. Talið er að tyrkneska ríkið tapi tolltekjum að upphæð um þrír milljarðar ecu á ári er tollabandalagið hefur tekið gildi. Á móti fá Tyrkir hins vegar aðstoð frá ESB til að auðvelda þeim aðlögun að fijálsum viðskiptum. Talið er að þessir styrkir og lán geti numið 2,5 milljörðum ecu eða um 210 milljörð- um íslenzkra króna. Aðrar atvinnugreinar telja hins vegar tollabandalagið munu færa sér ný tækifæri. Þar á meðal eru vefnað- arvöruiðnaðurinn, sem telur sig geta tvöfaldað útflutning, gler- og keramikiðnaður. Tyrkneskir íjárfestar hafa í aukn- um mæli fært út kvíarnar til hinna nýju ríkja í Mið-Asíu og Kákasus og vænta mikils af samstarfí við evr- ópska fjárfesta á þeim slóðum. Þá búast Tyrkir við aukinni erlendri fjár- festingu vegna tollabandalagsins, bæði af hálfu fyrirtækja innan ESB og.fyrirtækja utan sambandsins, sem geta nýtt ódýrt vinnuafl í Tyrklandi, ásamt hindrunarlausum aðgangi að Evrópumarkaðnum. Tyrkir vinna nú að því að setja í lög ákvæði, sem banna stuld á einka- leyfum og brot á evrópskum höfund- arréttarlögum, auk þess sem verið er að koma upp samkeppnisráði og ljúka gerð nýrrar tollskrár. Fleiri skilyrði af hálfu EÞ? Enn eru þó hindranir í vegi fyrir því að tollabandalagið verði að veru- leika. Tyrkland samþykkti í síðustu viku að breyta löggjöf um vamir gegn hryðjuverkum, aflétta ýmsum höml- um á tjáningarfrelsi og láta pólitíska fanga lausa, til að mæta skilyrðum Evrópuþingsins. Fréttaskýrendur telja þó að margir Evrópuþingmenn telji ekki nóg að gert og að Evrópu- þingið muni kreflast enn róttækari breytinga til að tryggja lýðræði og mannréttindi í Tyrklandi, áður en atkvæðagreiðsla um tollabandalagið fer fram á þinginu í desember. Hvað verður um Bierregaard? Kaupmannahöfn. Morgnnbladið. í EYRUM Dana hefur orðið „dag- bók“ alveg sérstaka skírskotun þessa dagana. Þegar Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra hóf ræðu sína á danska alþýðusam- bandsþinginu um helgina með því að lesa upp úr dagbók sinni duld- ist engum hverjum skensið væri ætlað. Dagbók Ritt Bjerregaard fulltrúa í framkvæmdasljórn ESB er enn efst á blaði í Danmörku og gleymist ekki um á næstunni. Margir velta því fyrir sér hvað hafi vakað fyrir Bjerregaard með bókaútgáfunni og hver staða henn- ar verði eftir að starfstímabil henn- ar í Brussel rennur út 1999. Þegar Bjerregaard flutti til Brussel sagðist hún ætla að halda sam- bandinu við kjósendur í Danmörku. Hún byij- aði því fijótlega á að skrifa rabbgreinar, svolítið í stíl dagbókar, og gera stuttar vídeó- myndir í vinsælan nátt- úrulifsþátt danska sjónvarpsins. Greinarnar vöktu ekki mikið umtal, en auðvitað var eftir þeim tekið og einnig þar sagði hún frá líf- inu bak við tjöldin á kumpánlegan og kannski ögn sjálfsupptekinn hátt. Þar með kom hún að nokkru á móts við skráargataáráttuna, nefnilega löngun eftir að sjá hvað gerist í raun bak við tjöldin, án þess þó hún segði frá nokkru sem ekki mátti spyrjast út. I dagbók Bjerregaards fær les- andinn að fylgja höfundinum upp í rúm með blöðrubólgu, sest með að snæðingi, þegar Sören eigin- maður Bjerregaard hefur matreitt spergil og lambalæri með kerfli, sultað apríkósur og möndlur eða borið fram annað lostæti. Fram- kvæmdasljórnarmaðurinn rekur ekki trúnaðarmál, en bókin er full af sjálfsupptekinni frásögn af höf- undi og mati hans á málunum. Ef lesandi hefur ekki því meiri áhuga á þeim efnum er bókin nokkuð þreytandi lesning sem fyllir tutt- ugu stórar dagblaðssíður. Ritt, Bjerregaard hefur svo oft valdið fjaðrafoki í dönskum stjórnmáhim að það er orðinn fast- ur liður fyrir danska blaðamenn að spá í frama hennar eftir síð- ustu hræringar. í þetta skipti er þó erfítt að ímynda sér að hún eigi sér viðreisnar von, þegar ráðn- ingartímanum í Brussel lýkur 1999. Santer hefur glögglega gefið í skyn að hún verði ekki hreyfð til nú. Spurning er hvað verður næst þegar hræringar verða í kringum hana, því hún væri ekki hún sjálf, ef ekki gerðist eitthvað meir. Hvað hún sjálf var að hugsa með bókarskrifunum veit enginn með vissu. Sumir álíta að hún hafi viljað auka vinsældir sínar. Aðrir benda á að sjálf skilji hún örugglega ekki í öllu uppistand- inu, fremur en áður og álíti sig hafa verið að gera það sem hún ætlaði sér, nefnilega að veita al- menningi innsýn inn í starfið innan ESB á hreinan og beinan hátt. Á heimavelli hafa leiðandi stjórnmála- menn úr flestum flokkum fordæmt' bókarskrifin, jafnt flokkssystkin og and- stæðingar. Kjósendur eru þó sennilega á annarri skoðun, því samkvæmt skoðana- könnunBerlingske Tidende um helgina taka þeir framtakinu vel. Möguleikar hennar á að silja áfram eftir ráðningartímann eru líklega takmarkaðir og flokkur hennar mun vart leggja mikið á sig að finna annaðverðugt emb- ætti handa henni. í þetta skiptið virðist hún hafa gengið rækilega fram af þorra stjórnmálamanna, sem annars hafa getað fyrirgefið mikla eyðslu hennar sem ráð- herra, risaíbúð í Kaupmannahöfn og staðaruppbætur vegna búsetu á Fjóni, gagnrýni á bótaþjóðfélag jafnaðarmanna og ráðherraeftir- laun, líka af því að hún er sá stjórnmálamaður, sem í kosning- um fær einna flest persónuleg atkvæði. Vaxandi vinsældir meðal almennings og dvínandi vinsældir meðal flokksbræðra gætu hins vegar valdið einhveijum heila- brotum, þegar kemur að því að finna handa henni næsta starf. Nálgast má dagbók Bjerre- gaard á alnetinu en netfangið er http://www.cybercity.dk./bjer- regaard/home.html ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995 25 Skafðu Iog skemmtu þér með „Happ í Hendi" Fáðu þér skafmiðann „Happ í Hendi" í næstu sjoppu. Þú getur unnið ^milljónir strax... Byrjaðu að skaf ...auk fjölda annarra vinninga. í cÉlv' *., —; Samvinnuferúir Lantlsýn JAPISS Wm srfðu á þáttsrm með Hemma Horfðu á sjónvarpsþáttinn „Happ í Hendi" með Hemma á hverju föstudagskvöldi í Sjónvarpinu. Þú gætir unnið glæsilegan aukavinning á skafmiðann þinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.