Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ v. FRÉTTIR Anton Rúnarsson, ellefu ára, beið grafinn í fönn í fjóra klukkutíma Morgunblaðið/Ámi Sæberg GARÐAR horfir stoltur á Rúnar bróður sinn sem hann hefur heimt úr helju. Hugsaði um að ég væri kannski að deyja Andlát BRAGI SIGUR- JÓNSSON BRAGI Siguijónsson, fyrrum ráð- herra, lést 29. október sl. á Pjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri, á 85. aldurs- ári. Bragi var fæddur 9. nóvember 1910 að Einarsstöðum í Reykdæla- hreppi í Suður-Þingeyjarsýslu. Bragi lauk stúdentsprófi frá MA 1935, að loknu kennaraprófí, og varð eand. phil. frá HÍ 1936. Hann fékkst við kennslu 1936-47, en varð þá tryggingafulltrúi við sýslumannsemb- ætti Eyjafjarðarsýslu og bæjarfógeta- embættið á Akureyri til 1964; Hann starfaði sem útibússtjóri Utvegs- banka íslands 1964-79. Bragi sat lengi í bæjarráði og bæj- arstjóm og var forseti hénnar 1967-70. Hann var þingmaður 1967-71 og 1978-79. Hann var í fjár- veitinganefnd og varð forseti efri deildar 1978 en sagði sig frá því starfí vegna ágreinings um stefnu ríkis- stjómarinnar í efnahagsmálum. Hann var iðnaðar- og landbúnaðarráðherra í ríkisstjóm Benedikts Gröndals 1979-80. Bragi gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir Alþýðuflokkinn og í nefndum og félagasamtökum. Hann sendi frá sér margar ljóðabækur, þar á meðal ljóðasöfnin Hver er kominn út? (1947), Hraunkvíslar (1951), og Und- ir Svörtuloftum (1954), safn smá- sagna og þýðingar. Hann ritstýrði tímaritinu Stígandi og vikublaði Al- þýðumannsins. Bragi kvæntist eftirlifandi eigin- konu sinni Helgu Jónsdóttur 1936, en fímm böm þeirra hjóna em á lífi, og auk þeirra átti Bragi tvo drengi. Flateyri. Morgunbladid. „ÉG VAR hræddur. Ég vissi ekki hvort það tækist að bjarga mér. Ég hugsaði um að ég væri kannski að deyja,“ sagði Anton Rúnarsson sem bjargaðist úr snjóflóðinu sem féll á Flateyri eftir að hafa legið grafinn í fönn í fjóra klukkutíma. Anton, sem er aðeins 11 ára, er kominn heim til foreldra sinna á Flat- eyri. Anton dvaldist á heimiii föðurbróður síns, Brynjólfs Garðarssonar, nóttina sem sryó- flóðið féll vegna þess að foreldr- ar hans voru í Reykjavík. Yngri systkini hans voru hjá ömmu sinni, sem býr neðar á eyrinni. Fimm voru í húsinu þegar siyó- flóðið féll á Hjallaveg 4. Húsið er gerónýtt, en allir sem í því voru komust lifandi úr flóðinu. Ég kramdist upp að vegg sem féll yfir mig „Ég vaknaði upp við drunur og einni eða tveimur sekúndum síðar kom snjórinn inn í her- bergið og ég kramdist upp að vegg sem féll síðan ofan á mig. Ég gat ekkert hreyft mig fyrir neðan mitti. Ég reyndi að grafa með höndunum, en það gekk ekki því að siyórinn var svo harður og þéttur. Það var næst- um ómögulegt að færa hann til.“ Anton sagði að gler hefði stungist inn í annan fótinn. Siyórinn hefði legið mjög þétt að sér og þess vegna hefði hann átt erfitt um andardrátt. Hann sagðist þó aldrei hafa misst meðvitund þann tíma sem hann beiðí siyónum. „Ég reyndi að kalla á hjálp en fékk ekkert svar. Ég vissi ekkert hvað hafði orðið um þau hin fyrr en seinna þegar ég heyrði bróður hans pabba öskra á mig. Ég vissi þá að það var allt í lagi með hann, en frétti ekki fyrr en seinna hvað hafði orðið um hina.“ Anton sagði að sér hefði liðið betur eftir að hann hefði heyrt í föðurbróður sínum og öðrum björgunarmönnum. Mjög erfitt var fyrir björgunarmenn að losa um Anton vegna þess að milliveggur úr tré hafði fallið ofan á hann. Hann var skorðað- ur undir spýtu, sem björgunar- menn neyddust til að saga í sundur. Anton var flujtur á sjúkrahúsið á ísafirði þar sem hann hitti síðan foreldra sína, Rúnar Garðarsson og Petrínu Konráðsdóttur. Fékk glerbrotí fótinn Anton gengur við hækjur, en hann marðist mjög mikið og er því talsvert lerkaður. Hann fékk glerbrot í annan fótinn og sauma þurfti saman skurð ófan við hnéð. Hann hruflaði sig einnig talsvert á höndum þegar hann barðist um og reyndi að losa snjó frá andlitinu. Anton kemur þó til með að ná sér. Anton var spurður hvort hann hefði eitthvað hugsað um hættuna af siyóflóðum áður en þetta gerðist. „Já, svolítið. Ég fann fyrir dálitlum ótta þegar ég horfði á sjónvarpsþáttinn hans Eiríks Jónssonar og maðurinn sagði að náttúruhamfarirnar á Vest- fjörðum væru ekki búnar. Þá var mjög vont veður úti og ég hugsaði talsvert mikið um þetta þegar ég fór að sofa og sofnaði ekki alveg strax," sagði Anton. Afleiðingar óveðursins sem gekk yfir landið í síðustu viku Tjón RARIK 210 milljónir króna TJÓN Rafmagnsveitna ríkisins í óveðrinu sem gekk yfír landið í síðustu viku nemur um 210 millj. króna, samkvæmt upplýsingum tækni- deildar RARIK, en mikið tjón varð á rafmagns- línum vegna ísingar og hvassviðris þegar línur lögðust niður. í þessum tölum er ekki tekið til- lit til tjóns Landsvirkjunar vegna vesturlínu né heldur þess tjóns sem varð á raflínum á Vest- fjörðum, en þær tilheyra Orkubúi Vestíjarða. Tjón á línum er talið nema rétt um 200 millj- ónum króna og að auki bætast við 10 milljónir vegna keyrslu á díselrafstöðvum. Langmest varð tjónið á Norðausturlandi, 170 millj., á Norðvest- urlandi, um 20 millj. og á Vesturlandi, um 10 millj. Bæði er um það að ræða að rafmagnsstaur- ar hafí brotnað og lagst á hliðina eða skekkst. Brotnir staurar teljast vera 273, fallnir 173 og að auki hafa á milli 500 og 600 staurar skekkst. Mest á þremiir svæðum Tjónið varð mest á þremur svæðum norðaust- anlands, í Aðaldal, þar sem um 80 staurar brotn- uðu, í Kelduhverfi, þar sem 54 staurar brotnuðu og á línunni milli Kópaskers og Þistilfjarðar þat' sem 50 staurar brotnuðu og 50 féllu á hliðina. i Til samanburðar varð til þessa mesta tjón á raflínum RARIK í óveðri sem gekk yfir í janúar ) 1991. Þá brotnuðu 525 staurar á svæðinu frá ) Austur-Húnavatnssýslu og til Norður-Þingeyjar- sýslu, en þá varð tjónið mun meira á vestan- verðu Norðurlandi. Síðan hafa tæplega 200 kíló- metrar í raflínum verið lagðir í jarðstreng, með- al annars á því svæði. Bjargráðasj óður stendur illa sök- um niðurskurðar LITLIR fjármunir eru til í Bjarg- ráðasjóði, en sjóðnum er m.a. ætl- að að bæta fjárskaða bænda. Tal- ið er að á annað þúsund fjár hafí drepist í óveðrinu í síðustu viku og töluverður fjöldi hrossa. Sjóður- inn á að bæta 2/3 af matsverði fjár. Þórður Skúlason framkvæmda- stjóri Bjargráðasjóðs segir að búið sé að ráðstafa fjármunum úr al- mennri deild sjóðsins. Hann segir eðlilegast að ríkið standi við að greiða til sjóðsins lögbundin fram- lög en þau hafí verið skorin niður ár frá ári. Gert er ráð fyrir því í fjárlagafrumvarpi næsta árs að framlag til Bjargráðasjóðs verði ekki greitt. Ríkið hefur ekki greitt í sjóðinn Sjóðurinn skiptist í almenna deild og búnaðardeild. í almennu deildina greiða sveitarfélögin og á ríkið að leggja fram jafnháa upp- hæð á móti. Ríkið hefur hins veg- ar ekki greitt í sjóðinn síðustu ár. Framlög sveitarfélaganna í sjóðinn eru um 18 milljónir kr. á ári. Al- menna deildin bætir tjón á fast- eignum og Iandi af völdum nátt- úruhamfara ef menn hafa ekki getað tryggt sig gegn þeim. Til að mynda er ekki hægt að tryggja sig gegn tjóni af völdum snjó- þunga. Einnig hefur Bjargráða- sjóður bætt sveitarfélögum eignir sem skemmast af náttúruhamför- um en sveitarfélögin geta ekki tryggt, t.a.m. götur. Súðavík fékk bætt slíkt tjón á þessu ári upp á 8,5 milljónir kr. Hluti af söluverði landbúnaðar- vöru rennur til búnaðardeildar. Búnaðardeiidin bætir búfjárskaða sem verður vegna náttúruham- fara. „Það eru frekar til peningar í búnaðardeildinni. Reyndar eiga líka að koma framlög í búnaðar- deildina úr ríkissjóði en þau hafa ekki skilað sér í seinni tíð,“ sagði Þórður og vildi ekki fullyrða neitt um hvort sjóðurinn gæti bætt fjár- skaða bænda að undanfömu því ekki væri búið að meta tjónið. Morgunblaðið/Þorkcll Kisturnar fluttar suður TÓLF kistur, með líkum 15 manns sem fórust í siyóflóðinu á Flat- eyri, voru fluttar til Reykjavíkur á sunnudag. Fokker-vél Landhelg- isgæslunnar sótti þær til ísafjarð- ar. A Reykjavíkurflugvelli báru björgunarsveitarmenn kisturnar frá borði og lögregla stóð heiðurs- vörð. Kisturnar voru fluttar í Fossvogskapellu, þar sem haldin var bænastund fyrir aðstandendur um kvöldið. Þá voru tvær kistur í viðbót fluttar suður í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.