Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KAREN GUÐJÓNSDÓTTIR + Karen Guðjóns- dóttir fæddist 5. janúar 1901 að Skúmstöðum á Eyr- arbakka. Hún and- aðist á Sjúkrahúsi Suðurnesja 23. október sl. Foreldr- ar Karenar voru Guðjón Jónsson, f. 6. jan. 1860, d. 23. des 1934, og Guð- rún Vigfúsdóttir, f. 10. sept. 1872, d. í sept. 1959. Karen var þriðja elst af níu systkinum. Hún var gift Axel Sigurbjörnssyni, f. 14. apríl 1895, d. 21. júní 1959. Þau eignuðust átta börn. Þau eru: 1) Hulda, f. 14. októ- ber 1928, gift Steindóri Sigur- jónssyni og eiga þau þrjú börn. 2) Vilborg, f. 6. október 1930, gift Rögnvaldi Sigurðssyni, eiga þau fjögur börn. 3) Valdi- mar, f. 10. apríl 1932, kvæntur Öldu Sveinsdóttur, eiga þau þrjú börn. 4) Guðbjörn, f. 12. febrúar __ 1934, kvæntur Önnu Lísu Kjartansdóttur og eiga þau tvö börn. 5) Jórunn, f. 14. apríl 1936, gift Guðmundi Guð- laugssyni, eiga þau sex börn á lífi en misstu eitt. 6) Giss- ur, f. 28. júlí 1938, giftur Rögnu Jó- hannsdóttur, eiga þau þrjú börn. 7) Óskar, f. 23. desember 1941, giftur Asdísi Jóhannesdóttir, þau eignuðust fjögur börn en misstu einn dreng. 8) Grétar, f. 2. desember 1943, d. 15. sept- ember 1991. Hann eignaðist einn son. Útför Karenar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14.00. í DAG kveð ég ömmu mína, ömmu Karen með bláu augun og mildina alla. Hún amma óttaðist ekki lífið og því hræddist hún heldur ekki dauðann. Sjálfsagt myndu margir segja að amma hefði verið hvunn- dagshetja þó aldrei væri neinn hvunndagur þar sem amma fór. Hún var aldamótabarn en um leið nútímakona og hugrökk. Þegar amma bjó hjá okkur er ég var bam áttum við okkar bestu stundir und- ir stóru englamyndinni hennar ömmu, þar kúrði ég og hún sagði mér sögur, ævintýri og ljóð. Ævin- ' týrin þar sem karlssonur og kóngs- dóttir að lokum náðu saman eða kænskubrögðin í öðrum ævintýrum eins og í ævintýrinu um Ásu, Signýju og Helgu sagði amma fram í sagnaþulastíl. Þá var hún eins og amman í sögunum nema aldrei nokkurn tíma gekk hún í peysuföt- um. Henni fannst þau ekki falleg. Ljóðin hans Davíðs Stefánssonar kenndi hún mér að meta. Síðan kom sagan um móðurina sem var svo mikill einstæðingur að hún neyddist til að bera út bamið sitt sem hún mælti fram í sérstökum tón og við urðum báðar amma mín og ég hryggar og klökknuðum báðar þegar útburðurinn kallaði á móður sína í ' kví kví, kvíddu ekki því því, ég skal lána þér duluna mína, duluna mína til að dansa í í. Á eftir svona sögum ræsktum við okkur dálítið báðar tvær og sagnakvöldið endaði á gleði- sögu. Amma var trúuð og kenndi mér bænirnar og ekkert var eins gott eins og að líða inn í svefninn með ömmu sér við hlið. Þetta var amma. Amma var aldamótakona hún þurfti snemma að ala önn fyrir sjálfri sér. Skólanám kom ekki til greina. Hún kynnist afa og flytur að sunnan norður á Hjalteyri við Eyjaijörð. Þar býr amma með afa og bömunum sínum átta í Knúts- . ^húsi. Aldrei heyrði ég ömmu kvarta ' eða tala um basl og þrælkun. Þó veit ég að hún varð aldrei rík af veraldlegum auð. Sögur af Hjalt- eyri voru skemmtisögur um lífs- gleðina og orkuna og kraftinn í íjöl- skyldunni. Amma reri til fiskjar með afa og bömin tóku vitaskuld til hendinni um leið og þau gátu. En um strit var aldrei talað. Bara glettin atvik og fegurðina í Eyja- firði. Og ekki má gleyma fegurð- inni í ljóðum Davíðs Stefánssonar. Tæplega sextug verður amma ekkja, það er á þeim tíma sem ég man fyrst eftir ömmu. Amma var þá nútímakona. Hún flytur suður um leið og síðasti fuglinn hennar, hann Grétar, er flogin úr hreiðrinu. Og hvað gerir manneskja eins og amma sem á sína drauma? Hún lætur þá rætast með þeim ráðum er hún kann. Draumar ömmu voru t að ferðast, hitta fólk og sjá sig um í hinum stóra heimi. Ég held að hún hafi verið heimsborgari í sér. Féll alls staðar vel til þar sem hún var, gekk að öllu með opnum huga. Hún hafði ekki efr.i á að setjast á skóla- bekk og læra erlend tungumál. Hún tók því á það ráð til að svala út- þránni að ráða sig til íslenskrar fjöl- skyldu í Svíþjóð. Siglir út alveg „vita mállaus" eins og hún sagði sjálf og alveg viss um að allt færi vel. Jákvæðni og bjartsýni fylgdi henni alltaf. Bréfín hennar ömmu og myndir af Svíþjóð glöddu okkur og fyllti alla sem áttu ömmu að stolti. Við barnabörnin sögðum þeg- ar við vorum spurð um ömmu að amma væri au-pair í Svíþjóð. Amma var líka góður félagi. Hún tók mark á og hlúði að þeim bömum er nálægt henni voru. Það kom fyr- ir að mér fannst ég búa við ein- hveija óviðráðanlega og óyfirstíg- anlega þröskulda og leitaði til ömmu sem einhvem veginn hafði lag á að lækka þessa þröskulda þannig að létt reyndist að stíga yfír þá. Þetta gerði hún aðeins með nokkrum setn- ingum, sérstökum hljóm í röddinni og fasi sem fyllti mig öryggi og blés í mig baráttuanda. Þegar ég var að alast upp vom ekki til neinir lögbundnir frídagar sjómanna. Það kom því fyrir að faðir minn var úti á sjó um jól. Þau jól er faðir minn var í burtu kom amma og var með okkur systkinun- um og mömmu um hátíðirnar og einhvem veginn varð pabbi okkur nær og allt varð bærilegra. Amma var spíritisti, trúði á annað líf og englumlíkar vemr er gættu að mannanna bömum. Hún var góð vinkona Þórdísar og Hafsteins mið- ils og til Einars á Einarsstöðum leit- aði hún ef eitthvað bjátaði á í fjöl- skyldunni. Ég faldi mig stundum er Hafsteinn miðill og Dísa komu í heimsókn og amma skildi ekkert í mér. Hún vissi Sem var að ég var mannblendin. Þegar hún fór að ganga á mig trúði ég henni fyrir því að fyrst þessi maður gæti séð dáið fólk þá hlyti hann einnig að sjá hvað ég hefði verið að hugsa þennan dag og þær hugsanir væm mér ekki til framdráttar. Þá var ömmu skemmt en fullvissaði mig um að böm væm með hreint hjarta og all- ir menn væm góðir. Menn þyrftu bara að hlynna að kærleikstrénu í sér, þá væri guð með manni. Og þetta „lífsmottó" hafði amma. Hún kynntist sorginni og vissi að sorgin er systir gleðinnar. En með ástina að vopni gæti maður allt og trúað get ég að móðurástin sé sterkust. Amma var sterk eins og fjall er yngsti sonur hennar veiktist og var ekki hugað líf. Þá bað hún þess að fá að lifa son sinn því hún vildi gefa honum styrk sinn þar til yfir lyki. Henni varð að ósk sinni, 91 árs gömul stóð hún yfír moldum sonar síns, hún bognaði en brotnaði ekki. Nú situr hún amma með englum guðs í Paradís, þeim afa, Grétari og Nirði litla bamabarni sínu. Amma mín með bláu fallegu augun og mild- ina alla. Hafðu þökk fyrir allt. ElísabetGuðbjörnsdóttir Það er undarleg tilfmning að kveðja í hinsta sinn. En eitt sinn verða allir menn að deyja og þann- ig er því nú farið með hana ömmu mína sem nú er látin á nítugasta og fímmta aldursári. Ömmu Karen, eins og við bamabömin og síðan bömin okkar vomm vön að kalla hana, verður erfítt að kveðja. Hún var búin að lifa langa ævi og upp- lifa miklar breytingar á leið sinni í gegnum lífíð. Á langri ævi lifa menn bæði gleði og sorg. Amma missti mann sinn fyrir aldur fram og einnig mátti hún sjá á eftir syni og síðan bamabami og það tók meira á hana en nokkur orð fá lýst. En henni ömmu tókst svo vel að tileinka sér allt það jákvæða og hún hafði öðlast svo mikinn þroska og skilning á lífínu. Hún var víðsýn og réttsýn og með hæversku sinni snart hún hvern þann sem henni kynntist. Já, það er ekki ofsögum sagt að maður minnist hennar ömmu Karenar með lotningu. Fyrstu kynni mín af ömmu eru fremur draumkennd, svona í fjarska. Amma Karen var fína kon- an með hattinn sem kom í heimsókn suður með sjó og henni fylgdi fram- andi og hátíðlegur blær. Hún var eins og þjóðhöfðingi þegar hún kom í bæinn. í fyrstu var mér það ráð- gáta hvar hún bjó, því að hún var mikið á ferðalögum og vann við hin ólíklegustu verkefni. Mér hafði ver- ið sagt að á yngri árum hefði hún verið þema á einum af Fossunum og hún hafði alltaf gaman af því að ferðast. Hún var svo klár hún amma og svo sjálfstæð. Manni þótti það svo ofur eðlilegt þegar hún, fyrir u.þ.b. tuttugu og fímm ámm, fór sem „au pair“ til Svíþjóðar, þá um sjötugt. Já, það blundaði alla tíð í henni ömmu ævintýraþrá og áhugi á því að kynnast heiminum frá hinum fjölbreyttustu sjónar- hornum. Það held ég að hún amma hefði þegið að fara til Túnis með honum frænda sínum sem fór nú á sjötugsafmælinu sínu, þó hún léti þau orð falla að hann mætti passa sig á að verða ekki gleyptur úti í hinni stóru Afríku. Þegar amma var um áttrætt flutti hún suður. Þá var hún búin að skipta sér systurlega á milli flestra bamanna, hafði búið í Kópa- voginum og síðan í Fossvoginum og þá fluttist hún norður á Húsa- vík, -þar sem hún dvaldi um tíma, auk þess sem hún flakkaði á milli og heimsótti bömin og bamabömin víða um land. Þegar ég minnist hennar ömmu þá á ég erfítt með að tengja hana við aldur. Fyrir mér var amma hvorki ung né gömul. Hún var svo- lítið óvenjuleg amma, sem tók sjálf- stæðar ákvarðanir og lét ekki aðra segja sér hvað var viðeigandi og hvað ekki. Ég man hvað mér þótti það skondið þegar hringt var til ömmu og henni boðið elliheimilis- pláss fyrir örfáum ámm og hún kvaðst þurfa að hugsa málið því það væri ekki alveg tímabært. Hún var hinsvegar að hugsa um hús- næði á Eyrarbakka sem var í bygg- ingu. Þetta lýsir því best hvað hún amma var framsýn. Hún sat ekki við orðin tóm en flutti fyrir nokkrum árum á Eyrarbakka, þar sem hún fæddist og dvaldi þar um tíma á elliheimilinu nýbyggða. Að mínu mati var þetta ákvörðun vitrar og lífsreyndrar konu að fara aftur á æskustöðvamar til að eyða ævi- kvöldinu. Mér fannst þetta í anda ömmu. Það sem hinsvegar amma tók ekki með í reikninginn var að hún var ekki tilbúin til að setjast í helgan stein og slíta samskiptunum við það líf og fjör sem fylgdi lífínu suður með sjó. Hvað aldurinn varðar þá gerði ég mér fyrst grein fyrir því hvað hún amma var gömul þegar hún fór að fara i athvarfið núna síðustu árin. Ekki þar fyrir að henni fannst hún aldrei eiga heima innan um gamalmenni en þegar ég spurði hana eitt sinn hvort þetta væri ekki skemmtilegur félagsskapur, játti hún því en sagði svo á sinn sposka hátt að hún gæti svo sem hæglega verið móðir þeirra flestra. Þá áttaði ég mig fyrst á því hversu mörg ár hún amma átti að baki. Það verður erfítt að sætta sig við það að amma Karen sé ekki lengur til staðar til að grípa í spil með yngstu fjölskyldumeðlimunum eins og hún var vön að gera. Hún hafði svo góð áhrif á ungviðið og gaf sér svo góðan tíma til að tala við bamabarnabömin sem eflaust hafa flest öll lært að spila ólsen ólsen hjá ömmu Karen. Það er með trega í hjarta sem ég skrifa þessar línur. En skynsem- in segir mér að mál sé að linni. Síð- asta árið var ömmu erfítt en hún átti við banvænan sjúkdóm að stríða. Oft sagði hún að hún þyrfti bara að geta skipt um líkama, því eins og við öll vissum var sálin í stakasta lagi og hugurinn og hjartað á sínum stað. Hún hélt sinni reisn og sinni léttu lund fram að hinstu stundu. Nú er hún komin yfir erfiðið og henni líður vel. í huga mínum lifir minning um hana ömmu Karen, fínu + Arnoddur Gunnlaugsson fæddist á Gjábakka í Vest- mannaeyjum 25. júní 1917. Hann lést í Vestmannaeyjum 19. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Landa- kirkju 28. október. ELSKU afí minn! Það er erfitt að lýsa því í orðum hvað þú varst mér mikils virði. Þær voru margar stundirnar sem við áttum saman og það er svo skrýtið að hugsa til þess að nú ertu bara farinn, alveg farinn. En nú eigum við margar yndislegar minningar um þig sem við gleymum aldrei. Efst í huga mínum eru allar ævintýraferðirnar sem við áttum með þér, allar sjóferðimar, fjöru- ferðirnar og þegar þú tókst okkur krakkana í höfðahelli að skoða; þá var hann miklu stærri. Það var svo oft sem þú fórst með okkur eitt- hvert og það fannst okkur svo gam- an. Þær voru sko skemmtilegar stundirnar úti_ í náttúmnni með ykkur ömmu. Ég vissi meira þá um eyjuna en ég veit núna. Lundapysjusagan var ein af uppáhaldssögunum mínum, ég veit ekki hvað þú last hana mörgum sinnum fyrir okkur og aldrei feng- um við leið á henni, við vorum allt- af tilbúin að hlusta á hana aftur og aftur, því þú sagðir hana svo skemmtilega. Elsku afí, þú varst svo góður við okkur og vildir allt fyrir okkur gera. Einn af þínum góðu kostum var að þú hafðir gaman af því að grínast og spauga og kannski stríða pínulít- ið og þegar ég hugsa um Gjábakka- þrjóskuna, sem leyndi sér ekki, þá get ég ekki annað en brosað, þú varst svo yndislegur. Elsku afi minn, ég sakna þín svo mikið en mér finnst svo gott að vita að nú ertu hjá Jesú og þar er ekki til sársauki, veikindi né sorg. + Ósvaldur Gunnarsson fæddist á Seyðisfirði 7. júní 1936. Hann lést af slysförum 8. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigs- kirkju 17. október. VIÐ viljum aðeins með nokkrum orðum minnast hans Ósa, pabba hennar Silju vinkonu okkar. Við munum best eftir honum þegar við vorum litlar og vorum alltaf heima hver hjá annarri. konuna með hattinn, konuna sem fór sínar eigin leiðir. Hún sem var okkur öllum svo kær. Sveindís Valdimarsdóttir. Kveðja til langömmu Kvæðið um fuglana Snert hörpu mína himinboma dís, svo hlusti englar pðs í Paradis. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka smiðjumó. í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Þeir geta sumir synt á læk og tjöm, og sumir verða alltaf lítil böm. En sólin gyllir sund og bláan fjörð og sameinar með töfram loft og jörð. Ég heyri í Qarska villtan vængjaþyt. Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinboma dis og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson) Anna Lísa, Óskar, Ingibjörg, Guðbjörn og Jónas. Elsku besta amma mín, ég votta þér svo innilega samúð mína, drott- inn blessi þig og þú veist að Jesús elskar þig og styrkir í þinni sorg, hann er alltaf hjá þér. Elsku mamma mín, ég sam- hryggist þér og drottinn blessi þig og alla aðra ættingja og vini. Anna Stefanía. Klukkan 12 að kvöldi fimmtu- dagsins 19. október er við bræðurn- ir vorum lagstir til hvílu hringir síminn. Móðir okkar svarar, fréttin um að afí okkar væri látinn hafði borist okkur. Maðurinn sem lífs- gleðin skein af, maðurinn sem alltaf vildi hjálpa og alltaf fékk mann til að hlægja, maðurinn sem alltaf var til staðar. Var það ekki lengur, hann var farinn yfir móðuna miklu. Þótt afí væri búinn að vera veik- ur undanfarið og legið á spítala vissum við ekki að þetta gæti gerst, að þessi sterki og yndislegi maður og mest af öllu afi okkar, gæti dáið, því bjóst maður ekki við. Afi hafði þá eiginleika að alltaf leið okkur vel hjá honum. Þó við stæðum við hlið hans í 30 stiga frosti væri okkur samt hlýtt því hann væri hjá okkur. Hann var allt- af reiðubúinn að hjálpa. Standa við bakið á okkur og kenna okkur og alltaf var hann að kenna okkur. Er við gerðufn eitthvað rangt þá leiðrétti hann það strax. Þannig var afi, alltaf til staðar. Nú er hann farinn og skilur eftir mikið tómarúm í sálu okkar. Við munum alltaf sakna hans, en þótt hann sé í raun dáinn lifir hann enn. Þótt við höfum ekki vitað hve mikilvægur lífí okkar hann afi var vitum við það nú. Maður veit oft ekki hvað maður hefur átt fyrr en maður hefur misst það. Silja var alltaf rosalega mikil pab- bastelpa og nutum við allar góðs af því hvað hann var bamgóður. Oft fengum við að tjalda í garðinum hjá þeim og líka fara með í ferðalög og vorum alltaf velkomnar á heimil- ið hjá þeim Ósa og Svanhildi. Elsku Silja, við vottum þér og ljölskyldu þinni okkar innilegustu samúð. Megi guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Bryndís B., Bryndís G. og Helga María. ARNODDUR GUNNLA UGSSON Gunnlaugur Erlendsson, Pétur Freyr Erlendsson. OSVALDUR GUNNARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.