Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.10.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995 37 „Allavegana“ EG GLEÐST þegar ég sé menn ófeimna við að láta skoðanir sínar á þrykk út ganga. Ekki síst þegar þær varða mitt hjart- ans mál sem er ís- lenskan. Helgi Hálf- danarson hefur verið manna ötulastur við svona skoðanaviðring og kann ég honum ævinlega bestu þakkir fyrir - þótt við séum ekki alveg alltaf á einu máli. Ógjarnan vildi ég Samt fara á mis við Berglind pistlana hans. Steinsdóttir Föstudaginn 29. sept. sl. las ég hins vegar í Morgun- blaðinu ofanígjöf eftir annan rit- mann og tök henni fagnandi. Ég verð að vísu að viðurkenna að ég er ekki hálft eins viðkvæm og Það er ekki lengi gert að fjarlægjast svo uppruna sinn, segir Berglind Steins- dóttir, að hann verði illþekkjanlegur. Hallgrímur Helgason fyrir þessum atgervisflótta forsetninganna. Satt best að segja veiti ég honum næsta litla eftirtekt. Þeim mun glaðari er ég yfir árvekni Hallgríms. Ég er nefnilega miklu viðkvæm- ari fyrir fjölmörgum öðrum ofbeld- isverkum á tungumálinu. Varla þarf að nefna ambögur eins og þágufallssýki, óskýrmæli, hvernig orðum er skipt ranglega á milli lína, óhóflega notkun hástafa (að bandarískum sið), rangar skamm- stafanir og ranga uppsetningu á dagsetningu (9/29 95) - vegna þess að ég veit að hér á ég mörg skoðanasystkini. En stundum líður mér eins og ég sé ein að hrópa í eyðimörkinni, t.d. þegar ég segi og skrifa „þótt“ eða „þó að“ þegar aðrir skrifa bara „þó“ sem sam- kvæmt minni máltilfinningu merk- ir bara „samt“. Eins þegar ég nota „allavega“ sem „á alla mögulega vegu“ en læt það ekki merkja „að minnsta kosti“ eins og allir þeir sem ég treysti best til að vanda mál sitt. Jafnvel mætur kennari minn í Háskólanum breytti „allavega" hjá mér í „alls kyns“. Þá fannst mér fokið í flest skjól og „allavega“-ið mitt tók að' visna, svona skelfing nær- ingarlaust. Ég á núna því láni að fagna að umgang- ast daglega börn á „efra máltökuskeiði“, þ.e. unglinga (12-13 ára). Þetta fólk er allavega en þó upp til hópa skemmtilegt, hug- myndaríkt og málgefið. Þetta fólk gerir talsvert af viðteknum mál- og stafsetningarvillum. Það er af- sakanlegt; þau eru enn að læra. Ætlunin er auðvitað að samræma aðgerðir og útrýma þessum villum. En áður en til þess kemur þarf að útskýra fyrir þeim hver akkur okk- ur öllum er í því að tala sama tungumál með sem allra minnstum frávikum. Það er ekki lengi gert að fjarlægjast svo uppruna sinn að hann verði illþekkjanlegur. Við viljum vera ein þjóð í einu landi með eina tungu - eða þannig hef- ur mér fundist að vera íslending- ur. Ég er svolítið viðkvæm. Þess vegna er ákallið hans Hall- gríms í föstudagsblaðinu eins og vökvun fyrir móðurmálshjartað mitt. Eyðimörkin er vitanlega ekki án vinjar. Höfundur er með BA-gráðu í ís- lensku. Öj Dömuhaustfatnaður, í M stórnr stærðir. I “ Tösku-, slæðu- og hattaúrval. ■ Nýjar sendingar. Hár;x. Ðpryði V "*■ y Sérversl ____-'Borgarkringlun Sérverslun órgarkringlunni, s. 553-2347. Oddgeir Gylfason tannlæknir og læknir Hef opnað tannlæknastofu í Brautarholti 2 (JAPIS), 3. hæð. Viðtalstími eftir samkomulagi. sími 551 1088. AÐSENDAR GREINAR Hugleiðingar um geðheilbrigðismál ALÞJÓÐADAGUR geðsjúkra hinn 10. október er kominn til að vera hér á íslandi eins og í öðrum löndum og er það vel. Þakka ber þeim sem stuðluðu að því. Utandag- skrárumræður urðu á Alþingi þennan dag og vakin var athygli á málefnum geðsjúkra, einkum bama og ung- linga. Undirrituð var á þingpöllum - á meðan þessar umræður stóðu yfir og vill þakka Ástu Ragnheiði Jóhannes- dóttur, alþingismanni, fyrir góðan málflutning svo og öðrum þing- mönnum sem tóku þátt í umræð- unni. Orð eru til alls fyrst. Vandamálin i geðheilbrigðismál- um íslendinga eru mörg og mikil. Síðustu tvo áratugi hefur mikið áunnist, húsakotur geðdeilda verið bættur og mannafli sem sinnir geð- sjúkum aukist verulega. Undirrituð hefur starfað á geð- deildum frá 1968 og hefur því fylgst vel með þróun mála. Mestu úrbæt- urnar fýrir geðsjúka tel ég vera byggingu geðdeildar Landspítalans við Ei- ríksgötu, því um leið var viðurkennt að geð- veiki sé sjúkdómur sem ekki þarf að skammast sín fyrir og vel þurfi að hlúa að geðsjúkum ekki síður en öðrum sjúklingum. Sparnaður í heil- brigðisþjónustu er nauðsynlegur og vissu- lega eru stjórnendur hjúkrunarþjónustu á geðdeild Landspítalans tilbúnir að taka þátt í þeim spamaði og höf- um við vissulega gert það. En nú keyrir um þverbak og loka verður deildum í stórum stíl á sumrin. Endurhæfingardeildir eru einnig lokaðar árið út. Maður sér að það sem áunnist hefur er unnið fyrir gýg og kemur niður á næsta ári í auknum kostnaði vegna endur- innjagna. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, alþingismaður, lagði aðaláherslu á barna- og unglingageðdeildir sem vissulega þurfa stuðning okkar all- an en heildaryfirsýn yfir geðdeildir er nauðsynleg. Niðurskurðurinn Margrét Sæmundsdóttir hefur komið mjög hart niður á lang- veikum sjúklingum sem þurfa stöð- uga aðhlynningu. Tilflutningur aldraðra sjúklinga á elliheimili er vissulega nauðsyn- legur nú í niðurskurðinum en er oft sársaukafullur fyrir sjúkling, að- standendur og starfsfólk en oft er þetta líka til góðs. Sárast er að þurfa að loka langvistarrúmuni eða lítilli endurhæfingardeild sem þjálf- aði sjúklinga til að flytja út í samfé- Verði fleiri deildum lokað, segir Margrét Sæmundsdóttir, flyst vandi geðveikra til aðstandenda og þjóðfélagsins. lagið og var þeim kennt að lifa við skerta starfsgetu saman í íbúð. Síð- astliðin 10 ár hafa verið útskrifaðir þaðan 10 sjúklingar sem búið var að þjálfa og búa nú bærilegu lífi 3 og 4 saman í íbúð. Þau lærðu að þykja vænt hveiju um annað og styðja hvert annað í eðlilegu um- hverfi þrátt fyrir mikla fötlun. Gam- an er að sjá árangurinn, mun ham- ingjusamari einstaklinga sem njóta sín og gera það sem þeir geta. Þessi 4 heimili eru gott dæmi um hvað hægt er að gera. Að sjálfsögðu þarfnast þessi hópur mikils stuðn- ings hjá faghópum. Oft er fjárhag- urinn líka þröngur hjá þeim. Undirrituð er leið og sár yfir að búið er að koma í veg fyrir að fram- hald geti orðið á þessari endurhæf- ingu vegna sparnaðar. Haldi svo fram sem horfír þarf fyrr en varir að loka fleiri deildum. Þá flyst vandi hinna geðveiku til aðstandenda og þjóðfélagsins í enn meira mæli en orðið er en kemur þó verst við sjúk- linga sem ekki geta borið hönd fyr- ir höfuð sér vegna veikinda sinna. Höfundur er týúkrunarfram- kvæmdastjóri. 6) BRUNO MAGLI Nýkomin sending - / - x" ■" STEINAR WAAGE SKÓVERSL símar 568 9212,551 Ókeypis morgunj óga 1.—10. nóvember Góð byrjun d góðum degi Fyrst þú ferð hvort eð er í vinnuna, því ekki að vakna klukkustund fyrr og næra sjálfan þig. Morgunjóga býr þig undir daginn með því að hita upp líkamann, mýkja hann og vekja upp orkuna f honum. Jógateygjur, öndunaræflngar, hugkyrrð og slökun. Mánudaga til laugardaga kl. 7.30—8.30. Leiðbeinendur: Áslaug Höskuldsdóttir, Jón Ágúst Guðjónsson og Kristín Norland. Mánudaga og fimmtudaga kl. 10.30—11.30. Leiðbeinandi: Hulda G. Sigurðardóttir. Morgunkort: 3.300 kr. Mánaðarkort: 3.890 kr. tilboð til 9. desember. Byrjendanámskeið verður 13.—29. nóvember mán./mið. kl. 20—22 Jógastöðin Heimsljós Armúla 15, 2. hæð, sími 588 4200, kl. 17-19 öOA A IÓGASTÖÐIN HEIMSLJÓS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.