Morgunblaðið - 03.11.1995, Síða 7

Morgunblaðið - 03.11.1995, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1995 7 FRÉTTIR Stærsti hákarls- hjallur í heimi „ÞETTA er stærsti hákarlshjallur á Islandi. ísiendingar eru þeir einu sem verka hákarl þannig að þetta hlýtur að vera stærsti hákarls- hjallur í heimi,“ sagði Oskar Frið- bjarnarson, hákarls- og harðfisk- verkandi í Hnífsdal, þegar hann sýndi Morgnnblaðinu hákarlshjall- inn. Óskar er stærsti hákarlsfram- leiðandi á íslandi, en í hjallinum hanga núna uppi rúmlega sjö tonn af hákarli. Óskar hefur verkað hákarl í 15 ár. Hann sagði að talsverðan tíma hefði tekið fyrir sig að ná tökum á verkuninni enda væri hákarl ótrúlega viðkvæm vara. Lykilatr- iðið væri að byija ekki að hengja hann upp fyrr en í ágúst - septem- ber því hann skemmdist í hitum. Óskar sagði að gæði þess hákarls sem væri á markaðinum væru mjög misjöfn. Hann sendi hins vegar aldrei á markað annað en fyrsta flokks vöru. Óskar sagðist fá hákarl alls staðar af landinu. Mest hefði hann fengið árið 1983 þegar sjómenn hefðu fært sér 53 stykki. Guð- björgin frá Isafirði hefði þetta ár einu sinni komið með 17 stykki úr einni veiðiferð. Hann sagði að Morgunblaðið/Árni Sæberg ÓSKAR Friðbjarnarson skoðar hákarlinn i stærsta hákarlshjalli í heimi. eftir að dró úr grálúðuveiði hefði minna af hákarli borist á land. Hákarl er tískuvara Óskar sagði að hákarl væri tískuvara og ungt fólk væri mjög áhugasamt um að smakka á hon- um. Það væri ekki þannig að há- karl væri fyrst og fremst étinn af eldri kynslóðinni. Hún hefði ekki alist upp við hákarlsát eins og sumir héldu. Sjálfur sagðist hann t.d. ekki hafa borðað hákarl í sínu ungdæmi. Þó að hákarlshjallur Óskars sé stór og mikið sé af hákarli í honum er þó miklu meira sem gengur af. Aðeins um 12% af hákarlinum eru nýtt. Á þessu ári fékk Óskar um 60 tonn af hákarl, en ekki hanga nema um sjö tonn í þjailinum. Bara hausinn á hákarlinum vegur yfir 25% af heildarþyngd hans. Volvo 440/460 er besti kosturinn aö mati langflestra þeirra sem kaupa bíl af millistærð. Volvo hefur nefnilega veriö mest seldi bíllinn í þessum flokki í þrjú ár! Volvo 440/460 er á ótrúlega góöu veröi en eftir sem áður færðu allt sem Volvo stendur fyrir. Ríkulega búinn bíl, öryggisútbúnað eins og hann gerist bestur, áreiðanleika, endingu umfram flesta bíla og ekki síst umhverfisvænan bíl en Volvo hefur lagt mikla áherslu á þann þátt í framleiðslu sinni. BRIMBORG FAXAFENl 8 • SlMI 515 7000 Verð frá: 1.498.000 VOLVO BIFREIÐ SEM ÞÚ GETUR TREYST Öruggurá ' 9 toppnum í þrjú ár!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.