Morgunblaðið - 03.11.1995, Side 24

Morgunblaðið - 03.11.1995, Side 24
24 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1995 LISTIR Sápa þrjú og hálft frumsýnd í Kaffileikhúsinu í kvöld SIÐLEYSI, banvænt grænmeti, ástir, veitingahúsarekstur, af- brigði, skemmtikraftar, Elvis Presley og Harry Klein eru meðal þess sem ber á góma í gamanleikritinu Sápu þrjú og hálft eftir Eddu Björgvinsdótt- ur, sem frumsýnt verður í Kaffi- leikhúsinu í Hlaðvarpanum í kvöld. Sápa þijú og hálft er tileink- uð Kaffileikhúsinu sem varð ársgamalt á dögunum og gerist leikurinn í afmælisveislunni. Edda gefur söguþráðinn hins vegar ekki upp. „Þjóðin verður að leggja leið sína í Kaffileik- húsið til þess að upplifa Sápu þrjú og hálft á eigin skrokki." Sápur Kaffileikhússins hafa átt góðu gengi að fagna en þetta er sú þriðja í röðinni. Auður Haralds skrifaði þá fyrstu og Ingibjörg Hjartardóttir og Sig- rún Oskarsdóttir þá næstu í sameiningu og nú er komið að Eddu að skapa skopið. Leiksljóri verksins er Sigríð- ur Margrét Guðmundsdóttir en leikendur eru Edda Björgvins- dóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Kjartan Bjargmundsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson. Allir hafa þessir landskunnu listamenn ákveðnu hlutverki að gegna í sýningunni en er á köflum gef- inn laus taumurinn í túlkun sinni. Þá mun óvæntur gestur, sem ekki kemur úr röðum leik- ara, láta að sér kveða í Sápunni. Göldrótt stemmning Að sögn Eddu verða leikar- arnir hins vegar ekki í aðalhlut- verki í sýningunni, heldur áhorfendur. Það sé því að veru- legu leyti undir þeim komið hvernig til takist hveiju sinni. „Stemmningin í Kaffileikhúsinu * Ahorfendur í aðalhlutverki HRUND: A ég að henda honum út? GARÐAR: En af hveiju geltirðu þá? HEIDI: Willkommen í Hlaðvarpi und Kaffileikhús. SVANSY: Þið eruð öll... á niðurleið! _______L*______ HRÓÐMAR: Nei, mjaaaaá! LEYNIGESTUR: Virkar alltaf! er svolítið göldrótt og það er freistandi að virkja áhorfendur enda eru þeir bókstaflega í fanginu á leikurunum meðan á sýningu stendur.“ Samkvæmt þessu ættu áhorf- endur að vera við öllu búnir. „Kosturinn við að Ieika í Kaffi- leikhúsinu er sá að áhorfandinn kemst ekki hjá því að vera þátt- takandi í sýningunni,“ segir Sig- ríður Margrét. „Þess vegna myndast þar stemmning sein þekkist ekki í hefðbundnu leik- húsi.“ Höfundur og leikstjóri segja að Sápa þijú og hálft hafi tekið umfangsmiklum breytingum á æfingaferlinu. „Það er óhætt að segja að verkið hafi tekið heljarstökk fljólega eftir að við byijuðum að æfa,“ segir Edda. „I miðjum klíðum, eða í sjálfri afmælisveislu Kaffileikhússins, leyfðum við okkur síðan að hafa forsýningu með áhorfendum, sem er nokkuð sem íslensk leik- hús geta yfirleitt ekki leyft sér. Eftir þá sýningu tók verkið aft- ur stökkbreytingu. Allt var þetta til bóta.“ En eru stakkaskiptin að baki? „Við erum komin með ákveðinn grunn sem við munum vinna út frá en að líkindum verður ein- hver blæbrigðamunur á sýning- unum,“ segir Edda og Sigríður Margrét bætir við að það sé eðli gamanleikrita að þróast og breytast meðan á sýningum stendur. „Þau eru eins og ný- fætt barn á frumsýningu en þroskast síðan og dafna. Fólki er því óhætt að sjá verkið oftar en einu sinni.“ Islandsbanki í Lækjargötu styrkti gerð Sápu þijú og hálft og kann Kaffileikhúsið for- svarsmönnum hans bestu þakk- ir fyrir. Nýjar bækur Málshættir o g orðtök ÚT ERU komnar tvær bækur eftir _ Sölva Sveinsson, íslenskir málshættir með' skýr- ingum og dæmum og ný útgáfa bókarinnar íslensk orðtök með skýringum og dæmum, sem koiú út fyrir tveim- ur árum. Bækurnar fást bæði stakar og einnig saman í öskju. í bókunum er fjallað um mikinn fjölda orð- taka, málshátta og spakmæla, sem eru ríkur þáttur íslenskrar tungu. „Bókunum er ekki aðeins ætlað að auðvelda fólki að auðga mál sitt og öðlast skilning á því, heldur og að stuðla að réttri með- Sölvi Sveinsson ferð þess, Höfundurinn skýrir hér málshættina og orðtökin, segir frá upprunalegri merkingu þeirra og lýsir þeim aðstæðum sem þau eru sprottin upp við. Jafn- framt eru gefin dæmi um notkun þeirra í daglegu nútímamáli11, segir í kynningu. Útgefandi er Iðunn. í bókunum er fjöldi skýringarteikninga eftir Brian Piikington. Bókin íslensk orðtök er 225 bls. og íslenskir málshætti 247 bls. Verð hvorrar bókar um sig er 3.880 krónur en saman í öskju kosta þær 7.760 kr. Ljóð um missi ástvinar KOMIN er út ljóðabókin Hlér eftir Hrafn Andrés Harðarson. Hlér er ljóðaflokkur 35 ljóða. I kynningu segir að Ijóðin fjalli um „veðrar- brigðin sem verða í sál manns við sáran missi ástvinar, fárviðri, reið- ina, bítandi frost sorg- arinnar, staðvinda saknaðar og hægsef- andi blæbrigði árstíða, dags og nætur og töfra- lækningu tímans. Um lognið í auga storms- ins.“ Hrafn Harðarson í bókinni eru auk þess 8 sönglög Gunnars Reynis Sveinssonar við ljóðin, en tónskáldið hefur samið alls 14 lög við Hlé. Útgefandi er Sjálfs- útgáfuforlagið Andb- lær. Bókin er 83 síður og myndskreytt a f Grími Marinó Steindós- syni, sem gerði og kápu- mynd. Stensill vann bókina og fæst hún hjá höfundi og í bókabúð- um. Hún kostar 1.240 kr. Reuter Fjölmenn Aida MYND úr lokaatriði óperunnar Aidu eftir Guiseppe Verdi, sem frumsýnd var í „Deutschland Halle“ í Berlín í gærkvöldi. Sviðs- myndin er gríðarstór og mikill fjöldi manna og dýra tekur þátt í uppfærslunni. Eru söngvarar og aukaleikarar um 1.000 en ekki fylgdi sögunni hversu mörg dýrin eru. Þá hefur myndarlegum Sfinx verið komið fyrir á sviðinu enda sögusviðið Egyptaland hið forna. MORGUNBLAÐIÐ MYND eftir Gígju. Gígja sýnir í Stoldi- hólmi NÚ stendur yfir myndlistarsýn- ing Gígju Baldursdóttur í Fé- lagsheimili íslendinga í Stokk- hólmi, en hún var opnuð 21. október síðastliðinn. Þórólfur Stefánsson gítar- leikari lék tónlist eftir Jón Ás- geirsson og Hector Villa Lobos og Ljótur Magnússon formaður menningarnefndar Landsam- bands íslendingafélaganna í Svíþjóð kynnti Iistamennina. Sýningin er styrkt af menn- ingarnefnd Landsambandssins og henni lýkur sunnudaginn 5. nóvember. Menning- arhátíð í Flórens í FLÓRENS á Ítalíu hefur ár- lega undanfarin sjö ár verið haldin menningarhátíð, nefnd „Intercity FestivaT1. Megintil- gangurinn með hátíðinni er að kynna leikhúsverk frá hinum ýmsu löndum. Hátíðin er ávallt kennd við höfuðborgir viðkom- andi Ianda og hafa fulltrúar frá New York, Moskvu, Stokk- hólmi, Búdapest, Montreal, Madríd og Lissabon tekið þátt í henni. Nú hefur Reykjavíkurborg verið boðið að senda fulltrúa á þessa hátíð á næsta ári sem þá verður nefnd „Intercity Reykjavík". Borgarráð hefur samþykkt að taka þátt í verkefninu og fyrirheiti um milljón króna framlag hefur verið vísað til frekari meðferðar borgarritara. Vilyrði hefur fengist fyrir að Flugleiðir muni veita afslátt á farmiðum fyrir þátttakendur og Þjóðleikhúsið mun greiða Taunakostnað fyrir þá starfs- menn sem hugsanlega fara á þess vegum. Anna Margrét Guðjónsdóttir ferðamálafulltrúi Reykjavík- urborgar hefur unnið að undir- búningi þessa máls í samvinnu við menntamálaráðuneytið, Flugleiðir og Pétur Einarsson formann Félags íslenskra leik- stjóra. Kvikmynd um vörn Moskvu í TILEFNI þess að fyrr á árinu voru liðin 50 ár frá lokum síð- ari heimsstyijaldarinnar voru nokkrar kvikmyndir sem sóttu efni til stríðsáranna sýndar í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10 í mars og apríl síðastliðnum. Nú verður þessi þráður tekinn upp aftur í nóvember og desember. Fyrsta myndin er „Ef heim- ilið er þér kært“, kvikmynd gerð 1967 undir stjórn V. Or- dynskís og verður hún sýnd sunnudaginn 5. nóvember kl. 16. Meðal höfunda tökurits myndarinnar var blaðamaður- inn og rithöfundurinn Konst- antin Simonov. Myndin fjallar um vörn Moskvu í stríðinu. Skýringar með myndinni eru á dönsku. Aðgangur er ókeypis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.