Morgunblaðið - 03.11.1995, Side 50

Morgunblaðið - 03.11.1995, Side 50
50 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1995 Má bjóða þér í tónleika- og óperuhallir erlendis? MORGUNBLAÐIÐ Beinar útsendingar á Rás 1 í vetur: Annað hvert mánudagskvöld. Síðasta föstudagskvöld í mánuði BOKHALDSKERFI FYRIR NOVELL, NT OG WORKGROUPS NETKERFI gl KERFISÞRÓUN HF. 01 Fákafeni 11 - Sími 568 8055 I DAG SKAK Umsjón Margclr Pétursson K I N G A Vinn ngstölur miðvikudaginn: 01.11. 1995 (auka) j VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING m63,6 5 11.600.000 5 af 6 LS+bónus 0| 5af 6 10 4 af 6 n 3 af 6 CZI+bónus Aðaltölur: 19j^22y(^44 BÓNUSTÖLUR [jjflvinningur: fr°r til Noregs, Danmerkur, Svíþjóðar og UPPLÝSINGAR, SÍMSVARI 568 1511 EÐA QRÆNT NR. 800 6511 — TEXTAVARP 453 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR Finnlands K I N G A imm Vinningstölur miðvikudaginn: 01.11.1995 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING m — 4 35.050.000 C% 5 af 6 CŒ+bónus 1 2.603.330 0 5af6 12 50.470 0 4af6 504 1.910 3 af 6 f J+bónus 2.065 190 Aðaitölur: BÓNUSTÖLUR (íí )(26)(3Í; Heildarupphæð þessa viku 144.763.960 á ísl.: 4.563.960 UPPLÝSINGAR, SÍMSVARI 568 1511 EÐA GRÆNT NR. 800 6511 — TEXTAVARP 453 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR SWvinningur: for til Noregs, Danmerkur og Finniands Ábendingar á mjólkuriimhúðum, nr. !4 af 60. Viltu ís, BJörn? Böm og unglingar eru dugleg við að finna nýjar leiðir til að leika sér að máli. Hér em nokkur dæmi um tvíræðar setningar: •rwl \ „Hefur þú séð kú . fí reka stígvél?" 5 ' Á „Ég fékk ost en ® hinir sultu!" „Er þetta te, Ketill?“ „Bestu kveðjur. Ásta, Barði, bömin.“ íslenskan er fyrir fólk á öllum aldri! MJÓLKURSAMSALAN íslenskufrœðsla á mjólkurumbúðum er samstarfsverkefni Mjólkursamsölunnar, íslenskrar málnefndar og Málrœktarsjóðs. HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á lands- mótinu í skólaskák á Blöndu- ósi um daginn. Hjalti Rúnar Ómarsson( 1.525), Kópa- vogi, hafði hvítt og átti leik, en Sigurður Páll Steindórs- son (1.420), Reykjavík, var með svart. 16. Bxh7+! - Kxh7 17. Hh3+ - Kg8 18. Dh5 - f5 19. Dh7+ - Kf7 20. Dg6+ - Kg8 21. Rxe6 (Önnur leið til að máta var að setja hrókinn fyrir framan drottning- una: 21. Hh7 — Hf7 22. Dh5 og næst Hh8 mát) 21. - Bf6 22. exf6 og svartur gafst upp. Þessi skák var tefld í flokki nem- i " enda sem voru í 1—7. bekk grunnskóla síð- astliðinn vetur. Davíð Kjart- ansson úr Reykjavík sigraði örugglega í flokknum, en Hjalti Rúnar varð í öðru sæti. 58.000.000 Með morgunkaffinu ð'isl.: VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Jónína Gísladóttir VEIT einhver um Jónínu Gísladóttur sem bjó í Hörgshlíð 22 í Reykjavík 1965? Hjá henni bjó finnsk kona, Leena Sal- mela. Eru þeir sem kann- ast við Jónínu beðnir að hafa samband við Önnu Maríu í síma 464-3567. Tapað/fundið Munir tapast á göngudeild Borgarspítala ÞÚ SEM leggur leið þína inn á göngudeild Borgar- spítalans á Hvítabandinu vikulega á þriðjudögum fyrir hádegi, ert beðinn um að skila aftur munun- um sem þú hefur tekið. Þriðjudaginn 17. októ- ber hvarf þaðan blá inn- kaupataska með þremur spólum af 18 mm kvik- myndum, þær eru mér mikils virði. Þriðjudaginn 24. októ- ber hvarf peningaveski mitt með öllum skilríkj- um og einnig peninga- veski frá annarri konu með 2.000 krónum í ásamt skilríkjum. Þriðjudaginn 31. októ- ber á sama tíma tapaðist peningaveski með skil- ríkjum í frá fullorðnum manni. Þetta verður að stoppa. Sá sem á hér hlut að máli er beðinn að skila þessum munum í anddyri Hvíta bandsins við Skóla- vörðustig sem allra fyrst, áður en til frekari að- gerða verður gripið. Fyrir hönd fólks á göngudeild Borgarspítal- ans, Margrét Gunnlaugsdóttir , Tjtja, Ixbiir,! dag átt þu cé tegja, rrier huert þltb i/a/idcur>á.L er.« Ást er... .'' * 1 ' / / að ganga undir regnbogan TM R*g. U.8. Pat. 0». - aH rtflhtt resorved (c) 1905 Los Angelos limos Syndlcate EKKI hafa áhyggjur af mér, Elli minn. Eg lifi ágætlega af verðlauna- fénu frá rannsóknarlög- reglunni. Hlutavelta ÞESSAR duglegu stúlkur þær Auður Dögg og Hrund sem búa í Jakaseli í Reykjavík héldu nýlega hlutaveltu og gáfu ágóðann sem varð 10.000 krónur í söfnunina „Samhugur í verki“. ÞESSAR duglegu stúlkur þær Sara og Alexandra héldu hlutaveltu nýlega og gáfu ágóðann sem varð kr. 3.300 í söfnunina „Samhugur í verki“. Víkveiji skrifar... FRÉTTIR af snjóflóðinu á Flat- eyri hafa verið fluttar af fjöl- miðlum um allan heim og hafa margir haft samband við íslenska fjölmiðla til að fá nánari fregnir af því. Á föstudagskvöld hringdi á rit- stjórn Morgunblaðsins nýsjálensk kona, Helen Churchill, er séð hafði frétt um snjóflóðið í sjónvarpi þar í landi. Hún hafði búið á Flateyri fyrir tuttugu árum og óttaðist að vinafólk hennar kynni að hafa far- ist í snjóflóðinu. Voru henni sendar fréttir um málið og nöfn þeirra er fórust. Eftir helgina barst símbréf frá Churchill: „Það hryggði mig að komast að því að ég þekkti þijú fórnarlamba snjóflóðsins: Gunnlaug Kristjáns- son, Geirþrúði Friðriksdóttur og Fjólu Aðalsteinsdóttur. Ég þekkti einnig foreldra tveggja ungra kvenna er fórust. Ég starfaði hjá Hjálmi hf. á tíma- bilinu janúar til júní árið 1974 og átti. mjög hamingjuríka dvöl á Flat- eyri ásamt tveimur áströlskum vin- konum, Jenny Backen og Julie Hodge. Á þeim stutta tíma er við dvöldumst á Flateyri kynntumst við flestum íbúunum, sumum mjög vel, og nutum þess að vera í bænum. Ég á mjög ánægjulegar minningar af þeirri innilegu gestrisni sem við nutum þennan tíma. Gunnlaugur og eiginkona hans buðu okkur margsinnis í kvöldverð og raunar var það hjá honum er við kynnt- umst íslenskum mat í fyrsta skipti. Boðið var upp á skötu en hana hafði ég aldrei bragðað áður. ER ÉG starfaði hjá Hjálmi var hann verkstjóri og þó að við töluðum ekki íslensku og hann ekki ensku áttum við ekki í neinum erfið- leikum með tjáskipti. Sú minning er lifir sterkast eftir í huganum er af stórum, glaðlyndum manni er byijaði og endaði alla vinnudaga með því að blása hressilega í flaut- una sína. Mér fannst mjög leitt að sjá fregnina um andlát Svönu Eiríks- dóttur. Þó að ég þekkti hana ekki persónulega þekkti ég föður hennar vel og bjó einnig um tíma í sama húsi og Ragna. Eg sendi foreldrum hennar innilegustu samúðarkveðjur vegna missis ástkærrar dóttur. Ég á góðar minningar um bróður Ei- ríks, Gunnar og eiginkonu hans Elínu, sem mér skilst að hafi misst dóttur sína Sólrúnu. Er ég bjó á Flateyri pijónaði Elín fallega peysu handa mér sem ég er mjög stolt af og klæðist enn á köldum vetrar- dögum í Wellington. IJÚLÍ 1982 komum við Julie aftur til Flateyrar til að heilsa upp á vini okkar. Margir þeirra höfðu þá flust burt, sumir til Reykjavíkur. Við gátum þó hitt flesta vini okkar og séð hvernig bærinn og íbúar hans höfðu þróast á þeim átta árum, sem liðin voru frá því við fórum. Ég sendi þetta bréf i þeirri von að þið getið komið innilegustu sam- úðarkveðjum mínum áleiðis til Flat- eyringa vegna þess mikla missis, er þeir hafa orðið fyrir. Þó að ég sé langt í burtu er hugur minn þungur þar sem ég á margar góðar minning- ar um dvöl mína á Flateyri. Ég hef ferðast um heiminn og búið í mörg- um löndum en mínar kærustu minn- ingar eru frá Flateyri (og íslandi) með hinum vinalegu, umhyggju- sömu og gestrisnu íbúum sínum.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.