Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 6
6 SÚNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1995
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Forsetakosningarnar í Póllandi
LECH Walesa hefur aftur tekið á sig mynd verkalýðsforingja og spjallar hér við pólska verkamenn.
Pólska þjóðlietjan
réttir úr kútnum
Margir Pólveijar hrylltu
sig eða ráku upp skelli-
hlátur þegar Lech Wal-
esa forseti tilkynnti fyrr
á árinu að hann gæfí
kost á sértil endurkjörs
í kosningunum sem
hefj ast í dag, skrifar
Bogi Arason. Margt
bendir nú til þess að
menn hafí verið of fljót-
ir að afskrifa gömlu
þjóðhetjuna.
LECH Walesa virtist hafa
grafið sína eigin gröf sem
forseti eftir að hafa verið
dýrkaður sem þjóðhetja
meðal lýðræðissinna vegna baráttu
hans og Samstöðu gegn stjórn
kommúnista. Margir fyrrverandi
bandamenn hans segja hann hafa
fallið í þá gryfju að deila og drottna,
splundra Samstöðu til að enginn
forystumanna hennar gæti ógnað
veldi hans, með þeim afleiðingum
að fyrrverandi kommúnistar og
bandamenn þeirra náðu meirihluta
á þinginu fyrir tveimur árum.
Forsetinn hefur ennfremur verið
sakaður um að hafa svikið loforð
um að uppræta spillinguna í stjóm-
kerfinu og afstýra því að umbæiur
til markaðsbúskapar bitnuðu á lítil-
magnanum. Walesa var áður þekkt-
ur fyrir alþýðlegt orðfæri en menn
tóku að hæðast að ambögum hans
sem sumum þóttu jafnvel til marks
um fávisku.
Margir Pólveijar hlógu sig þess
vegna máttlausa þegar Walesa til-
kynnti í vor að hann hygðist freista
þess' að ná endurkjöri. Samkvæmt
skoðanakönnunum fór fylgi hans
niður í 6% á þessum tíma og margir
töldu hann eiga litla möguleika á
sigri í kosningunum.
Undraverð fylgisaukning
Þeir sem afskrifuðu rafvirkjann
fyrrverandi vanmátu hins vegar
hæfileika hans sem stjómmálaleið-
toga. Honum tókst smám saman að
bjarga sér úr ógöngunum og sam-
kvæmt nýjustu skoðanakönnun er
fylgi hans nú 29% og hafði næstum
tvöfaldast á aðeins tveimur vikum.
Helsti andstæðingur hans, Alek-
sander Kwasniewski, sem er fyrrver-
andi kommúnisti, virtist þó einnig
vera að sækja í sig veðrið og naut
stuðnings 32% aðspurðra, eftir að
hafa haft 26-27% fylgi í nokkrar
vikur.
Flestir fréttaskýrendur telja að
Kwasniewski verði fremstur fram-
bjóðendanna þrettán í fyrri umferð
kosninganna þótt hann nái ekki
meirihiuta atkvæða, sem þarf til að
ná kjöri. Ennfremur bendir flest til
þess að Walesa verði í öðm sæti og
etji kappi við kommúnistann fyrrver-
andi í síðari umferðinni, sem fer
fram eftir tvær vikur.
Flestir hinna frambjóðendanna
ellefu teljast til miðju- eða hægri-
manna og róa á sömu mið og forset-
inn. Komist Walesa í síðari umferð-
ina eru allmikiar líkur á að hann
nái endurkjöri þar sem búist er við
að miðju- og hægrimennirnir fylki
sér um forsetann til að afstýra því
að fyrrverandi kommúnisti nái kjöri.
Hamrað á fyrri afrekum
Walesa hefur sýnt í kosningabar-
áttunni að hann er slyngur stjóm-
málamaður og hann nýtur þess að
hann er enn persónugervingur bar-
áttunnar gegn kommúnismanum og
arfleifð hans. Þetta virðist vega
þyngra en það sem hann hefur verið
gagnrýndur fyrir - pólitíska ref-
skákin og einræðistilburðirnir. Talið
er að margir kjósi hann einfaldlega
vegna þess að hann er þekktastur
og gömul þjóðhetja.
Walesa og samstarfsmenn hans
notuðu hvert tækifæri til að minna
Pólveija á fyrri afrek hans, svo sem
þegar hann stökk yfir girðingu
skipasmíðastöðvar í Gdansk til að
stjóma verkfalli, sem var upphafið
að stofnun fijálsu verkalýðssamtak-
anna Samstöðu árið 1980. Þeir
gleyma ekki að hamra á því að
Walesa, sem var sæmdur friðarverð-
launum Nóbels árið-1983, er enn
heimsþekktur fyrir að bjóða komm-
únistastjóminni byrginn og stuðla
að falli hennar.
Breytt ímynd
Forsetinn hefur hingað til verið
þekktur fyrir allt annað en að koma
sér hjá illdeilum en í kosningabarátt-
unni reyndi hann markvisst að
breyta ímynd sinni. Hann kom sér
hjá deilum og kappræðum við and-
stæðinga sína, forðaðist að styggja
aðra en gamla kommúnista og
minntist sjaldan á mótframbjóðend-
ur sína.
Walesa hafði verið sakaður um
svik við litilmagnann í þjóðfélaginu
sem forseti en í kosningabaráttunni
tók hann aftur á sig mynd verkalýðs-
foringjans sem veitti Samstöðu for-
ystu. Þetta bar þann árangur að
verkalýðshreyfmgin Samstaða lýsti
yfir stuðningi við hann og nokkrir
stjórnmálaflokkar fóru að dæmi
hennar.
Stríð gegn arfi fortíðar
Pólveijar eru flestir ánægðir með
stefnu Walesa í utanríkismálum og
baráttu hans fyrir aðild landsins að
Atlantshafsbandalaginu og Evrópu-
sambandinu. Kwasniewski er sam-
mála forsetanum í þessum efnum
en Walesa þykir líklegri til að ná
árangri í viðræðum við vestræna
ráðamenn en fyrrverandi kommún-
isti.
Walesa hamraði á því að markaðs-
umbótunum væri ekki lokið og að
pólsk stjórnmál snerust enn fyrst
og fremst um baráttuna gegn arf-
leifð kommúnismans. Hann leggur
áherslu á að beri Kwasniewski sigur
úr býtum hafi fyrrverandi kommún-
istar náð tangarhaldi á öllum valda-
stoðunum þremur, forsetaembætt-
inu, stjóminni og þinginu. Slíkt leiði
óhjákvæmilega til stöðnunar og mið-
stýringar í hagkerfinu. Walesa segir
að Pólveijum standi ekki ógn af
Kwasniewski sjálfum, þrátt fyrir
feril hans sem kommúhista, heldur
af öflugum stuðningsmönnum hans
sem geti aldrei fallist á markaðsum-
bætur.
Svo virðist sem Walesa hafi tekist
að sannfæra marga Pólveija um að
hann sé rétti maðurinn til að veita
vinstriflokkunum aðhald. Tálið er
að hann hafi einkum aukið fylgi sitt
á kostnað Hönnu Gronkiewicz-
Waltz, seðlabankastjóra og fyrrver-
andi bandamanns Walesa, en stuðn-
ingurinn við hana hefur minnkað úr
12% í 3% á síðustu vikum, ef marka
má skoðanakannanir. Margir Pól-
veijar telja hana ekki nógu harða
af sér til að gegna embættinu og
hún hefur verið gagnrýnd fyrir að
ganga of langt í tilraunum sínum
til að afla sér stuðnings kaþólsku
kirkjunnar. Margir hentu til að
mynda gaman að ummælum hennar
um að hún hefði gerst seðlabanka-
stjóri „fyrir áeggjan heilags anda“.
Annar fyrrverandi bandamaður
Walesa, Jacek Kuron, sem var í níu
ár í fangelsi vegna baráttunnar gegn
kommúnistum, var í þriðja sæti í
síðustu skoðanakönnunum, með um
8% fylgi. Nær öllum Pólverjum er
hlýtt til hans þótt flestir telji hann
of mikið góðmenni til að geta gegnt
forsetaembættinu sem skyldi.
13 ár í kommúnistaflokknum
Aleksander Kwasniewski, 41 árs
leiðtogi Lýðræðislega vinstrabanda-
lagsins, stærsta flokks Póllands, var
í kommúnistaflokknum í 13 ár, þar
til hann var leystur upp árið 1990.
Hann var ritstjóri tveggja dagblaða
flokksins og ráðherra í tveimur síð-
ustu ríkisstjórnum kommúnista.
Margir ungir Pólveijar ákváðu að
ganga úr kommúnistaflokknum þeg-
ar hann setti 'herlög árið 1981 til
að bijóta uppreisn Samstöðu á bak
aftur en Kwasniewski var ekki einn
þeirra. „Fólk eins og ég, fordóma-
laust og umbótasinnað, taldi að við
gætum breytt kerfinu og það gerð-
um við,“ sagði hann nýlega og lagði
áherslu á að hann hefði ekkert
tengst harðlínumönnum sem studdu
Sovétríkin.
Kwasniewski er hæfur stjórn-
málamaður og gæddur
persónutöfrum, þykir
glæsilegur og góðlegur
í útliti, hnyttinn og yfir-
vegaður. Ólíkt Walesa
er Kwasniewski mikill
málamaður og honum
hefur verið líkt við Tony
Blair, leiðtoga breska
Verkamannaflokksins.
Kwasniewski og
flokkur hans geta reitt
sig á fast fylgi, um
20-30% kjósenda, þeirra
sem aðhylltust stjóm kommúnista
og eru óánægðir með markaðsum-
bæturnar. Flest bendir til þess að
hann nái ekki kjöri í síðari umferð-
inni nema honum takist að höfða til
fleiri hópa og hann miðaði kosninga-
baráttu sína við það.
Talar tveim tungum
Kwasniewski talaði því tveim
tungum í kosningabaráttunni. Þegar
hann talaði til gamalla stuðnings-
manna sinna lagði hann áherslu á
að Pólveijar hefðu unnið afrek und-
ir stjórn kommúnista eftir síðari
heimsstyijöldina. „Milljónir manna
losnuðu úr hlekkjum fátæktar, fengu
menntun og nutu ávaxta menningar-
innar."
Þegar hann ávarpaði aðra hópa
gagnrýndi hann hins vegar stjómar-
hætti kommúnista, sakaði þá um
afglöp á sviði efnahagsmála og jafn-
vel grimmdarverk.
Þannig tókst honum að segja ólík-
um hópum það sem þeir vildu heyra
og oft án þess vera i mótsögn við
sjálfan sig.
Af þessum sökum hafa andstæð-
ingar Kwasniewskis sakað hann um
hentistefnu en sjálfur lýsir hann sér
sem umbótaginnuðum raunsæis- og
jafnaðarmanni. Hann segir að erfíð-
leikarnir á valdatíma kommúnista
ALEKSANDER Kwasniewski,
kommúnistinn fyrrverandi.
séu að baki og Pólveijar þurfi að
einbeita sér að framtíðinni, hag-
vexti, bættu velferðarkerfi og aðild
að Atlantshafsbandalaginu og Evr-
ópusambandinu.
í stríði við kirkjuna
Walesa og pólskir hægrimenn
héldu því fram fyrir síðustu þing-
kosningar að vinstriflokkarnir
myndu koma í veg fyrir uppgang í
efnahag landsins. Efnahagsástandið
nú, tveimur árum eftir myndun
vinstristjórnarinnar, staðfestir ekki
þessa kenningu. Gert er ráð fyrir
að hagvöxturinn í ár verði um 5,5%
og svipaður á næsta ári, auk þess
sem verðbólgan hefur minnkað,
kaupmátturinn er tekinn að aukast
og atvinnuleysið minnkar.
Kwasniewski nýtur góðs af þess-
um bata og einnig óánægju margra
Pólveija með látlausar deilur forset-
ans og þingsins. Þessi togstreita
hefur stuðlað að pólitískum óstöðug-
leika, þrennum þingkosningum og
sex ríkisstjómum á sex árum.
Mörgum Pólveijum, einkum ungu
fólki, þykir kaþólska kirkjan alltof
áhrifamikil í pólskum stjórnmálum
og Kwasniewski hefur aflað sér
margra stuðningsmanna með loforð-
um um að draga úr áhrifum henn-
ar. Ýmsir pólskir biskupar og prest-
ar hafa beitt sér gegn Kwasniewski
en talið er að árásir kirkjunnar á
hann geti haft þveröfug áhrif á
marga kjósendur. í viðhorfskönnun,
sem gerð var nýlega, voru tveir
þriðju kaþólikka, sem sækja kirkju
vikulega, þeirrar skoðunar að kirkj-
an ætti ekki að skipta sér af því
hveija þeir kysu.
„Hættulegu“ kjósendurnir
Flest bendir til þess að baráttan
standi milli Walesa og Kwasniewsk-
is, en ekki er hægt að útiloka að
einhver frambjóðendanna komi á
óvart eins og auðjöfurinn Stan Tym-
inski, þegar hann náði öðru sæti í
síðustu forsetakosningum. Hann er
ekki í framboði nú.
Walesa kvaðst á dögunum ekki
óttast fasta fylgið á bak við Kwasn-
iewski en hins vegar hafði hann
áhyggjur af kjósendum Tyminskis.
„Það eru drykkjuraftarnir, litlu
múrararnir, fólk sem hefur verið
rekið,“ sagði forsetinn. „Þetta eru
hættulegir kjósendur, um 20% þeirra
sem eru á kjörskrá, og spurningin
er - hver fær þessa kjósendur?"
Þótt margir Pólveijar geti ekki
hugsað sér að kjósa Walesa hefur
hann sýnt hvers hann er megnugur
og aukið fylgi sitt mjög að undan-
förnu. Fyrir nokkrum vikum töldu
flestir að hann væri búinn að vera
en nú er svo komið að flestir myndu
telja það til stórtíðinda ef Pólveijar
fórnuðu sjálfri frelsishetjunni Lech
Walesa - fyrir fyrrverandi kommún-
ista.
Fyrir nokkrum vikum töldu flest-
ir að forsetinn væri búinn að
vera en nú er svo komið að flest-
ir myndu telja það til stórtíðinda
ef Pólverjar fórnuðu sjálfri frels-
ishetjunni Lech Walesa - fyrir
fyrrverandi kommúnista.