Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1995 23 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Sala á ferskum brauðum hefur bæst við þjónustu Kjötbúrsins. veiðiskap en hefur lítinn tíma til, helst að hann skreppi vestur á Barðaströnd í sjóbleikju þar sem hann leigir tvær ár, Skálmardalsá og Gufudalsá, ásamt nokkrum vin- um sínum. Þar ganga þeir félag- amir einnig til ijúpna. Pétur segir það mikið lán fyrir sig, að eiginkonan hafi engan áhuga á veiðiskap. „Þá veit ég að allt er í góðum höndum þótt ég skreppi. Svo, þegar hún er orðin þreytt á mér, sendir hún mig í veiðitúr!" segir Pétur og er skemmt. Pétur segir ævinlega mikinn áhuga vera meðal útlendinga á veiðiskap á íslandi og sömu menn komi ár eftir ár. „Laxveiðin er allt- af vinsæl, en eftirspum eftir góðri silungsveiði hefur farið vaxandi og við emm auk þess aðeins byijaðir að sýna mönnum ijúpnaskytterí. Það sem komið er, lofar góðu. Verðið verður hins vegar að toga niður og svo er svívirðilega dýrt að koma sér tjl og frá landinu þótt það hafi aðeins verið að breyt- ast. í laxveiðinni er ég hræddur um að við séum að tapa stríðinu við Rússland um erlendu veiði- mennina, það er ekkert ódýrara að veiða þar en á íslandi, en stað- reyndin er sú að menn eru að veiða miklu meira þar en hér. „Svo er ýmislegt sem viðgengst hér á landi sem stuggar mönnum frá því að koma hingað til veiða, eins og til dæmis óheyrileg mok- veiði nieð maðki eftir að erlendir fluguveiðimenn hafa veitt í ánni vikum saman. Það fer illa með árnar og þótt erlendir veiðimenn séu þyrnir í augum einhverra inn- lendra veiðimanna þá verður ekki á móti mælt að þjóðarbúið hefur gífurlegar tekjur af þeim,“ segir Pétur. Þessu fer að ljúka og Pétur rýn- ir aðeins fram veginn. í athugun hefur verið að stækka búðina í Austurstræti, skipta að einhveiju leyti um innréttingar og kæliborð. Breyta skipan hluta. „Skipta um innviði en ekki anda,“ eins og Pét- ur kemst að orði. Á næstunni verð- ur tekin ákvörðun um hvort hafist skuli handa eða verkinu frestað. „Það kitlar mann að byija og ljúka verkinu fyrir jólavertíðina, en við verðum að sjá hvað setur,“ eru síðustu orð Péturs Kúld Pétursson- ar. Ég kann að hafa ein- hvern tímann í fyrstu séð mig í hyllingum í fínu fötunum á jepp- anum. Sú draumsýn var skammlíf því fyr- irtæki af þessu tagi gengur ekki öðru vísi en að stjórnandi þess vinni meira en nokkur annar. fyrirtæki og ráðuneyti og bjóðum heimsendingar ef nauðsyn krefur. Þá er alltaf mikið um gangandi vegfarendur og svo kemur hingað inn geysilegur fjöldi útlendinga og þeim fjölgar, auk þess sem þeir eru hættir að vera aðeins á ferð- inni sumarmánuðina. Þeir panta líka oft matarpakka til jólanna eft- ir að hafa kynnst innlendri matar- gerð,“ bætir Pétur við og svo gæti farið að vegur þeirrar starfsemi vaxi enn. Pétur útskýrir: „Blaðamaður frá bandarísku útgáfu tískublaðsins Vogue frétti af þessu og hefur verið í sambandi við mig. Mér skilst að það verði grein um íslenskan mat og þessar pakkasendingar í næsta eða þarnæsta tölublaði og ég geri ráð fyrir að það geti haft mikið og gott kynningargildi." Önnur aukabúgrein Ef ég hef eitthvað lært af öllu þessu þá er það helst, að það þýð- ir ekkert annað en að standa sína „pligt“. Ég kann að hafa einhvern tímann í fyrstu séð mig í hyllingum í fínu fötunum á jeppanum. Sú draumsýn var skammlíf því fyrir- tæki af þessu tagi gengur ekki öðru vísi en að stjórnandi þess vinni meira en nokkur annar. „Betri helmingurinn hefur og sannast sagna starfað alveg jafn mikið við fyrirtækið og ég og hef- ur ekki veitt af. Það er viss verka- skipting, t.d. er allt reikningshald á hennar herðum. Ég reikna með því að við skilum bæði svona tólf til þrettán klukkustunda vinnu- degi. Dætur okkar tvær, 22 ára og 14 ára, hafa auk þess komið mikið við sögu og unnið af gríðar- legri elju í búðinni. Án framlags þeirra allra hefði þetta aldrei verið hægt,“ segir Pétur. Pétur hefur auk þessa fyrirferð- armikið áhugamál, það er veiði- skapur, bæði stanga- og skotveiði. Þeir sem þekkja Pétur kalla hann stundum náttúrubarn. Um 20 ára skeið hefur hann sameinað áhuga sinn samvinnu við franskan ferða- skrifstofueiganda, Guy Geffroy, sem leggur hvað mesta áherslu á að selja veiðileyfi út um allan heim. Pétur er tengiliður þessarar skrif- stofu, GP - Chasse et Peche, hér á landi. í sumar voru 150 veiði- menn hér á landi á vegum þeirra félaga og veiddu þeir helst í Selá og Hofsá í Vopnafirði, svo og á Pjallinu í Langá. Pétur reynir sjálfur að fara í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.