Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1995 31 ég ekki gefa til að ferðast aftur í tímann og forða ykkur öllum frá þessum hörmungaratburði. En svona átti þetta að fara, því mið- ur, og það eina sem við hin sem eftir stöndum getum gert er að ylja okkur við gamlar minningar og bíða þess að við hittumst öll á ný. Elsku Þorsteinn minn, þú sem varst alltaf svo rólegur og ljúfur hvernig sem við hin í ólátabekkn- um okkar létum. Minningarnar hrannast upp frá árunum okkar á Flateyri. Mínar fyrstu minningar eru frá því þegar við, ég, þú og Þórir, vorum í sjó- ræningjaleik fjögurra ára gömul. Kuldinn sótti að litlum fingrum og ég man skelfínguna þegar ég sagði ykkur Þóri að puttarnir dyttu af okkur ef okkur yrði mjög kalt. A endanum trúðum við öll á þessa kenningu og fylltumst skelfingu og við hlupum heim til mæðra okkar sannfærð um að fingurnir færu einn af öðrum að tínast af. Leið okkar lá saman í Grunnskól- ann á Flateyri öll árin og þegar ég hugsa til baka rifjast upp hjá mér ótal tilvik þar sem sérstaða þín kom í ljós. Eg man þegar við unnum að skólablaðinu okkar ein- hvern tíma um fermingu. Þar skrif- aði ég grein sem ekki hlaut óbreytt náð fyrir augum ritstjórnar sem tók sér bessaleyfi til að breyta henni. Ég brást ókvæða við og lét ritstjórnina fá það óþvegið. Þú átt- ir ekki sæti í ritstjóminni en þér tókst samt að koma mér niður á jörðina. Með þessu hæglæti og þeirri rökfestu sem einkenndi þig aila tíð þá tókst þér að fá mig inn á það að breytingarnar væru af hinu góða og allir urðu sáttir. Þú hafðir skoðanir á öllu milli himins og jarðar og oftar en ekki voru tvær skoðanir í bekknum, okkar skoðun og þín skoðun. Ég ætla ekki að halda því fram að þú hafir alltaf haft rétt fyrir þér en það leikur enginn vafi á því að þú varð- ir þinn málstað. Þú varst alltaf ábyrgur og ég man sérstaklega tilvik þar sem við með hávaða og látum náðum því göfuga markmiði að flæma kennarann út úr stofunni. Þú áttir litla sem enga sök en samt tókstu þetta inn á þig. Samviskubitið fyr- ir hönd þessara villinga sem áttu samleið með þér varð til þess að þú reyndir að bjarga málunum með því að setjast sjálfur í kennarastól- inn og reyna að halda uppi kennslu. Framtíðin blasti við þér björt og fögur. Gáfur og heiðarleiki ásamt fleiri kostum sögðu mér að þú ættir möguleika í lífinu en skyndi- lega er allt orðið breytt. Þú ert horfinn sjónum okkar en ég er sannfærð um að hinum megin ertu í þessu sama hlutverki og í lífinu. Þegar kennarinn flýr af hólmi þá tekurðu upp kennaraprikið og heldur áfram þar sem hann gafst upp. Þín er sárt saknað á meðal okkar sem þú hafðir svo oft vit fyrir. Huggun mín og okkar félag- anna er fólgin í því að þegar við í fyllingu tímans hittumst aftur þá leiðir þú okkur um óþekktar braut- ir. Ég kveð þig með virðingu, kæri vinur. Elsku Sigrún, Berglind, Atli og Borgrún. Missir ykkar er mikill nú þegar feðgarnir eru horfnir. Ég bið guð að styrkja ykkur í sorg- inni. Guð blessi ykkur. Hrefna Sigríður Reynisdóttir. Enn lýstur köld krumla snjóflóðs þorp vestur á fjörðum slíku höggi að vart er hægt að lýsa með orðum þeim harmi sem það veldur þeim sem eftir lifa. í valnum liggja tutt- ugu manns sem allir voru, hver fyrir sig, hluti þess samfélags sem hreiðraði um sig milli hárra íjalla. Einn þeirra sem létu lífið var Sigurður Þorsteinsson, dáðadreng- ur sem ákveðið hafði að lifa ásamt fjölskyldu sinni við þá kosti sem lítið samfélag býður íbúum sínum upp á. Siggi kom upphaflega til MINNINGAR Flateyrar ásamt Sigrúnu eiginkonu sinni og Þorsteini syni þeirra og hóf þá störf á togaranum Gylli. Þar með hófust kynni hans og undirritaðs. Það er stundum sagt að sú tilhneiging sé til staðar þeg- ar minningargreinar eru ritaðar að fegra minningu hinna látnu. Þegar horft er til baka leikur eng- inn vafi á því að ekki þarf að fegra minningu Sigga. Hann var slíkur mannkostadrengur að engu þarf við að bæta til að styrkja þá ímynd. Hann vann að því að bæta sjálfan sig og mín skoðun er sú að slíkt hafi honum tekist betur en flestum öðrum. Ef vandamál skaut upp kollinum gekk hann í það með hægð og yfírvegun að leysa það. ■ Arin á Gylli voru mörg og þar var margt spjallað en ég man ekki eftir því að Siggi hafi nokkurn tíma verið tilbúinn að hallmæla nokkr- um manni. Hann ávann sér fljót- lega virðingu samstarfsmanna um borð. Það er stundum sagt að á togurum þurfi menn að vera harð- ir og með skráp til að komast af í samfélögum sem stundum eru kennd við lögmál frumskógarins. Jaxlarnir sem böðlast áfram með vasahnífinn opinn á milli tannanna f frosti og stórsjó og hengilrifið trollið á dekkinu. Öskrin yfirgnæfa vind og vélarhljóð og sá sterkasti kemst af. Siggi Þorsteins var vissu- lega jaxl sem komst af en hann var af annarri og fágaðri gerð en margir þeirra sem hasla sér völl á þessum grundvelli. Hann þurfti einfaldlega ekki að hafa hátt. Hann var hæglátur á yfirborðinu en und- ir niðri bjó skapfesta. Þegar hann talaði þá var hlustað og skoðanir hans nutu virðingar. Vera hans um borð í Gylli hafði bætandi áhrif á samfélag sem eftir bókinni er grimmt og óvægið. Nýliðarnir sáu sem og aðrir að til voru aðrar að- ferðir en hnefarétturinn til að kom- ast til metorða. Undirritaður og Siggi voru um árabil á sömu vakt og oft þegar sló í brýnu þá var Siggi sá sem sætti sjónarmið. Oft þegar stund gafst til að ræða saman milli hefðbundinna starfa á togara voru rædd hin margvíslegu mál. Það fór þó ekk- ert á milli mála að málefni fjöl- skyldunnar skipuðu stærstan sess hjá honum. Hann og Sigrún eign- uðust stóran barnahóp ef litið er til vísitölufjölskyldunnar og oft ræddum við hversu snúið það væri að vera langdvölum úti á sjó fjarri fjölskyldunum. Við líktum okkar hlutskipti gjarnan við hlutverk jólasveinsins sem hverfur jafn- skyndilega og hann birtist. Draum- urinn var að komast í land og lifa venjulegu lífi sem býður upp á samvistir við fjölskylduna. Það er kaldranalegt að hugsa til þess að Siggi hafði náð þessu markmiði og var í starfi sem hann var ánægður með hjá Vestfirskum skelfiski hf. Hann var kominn í land til að sinna fjölskyldunni sinni sem hann unni svo mjög. En þá ríður ógæfan yfir og Siggi ásamt syni sínum Þorsteini er hrifinn á brott. Óblíð vestfirsk náttúra hefur enn tekið sinn toll og það er ókleift að skilja hvers vegna svo stórt skarð er höggvið í raðir lítils sam- félags. Hann naut trausts samborgara sinna og var mörg undanfarin ár formaður Verkalýðsfélagsins Skjaldar á Flateyri. Þar nýttust mannkostir hans vel og hæfileikinn til að sætta sjónarmið. Einnig átti hann sæti um tíma í hreppsnefnd Flateyrar. Elsku Sigrún, Berglind, Atli og Borgrún, við Dóra og bömin vott- um ykkur okkar dýpstu samúð. Við biðjum þess að þið hljótið huggun og styrk á þessari stundu þegar engin orð virðast nógu áhrifamikil til að lýsa þeirri miklu sorg sem dunið hefur yfir. Reynir Traustason. Á Flateyri unnum við saman að því að skapa og móta nýjan iðnað. Sameiginlega, umluktir náttúr- unni, í mótbyr og meðbyr, kláruð- um við okkar verk. Það er okkur harmur að missa vinina, Sigga og Kidda, en minningin um dreng- lyndi þeirra og kraft er okkur hald- reipi í sorginni. Við minnumst allra þeirra góðu stunda sem við áttum saman, rökræðunum 'sem aldrei snerust um hvort gera ætti hlut- ina, heldur hvemig. Aldrei var rætt um vandamál heldur lausnir, aldrei gefist upp. Það er þessi kraftur þeirra sem vinir okkar skilja eftir handa okkur. Við þökk- um af hjartans hug fyrir samver- una. Elsku Sigfríður, Jón Gunnar, Svavar Knútur og Vilmundur Torfi og elsku Sigrún, Atli Már, Berglind Ósk og Borgrún Alda. Éngin orð létta harm ykkar, engin orð lýsa söknuðinum og tómleikanum sem umlykur allt. Við minnumst einnig Þorsteins Sigurðssonar, góðs vinar, sonar og bróður, sem bar föður sínum gott vitni. Við vottum ykkur okkar innileg- ustu samúð. Minningin um drengi góða lifir. Samstarfsmenn í Vestfirskum skelfiski hf. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjalds- laust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi í númer 691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. + Eiginmaður minn, Séra RÖGNVALDUR FINNBOGASON sóknarprestur á Staðastað, er látinn. Kristín R. Thorlacius. Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu viö andlát og útför föður okkar, LEIFS K. ERLENDSSONAR, Bergþórugötu 37, Reykjavík. Börn og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar, * BRYNJARS ÞÓRS SNORRASONAR, Vesturbergi 144. Guð blessi ykkur öll. Hrafnhildur Karlsdóttir, Kristinn Karl Brynjarsson, Hrönn Brynjarsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, JÓHANNS KR. GUÐMUNDSSONAR, Hringbraut 97, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Sjúkrahúsi Suðurnesja. Guðrún Jónsdóttir, Jón R. Jóhannsson, Ásgerður Kormáksdóttir, Steinar Jóhannsson, Sigurlaug Kristinsdóttir, Karl Jóhannsson, Unnur Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Innilégar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÖNNU G. FRÍMANNSDÓTTUR, Blönduhlíð 31, Reykjavík. Baldur F. Sigfússon, Halldóra Halldórsdóttir, Sigmundur Sigfússon, Ingibjörg Benediktsdóttir, Rúnar Sigfússon, Björg Östrup Hauksdóttir og barnabörn. + Þökkum samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SVANS LÁRUSSONAR, Barónsstíg 30. Sonja E. Svansdóttir, Þórir H. Óskarsson, Lárus Svansson, Ragnheiður Egilsdóttir, Halldór Örn Svansson, Elsa E. Drageide, Hulda Svansdóttir, Þorsteinn Jónsson, Lára S. Svansdóttir, Geirlaugur Sigfússon, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðar- för föður okkar, tengdaföður og afa, ÓSKARS EIRÍKSSONAR Holtsgötu 9, Hafnarfirði, og móður okkar, tengdamóður og ömmu, KRISTÍNAR JÓNU GUÐMUNDSDÓTTUR, Holtsgötu 9, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Skattsofu Reykjanesumdæmis. Eiríkur Óskarsson, Birna Óskarsdóttir, Guðmundur Guðbjörnsson, Sigurlina H. Guðbjörnsdóttir, Guðrún Fjóla Guðbjörnsdóttir, Hallur Örn Guðbjörnsson, Inga Hrönn Sigurðardóttir, Hilmar Kristjánsson, Margrét Benediktsdóttir, Rögnvaldur A. Hallgrímsson, Hilmar Snær Rúnarsson, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.