Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1995 lí* semisjónarmið eðlileg og heilbrigð í hörðum heimi viðskiptanna. Það er ekkert við það að athuga. Það, sem er athugavert, að mín- um dómi, er ímynd þessara aðila sem einskonar Davíða í kröppum dansi við Golíat. Þetta eru jú bara íslenskir bisnessmenn og einn út- lenskur risabanki." Algjör tímaskekkja Ráðstöfunarfé Innlendrar dag- skrárdeildar Sjónvarps nemur á þessu ári um 190 milljónum _kr., sem er innan við 10% af veltu RÚV. „Ég er að reyna að fá þessu breytt því mér fínnst það vera til vansa hversu litlu fé er veitt til IDD, sem ætlað er að framleiða sem næst allt inn- lent efni nema íþróttir og fréttir. Að mínu mati er þessi dagskrárgerð helsta réttlætingin fyrir afnota- gjöldunum. Það er mjög athyglivert að leiklistardeild útvarpsins var í fyrra með 50% af því fjármagni, sem leiklistardeild danska útvarps- ins hafði til umráða það ár á meðan að það er ekki einu sinni til leiklist- ardeild á Sjónvarpinu. Þetta segir mér, ásamt jmsu öðru, að áherslan i rekstri RÚV er á útvarpsrekstur en ekki sjónvarps- rekstur og það er að mínu mati al- gjör tímaskekkja. Það er staðreynd að sjálfstæðisbarátta samtímans fer fram í sjónvarpi um þessar mundir en ekki í útvarpi. Mér hlýnaði um hjartarætur á dögunum við opnun bókmenntahátíðar, er menntamála- ráðherra lýsti eftir íslenskri hvers- dagsdramatík í sjónvarpi í stað hinn- ar stanslausu rannsókna okkar á lífsháttum Bandaríkjamanna." Leiknir þættir „Þótt ég sé tiltölulega sáttur við dagskrána, eins og hún er, vill mað- ur alltaf gera betur og meira og mér finnst sérstaklega vanta leikna íslenska þætti, bæði langar og stutt- ar þáttaraðir. Ég hef ekki farið dult með þá skoðun mína að hér eigi að vera sérstök leiklistardeild serrt viðbót við þá starfsemi, sem fyrir er. Slík deild þyrfti varla meira en einn starfsmann og framleiðsla efnisins yrði að verulegu leyti unnin af kvikmyndagerðarmönnum utan veggja Sjónvarpsins, enda hentar sjónvarpsstöð illa að vinna slík verk- efni, nema ódýra framhaldsþætti, sem nýta vei myndver og tæki stöðv- arinnar. Þetta er hitt skrefið, sem ég taldi alltaf að þyrfti að stíga í dagskránni, en til þess hefur skort fé. Ég hafna því hinsvegar að draga úr al- mennu dag- skrárgerðinni til að geta gert tvö til þtjú leikverk á ári. Hér þarf nýtt og stóraukið fjármagn að koma til,“ segir Sveinbjörn. Fastir þættir, sem verða í vetur á vegum innlendrar dagskrárdeild- ar, eru nú allirtfarnir af stað og telst Sveinbimi til að um sé að ræða einar níu klukkustundir á viku. Nefna má unglingaþáttinn Ó, Þeyt- ing, Happ í hendi, Flauel, Radíus, Pílu, Stundina okkar, innlent fram- lag í Morgunsjónvarp barnanna og síðast en ekki síst Dagsljós, sem er einna fyrirferðarmesti þátturinn enda á dagskrá alla virka daga vik- unnar. Sveinbjörn segir að þrátt fyrir það sé Dagsljós með ódýrasta sjónvarpsefni, sem deildin framleiði sé litið til fjölda þátta og fyrirferðar í dagskránni.-Hver þáttur kosti um 200 þúsund krónur í útlögðum kostnaði, eða álíka mikið og Litróf á sínum tíma. Ýmsir stakir þættir bíða sýningar í vetur sem ýmist hafa verið fram- leiddir innan stofnunarinnar eða utan hennar. Þáttaröð um fjölskyld- una og hjónabandið bíður sýningar svo og þáttaröð um listkennslu ung- menna og sú þriðja um heimslista- söguna í umsjá Björns Th. Björns- sonar. Heimildamyndir um Davíð Stefánsson frá Fagraskógi og Stef- án frá Mörðudal verða meðal dag- skrárefnis í vetur auk þess sem á næstunni verða sýndir tveir þættir, sem tilheyra syrpunni List og lýð- veldi er byrjað var að sýna í fyrra í tengslum við lýðveldisafmælið. Annars vegar er um að ræða þátt um íslenska myndlist og hinsvegar íslenska sígilda tónlist. Börn náttúr- unnar, kvikmynd Friðriks Þórs Frið- rikssonar, verður jólamynd Sjón- varpsins auk þess sem fyrirhugað er að sýna nokkrar íslenskar stutt- myndir í vetur, svo sem: í draumi sérhvers manns eftir Ingu Lísu Middleton, Háskaleikir eftir Sigur- björn Aðalsteinsson, Nifl eftir Þór Elís Pálsson og Ertu sannur? eftir Jóakim Reynisson og Lýð Ámason. Þá er Valdimar Leifsson að vinna að mynd um lífið við Þingvallavatn og Sjónvarpið er aðili að framleiðslu myndar Magnúsar Magnússonar um Ha/örninn svo nokkuð sé nefnt. Gamlir kunningjar á borð við Spurn- ingakeppni framhaldsskólanna ög Kontrapunkt, norræna tón- listarspurninga- þáttinn, verða svo að sjálfsögðu á sínum stað í dag- skránni síðari hluta vetrar. Saknar rithöfundarins Sveinbjörn segist ekki hafa hugs- að sér að verða eliidauður í embætt- ismannshlutverkinu, þó honum gangi í sjálfu sér ágætlega að vakna á morgnana, heldur líti hann á starf- ið sem vakt í ákveðinn tíma. Hann hafi svo sem enga trúarlega sann- færingu í málefnum Ríkisútvarpsins þó óneitanlega hafí honum fundist umræðan of einiit á köflum, kannski vegna þess hversu yfirlýsingaglaðir samkeppnisaðilarnir hafí verið á köflum. Venjulegt fólk þurfí hins- vegar að átta sig á því hvað það þýddi í raun ef við værum ekki með sjónvarpsstöð í þjóðareigu. Staða dagskrárstjóra er fyrsta fasta starfíð, sem Sveinbjöm gegnir um ævina ef frá er talið rúmt ár sem blaðamaður á Morgunblaðinu. „Ég stefni að þvi að helga mig rit- höfundarstarfinu á nýjan leik eigi síðar en þegar þessum fjögurra ára ráðningasamningi lýkur sumarið 1997 enda get ég ekki öllu lengur lifað án meiri tíma fyrir eigin rit- störf. Mér hefur á hinn bóginn fund- ist mjög gaman í þessu starfi, sem er bæði víðfeðmt og mikið at. Ohætt er að segja að það sé ólíkt því að sitja við og skrifa ljóð, sögur, leik- rit eða kvikmyndahandrit," segir Sveinbjörn, en hann bjó vestanhafs á árunum 1986-1991 þar sem hann nam leikritun og handritsgerð við University of Southern California í Los Angeles. Eiginkona hans, Jóna Finnsdóttir, var á sama tíma við nám í kvikmyndafram- leiðslu. Hún er framleiðandi kvik- myndarinnar Tár úr steini, og Sveinbjörn handritshöf- undur ásamt þeim Hilmari Oddssyni og Hjálmari H. Ragnarssyni. Sveinbjörn er auk þess handrits- höfundur einnar fyrstu íslensku has- arkvikmyndarinnar, Foxtrot sem frumsýnd var árið 1988 og naut mikilla vinsælda. Hann hefur gefið út fjórar ljóðabækur, smásagna- safnið „Stórir brúnir vængir" og hann er höfundur leikritsins „Þétt- ing“, sem Borgarleikhúsið sýndi leikárið 1991-92. Þá hefur hann skrifað töluvert af barnaefni fyrir sjónvarp í samvinnu við Sigurð G. Valgeirsson, ritstjóra Dagsljóss, en kynni þeirra tveggja ná aftur til ársins 1981 þegar þeir léku saman í djasshljómsveitinni Nýja kompaní- inu. „Ef ég lít yfir farinn veg, er ég kannski þekktastur fyrir að hafa gert plötu um veröld barnsins sem heitir „Stjörnur í skónum" og kom út árið 1978, þegar ég var um tví- tugt. Á þeirri plötu er lítið lag, sem enn er mikið sungið og byijar svona: „Það má ekki pissa bak við hurð ...“ Líklega er þessi plata ennþá það verk, sem mér þykir hvað vænst um. Slíka tilfinningu upplifír maður ekki sem dagskrárstjóri, hversu mikið sem maður reynir að vanda sig. Þess vegna verður það ávallt íhlaupavinna í mínum augum. Spennandi, vandasöm, skemmtileg íhlaupavinna með flinkum og harð- duglegum hópi samstarfsmanna.“ Einum finnst hneykslan- legt það, sem öðrum finnst bráðfyndið. Sjónvarpið var í afar litl- um tengslum við fólkið í landinu. ' v: íslendingar á öllum aldri þekkja vel hinn vinsæla Skólaost. Hann er mildur og góður og tilvalinn ofan á brauðið, bæði heima og í skólanum. Skólaosturinn er nú kominn í nýjar - og fallegar umbúðir sem hæfa betur e þessum ljúffenga osti, en ostinum < sjálfum breytum við ekki - enda I. engin ástæða til! ÍSLENSKIR OSTAR, ^llNASfy

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.