Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 28
2§ SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUIM ER S VEIN SPRÓFIÐ TÍMASKEKKJ A? Hugleiðing um menntun málmiðnaðarmanna Lærlingar, sveinar, meistarar Skiptingin í lærl- inga, sveina og meist- ara er ævafom og á rætur að rekja til mið- alda. Handverksmeist- arar sáu um menntun iðnaðarmanna fyrr á öldum. Þeir byrjuðu sem lærlingar, unnu sig upp í sveindóm og enduðu sem meistarar í sinni grein. Kapítal- isminn hefur erft þetta menntunarform, að Ólafur Grétar Kristjánsson þeir yrðu hluti af fram- haldsskólakerfínu hér á landi. Tíminn sem það tók að ljúka málinu sýnir að þingmenn hafa ekki sýnt iðn- fræðslunni í landinu mikinn skilning á þess- um árum. Ný iðn- fræðslulög voru sett 1955 og tók hið opin- bera þá við menntun iðnaðarmanna á ís- landi. Endurskoðun laganna hófst síðan 1961 og lauk með nýj- um lögum í apríl 1966, SÍÐUSTU árum hefur framhaldsskólakerfið á ís- landi verið gagnrýnt fyrir að beina ungu fólki um of í stúd- entsnám og vanrækja starfsmennt- un. Á íslandi ljúka mun færri ung- menni prófí af starfsnámsbrautum en jafnaldrar þeirra í útlöndum. Brottfall nemenda í framhaldsskól- um er hærra hér á landi en í þeim löndum sem við berum okkur gjam- an saman við. Þennan vanda hafa skólamenn á íslandi brotið heilann um og snýst skýrsla nefndar um mótun menntastefnu að nokkru um að fínna lausn á honum. Mig langar í þessum línum að deila með lesend- um vangaveltum mínum um starfs- nám út frá spurningunni sem ljær þessu skrifí titil sinn. Hér er engar töfralausnir að fínna, en ég hef átt þess kost að fylgjast með menntun- armálum málmiðnaðarmanna frá sjónarhóli smiðjukallsþis og sem framhaldsskólakennari og get e.t.v. séð málin frá fleiri en einni hlið. Fyrst er við hæfí að átta sig á því hvað sveinsprófið er og hvaðan það er sprottið. Málmiðnaður á íslandi Vart er hægt að tala um málm- iðnað á íslandi fyrr en á fyrri hluta 20. aldar. í bændasamfélagi 19. aldar voru málmiðnaðarmenn kall- aðir jámsmiðir og viðhöfðu litla sérhæfingu í iðju sinni. í mörgum tilvikum var um bændur að ræða sem voru smiðir af Guðs náð en höfðu ekki hlotið formlega menntun í greininni. Á síðari hluta 18. aldar voru gefnar út tilskipanir sem leyfðu iðnmeisturum að setjast að í bæjum og iðka þar störf sín. Þeir máttu taka lærlinga og útskrifa þá að loknu námi. Lærlingar tóku ekki próf, heldur dugði að meistarinn færi með sveinsefnið með sér til TTæjarfógeta og færi þess á leit að lærlingnum yrði veitt sveinsbréf í iðninni. Sýndi meistari gjaman nokkur af verkum lærlingsins og var mat lagt á störf hans á staðnum (Sumarliði ísleifsson, 17). Árið 1893 vom á Alþingi samþykkt lög um iðnaðamám og reglugerð um sama efni kom 10 ámm síðar. Laga- setningin mun hafa verið undir áhrifum frá Danmörku, en sams konar lög vom sett þar 1889. Með lögunum var reynt að koma fastri skipan á menntun iðnsveina og skv. lögunum bar þeim að taka sveins- próf til þess að öðlast sveinsbréf. Hins vegar kom það ekki í hlut lög- gújfans eða framkvæmdavaldsins að framfylgja þessum lögum. Iðn- fræðslan var alfarið í verkahring iðnaðarmannafélaga á landinu, en þau gátu þó reitt sig á einhver fjár- framlög frá hinu opinbera (Iðnskól- inn í Reykjavík 90 ára, 8). Framan af mun ekki hafa reynt svo mjög á þessi nýju lög um iðnmenntun, vafalítið sökum þess að málmiðnað- ur var lítt eða ekki þróaður hér á landi. En í upphafi 20. aldar fóra forsendur að skapast fyrir þenslu í málmiðnaði með togara- og vélbáta- útgerð og verksmiðjum af ýmsu tagi. 1927 komu ný lög um iðnnám og breytingar við þau árið 1935 sem miðuðu að því að tryggja hag nem- enda (Sumarliði ísleifsson, 19). Nú máttu einungis meistarar kenna lærlingum og nemar urðu að taka iðnskólapróf áður en þeir fóm í sveinspróf. Með lögunum frá 1927 var komin á sú skipan sem ríkt hefur til þessa dags. vísu þannig að haldið hefur verið í það sem nýtilegt er, en hinu kastað sem til vandræða horfír. Tíminn sem fór í að mennta vinnuaflið styttist nokkuð. Á íslandi var t.d. vélsmiðasamningur til 2ja ára á fyrri hluta aldarinnar,. á seinni hluta aldarinnar þurftu jámiðnaðarmenn að hafa verið á samningi í fjögur ár áður en þeir máttu fara í sveins- prófið. Framfarir í fiskveiðum urðu vafalítið til þess að ýta undir þróun málmiðnaðar á íslandi eftir fyrra stríð. Vinnan tengdist í flestum til- vikum útgerðinni: Viðgerðir á skip- um, bæði vélum og skrokki. Framan af var ekki greint á milli plötusmiða og vélvirkja. Nemar fóm á samning hjá meistumm og tók námið fjögur ár. Iðnskólanámið fór fram í fjóram bekkjardeildum, kennt var á kvöldin og stóð námið yfír í sex mánuði hveiju sinni. Þó mun eitthvað hafa verið kennt á daginn, eftir hádegi tvo daga í viku. Vinnuveitandinn greiddi skólagjaldið þar til neminn komst á verkamannakaup. Framan af voru lærlingar á lágu kaupi, höfðu 40-50 aura á tímann (1930) meðan sveinskaupið var 1,75 kr. á tímann. Á millistríðsárunum var ekki lögð ýkja mikil áhersla á að menn lykju smíði sveinsstykkis. Svo virðist sem litið hafi verið á iðn- skólaprófíð sem jafngildi sveins- prófs (Helgi Kristjánsson, 12). Eftir seinna stríð var smíði sveinsstykkis hins vegar orðin óijúfanlegur hluti sveinsprófsins. Á þessum tíma var mönnum það talsverð hvatning að ljúka prófí að þeir hækkuðu vem- lega i launum að því loknu. lðnfræðslulögin 1955. Árið 1941 kom fram á Alþingi fmmvarp til laga um iðnskóla sem átti eftir að velkjast fram og aftur milli deilda í 14 ár. Þar var gert ráð fyrir að hið opinbera sæi um rekstur iðnskóla á Islandi og að þar sem iðnskólum var heimilað að starfrækja verknám með fullko- minni verklegri og bóklegri fræðslu. Námstími verknámsskóla skyldi vera eitt ár. í framhaldinu var síðan komið á laggirnar tilraunakennslu í ýmsum greinum verknáms víðs vegar um bæinn, þar sem aðstaða til slíkrar kennslu var nánast engin í húsakynnum Iðnskólans í Reykja- vík. Endurskoðun laga um öll skóla- stig hófst upp úr 1970 og stóð óslit- ið í á annan áratug. Ný gmnnskóla- lögtóku gildi 1974. Árið 1971 setti Jóhann S. Hannesson fram hug- myndir um samræmdan framhalds- skóla sem urðu síðan gmnnurinn að stofnun fjölbrautaskóla á ýmsum stöðum á landinu, án þess þó að skýr stefnumörkun hefði áður farið fram um þessa nýju tegund skóla. Nýtt frumvarp til framhaldsskóla- laga var kynnt 1976, en ný lög um framhaldsskóla voru ekki samþykkt á Alþingi fyrr en 1988. Allan þann tíma hafa íslenskir skólamenn verið að leika af fingmm fram í stefnu- mörkun sinni. Skilningsleysi yfir- valda hefur staðið iðnnámi á íslandi fyrir þrifum alla þessa öld. Vemlega hefur skort á stefnumótun í menntamálum iðnaðarmanna og fjármagn hefur skort til þess að byggja_ upp viðunandi kennsluað- stöðu. I þessu Ijósi verður að skoða stöðu sveinsprófsins nú um stundir. Prófið sem slíkt er uppmnnið í menntakerfi miðalda, samfélagi handverksins. Þar skiptust menn í lærlinga, sveina og meistara. Lærl- ingurinn fór á samning hjá meist- ara og var í námi í ákveðinn tíma, lærði öll helstu vinnubrögð, tók síð- an sveinspróf og varð sveinn. Með nýrri tækni á síðari hluta 19. aldar varð nauðsynlegt að efla menntun iðnaðarmanna. I fyrstu kvöldskól- um þeirra var aðallega kennd iðn- teikning, en einnig íslenska, enska, danska og söngur. Verkleg kennsla Menntamálayfirvöld verða að átta sig á mik- ilvægi sveinsprófsins, ---------------------- segir Olafur Grétar Kristjánsson, í stefnu- mörkun fyrir fram- haldsskólann hér á landi. fór eftir sem áður fram hjá meist- ara. Iðnfræðslan hefur liðið fyrir það að í henni ríkir ákveðinn tví- skinnungur: bóklega kennslan hef- ur farið fram í iðnskólum, síðar fjöl- brautaskólum líka, en verklega kennslan fer fram á vinnustöðun- um. Hér er tvöfalt kerfi í gangi. Menn geta annars vegar farið á samning hjá meistara og lært fagið undir handaijaðri hans, farið síðan í skóla og lokið bóklega hlutanum og tekið sveinsprófið. Eða farið í skóla og tekið bóklega hlutann, síð- an út á vinnumarkaðinn, gert samn- ing við fyrirtæki, unnið hjá því í u.þ.b. 3 ár og tekið síðan sveins- próf, án þess að hafa í raun nokk- urn tíma notið leiðsagnar meistara. Iðnfræðslan líður fyrir það að óljóst er hver það er sem á að gegna fræðsluhlutverkinu úti á vinnustöð- unum. Áhrif þróunar í málmiðnaði á menntun Reglugerð um löggiltar iðngrein- ar, námssamninga, sveinspróf og meistararéttindi frá 1990 tekur til um 70 iðngreina af hinum ólíkasta toga. Aðstæður þeirra eru ákaflega misjafnar. Nám í tiltekinni grein hlýtur á hveijum tíma að taka mið af þróun greinarinnar, bæði innan- lands og á alþjóðavettvangi. Hún hlýtur að verða fyrir áhrifum af því hvort iðngreinin er í vexti, hvort nýrri tækni fleygir fram og þensla á sér stað í þekkingarfræði greinar- innar, eða hvort hún er stöðnuð og ekkert nýtt hafi gerst þar í 20-30 ár. Hér hlýtur það að ráða úrslitum hvort fjárfestingar eigi sér stað í atvinnugeiranum sem greinin heyr- ir undir. Taka má dæmi af skipa- smíðaiðnaði sem hefur verið í djúpri kreppu sl. 20 ár. Skipasmíðastöðv- um hefur verið lokað víða í heimin- um, t.d. Kockums í Malmö og Udde- valla-stöðinni rétt hjá Gautaborg í Svíþjóð. Þá ku B & W í Danmörku standa afar höllum fæti um þessar mundir. Þetta er alþjóðleg kreppa, sem einníg snertir iðnaðinn hér á Islandi. Hér eiga stöðvar í miklu basli og draga fram lífíð í örbirgð og volæði. Vitanlega hefur þetta ástand áhrif á menntunarmál málmiðnaðarmanna: Æ færri leita í þennan iðnað og stjórnendur fyrir- tækja einbeita sér að því að þrauka, en gefa ekki gaum að menntun þeirra fáu einstaklinga sem villast inn á verkstæðin hjá þeim. Metnað- urinn er í lágmarki. Málmiðnaðar- menn á íslandi em ennfremur með lægst laun iðnmenntaðra manna og verður það ekki til þess að auka áhuga þeirra á að leggja á sig ólaunað strit (bóknám) tij þess að verða færari í fagi sínu. Á sjöunda og áttunda áratug aldarinnar höfðu jámiðnaðarmenn nóg að starfa við síldarverksmiðjur, virkjanir og ál- verið í Straumsvík. En vegna þess hversu yfirvinna var (og er) stór hluti launa þeirra skipti mestu máli að vinnu nógu mikið. Gífurlegt vinnuálag varð þess valdandi að tími gafst hreinlega ekki til að sinna menntun eða endurmenntun. Hvort sem kenna má skorti á faglegum metnaði innan stéttarinnar eður ei varð niðurstaðan allavega sú að á níunda áratugnum voru menntun- armál hennar í ólestri og sveinspróf- ið setti ofan. Fræðsluráð málmiðnaðarins Ákveðin breyting varð hér á með stofnun Fræðsluráðs málmiðnaðar- ins 1987. í þessari stofnun samein- uðust samtök iðnaðarins og félög launþega um átak í menntunarmál- um málmiðnaðarmanna. Fræðslu- ráðið hefur sett sér það markmið að fylgjast með tækniþróun á sviði málmiðnaðar, það hvetur atvinnu- rekendur og stjórnvöld til að fylgj- ast með framförum í greininni. Fræðsluráðið ýtir á um að menn tileinki sér ýmsar nýjungar, nýja tækni, ný efni o.s.frv. Ráðið er í forystu fyrir því að innleiða evr- ópska staðla í málmiðnaði. Fræðslu- ráð málmiðnaðarins hefur beitt sér fyrir því að þyngja sveinspróf málmiðnaðarmanna. Það hefur skil- greint kröfur um hæfni og þekkingu þeirra er þreyta sveinspróf í renni- smíði, vélvirkjun, blikksmíði og stál- smíði. Kröfurnar voru sendar menntamálaráðuneyti árið 1991 og hafa að einhveiju leyti hlotið viður- kenningu þess. Nýir vaxtarsprotar í málmiðnaði, ný tækni, hefur orðið til þess að menn em famir að ugga að sér. Vinnuveitendur sjá ný tæki- færi, nýja möguleika og vilja halda áfram að þróa iðngreinina. Fræðsluráð málmiðnaðarins hefur með því að skilgreina kröfur til sveinsprófs tekið sér ákveðið stýr- ingarvald í hönd: Nú stjórna þessar kröfur því hvernig menntun málm- iðnaðarmanna er hagað. Afrakstur þessa starfs má sjá i nýrri náms- skrá sem samin hefur verið fyrir grunndeild málmiðna og var stað- fest af menntamálaráðuneyti í júní 1993. Stefnumörkun í menntamálum Einn meginvandi iðnnámsins nú er skortur á stefnumörkun. Eins og sést á skýrslu nefndar um mótun menntastefnu er ákaflega lítill skilningur þar á vanda verknáms- ins. Nefndin hefur enga heildarsýn yfir iðnnámið og er þess vegna ekki í stakk búin til að marka stefnu fyrir það. Öll nótt er þó ekki úti enn því að skv. frv. til laga um fram- haldsskóla, er lagt var fyrír á sein- ustu löggjafarsamkomu, skal mynda samstarfsnefnd um starfs- nám sem skipuð er 18 fulltrúum, þar af 12 fulltrúum atvinnulífs. Þar fyrir utan skipar menntamálaráð- herra starfsgreinaráð allra starfs- greina þar sem sitja fulltrúar til- nefndir af samtökum atvinnurek- enda og launþega. Þessi starfs- greinaráð skulu skilgreina kröfur um hæfni og kunnáttu starfsmanna og setja starfsnámi markmið (28. og 29. gr.). Ég tel mikilvægt að yfirstjórnendur menntamála hugsi um iðnnámið sem heild. Að þeir axli loksins þá ábyrgð sem þeir hefðu átt að gera strax með setn- ingu laganna 1893. Það er aðeins tiltölulega nýlega að menntamála- ráðuneytið tók að sér umsjón með sveinsprófinu, þ.e.a.s. að Iðnfræðs- luráð fluttist inn í ráðuneytið. Fram að þeim tíma var prófíð á ábyrgð prófanefnda sem störfuðu utan og ofan við alla stefnumörkun yfír- valda í menntamálum. Nemendur, sem hefja nám í grunndeild málm- iðna, þurfa að sjá sveinspróf í ein- hverri af greinum iðnaðarins sem sitt takmark, en ekki bara það að ijúka tveimur önnum í skóla. Þá er námið rétt að hefjast. Ef við tengj- um þetta atriði við það sem OECD-skýrslan um menntakerfið á íslandi frá 1987 gagnrýnir einna helst, þ.e. hið mikla brottfall

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.