Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Uss við látum nú bara prestinn um þennan, systir. Hann hefur ekki einu sinni farið til Kína . . . Farþegum í innanlands- flugi fjölgaði um 16% FARÞEGAR í innanlandsflugi fyrstu sex mánuði ársins voru 181.535, sem er 16% aukning frá sama tímabili árið 1994. Farþegum fjölgaði á öll- um áætlunarflugvöllum nema í Vest- mannaeyjum þar sem þeim fækkaði um 1%. Tæplega 85 þúsund farþegar fóru um Reykjavíkurflugvöll með innan- landsflugi fyrstu sex mánuði ársins og er aukningin um 23% miðað við sömu mánuði í fyrra. Á Homafirði og Húsavík fjölgaði farþegum um 18%, á Akureyri var 13% aukning, 11% aukning á Egilsstöðum, 7% á Sauðárkróki og um 5% á ísafirði. Alls voru flutt 1.312 tonn af vör- um og pósti í innanlandsflugi á fyrri hluta ársins. Þetta er 5% aukning miðað við sama tímabil árið 1994. Vöruflutningar jukust um 2% og póstur um 15%. Vöru- og póstflutn- ingar jukust á þremur áætiunarflug- völlum; 17% í Reykjavík, 6% á Akur- eyri og 4% í Vestmannaeyjum. Sam- dráttur varð hins vegar mestur á Húsavík eða 22% og á ísafirði um 11%. Fyrstu sex mánuði ársins fóru 8% fleiri millilandafarþegar um íslenska MIKILL vöxtur hefur verið í innanlandsflugi það sem af er árinu. áætlunarflugvelli en á sama tímabili árið áður, eða samtals 385.088 far- þegar. Svokallaðir áningarfarþegar vora 28% af heildarfarþegafjöldan- um á móti 26% í fyrra. Á Reykjavíkurflugvelli fjölgaði millilandafarþegum um 9% á fyrri hluta ársins og um 6% á Kefiavíkur- flugvelli. Á Akureyri fækkaði þess- um farþegum hins vegar um 15%. Vöra- og póstflutpingar í milli- landaflugi jukust um 21% á fyrstu sex mánuðum árins miðað við sömu mánuði í fyrra og námu alls 9.868 tonnum. Vöraflutningar jukust um 23% en póstur um 5%. Á Reykjavík- urflugvelli var 79% aukning á vöram og pósti og um 21% á Keflavíkur- flugvelli. Síðastliðin fimm ár hefur heildar- fy'öldi farþega í millilandaflugi um Keflavíkurflugvöll fyrri hluta árs vaxið um 10% á ári að meðaltali. Á sama tímabili hafa vöru- og póst- flutningar í millilandaflugi um Keflavíkurflugvöll aukist að meðal- tali um 3% á ári. Boðmerki skyggja á útsýni NOKKUÐ hefur borið á því að kvartað hafi verið undan að boð- merki á umferðareyjum skyggi á aðra akreinina þegar beygt er fyrir umferð úr gagnstæðri átt eins og sést á þessari mynd sem tekin var í Kringlunni. Samkvæmt upplýsingum Péturs Ársælssonar, verkstjóra umferðardeildar gatnamálastjóra, hafa þessi skilti verið lækkuð að undanförnu og þau miðuð við að efri brún sé 1,10 metra hæð frá malbiki, samkvæmt evrópskum staðli. „Það geta skap- ast aðstæður í umhverfinu, sem verða til þess að skiltin skyggja á,“ sagði hann. „Svo er alltaf ágreiningur um hversu há þau eiga að vera. Þeim sem eru á litl- um bilum finnst skiltin skyggja á og aðrir sem eru á stórum bilum vijja hafa þau öðruvísi." Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar hafa ökumenn kvartað yfir að skiltin séu of nálægt gatna- mótum á umferðareyjum og þann- ig dregið úr útsýni áður en beygt er. Vitað er um dæmi þess að slík skilti hafa verið færð til. Samkeppni í hjálparstarfi Hjálparstofnanir fái frið til að sinna starfi sínu EITT mikilvægasta verkefni Rauða kross- ins er að sannfæra stjórnvöld, t.d. í Evrópu, um að halda sig við stjórnmál og leyfa hjálparstofnunum að starfa í friði. Það eru mistök að ætla að reyna að ávinna sér virðingu með mannúðarstarfi þegar allt annað hefur farið úrskeiðis. Ég nefni t.d. Evrópusam- bandið sem hefur ekkert til að vera stolt af þegar ástandið á Balkanskaga er annars vegar. Þessi afstaða ýmissa þjóða og samtaka minnir helst á „mannúðar- iðnað“, þar sem allt er sýnt beint í sjónvarpinu,“ segir Jacques Moreillon, sem sæti á í stjórn Alþjóðaráðs Rauða krossins. Moreillon á að baki mikla reynslu sem sendifulltrúi á vegum Alþjóðaráðsins en auk starfs síns á vegum Rauða kross- ins er Moreillon forseti Alþjóða- sambands skáta. Moreillon segir ekki ástæðu til að hvetja Sameinuðu þjóðirnar til að færa sig inn á svið hjálpar- starfs eins og raunin hafi verið undanfarin ár. Það gerist æ oftar að starfsmönnum og starfi þess- ara samtaka sé ruglað saman, t.d. í Bosníu, og það geri Rauða kross- inum erfitt fyrir. „Sameinuðu þjóðirnar leita pólitískra lausna á þeim deilum og átökum sem upp koma í heiminum, auk þess að sinna hjálparstarfi. Rauði krossinn gætir þess að blanda sér ekki í stjórnmál, hlutleysi er eitt grund- vallaratriða starfs hans. Styrkur Rauða krossins liggur hins vegar í veikleika hans, við tökum ekki afstöðu og reynum ekki að leysa vandann, heldur líkna fórnarlömb- unum.“ - Hafa þær aðstæður sem mæta starfsmönnum Rauða krossins á stríðssvæðum breyst? „Áður fyrr frömdu menn grimmdarverk í leyni; ég nefni Hitler og Pol Pot. Nú eru illvirkin hins vegar framin fyrir framan sjónvarpsvélarnar. Rauði krossinn vinnur æ meira við aðstæður þar sem ekki er hægt að treysta stríðs- aðilum, leiðtogar óábyrgra hópa ljúga eða reynast ekki ráða, samn- ingar ganga ekki eftir. Þetta er ólíkt því sem ég kynntist t.d. í Víetnam-stríðinu. Vietkongar voru vissulega ekki auðveldir við- ureignar en samningar, sem við þá voru gerðir, stóðust." - Hlutleysi er eitt af lykilorðum starfsemi Rauða krossins en hann starfar víða um heim á svæðum þar sem nær útilokað virðist að gæta fullrar hlutlægni? „Það að vera hlutlægur þýðir ekki að við getum ekki fordæmt. Ef að við teljum að lög séu brot- in, mannúð og mannréttindi ekki virt, og að fordæming grimmdar- verka komi fórnarlömbunum til góða, þá sitjum við ekki á okkur. En við tjáum okkur ekki um um- deiid mál sem að við teljum að tengist starfi okkar ekki beint.“ - Fréttir hafa borist af bágri fjárhagsstöðu Alþjóðaráðs Rauða krossins og því að æ erfiðara sé að fá nýja félaga inn íRauða kross hreyfinguna? „Á sama tíma og mörg lönd hafa dregið að greiða sinn skerf af greiðslum til Rauða krossins, hefur fjárþörf hans aukist mjög á síðustu árum. Vandinn er sá að fólk hefur æ minni áhuga á þátt- töku í nokkurs konar starfi, það situr heima og skiptir um sjón- ► Jacques Moreillon er Sviss- lendingur, lögfræðingur og með doktorsgráðu í stjórnmála- fræði. Hann situr nú í stjórn Alþjóðaráðs Rauða krossins en var um árabil framkvæmda- sljóri Alþjóðaráðsins og á að baki gífurlega reynslu sem sendifulltrúi þess. Hann heim- sótti m.a. Nelson Mandela er hann sat í hinu illræmda fang- elsi á Robbin Island og barðist fyrir því að bæta aðstöðu hans. Moreillon var sendifulltrúi í Kasmír, Biafra og á Vestur- bakkanum á sjöunda áratugn- um, starfaði í Suður-Ameríku, víða í Afríku, var t.d. eini út- lendingurinn sem hitti Haile Selassie, keisara Eþíópiu, er hann var í haldi eftir að honum var steypt af stóli. Þá hefur hann hitt fjölda þjóðarleiðtoga að máli, t.d. í tengslum við stríð- ið í Afghanistan, stríð íraka og írana og vegna uppreisnar Pal- estínumanna á hernumdu svæð- unum, svo fátt eitt sé talið. varpsrás. Sjónvarpið er þægilegt en það deyfir tilfinningalífið. Sú hætta sem skapast þegar sjónvarp er annars vegar er að því tekst um stundarsakir að vekja almenn- ing þegar sýndar eru myndir af hryllingi stríðs og hungursneyðar. En um leið og áherslan er lögð á eitt land, gleymist annað og að endingu finnur almenningur fyrir „samúðarþreytu". Eins og áður segir á Moreillon geysimikla reynslu að baki við hjálparstarf en hann er nú forseti alþjóða skátahreyfingarinnar. í því starfi, rétt eins og þegar hann var sendifulltrúi Rauða krossins, hittir hann fyölda háttsettra manna. „Ég fann það þegar ég fór á fund þjóðarleiðtoga sem for- seta og mætti alls staðar hlýju viðmóti, hversu mikilvæg barátta Rauða krossins er. Þetta voru sömu menn og höfðu sumir hverj- ir tekið treglega á móti mér þegar ég sem sendifulltrúi var að minna þá á að virða lög og samþykktir um mannúð og mannréttindi. Mér eru enn í minni orð Nelsons Mand- eia, sem þá var fangi á Robbin Island. Okkur gekk illa að knýja fram nokkrar úrbætur fyrir fang- ana þar og íhugðum að hætta fangaheimsóknunum. Mandela bað okkur lengst allra orða að gera það ekki. „Það er ekki aðeins það góða sem þið gerið, heldur hið illa sem þið komið í veg fyr- ir,“ sagði hann. Það sannfærði okkur um að halda baráttu okkar áfram.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.