Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 14
 14 SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Caput-hópurinn heldur tónleika á stóra sviði Borgarleikhússins Spennandi hljóðfall magnaðir hljómar CAPUT-HÓPURINN heldurtón- leika á þriðjudagskvöldið á Stóra sviði Borgarleikhússins kl. 20.30. Efnisskráin gefur mynd af sumu því merkasta sem hefur átt sér stað í tónsköpun yngri tónskálda Evrópu á síðustu árum. Flyljend- ur eru tuttugu vel þekktir tónlist- armenn úr íslensku tónlistarlífi og stjórnandinn að þessu sinni er Guðmundur Óli Gunnarsson. Tónleikarnir eru liður í Tón- leikaröð Leikfélags Reykjavíkur. Gerður Gunnarsdóttir, sem leiðir strengjasveit Caput-hóps- ins, starfar í sinfóníu- og óperu- hljómsveit Kölnarborgar sem þriðji konsertmeistari. Síðastlið- inn vetur var hún búsett hér á landi og starfaði með Sinfóníu- hljómsveit Islands. Frá og með áramótum var hún annar kon- sertmeistari hljómsveitarinnar. Einnig var hún konsertmeistari Islensku óperunnar þann vetur auk þess sem hún lék mikið með Caput-hópnum og Kammersveit Reykjavíkur. Gerður segir að félagar Caput- hópsins vilji leggja áherslu á að tónlistin sem leikin verður sé mjög áheyrileg. „Þetta eru ekki dæmigerð nútímaverk sem fólki finnst oft erfitt að hlusta á; þetta eru mjög áheyrileg verk með spennandi hljóðfalli og mögnuð- um hljómum sem ég er viss um að muni koma fólki á óvart. Þessi verk ættu að mínu mati að höfða til víðs hóps áheyrenda. Þau eru öll eftir ung tónskáld, fimm frá Norðurlöndum og eitt ítalskt.“ Efnisskráin er sett saman úr verkum sem Caput-hópurinn hef- ur leikið á undanförnum misser- um á tónleikum á Norðurlöndum, ítaliu og Spáni. Þessi verk hafa ekki heyrst á tónleikum hópsins hér á landi áður. Leikin verða Þrjú stykki fyrir píanó eftir Carl Nielsen sem Hans Abrahamsen umsamdi fyrir sinfóníettu 1990. Að sögn Gerðar er þetta klassisk- asta verk efnisskrárinnar. Eftir Danann, Bent Sorensen, verður flutt verkið, Minnelieder - Zweites Minnewater, sem var sérstaklega samið fyrir Caput- hópinn árið 1994. Sorensen er eitt athyglisverðasta tónskáld Dana um þessar mundir. Verkið Árhringur eftir Hauk Tómasson var samið árið 1994 en hefur verið umskrifað fyrir Caput-hóp- inn. „Hér er um skemmtilegt og ferskt verk að ræða eftir eitt efnilegasta tónskáld Islendinga,“ segir Gerður. Eftir Finnann, Magnus Lindberg, verður fiuttur Coyote Blues sem Gerður segir að sé hressileg blanda af blús og indverskum áhrifum. Ululation eftir Finnann, Jukka Koskinen, er sérstaklega samið fyrir hóp- inn árið 1994. Að lokum verður svo flutt verk eftir ítalann, Rice- ardo Nova, sem nefnist Paraf- rasi. Verkið var frumflutt af Caput-hópnum í Mílanó í nóvem- ber 1994 og tekið upp fyrir geisladisk sem kemur út innan tíðar. „Verkið er eins konar kon- sert fyrir slagverk og sinfóní- ettu. Það er Steef van Ooster- hout sem fer með viðamesta hlut- verkið á slagverkið en í þessu verki er rythminn allsráðandi," segir Gerður. Caput-hópurinn var stofnaður árið 1987 og segir Gerður að þetta sé mjög öflugur hópur. „Þetta samstarf hefur verið mjög Andlegft nesti BÆKUR Biblíutextar ORÐ DAGSINS ÚR BIBLÍUNNI Ólafur Skúlason biskup valdi. Prent- vinnsla Oddi. Hörpuútgáfan 1995 - 152 síður. 1.990 kr. HERRA Ólafur Skúlason, bisk- up íslands, er landsmönnum vel kunnur og því ástæðulaust að rekja ævi og starfs- feril hans hér. Hann hefur boðað landsmönnum Guðs orð um langt árabil. Bókin Orð dags- ins úr Biblíunni er þannig uppbyggð að eitt til þijú vers úr Biblíunni, Gamla eða Nýja testamentinu, hafa verið valin fyrir hvern dag. Versin eru látin standa ein út af fyrir sig og er ætlað að tala sínu máli. Engin hugleiðing fylgir eða bæn. í inngangi segir höfundur: „Þessi bók gefur gott tækifæri til þess að verja stuttri stund í að lesa og skoða vers úr Biblíunni, sem hefur með réttu verið kölluð „Bók bókanna". Hver dagur á sitt vers og er þar dregið fram ýmislegt, sem Ólafur Skúlason Gerður Gunnarsdóttir Morgunblaðið/Sverrir fijótt og skemmtilegt. Við vinn- um saman vegna þess að okkur þykir það skemmtilegt - og ein- ungis vegna þess. Þetta er algjörlega sjálfstæður hópur sem hefur engar sérstakar skyldur, aðrar en við sjálfan sig. Árangurinn lætur ekki á sér standa og hefur hópnum verið boðið að taka þátt í ýmsum tón- listarhátíðum um víðan heim, til að mynda í Kaupmannahöfn í mars 1996 og í Lissabon í Portú- gal 1997. Dagur til styrktar Flateyr- ingum GAMANLEIKRITIÐ Dagur verður sýnt á Litla sviði Borg- arleikhússins í kvöld kl. 20.30. Ágóði rennur til söfnunarinn- ar Samhugur í verki. Hafa allir aðstandendur sýningar- innar ákveðið að leggja sitt af mörkum og votta Flateyr- ingum samúð sína. Hamingjupakkið Hópurinn sem stendur að þessari sýningu kallar sig „Hamingjupakkið“. Þessi hópur er samansettur af ungu fólki sem víða hefur leitað fanga í listaflórunni, svo sem í leiklist, tónlist og danslist. í kynningu segir: „Útkom- an er það sem þið munuð upplifa á sýningum sem sýnd- ar eru á litla sviðinu í Borgar- leikhúsinu. Þú vaknar. Þú lít- ur í kringum þig. Rúmið þekk- ir þú ekki. Gærkvöldið sem sagt vel heppnað, eða hvað. Við hliðina á þér liggur stað- festing á því. En hvað heitir svo manneskjan sem liggur þér við hlið? Þegar Dagur vaknar ér hann í þessum spor- um. Það sem hann þarf að gera er að komast heim. En hvernig? Fötin fær hann ekki, símann má hann ekki nota og enginn virðist hafa áhuga á að skutla honum eitt eða neitt. Stúlkan sem hann eyddi nóttinni með hefur aðeins áhuga á einu, að koma honum út. Fatalaus og vinnulaus í ókunnugu húsi og veit ekki sitt ijúkandi ráð.“ ætti að vera til huggunar, leiðbein- ingar, uppörvunar og jafnvel hug- ljómunar. Andartak eitt tekur það yfirleitt að renna auga yfir vers dagsins og gott að ákveða þá stund, sem því er ætluð, og víkja trauðla frá. Munu sumir vafalaust tengja slíka athugun morgninum, áður en aðkallandi störf taka völd- in. Aðrir munu láta ró kvöldsins auka vægi helgs orðs.“ Orð dagsins úr Biblíunni er handhæg og snot- urlega skreytt bók. Versin fyrir hvern dag eru vel valin, Orð Guðs er mátt- ugt og talar sínu máli. Hvert vers er gott andlegt nesti fyrir daginn og til- efni tii íhugunar í dagsins önn. Bókinni er greinilega ætlað að gefa fólki, sem er óvant biblíulestri, nasasjón af bókinni góðu, að vera eins konar bragðprufa. Veitir ekki af slík- um bókmenntum á Islandi. Ástæða væri fyr- ir biskupinn okkar að gefa út aðra bók með hugleiðingum fyrir hvern dag. Orð dagsins úr Biblíunni á er- indi til allra, sérstaklega þeirra, sem vilja byija að kynna sér boð- skap Biblíunnar. Fagna ber útgáfu hennar. Kjartan Jónsson Berglind Gunnarsdóttir Nýjar bækur Ljóðaþýð- ingar úr spænsku BRAGÐ af eilífð er kver með ljóðaþýðingum eftir Berglindi Gunnarsdóttur. í Bragð af eilífð eru einkum ljóð eftir skáld spænskumælandi heims: Antonio Machado, Ramón Gomez de la Serna, Vicente Aleixandre, Federico García Lorca, Rafael Alberti og Emilio Prados frá Spáni og Ruben Darío frá Nic- aragua. Að auki eru Ijóð eftir ungverska skáldið Sándor Weöres og ástarljóð úr sansk- rít. __ Útgefandi er Örlagið. Bros af eilífð er 37 blaðsíður unnin í Steindórsprenti-Gutenberg. Þýðingasjóður styrkti útgáf- una. Bók er góð LEIKLIST Fu r ð u 1 e i k h ú s i ð Tjarnarbíói BÉTVEIR eftír Sigrúnu Eldjám Leiksljóri: Jón St. Kristíánsson, Tónlist: Sigrún Eld- jám og Olöf Sverrisdóttír Leikmynd og búningan Helga Rún Pálsdóttír Leikendur: Margrét Kr. Pétursdótt- ir, Ólöf Sverrisdóttir, Eggert Kaab- er, Gunnar Gunnsteinsson, Katrín Þorkelsdóttír. FLEST vita blessuð börnin þetta með mjólkina, en það er fleira matur en feitt ket. Einhveija bestu næringu sem völ er á má hafa af bókum. Þennan boðskap flytur leikritið Bétveir yngstu kynslóð- inni í Tjarnarbíói, þessum greyjum sem eiga eftir að búa við harð- ræði framboðsofgnóttarinnar í enn meira mæli en við fullorðna fólkið. Við þykjumst vita að bókin sé ómissandi og að hún sé ýmsum kostum prýdd sem ekki eru hand- bærir annarsstaðar: Það má þukla á henni, stijúka hana, taka hana með sér í bólið, sofna með hana á bringunni og aldrei segir hún múkk. Samt varðveitir hún heim- inn fyrir okkur á milli spjaldanna. Að læra lestur er lykillinn að bókinni. Að læra lestur er eftir- sóknarvert, spennandi, skemmti- legt. Yngsta kynslóðinni á frum- sýningunni var alveg með á nótun- um hvað þetta snerti. Bétveir er snáði utan úr geimnum sem kemur til jarðar að leita að dálitlu sem ekki er til í hans heima(stjörnu) högum. Þar hittir hann fyrir patta sem Áki heitir og systkini hans Lóu og Búa. í sameiningu reyna þau að komast að því hvað þetta er sem ekki er til heima hjá Bét,- veimur.. . Leikhópurinn Furðuleikhúsið var stofnaður fyrir rúmu ári og hafði fyrst það hlutverk að skemmta ungum sem öldnum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal Reykjavíkur. Síðan hef- ur hópurinn sett upp nokkrar ein- faldar og meðfærilegar barnasýn- ingar og farið með þær vítt og breitt. Það er í sjálfu sér heillandi hugmynd og í eðli sínu töfrandi iðja að skjóta upp kollinum hér og þar og skapa börnum nýjan heim svo þau kynnist betur heiminum sem umlykur þau. Þetta unga fólk sem skapar sýninguna kann nú þegar að seiða börnin til sín upp_ á sviðið og inn í þennan heim. í þessu leikhúsi ríkir engin aðskilnaðarstefna. Litlu krakkarnir er þátttakendur í því sem þau verða vitni að. Þann- ig afmást mörkin milli leiks og lífs og allt verður ein heild. Leikaram- ir eru afslappaðir og hógværir eins og vera ber. Ekkert er ofkeyrt, ógnandi. Galsinn er haminn, erfið- leikar yfirstíganlegir með nokkr- um húmor, skilaboðin skýr. Og sem betur fer er ekkert billegt enda væri það ekki börnum bjóð- andi. Textinn er einfaldur en þó fá áheyrendur að kynnast tvíræðn- inni sem málið býr yfir. Tungumál er nefnilega eins og vatn. Það tek- ur á sig ýmsar myndir. Guðbrandur Gíslason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.