Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ AÐSTANDENDUR Kirkjugarðsklúbbsins. Nýjar bækur Gyðinga saga í út- gáfu Kirsten Wolf Á myrku hlió múnans þeir mjög hissa á því að fá allt í einu völd til að ráða kannski tíu viðgerðarmenn hver. Margir þeirra stóðu undir væntingum en aðrir ekki, en það var sammerkt með þeim öllum að þeir höfðu aldrei ráðið eða rekið neina manneskju. Það er búinn til einhver vinnustaður af stjórnvöldum og reynt að hafa eins mörg stöðugildi og hægt er og svo drollast menn einhvern veginn áfram,“ segir Friðrik. Margir skarpir í sínu fagi Hann segir að til að byija með hafí það algjörlega skort að starfs- menn verksmiðjanna hafí haft ein- hvem metnað fyrir vinnustaðinn sinn, og ein af mistökunum sem Celite hafí gert hafí verið að leggja ekki nægilega mikið upp úr því að hafa ítarlegar skriflegar starfslýs- ingar. „Það er ekki hægt að ætlast til þess af fólkinu, t.d. á þessu svæði þar sem ég var, að það fínni til ein- hverrar ábyrgðar eða skilnings á því að í þessu tiltekna starfí sé ætlast til þess af þér að þú gerir ákveðna hluti. Þetta skortir alveg og reyndar skortir fólkið frum- kvæði. Hver maður hugsar bara um sitt einangraða starfssvið og hefur enga yfírsýn. Það gat oft tekið mjög á taugamar þessi skortur á frumkvæði, sjálfstæðri hugsun og skiiningi á því hvers væri ætlast til af þér í starfí. Við höfðum ekkert starfsfólk þama sem hlotið hafði menntun erlendis. Kína er það fátækt land að það þótti merkilegt ef þú hafðir komist í háskólanám og tekið próf. Mikið af þessum tæknimenntaða fólki var hins vegar ekki háskóla- gengið, en margir vom skarpir í sínu fagi, t.d. rafmagnstæknifræð- ingar. Þeir höfðu hins vegar enga reynslu af mannaforráðum og þeir hugsa mjög þröngt. Sá sem vinnur á ákveðnum stað í framleiðsluferl- inu ber ábyrgð á þeim hluta af framleiðsluflæðinu. Hann hugsar ekkert um það sem gerist annars staðar í fyrirtækinu, eða hvað hann geti gert til að létta vinnuna. Hann horfir ekkert á hlutina í neinu sam- hengi, en þá hugsun vantaði mikið í Kínvetjana sem unnu hjá okkur. Við gangsettum eina verksmiðju nokkmm vikum á undan áætlun vegna þess hve vel gekk hjá okkur að endurreisa hana. Ég var þá með tvo bandaríska verkfræðinga hjá mér og við unnum í törn eins og við íslendingar gerum gjarnan lungann úr sólarhringnum, og Kín- veijarnir stóðu bara agndofa og náðu ekki að fylgja þessu.“ Hálfnað verk þá hafið er Seinnipartinn í ágúst síðastliðn- um og í byijun september urðu mikil flóð á þeim slóðum sem Frið- rik dvaldist, og var tjónið sem varð af völdum flóðanna metið á hundrað milljónir dollara. Tugir manna drukknuðu, vegir fóru í sundur, uppskerubrestur varð og svæðið varð sambandslaust við umheiminn í nokkrar vikur. Friðrik segir Kín- veijana hafa verið mjög illa í stakk búna til að taka á slíku áfalli. Fjár- munir væru takmarkaðir til að lag- færa skemmdir á mannvirkjum og einhvem veginn hafí Kínveijarnir virst með öllu bjargarlausir. „Mér iíkar almennt séð vel við Kínveija, og starf mitt þarna hefði getað þróast í annan farveg ef umgjörðin hefði verið með öðrum hætti. Fyrsta verksmiðjan var kom- in í gagnið og vissulega hefði ég viljað ljúka þessu verkefni með því að sjá allar þijár verksmiðjurnar í fullum rekstri. Máltækið segir að hálfnað sé verk þá hafið er, og þar sem fyrsta verksmiðjan var komin í gagnið og undirbúningur að rekstri hinna tveggja vel á veg kom- inn, þá finnst mér máltækið eiga vel við í þessu sambandi. Þetta var mjög erfitt, en engu að síður á margan hátt skemmtilegt viðfangs- efni,“ segir Friðrik Sigurðsson. NÝ útgáfa Gyðinga sögu er komin út. Útgefandinn, Kirsten Wolf, Ph.D., er fædd í Danmörku 1959 og er prófessor í íslensku og íslensk- um bókmenntum við háskóiann i Manitoba. Þessi nýja bók leysir af hólmi útgáfu Guðmundar Þorláks- sonar af Gyðinga sögu, sem var prentuð í Kaupmannahöfn 1881 á vegum Samfund til Udgivelse af gammel nordisk Litteratur. Nýja útgáfan er með rækilegum inngangi á samtals 152 bls. í inn- ganginum er í fyrsta lagi nákvæm lýsing á handritum sögunnar, þar sem Kirsten Wolf fjallar um aldur þeirra og uppruna, lýsir skrift og stafsetningu og gerir að lokum grein fýrir skyldleika þeirra inn- byrðis. Annar kafli inngangs er um höfund sögunnar og aldur hennar, þriðji kafli um heimildir hennar og fjórði kafli um þýðinguna, þar sem Eins o g börnin mín BANDARÍSKI píanóleikarinn Beth Levin mun halda tónleika í Tjamarbíói á morgun, mánudag, kl. 20.30. Levin hefur margsinnis leikið hér á landi áður en hún er búsett og starfandi í New York. „Það er nauðsynlegt fyrir tónlistarmann að leika einhvers- staðar annarsstaðar en heima hjá sér,“ sagði hún í stuttu spjalli við blaðamann, „það þroskar hann og víkkar sjóndeildarhringinn. Því þykir mér gott að koma hing- að öðru hverju og spila.“ Levin var 12 ára þegar hún lék einleik í fyrsta sinn með Fíladelf- íuhljómsveitinni og stuttu seinna var hún valin einn þriggja nem- enda til að læra hjá Rudolph Serkin við The Curtis Institute. „í sjálfu sér er það ekki svo ung- ur aldur að koma í fyrsta skipti fram 12 ára; vinkona mín byrjaði til dæmis 3 ára. En það er hins vegar nauðsynlegt að byija sem fyrst að koma fram; fyrir utan hvað það er gaman að sjá börn spila, þetta er svo auðvelt fyrir þau. Þau eru svo laus við alla streitu og svo em þau heldur ekki farin að vera jafnsjálfsgagn- rýnin og fullorðnir listamenn. Þessi aldur var töfrum líkastur." vinnubrögð þýðandans eru skýrð með mörgum dæmum um meðferð hans á textum heimildanna og bent á helstu stíleinkenni. Inngangur svo og skýringar neðanmáls við texta sögunnar eru á ensku en efniságrip formála á íslensku. Gyðinga saga hefur verið sett saman um eða skömmu eftir miðja 13. öld eftir mörgum heimildum sem allar hafa verið á latínu. Brand- ur Jónsson ábóti þýddi Gyðinga sögu. „Með þessari riýju útgáfu Gyðinga sögu má segja að útgef- andanum, Kirsten Wolf hafi tekist að svara öllum kröfum sem hægt er að gera til vísindalegrar útgáfu á íslenskum miðaldatextum," segir í kynningu. Bókin kemur út á vegum Árna- stofnunar og er Rit 42, Hún er 400 bls. Verð bókarinnar með virðis- aukaskatti er 6.725 kr. Levin segir að það sé mjög erfitt að koma sér á framfæri í New York, þar sé gríðarleg sam- keppni. „Það er ekki nóg að hafa hæfileikann, maður verður að þekkja rétta fólkið. Ég hef verið heppin og það hefur reyndar gengið sérstaklega vel hjá mér þetta ár. Kennarinn minn lést á árinu og þá er eins og maður standi allt í einu einn uppi, án bakhjarls. En ég fann að ég varð að taka af skarið og láta í mér heyra, segja eitthvað. Ég herti því upp hugann, fékk mér um- boðsmann og hellti mér út í þessa baráttu." Levin hefur leikið ein- leik með fjölda bandarískra sin- fóníuhljómsveita og komið fram á tónlistarhátíðum þar yestra, svo sem á Marlboro, Casals, Harvard, Amherst og Blue Hilt hátíðunum. Hún hefur einnig Æfingar hafn- ar á Kirkju- garðsklúbbnum NÆSTA leikrit sem sýnt verður á Litla sviði Þjóðleikhússins nefnist Kirkjugarðsklúbburinn og er eftir ungan Bandaríkja- mann, Ivan Menchell. Æfingar eru vel á veg komnar og er frum- sýning áætluð öðru hvoru megin við áramótin. í kynningu segir: „Kirkju- garðsklúbburinn er gamansamt verk sem segir frá þremur ekkj- um sem deila saman sorgum og gleði. Ekkjurnar þijár eru leiknar af Bríeti Héðinsdóttur, Guðrúnu Þ. Stephensen og Mar- gréti Guðmundsdóttur. Bessi Bjarnason leikur ekkjumann sem hefur mikil áhrif á líf kvennanna þriggja og Þóra Friðriksdóttir er í hlutverki vinkonu hans. Þýðandi er Elísabet Snorra- dóttir, lýsingu annast Ásmundur Karlsson, höfundur leikmyndar er Úlfur Karlsson og höfundur búninga Helga Stefánsdóttir. Andrea Gylfadóttir hefur umsjón með tónlist og leikstjóri er Andr- és Sigurvinsson. leikið inn á hljómplötur fyrir Columbia Masterworks. Árið 1978 vann hún til verðlauna í alþjóðlegu píanókeppninni í Leeds. A tónleikunum annað kvöld ætlar hún að leika nokkur af stórbrotnustu verkum píanó- bókmenntanna; Sónötu op. 109 eftir Beethoven, Fantasíur op. 116 eftir Brahms og Konsert án hljómsveitar op. 14 eftir Schu- mann. Segir Levin að hún hafi lagt mikið í þessa efnisskrá og æft hana mikið. „Ég er búin að leggja mikið undir í þessari efnis- skrá en ég mun flytja hana á einleikstónleikum í Bandaríkjun- um næsta vor. Þessi verk eru orðin eins og börnin mín sem ég hef fóstrað í mörg ár. Það er eins og þau séu orðin hluti af mér og ég vona að það endur- speglist í Ieik mínum á morgun.“ Beth Levin leikur píanóverk 1 Tjarnarbíói á morgun Morgunblaðið/Halldór Beth Levin Kórtón- leikar í As- kirkju KIRKJUKÓR Ásprestakalls heldur tónleika í Áskirkju í dag 5. nóvember kl. 16. Kórinn var stofnaður árið 1965 og minnist því 30 ára starfs með þessum tónleikum. „Allir eru boðnir velkomnir á tónleikana, þó sér- staklega þeir sem hafa sungið í kómum einhverntíma á starfs- ferli hans, unnið með kórfélög- um eða aðstoðað á einhvern hátt,“ segir í frétt frá kórnum. Á verkefnaskránni eru lög eftir Björgvin Guðmundsson, Pál ísólfsson, Þorkel Sigur- björnsson, Sigfús Halldórsson, Þórarin Guðmundsson, Sig- valda Kaldalóns, Jón Norðdal, Sigfús Einarsson, C. Franck, G. Fauré, A. Bruckner og Beet- hoven. Ingibjörg Marteinsdóttir syngur einsöng. Einnig syngja kórfélagamir Gústav Gústavs- son, Stefanía Haraldsdóttir og Svala Jóhannsdóttir einsöng og tvísöng. Söngstjóri og organleikari er Kristján Sigtryggsson. Að- gangur er ókeypis en tekið er við framlögum í orgelsjóð að tónleikum loknum. Ljósmynda- sýning- Steph. á Sóloni UÓSMYNDARINN Stephan Stephensen, Steph., opnaði sýn- ingu á Ijósmyndum sínum í Gallerí Sólön íslandus nú í vikunni. Stephan sýnir svart/hvítar ljósmyndir teknar í Frakklandi 1993 og 94. Myndirnar eru frá Café Le Marché í Nanterre. „Þegar við skoðum þessar ljósmyndir rekum við strax aug- un í ólíkar manngerðirnar. Þær leita á mann. Sumar kannast maður við. Voru jafnvel með manni í skóla. En úr hvaða umhverfí uxu þær nákvæm- lega? Þetta fólk er í fullu fjöri. Það hefur alltaf verið til og mun halda því áfram. Gestirnir á barnum er nefnilega ávallt hin- ir sömu. Eina sem breytist er kennitalan. Við sjáum það svart á hvítu. En samtímis einhvem veginn allt í lit. Þetta eru mynd- ir til að drekka í sig. Og finna á sér, segir Haraldur Jónsson í umsögn um listamanninn. Sýningunni lýkur 16. nóv- ember. Nýjar hljómplötur • SAMSTARFSHÓPUR tón- Iistarmanna hefur gefíð út nýj- an geisladisk sem nefnist Ald- arminning Davíð Stef- ánsson frá Fagraskógi og inniheldur 13 lög við ljóð Davíðs. Á geisladisk- inum eru ný og eldri lög og meðal flytjenda eru Bergþór Pálsson, Sigrún Hjálmtý3dóttir, Egill Ólafsson, Óskar Péturs- son, Jóhanna Linnet, Elín Ósk Óskarsdóttir, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Magnús og Jó- hann og Bergþóra Árnadóttir. Tónlistin á geisladiskinum er fjölbreytt klassík, vísna- og dægurlög. Spor bf. annast dreifingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.