Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1995 9
FRÉTTIR
AÐ ER mikið til í því
að eftir því sem dvalið
er lengur á einhverjum
stað skilst hvað maður veit í
rauninni lítið. Hélt ég virki-
lega að ég þekkti Kaíró, þessa
mögnuðu borg og stútfulla af
18 milljón manns? Eftir að
hafa komið 4-5 sinnum — en
í afar yfirborðslegar heim-
sóknir þegar ég hafði alltaf
mína hótelleigubílstjóra sem
töluðu hrafl í ensku sem dugði
til að finna ráðuneytin og vissu
allt um það fólk sem blaða-
menn voru á höttunum eftir
hveiju sinni. Ég taldi mig vel
heima í öllu: Ég hafði altso
verið hér áður.
Nú eftir mína 5. viku hér
veit ég þó a.m.k. hvað ég veit
lítið. Til dæmis um sætalit í
sporvögnum og hin ýmsu r-
hljóð í arabísku.
Ut í hverfið mitt.ganga tveir
sporvagnar. Ég hélt að þetta
væri alltaf sami vagninn og
fyrir tilviljun hafði ég greini-
lega alltaf hitt á þann með
rauðu sætunum sem fer inn í
miðbæ. Það hlaut vitanlega að
koma að því að ég settist upp
í þann með svörtu sætunum.
Ég var niðursokkin í inn-
hverfa íhugun um hvað eign-
arfornöfn breyta lögun nafn-
orða og sté bara út á endastöð
sem fyrr. Og bíðum við: Hvar
var ég nú? Þetta var ekki mið-
Dagbók frá Kaíró
Að bera
fram orð
Hélt ég virkilega að
ég þekkti Kaíró? spyr
Jóhanna Kristjóns-
dóttir í dagbókarbroti
frá Egyptalandi.
bærinn, heldur furðulegur
staður og fáir á ferli. Stórar,
þögular blokkir hvert sem ég
leit. Engar örlitlar búðir í öðr-
um hveijum kjallara, engin
börn, ekki svo mikið sem kött-
ur á stjáklinu.
Við þessar aðstæður komu
fyrir lítið 200 nafn- og ótal
lýsingarorð, ábendingar, per-
sónu- eða eignarfornöfnin
sælu, að ógleymdum forsetn-
ingum, samtengingum og
fyrstu sagnorðunum. Það upp-
götvaði ég fyrir alvöru þegar
ég hafði gengið um stund í
fullkominni áttavillu og sá svo
kærkominn leigubíl nálgast.
Með skýrum og vönduðum
framburði greindi ég mannin-
um frá æskilegum áfangastað
mínum: Midan Tarir — Tarir-
torg. Maðurinn fórnaði hönd-
um: Þessa útlensku skildi hann
ekki. Ég endurtók þetta
nokkrum sinnum og loks lyft-
ist á honum brúnin: „ Aha -
Tachchchrrrrir,“ sagði hann
og skrollaði lengst niður í
maga. „Akkúrat, Tachchrrir,“
sagði ég og kinkaði ákaft kolli
og skrollaði af fullri einurð.
A leiðinni brá bílstjórinn sér
í föðurlegt kennarahlutverk
og leiðbeindi mér. Ég ætti
altso að segja: Tachchchrrrir
ekki tachchrrir. Við skildum á
Tahrir-torgi um 20 mínútum
síðar og ég var staðráðinn í
að standa mig betur næst.
Það er ekki sama ra, rein
eða hra. Og ekki nóg að geta
trallað þetta glaðlega heima
hjá sér, ef maður getur ekki
stunið því upp með réttu
skrolli, réttum áherslum og á
réttum stöðum, þegar maður
er villtur einhvers staðar í
norðurhlpta Kaíró.
UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN
ARATUGA REYNSLA
GÆÐAVARA - GOTT VERÐ
Borgarnes
Ljósmyndir
í Spari-
sjóðnum
SÝNING á ljósmyndum fréttaritara
Morgunblaðsins hefur verið sett upp
í Sparisjóði Mýrasýslu í Borgarnesi.
Þar verða myndirnar út vikuna.
A sýningunni sem hefur yfirskrift-
ina Til sjós og lands eru 30 verð-
launamyndir úr ljósmyndasam-
keppni Okkar manna, félags frétta-
ritara Morgunblaðsins. Þar eru
nokkrar myndir Theodórs Kr. Þórð-
arsonar, fréttaritara í Borgarnesi,
meðal annars röð mynda sem teknar
voru af því þegar Egilsbræður björg-
uðu hryssunni Yrpu á þurrt. Einnig
ein verðlaunamynd úr andlitsmynda-
flokki.
Sýningin hefur verið á ferð um
landið undanfarna mánuði, síðustu
vikurnar á Snæfellsnesi.
Myndirnar eru til sýnis á opnun-
artíma Sparisjóðsins.
LlSTHDHftUPPBOD
Á HÓTEL SÖGU
Gallerí Borg heldur listmunauppboð á Hótel Sögu
fimmtudaginn 9. nóvember kl. 20.30.
Boðin verða upp málverk eftir gömlu meistaranna,
koparstyttur og handunnin persknesk teppi.
Sýning uppboðsmuna hefst
mánudaginn 6. nóvember kl. 12.
VÍð Austurvöll • SÍMI 552 4211.
SMIÐJUVEGI 70, KÓP. • SÍMI564 4711 • FAX 564 4725
ListasjóðuR
PennanS
ISLENSKIR
MYNDLISTARMENN
Auglýsing um umsóknir
úr sjóðnum árið 1995
Eini sirinar tegundar á landinu
Til sölu Mercedes Benz 300 SL, árgerð ‘91, ekinn 54 þús.
✓ Leðurinnrétting - viðarinnrétting
✓ Rafmagn í stólum - 3 minna stilling
✓ Tvískiptur hiti í sætum
✓ Rafmagn í speglum
✓ Hard top + innbyggð blæja
✓ Blaupunkt útvarpstæki + 6 diska
geislaspilari. Benz hljóðkerfi
✓ Cruse control
✓ Air bag
✓ ABS bremsukerfi
✓ Fjarstýrðar hurðalæsingar
✓ 18“ Lorinser álfelgur á lowprofile
sumardekkjum, 16“ orginal Benz álfelgur á
nýjum, negldum vetrardekkjum
✓ Þokuljós í stuðara
Upplýsingar í síma 554 3433 eöa 892 7040
Styrkir úr Listasjóði Pennans verða
veittir í Qórða sinn um nk. áramót.
Umsóknir þurfa að berast stjórn sjóðsins
fyrir 1. desember 1995.
Sérstök umsóknareyðublöð og reglur
sjóðsins fást í verslunum og á skrifstofu
Pennans.
PENNINN HF,
HALLARMÚLA 4,
PÓSTHÓLF 8280,128 REYKJAVÍK,
SÍMI 568-3911, FAX 568-0411.