Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ TVEIR ekki árennilegir. Virkisvörður í Charlottevirki ásamt Skarphéðni Orra Björnssyni, fyrrverandi glimukóngi íslands. UNGFRÚ Bahamaeyjar var ekki að tilefnislausu kvödd út á al- þjóðaflugvöllinn við Nassau á eyjunni New Providence hinn 12. október síðastliðinn. Ferðamála- ráð eyjanna hafði nefnilega fregnað að von vaeri á fimm hundruð sólskins- þyrstum íslendingum með breiðþotu þá um morguninn og vildi fyrir alla muni að þeir yrðu boðnir hjartanlega velkomnir. Ferðamannaiðnaður er helsta atvinnugrein eyjaskeggja þannig að ferðamenn eru alltaf vel- komnir. Haustin eru utan háanna- tímans og þá eru þeir auðvitað sér- staklega velkomnir. íslenskar móttökur Seinna var mér sagt að Bahama- búar hefðu átt bágt með að trúa því að svo margir Islendingar væru á leiðinni. Ferðaskrifstofan Samvinnu- ferðir-Landsýn, sem þeir höfðu aldrei heyrt nefnda, pantaði hótelgistingu fyrir fimm hundruð manns í viku og tilkynnti að flugfélag, sem enginn þekkti, myndi annast flutninginn. Nokkrum dögum síðar var hringt og því haldið fram að selst hefði upp í ferðina á klukkutíma. Þetta hljómaði ótrúlega fyrir hótel- og ferðaþjón- ustumenn á Bahamaeyjum og því létti þeim mjög þegar þotan lenti og fimm hundruð fölir Frónbúar þustu út í sólskinið. Þetta var reyndar bara byijunin á óvæntum vinsældum Ba- hamaeyja á íslenskum ferðamarkaði í ár. Nú hefur selst upp í fjórar ferð- ir til Bahamaeyja á rúmum mánuði. Þá hefur um 1% þjóðarinnar ferðast með Samvinnuferðum-Landsýn og flugfélaginu Atlanta til Bahamaeyja á þessu ári og það á aðeins þriggja mánaða tímabili. Auk augnakonfektsins ungfrúr Bahamaeyja beið hljómsveit og mót- tökunefnd frá ferðamálaráði eyjanna í flugstöðinni. Á skiltum voru ferða- langamir boðnir velkomnir á ís- lensku. Sjónvarpsmenn voru þarna einnig og spurðu nokkra íslendinga, sem nýstignir voru út úr vélinni, hvernig þeir kynnu við land og þjóð. „How do you like the Bahamas?“ Á einum mánuði eru Bahamaeyjar orðnar þríðji vinsælasti sólarlandastaður íslendinga í ár. Ásóknin vakti athygli þar syðra ekki síður en hér á Fróni. Kjartan Magnússon var með í jómfrúrferðinni. Móttökurnar voru því ótrúlega ís- lenskar. Gæfunnar freistað í spilavíti Bahamaeyjar eru kiasi 700 eyja skammt austur af Flórídaskaga og norðan Kúbu. Þær voru bresk ný- lenda til ársins 1973 en amerísk áhrif eru yfírgnæfandi enda kemur megnið af ferðamönnum og flestar neysluvörur þaðan. Vinstri handar umferð og mynd af Bretlandsdrottn- ingu á peningaseðlum minnir þó sterklega á nýlendutímann. íbúar eru um 220 þúsund og um helmingur býr á New Providence, í eða við höfuðborgina Nassau. íslendingarnir gistu á tveimur hót- elum á Cable Beach, sem er í nokk- urra mínútna akstursfjarlægð frá miðborg Nassau. Hótelin eru tengd með risastóru spilavíti og þar létu íslendingarnir sig ekki vanta þegar skyggja tók. Flestir töpuðu eins og lög gera ráð fyrir en þó heyrðist af nokkrum sem unnu. Sú fregn var fljót að berast að kunnur athafna- maður hefði grætt 300 dollara fyrsta kvöldið og varð það án efa til að kveikja vonir margra um skjótfeng- inn gróða. Metið á þó líklega kona nokkur, sem hafði aldrei áður komið inn í spilavíti, en sagt var að hún hefði gengið út 3.000 dollurum rík- ari. Þeir voru hins vegar miklu fleiri sem töpuðu og það mátti oft greina beiskju og biturð í andlitum þeirra þegar þeir gengu frá spilaborðinu. Einhveijir eyddu meira silfri en þeir ætluðu sér og það kann að hafa haft áhrif á eyðslusemina að í spila- vítinu eru drykkir ókeypis - á meðan setið er að spilum. Sumir kenndu gjafaranum um ófarir sínar og bölv- uðu honum hressilega á íslensku. Kom jafnvel fyrir að með fylgdu at- hugasemdir um húðlitinn ef gjafarinn var svertingi. Þarna sannaðist það enn einu sinni að menn ættu ekki að hætta sér í slíka spilamennsku nema þeir séu í góðu andlegu jafn- vægi. Sem betur fer voru þeir þó mun fleiri sem skemmtu sér í spilavítinu enda gegndi það því hlutverki að vera skemmtistaður hótelanna. Þar eru veitingastaðir, barir með lifandi tónlist og leikhús þar sem „show“ eru stöðugt í gangi. Að kvöldi ann- ars dags ferðarinnar fjölmenntu ís- lendingamir þangað og fylgust með söng, steppdansi, brandarakörlum og hálfnöktum dansmeyjum. Margir íslendinganna fóru í skoð- unarferð um New Providence og tók það ekki langan tíma vegna smæðar eyjunnar. Tvö hundruð ára gömul landvamavirki voru skoðuð en að vísu voru þau aldrei notuð í þeim tilgangi þótt vissulega hefði komið fyrir að eyjan væri hernumin. Eyja- skeggjar hafa þð oft leitað hælis þar í fellibyljum en að meðaltali gengur einn slíkur yfir eyjarnar á níu ára fresti. Fjörugt næturlíf Eftir akstur um fátækrahverfi Nassau var farið í miðbæinn, sem er fremur lítill og vinalegur. I mið- bænum er gaman að bregða sér á útimarkað eða skoða gríðarstór skemmtiferðaskip í höfninni. Bay Street er helsta verslunargatan í Nassau en samkvæmt heimildum sem ég treysti (í hópnum var fjöldi einstaklinga af betra kyninu með gífurlega reynslu af lagerinnkaupum vítt og breitt um heiminn) er eyjan of lítill markaður til að geta boðið vöruúrval eða verð svo Islendingar heillist. Fólk notaði því tímann lítt til innkaupa en þeim mun meira til að slaka á eða skemmta sér. Næturlíf Nassau er mjög líflegt og nýtti yngri hluti hópsins sér það óspart. Spilavíti hótelsins var helsti skemmtistaðurinn eins og fyrr er getið en í nágrenni þess var einnig HÁKARL í höfrungalauginni? Valur Magnússon veitingamaður hreifst svo af höfrungunum að hann skellti sér í sjóinn og synti með þeim smáspöl. 4BAHAMAEYJAR SLETT úr klaufunum í strandveislu á Blue Lagoon. FALLHLÍFARSIGLING er vinsæl við Bahamaeyjar en fallhlífin er dregin af hraðbáti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.