Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1995 35 SVANA EIRÍKS- DÓTTIR + Svana Eiríksdóttir frá Flat- eyri var fædd í Reykjavík 12. apríl 1976. Hún lést í snjó- flóðinu á Flateyri 26. október síðastliðinn og fór útförin fram 2. nóvember. ELSKU frænka mín. Ég trúi því ekki að við fáum ekki að sjá þig aftur. Þú sem lýstir upp heiminn og sýndir okkur hvers virði lífið er. Ég og allir sem þekktum þig munum geyma þig í hjarta okkar og tileinka okkur lífsgleði þína. Þú svo brosandi og glöð og bros þitt hverfur ekki úr huga mér, svo eftirminnilegt er það mér. Þú varst alltaf svo drífandi og dugleg og nú hefurðu verið tekin frá okkur. Hvernig er hægt að rétt- læta fráfall svo margra? Ég hef reynt að hugsa um guðs vilja og að þeir sem guðirnir elska mest deyja ungir, er. ég skil það ekki. Því þú varst svo vinsæl á meðal okkar og okkur þótti svo vænt um þig. Ég minnist þess oft hversu vel við skemmtum okkur eitt sumar af mörgum sem ég var í vist hjá Gullu og Eiríki. Þá var Wham uppáhalds- hljómsveitin okkar og einn sólskins- dag stilltum við lagið „Wake Me up Before You Go“ á hæsta og dönsuð- um við það úti í garðinum þínum. Síðan sumrin sem við æfðum saman ftjálsar íþróttir og sund, en við þurft- um aldrei að keppa hvor við aðra þar sem ég var 2 árum eldri. Minn- ingar eins og þessar herja á huga minn og fylla mig sorg og söknuði. En ég veit að ljölskyldan þín þjáist nú mest og ég bið guð almáttugan að styrkja Rögnu, Eirík og systkini þín í þessari miklu sorg. Guð blessi þig og alla þá sem eiga nú um sárt að binda eftir þessar miklu hörm- ungar sem hafa snert alla nær og fjær. Ég kveð þig nú á blaði en þig mun ég alltaf geyma í hjarta mínu og megi þér líða vel á æðri stað sem við munum öll sameinast á einhvern tímann. Þín frænka, Guðfinna Hinriksdóttir. hOLl Skipholti 50B, 2. hæð t.v. 511-1600 Hús Bílaumboðsins hf., Krókhálsi 1 Húsið er 1.370 fm, byggt 1985-1987. Á efri hæð eru skrifstofur ca 270 fm með vönduðum innr. og parketi á öllum gólfum. Á jarðh. að ofan- verðu eru sýningasalir og skrifstofur, ca 270 fm. Flísalagt gólf. Á jarðh. að neðanverðu er lagerpláss/verkstæði/sýningarsalur ca 830 fm með mikilli lofthæð og tveimur stórum innkeyrsludyrum. Húsið er allt mjög vandað og snyrtilegt og hentar fyrir ýmiskonar rekstur, t.d: stóra heild- sölu. Bílastæðin eru malbikuð og Ióð frág. Guðlaugur Örn Þorsteinsson veitir allar nánari uppl. Fannafold 157 - parh. Opið hús sunnud. kl. 14-17 Glæsil. 155 fm parh. á einni hæð með innb. bílsk. Sérl. vandaðar innr. Parket. Fallegur frág. garður. Áhv. byggsj. rík. + lífsj. 4,8 millj. (hér barf ekki greiðslumat). Skipti mögul. á ódýrari eign. Verð 13,1 millj. Húsið verður til sýnis í dag milli kl. 14 og 17 og eru allir boðn- ir velkomnir. Valhöll, fasteignasala, sími 588-4477. 14-17 - Laufrima nr. 11-17 ' 1» . i ■ lr BtTTTK í opnu húsi í dag sýnum viö stórglæsileg 146 fm raöhús á einni hæö meö möguleika á 40 fm millilofti ef vill. Innbyggður bílskúr. Húsin eru til afhendingar strax, máluö og fullbúin aö utan og fokheld aö innan. Lóö er tyrfö og viðurkennt fyllingarefni í innkeyrslu. Hægt er aö fá húsin tilbúin til innréttinga eöa fullbúin ef vill! Verö frá kr. 7,9 miilj. Á tveimur húsum hvíla húsbréf aö fjárhæð kr. 6,3 millj. Ásmundur stórsölumaöur á Hóli tekur vel á móti þér í opnu húsi, leiðir þig um slotið og hefur allar upplýsingar á reiöum höndum svo og teikningar. , r4® *-• Jy ' ' fsTiTH FASTEIGNASALA | ® 55 100 90 Skipholti 50B| Tryggvagata 8, Tumhúsið H sýnis 09 sölu i dag frá kL 14—17 Nú er tækifærið til þess að kaupa í þessu glæsilega húsi sem á síðustu mánuðum hefur verið endur- nýjað að nær öllu leyti. Frágangur er allur í sérflokki og mjög vandaður. Sameign er fullfrágengin. 3. hæð (rishæð) — góð lofthæð — enn betra útsýni yfir höfnina og Esjuna: Tvær mjög skemmtilegar og sjarmerandi risíbúðir. Ca 96,7 fm nettó íbúð. Verð 8,9 millj. Útb. 3,9 millj. Ca 70,1 fm nettó íbúð. Verð 6,9 millj. Útb. 3,4 millj. Hagstæð langtímalán. Seljast tilbúnartil innréttinga. Jarðhæð: Veitingastaður (matsölustaður) 355 fm mjög skemmtilega innréttaður veit- ingastaður með öllum búnaði tilbúinn í rekst- ur strax í dag. Forsendur fyrir öllum leyfum m.a. opnunartíma til kl. 3 um helgar. Verð 32 millj. Útb. 13 m. Hagstæð lantímalán. Eignaskipti möguleg 2. hæð — frábært útsýni yfir höfnina og Esjuna: Tvær einingar, annars vegar eining 143 fm nettó með inngangi frá Norðurstíg Verð 9,9 millj. Útb. 4,5 millj. Hins vegar eining 126 fm nettó með inngangi frá Tryggvagötu. Verð 8,9 millj. Útb. 3,9 millj. Einingarnar henta mjög vel fyrir skrifstofur og einnig sem íbúðir. Hagstæð langtímlán. Seljast tilbúnar til innréttinga. f ÁSBYRGI f Suóurlandsbraut 54 vió Faxafen, 108 Reykjavlk, >imi 568-2444, fax: 568-2446. Firmasalan Ármúla 20, Reykjavík, sími 568-3884.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.