Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ SVEINBJÖRN I. Baldvinsson er dagskrárstjóri innlendrar dagskrárdeildar Sjónvarps, en hyggst helga sig aftur ritstörfum eigi síðar en þegar ráðningasamningi hans lýkur sumarið 1997. Sjðlfsiæðisharítta samtímans fer Iram f sjónvarpi Sitt sýnist hverjum um ágæti dagskrár Sjónvarpsins og ekki eru allir á eitt sáttir um hvaða hlutverki Sjónvarpið eiffi að gegna í ört vaxandi samkeppni við einkastöðvamar. Jóhanna Ingvarsdótt- ir ræddi við Sveinbjöm I. Baldvinsson, dagskrárstjóra innlendrar * dagskrárdeildar Sjónvarps. „MENNING er afstætt hugtak og ég tel mikilvægt að hólfa menningu ekki niður í hámenningu og lág- menningu í daglegri umfjöllun og stuðla þannig að menningarlegri stéttaskiptingu í íslensku þjóðfélagi. Víða erlendis er slík stéttaskipting staðreynd með þeim afleiðingum að ýmis listsköpun hefur einangrast frá alþýðunni. Fjölmiðlar geta jafnvel ýtt undir þessa einangrun með mjög sérfræðilegri umfjöllun, sem fer síð- an fyrir ofan garð og neðan hjá almenningi," segir Sveinbjörn I. Baldvinsson, dagskrárstjóri inn- lendrar dagskrárdeildar Sjónvarps- ins. „Einn af kostunum við íslenskt samféiag er sá hve áhugi á hvers kyns menningarafurðum og atburð- um er mikill og almennur. Það væri því mjög sorglegt ef við dyttum nið- ur í það far að í okkar fámenna landi yrðu til tvær þjóðir í menning- arlegu tilliti, eins og t.d. hefur verið að gerast í Bandaríkjunum þar sem mörgum þeirra, sem teljast til al- mennra borgara, dettur ekki orðið í hug að sækja leikhús eða mál- verkasýningar. Þetta er ein aðal- hugmyndin að baki Dagsljóss-þátt- unum.“ Tíðarandinn varðveittur „Það er markmiðið með dægur- málaþætti á borð við Dagsljós að íjalla um það, sem er efst á baugi hverju sinni. Sagnfræðingar nútím- ans eru að uppgötva það að fremur lítið er vitað um daglegt líf fólks fyrr á tímum. Þess vegna fmnst mér það afskaplega mikilvægt að reyna að skrásetja tíðarandann eins og hann er hverju sinni, greina frá því sem almenningur er að velta fyrir sér frá degi til dags, en skrá eldri sögu fremur í stökum þáttum. Sagt er að tíminn skilji kjarnann frá hisminu og því sé óþarfi að geyma allt hismið, en þegar frá líður reyn- ist hismið oft merkara en það, sem álitið var kjaminn á þeim tíma. Eg tel varðveislu hins hversdagslega menningararfs ekki síður mikilvæga en varðveislu hins hátíðlega. í sjónvarpi gefst góður kostur á að sinna samtímanum og það hef ég haft að leiðarljósi í starfi mínu sem dagskrárstjóri. Ég vil senda út efni af alls kyns toga þannig að úr verði sem fjölbreyttust dagskrá við sem flestra hæfi. Það er í fyllsta samræmi við lög og reglugerðir enda er hugtakið „menning“ ekki þröngt skilgreint í útvarpslögunum. Hinsvegar er ljóst að þegar stórum spegli er haldið upp að nútímanum, eru ekki allir ávallt ánægðir með það, sem þeir sjá. Þannig er t.d. allt sem lýtur að kynlífi algjört „tabú“ í margra augum, enda þótt vitneskja um þennan þátt mannlífs- ins hafí aldrei verið jafnmikil lífs- nauðsyn og einmitt núna. Svo finnst auðvitað einum hneykslanlegt það sem öðrum finnst bráðfyndið, en það er önnur saga,“ segir Sveinbjöm um leið og hann rifjar upp tvö nýleg umkvörtunarefni sjónvarpsáhorf- enda, annars vegar umfjöllun um kynlíf í unglingaþættinum Ó og hinsvegar gamanatriði í Dagsljósi um viðbrögð manna við sérstökum aðstæðum í sundlaugum. Dagskrár- stjóranum fmnst sjálfsagt að hlusta á raddir fólksins þótt hann sé ekki alltaf sammála síðasta ræðumanni. Veruleikatengsl Sveinbjörn tók við starfi dag- skrárstjóra sumarið 1993 eftir nokkrar sviptingar innan stofnunar- innar sem enduðu með því að for- vera hans, Hrafni Gunnlaugssyni, var sagt upp starfi rétt eftir að hann sneri aftur úr alllöngu leyfi, en Sveinn Einarsson hafði gegnt starfínu í fjarveru hans. „Þegar ég tók við fannst mér, því miður, Sjón- varpið vera í afar litlum tengslum við fólkið í landinu og hafði Stöð 2 þá óneitanlega forskot í því sam- handi. Mér fannst mjög mikilvægt að tengja Sjónvarpið þeim veruleika, sem fólk hrærist í hér á landi frá degi til dags. Fljótlega uppgötvaði ég að menn höfðu látið sig dreyma um dægurmálaþátt í Sjónvarpinu í mörg ár án þess að hugmyndinni hefði verið hrint í framkvæmd. Ég ákvað að nýta mér þann áhuga, sem fyrir var og réði Sigurð G. Valgeirs- son sem ritstjóra Dagsljóss og hef ekki séð eftir því eina mínútu síðan. Þegar ég tók til starfa lýsti ég því yfir að stíga þyrfti tvö stór skref á sviði innlendrar dagskrárgerðar. Annars vegar að gera hlut almennr- ar, alþýðlegrar dagskrár mun meiri og sýnilegri, en hinsvegar og til við- bótar að hefja reglubundna_ fram- leiðslu Ieikinna þáttaraða. Ég tók einnig fram að ekki væri ásættan- legt að stíga bara annað skrefíð og verða þá að stíga það til baka til að setja hinn fótinn fram.“ Dagsljós hóf göngu sína haustið 1993 og er þetta því þriðji veturinn sem þátturinn er á dagskrá. Ekki þótti rétt að halda þættinum áfram þriðja árið í röð í óbreyttri mynd og vildu þeir Sveinbjöm og Sigurður báðir helst fá sjónvarpsfréttunum flýtt til kl. 19.30 eða jafnvel til 19.00 svo að Dagsljós fengi sam- felldan tíma að loknum fréttum. Þetta tókst ekki. „Við Sigurður og margir fleiri teljum eðlilegast. að svona þáttur komi í kjölfar fréttanna en ekki á undan þeim. Hinsvegar fannst okkur ekki ráð að vera með þátt af þessari lengd eftir fréttatím- ann nema að fréttirnar færðust fram. Niðurstaðan varð sú að skipta Dagsljósi í tvennt, bæði fyrir og eftir fréttir, og hefur samvinna við fréttastofu verið aukin til muna frá því sem áður var. Þótt Dagsljós virki lengri þáttur nú en áður, er sú ekki raunin sem neinu nemur í mínútum talið. Við erum tiltölulega sáttir við útkomuna þó ekki megi skilja það svo að okk- ur finnist við komin á einhvern leið- arenda. Stöðug naflaskoðun er nauðsynleg í starfi sem þessu og erum við enn að prófa okkur áfram með mismunandi útfærslur.“ Breytt fjölmiðlun Sveinbjöm segir að sitt hlutverk sem dagskrárstjóri sé að stjóma framleiðslu og kaupum innlends dag- skrárefnis innan ákveðins dagskrár- ramma, sem samþykktur er af Út- varpsráði. „Daglega er ég þó ekki viðriðinn framleiðsluna sem slíka, heldur ræð ég til þess þáttagerðar- menn, sem ég set mitt traust á. Ég leitast við að sjá sem mest efni áður en það fer í loftið þótt það sé engin leið fyrir mig að horfa á hvert ein- asta atriði og hvem einstakan fastan þátt, enda sumt í beinni útsendingu, t.d. Dagsljós, og annað sett saman á útsendingardaginn." Miklar breytingar hafa orðið í ís- lenskri fjölmiðlun á undanfömum ámm og undir það tekur dagskrár- stjóri Sjónvarps. „Þeir tímar er Rík- isútvarpið var eini ljósvakamiðillinn á markaðnum eru liðnir og við emm í beinni samkeppni um áhorf. Mér finnst þó spurning hvort ekki eigi að gera kröfur til annarra fjölmiðla í takt við þær kröfur, sem Sjónvarp- ið sætir og gerir til sjálfs sín, t.d. um útsendingarhlutfall á innlendu efni. Mér finnst t.d. alvarlegt mál, að brátt verða fjórar stöðvar í loftinu sem allar kalla sig íslenskar, en ég sé ekki að nein stöð nema Sjónvarp- ið muni framleiða eða senda út ís- lenskt efni fyrir börn. Talsettar teiknimyndir eru ekki íslenskt efni.“ Fjöldavinsældir Dagskrárstjórinn á ekki von á að nýjar sjónvarpsstöðvar, sem nú eru í startholunum, eigi eftir að hafa svo ýkja mikil áhrif á stöðu innlends dagskrárefnis Sjónvarpsins til að byija með, heldur verði samkeppnin fyrst og fremst á sviði erlends efnis enda njóti áskriftastöðvar forgangs í innkaupum á bíómyndum á erlend- um mörkuðum umfram opnar stöðv- ar á borð við Sjónvarpið. „En. þegar fram líða stundir og ef einkastöðvunum vegnar það vel að þær geta borgað -upp fjárfesting- ar, hlýtur að koma að þeim tíma- punkti að þær geti losað um fjár- magn, sem geri þeim kleift að hefja innlenda dagskrárgerð sem auðvitað er æskilegt. Þá fyrst verður til holl og uppbyggileg samkeppni milli Sjónvarpsins og einkastöðvanna. Ég hugsa samt stundum um það hvað starf mitt væri yndislega einfalt ef ég gæti bara setið við og framleitt efni, sem væri líklegt til íjöldavin- sælda og skapaði þar með auglýs- ingatekjur. Slíkan hugsanahátt leyf- ist mér ekki að ha_fa sem dagskrár- stjóri Sjónvarps. Á hinn bóginn er til lítils að Ieggja mikinn metnað og fé í dagskrárgerð, sem enginn nennir að horfa á. Samkeppnin um áhorfið hefur þá jákvæðu þróun í för með sér, að allar tegundir dag- skrárgerðar verða að standa undir nafni sem gott sjónvarpsefni. Það er ekki nóg lengur, að efniviðurinn sé merkilegur og athygliverður, framsetningin verður líka að vera vönduð og áhugaverð." Frjáls áskrift Sveinbjörn telur sennilegt að auk- in harka færist í baráttuna um af- nám afnotagjalds Ríkisútvarpsins með nýjum sjónvarpsstöðvum og auknu framboði sjónvarpefnis. Hann er sömuleiðis þeirrar skoðunar að sennilega gæti Sjónvarpið sem slíkt staðið undir sér með frjálsri áskrift þó hann geri sér jafnframt fullkomna grein fyrir því að afnám afnotagjalda myndi kalla á nýja dagskrárstefnu, þar sem, að hans mati ætti að leggja alla áherslu á innlenda efnið og sérstaklega leikið efni. „En þá þyrfti líka að breyta ýmsu í rekstrarfyrirkomulagi Sjónvarps- ins og t.d. að losa um þann milljarð króna, sem Sjónvarpið hefur lagt í Útvarpshúsið við Efstaleiti gegnum tíðina og leggja það fé í dagskrár- gerð. Enn hef ég þó ekki séð neina til- lögu um fjármögnun sem er örugg- lega betri en afnotagjaldakerfið. Það getur svo sem vel verið að slík leið sé til og það er sjálfsagt að skoða það ofan í kjölinn, t.d. tillög- urnar sem settar eru fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Ég get vel skil- ið fólk, sem segist vera andvígt af- notagjaldinu í skoðanakönnunum og persónulega væri ég meira en til í að losna við ýmsar mánaðarlegar álögur. En þá vaknar óneitanlega sú spurning hvort þjóðin telji nauð- synlegt að eiga ljölmiðil af þessu tagi eða ekki. Ef þjóðin telur að það gagnist henni ekki að eiga slíkan fjölmiðil, er rétt að leggja þennan rekstur alfarið niður í nafni ríkisins, en þá þarf líka að skoða allt dæmið til enda.“ Davíð og Golíat Sveinbjörn segist þeirrar skoðun- ar að við, sem þjóð, höfum ekki efni á því að leggja af Sjónvarpið, „einfaldlega vegna þess að þá sæt- um við einvörðungu uppi með ein- hvers konar kolkrabba-sjónvarp," eins og hann orðar það. „Þeir einu, sem hefðu efni á því að kaupa „batterí" af þessari stærð, eru stærstu fyrirtæki landsins. Við sjáum það nú þegar hvernig stór fyrirtæki á þessum markaði eru sí- fellt að sameinast í stærri einingar með hagsmuni eigenda sinna að leiðarljósi sem í þessum tilfellum eru nokkrar ágætlega stæðar fjölskyld- ur. Og ég undrast það hversu vel þessum vellríku aðilum hefur tekist að telja öllum almenningi trú um að þeir séu fulltrúar alþýðunnar í stríði gegn einhveiju óargadýri, sem sé ríkisbáknið í mynd RUV. Þessum áróðri hefur verið haldið uppi með stórkostlegum árangri. Rekstur fjöl- miðla í einkaeigu miðar einvörðungu að því að auka auð og völd þeirra, sem eiga fyrirtækin enda eru arð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.